Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 16

Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 VINNINGASKRÁ 1 9073 17090 26930 36297 46479 55957 70811 275 9502 17111 27351 36680 46946 56982 70852 467 9571 17224 27443 36750 47795 56991 71325 565 9588 17793 27479 37007 48047 57036 71449 903 9637 17945 27719 37133 48145 58034 71475 1097 10394 18051 28013 37482 49267 58342 71646 1145 10511 18274 28193 37496 49327 58904 71938 1709 10705 18585 28717 37497 49404 58984 72381 1760 11074 18680 29381 37800 49538 59525 72683 2103 11105 18966 29514 38322 49541 59554 73004 3292 11171 19256 29875 38485 49570 59859 73686 3329 11511 19355 30020 38554 49839 60718 73922 3581 12143 19408 30092 38849 50030 61043 74175 3671 12279 19739 30371 38853 50254 61108 74793 4010 12388 19837 30430 39509 50301 61736 74863 5426 12582 19985 30513 39788 50416 62000 74905 5533 12764 20305 30881 40043 50681 62523 74962 5589 12941 20327 31189 40830 50713 62868 75054 5855 13145 20669 31341 40987 51074 63542 75090 5866 13685 21205 31745 40995 51180 63709 75748 6359 13739 21603 31928 41146 51273 63884 75759 6368 14019 22055 32054 41303 51864 64088 76220 6696 14342 22595 32287 41536 51973 64190 76261 6780 14443 22618 32445 41937 52180 65220 76301 6900 14723 22748 32551 42018 52466 65316 76701 7049 14860 23022 32778 42021 52542 65462 76853 7083 14862 23034 33102 42796 52964 65591 77179 7274 15283 23309 33598 43157 53276 67178 78101 7482 15321 23727 33845 43224 53545 67946 78226 7621 15665 24510 34623 43953 53850 67968 78892 7631 16141 24803 35062 44302 54313 67976 79985 7736 16262 25045 35069 44701 54421 68204 7762 16289 25149 35070 44738 54691 68803 8307 16580 25261 35544 45227 54791 69106 8402 16627 25613 35613 45442 55039 69342 8540 16895 25722 35973 45745 55390 69371 8887 17037 25767 36049 45811 55530 70404 96 7157 25091 35793 42765 50050 61290 71658 459 8590 26913 36585 43410 50101 61704 71718 675 10750 27580 36878 43998 50983 61979 73883 1632 12555 27941 37223 44371 51985 62863 76636 2127 12839 29332 37738 44449 52121 63171 76874 3195 15825 29452 38909 44918 53012 64372 77226 3368 16848 29458 39448 45299 53800 65143 78634 4229 20348 29615 39576 45821 54575 66548 79274 4375 20575 33067 39709 46661 54994 66597 79971 5980 20749 33199 41079 46700 55174 66931 6036 21247 34413 41441 47221 55277 67009 6895 24136 34581 41997 47884 57563 68553 6959 24150 35349 42275 49606 59589 71062 Næstu útdrættir fara fram 8., 15., 21. & 29. apríl 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 5235 10037 31668 59476 71156 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1443 11011 18697 38533 44841 63920 1758 12202 19021 38658 45290 70943 3655 13905 25932 41468 50695 71184 9822 18637 25959 42343 62462 79120 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 5 6 5 1 6 47. útdráttur 25. mars 2021 Það er áhrifamikið að sjá hvernig íslenskur sjávarútvegur hefur náð að vinna úr óvæntri en langþráðri loðnu- vertíð. Eftir að hafa orðið að loka starfsemi sinni og sitja uppi með ónýttar fjárfestingar tvær loðnuvertíðir í röð hefur verið gaman að sjá hve vel sjávar- útvegsfyrirtækin hafa náð að nýta sér þessa óvæntu vertíð til verðmæta- sköpunar sem allt þjóðarbúið nýtur. Eins og kom fram í Morgunblaðinu 9. mars sl. er áætlað að útflutnings- verðmæti loðnuafurða eftir vertíðina muni nema 22 til 25 milljörðum króna. Útflutningsverðmæti 10 þús- und tonna, sem norsk skip lönduðu hérlendis, eru inni í þessum tölum. Eftir loðnubrest í tvö ár var heild- arkvótinn ákveðinn 127.300 tonn í byrjun febrúar. Þá hafði loðnu verið leitað í umfangsmiklum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa sem lögðu til leitar- skip. Á sinn kostnað, vel að merkja. Íslensk útgerð varð þó að deila ávinn- ingnum af leitinni með norskum, fær- eyskum og grænlenskum útgerðum sem höfðu engan kostnað af henni. Í hlut erlendu veiðiskipana komu 53 þúsund tonn af 123 þúsund tonna heildarkvóta. Það má spyrja hve sanngjarnt þetta fyr- irkomulag er. Þrátt fyrir tveggja ára stopp er hægt að undrast hve vel veið- arnar hafa gengið. Einnig skiptir miklu máli að svo virðist sem útgerðinni sé að takast að gera mikil verðmæti úr til þess að gera litlum afla og það segi sína sögu um fjárfestingu og uppbyggingu í vinnsl- unni í landi. Þannig hef- ur tekist að heilfrysta nær alla loðnuna og sáralítið farið í mjöl- vinnslu. En það er eitt að veiða og verka aflann, það þarf líka að selja hann. Þar nýtist einstakt sölu og markaðs- net sem íslensku sjávarútvegs- fyrirtækin hafa náð að byggja upp. Það sýnir kannski betur en margt annað traust í þessum viðskiptum að kaupendur bíða í röðum eftir íslensk- um loðnuafurðum þrátt fyrir að veið- ar hafi legið niðri tvö ár. Það að ná inn loðnu þetta árið var mikið happ svo markaðir töpuðust ekki endanlega, því hrogn og loðnu þarf að vera hægt að bjóða á hverju ári. Fyrir þessa ver- tíð voru allar birgðir búnar. Annað sem vekur upp spurningar er hvers vegna samningurinn við Norðmenn og Rússa, sem fyrst var undirritaður í Pétursborg 15. maí 1999, hafi ekki verið lagfærður með tilliti til aðstæðna í dag. Hann var gerður til að ná samningum um veið- ar í Smugunni fyrir aldamótin en þá voru verðhlutföll á milli þorsks og loðnu allt önnur en þau eru í dag. Norðmenn tóku einhliða upp stjórn á 200 mílna lögsögu Svalbarða. Ákvörð- un sem var umdeild og hefur ekki verið látið reyna á réttmæti þess. Það er ástæða til að taka upp samninginn um Smuguna því enginn samningur væri að öllum líkindum betri en sá sem er við lýði í dag. Hitt er umhugsunarvert, hvernig stóð á því að sjávarútvegsfyrirtækin þurftu að beita Hafrannsóknastofnun þrýstingi til að fara til leitar að loðnu? Hafrannsóknastofnun hafði stefnt að leit í janúar en útgerðin taldi að leitin yrði að hefjast í nóvember. Er það áhugaleysi eða fjárskortur sem háir Hafrannsóknastofnun? Hvort tveggja er hægt að leysa með einföld- um hætti. 20-25 milljarða tekjur hefðu getað tapast vegna tregðu til að eyða 100 milljónum í rannsóknir. Hver fæst til að svara því? Fengsæl loðnuvertíðin en vekur spurningar Eftir Svan Guðmundsson »Uppsjávarfyrirtækin bjarga verðmætum. Er ástæða til að segja upp Smugusamningnum frá 1999? Svanur Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. svanur@arcticeconomy.com Ein helsta ástæða þess að skylduaðild að veiðifélögum var lög- fest árið 1970 var ósam- lyndi veiðiréttarhafa og ómarkviss nýting fiski- stofna. Þetta kom m.a. fram í því að sumir sem áttu svæði neðst í ám netgirtu þær og skertu þannig fiskigengd á hrygningarsvæði og hlunnindanýtingu ann- arra. Gildandi lög um lax- og silungs- veiði eru frá 2006 og markmið þeirra kveður skýrt á um veiðirétt í fersk- vatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskstofna. Lögunum var einnig ætlað að auka réttaröryggi aðildarfélaga í veiði- félögum en sú er ekki raunin. Orð- ræðan og túlkun laganna hefur þróast í þá átt að útvíkka og knýja fram áherslur, ákvarðanir og hags- muni meirihluta. Jafnframt að blanda saman hagsmunum leigutaka innan umgjarðar laganna. Færa áherslur í rekstri veiðifélaga fjær þeim gildum sem skylduaðildin og vernd eignarréttar aðildarfélaga hvílir á. Undirritaður hefur lent upp á kant við lögin – sjá: www.sveita- saga.com Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp til breytinga á lax- og sil- ungsveiðilögunum. Frumvarpið er sagt vera endurflutningur á frum- varpi sem ekki fór í gegn á síðasta þingi. Í raun er þetta samt nýtt frum- varp og hefði átt að fá kynningu og umræðu sem slíkt. Fyrra frumvarpið hafði minnihlutavernd að markmiði en aðaláhersla nýja frumvarpsins er að veita réttum minnihluta meiri- hluta á kostnað rangs meirihluta sem þá yrði minnihluti! Einhvurs lags skítamix. Kveikja frumvarpsins er ótti við að erlendur auðkýfingur geti í krafti eignar sinnar á laxveiðijörðum hér- lendis náð meirihluta í veiðifélögum; ákveðið að friða ár og svipta aðra að- ildarfélaga hlunnindum. Þessi ótti á ekki við nein rök að styðjast. Meiri- hlutaákvörðun um friðun ársvæðis er í andstöðu við lögboðið hlutverk veiðifélaga og skýrt brot á minni- hlutavernd aðild- arfélaga. Ákvörðun um friðun heils ársvæðis er ekki hægt að taka með meirihluta atkvæða, heldur verður slík meiri háttar ákvörðun að vera samþykkt af öllum aðildarfélögum. Hinn duldi tilgangur frum- varpsins virðist vera að styrkja frekari meiri- hlutaræði með sérstökum hætti og tengingu við atkvæðavægi. Þetta er í samræmi við stefnu Landssambands veiðifélaga sem heldur því fram að veiðifélög séu atvinnurekstrarfélög og hefur í umsögn til atvinnuvega- nefndar Alþingis varað við aukinni minnihlutavernd í veiðifélögum. Þá hefur landssambandið lagt sig fram við að leggja fram tölur til að sýna fram á mikilvægi lax- og sil- ungsveiða. Láta líta út að sölu- og markaðsmál ásamt hámörkun hagn- aðar bæði veiðifélaga og leigutaka séu mikilvægar forsendur skyldu- aðildar. Slíkt er algjör firra. Í frum- varpinu og áður í nefndaráliti at- vinnuveganefndar er vísað til skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir Landssamband veiðifélaga árið 2018. Þar kemur fram að tekjur veiðifélaga árið 2004 voru 961 m.kr. en uxu í 2.800 m.kr. árið 2017. Höfðu þrefaldast að krónu- tölu. Tekjur leigutaka höfðu hins vegar tífaldast á sama tíma: voru 228 m.kr. árið 2004 en uxu í 2.100 m.kr. árið 2017. Annaðhvort er eitthvað at- hugavert við þessar samanburðar- tölur eða þær sýna þróun þar sem uppgangi er misskipt milli veiðifélaga og leigutaka laxveiðiáa. Lög um lax- og silungsveiði hafa eitt skýrt aðal- markmið; sjálfbærni. Verndun fiski- stofna er forsenda góðrar afkomu veiðifélags en áhættufjárfesting eða áhætturekstur er það ekki. Sölu- og markaðsstarf leigutaka ársvæða er góð og gild samkeppnisstarfssemi en á sér engar forsendur í lagasetningu um lax- og silungsveiði. Í frumvarpinu er einnig lagt til að friðun svæða verði eingöngu leyfð út frá veiðiréttarlegum forsendum. Þetta er þröngur gamaldags hugs- unarháttur. Þegar lög um skyldu- aðild voru sett 1970 var litið á veiði- réttindi sem einu auðlind ársvæðis. Aðgengi að óspilltri náttúru er hins vegar ein helsta auðlind samtímans. Hvað ef landeigandi vill ekki nýta veiðirétt sinn; friða sitt svæði og af- sala sér arði af veiðum? Slík friðun stuðlar að markmiðum lax- og sil- ungsveiðilaganna um sjálfbærni fyrir þá landeigendur sem vilja nýta veiði- réttinn. Það hlýtur að vera æskilegt og í takt við mannréttindalög og tíð- aranda að landeigendur sem vilja nýta fasteign sína og náttúruauðlind á annan hátt en með veiðirétti séu ekki skyldaðir til að vera í veiðifélagi. Að skylduaðild að veiðifélögum taki aðeins til þeirra fasteignaeigenda sem ákveða að nýta veiðirétt sinn og verða veiðirétthafar. Skilja má gild- andi lög þannig að þetta sé hægt en í framlögðu frumvarpi er reynt að girða fyrir það. Tíma Alþingis er illa varið til hags- munatengds bútasaums sem eykur flækjustig í lagasetningu og kemur í bakið seinna. Miklu nærtækara væri að uppfæra lögin um lax- og silungs- veiði til nútímans og ganga úr skugga um að lagagreinar sem teygt hefur verið á séu í samræmi við markmið laganna. Að verkefni veiðifélaga séu skilgreind með tæmandi hætti og að minnihlutavernd sé virt. Veiðifélag er sérstakt skylduaðildarfélag sem vegna þeirrar stöðu sinnar getur ekki og á ekki að takast á við önnur verk- efni en þau sem skylduaðildina rétt- læta. Eftir Steinar Berg » Sölu- og markaðs- starf leigutaka ár- svæða er góð og gild samkeppnisstarfsemi en á sér engar forsendur í lagasetningu um lax- og silungsveiði. Steinar Berg Höfundur er ferðaþjónustubóndi. steinar@fossatun.is Einhvurslags skítamix Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.