Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 Í upphafi skyldi end- inn skoða, sem eflaust hefur verið gert af ís- lenskum frumkvöðlum sem sóttu um fjölda eldissvæða fyrir laxeldi í sjókvíum. Auðlindin (íslenskir firðir) er verðmæti og til að hún gæti skapað fjárhags- legan ávinning þurfti að fá leyfi en mikil tregða var í leyfisveit- ingarkerfinu. Til að liðka fyrir þurfti því að setja málið í ákveðinn farveg, útbúa leikreglur sem síðan var geng- ið með í gegnum stjórnsýsluna til að tryggja laxeldisfyrirtækjum í meiri- hlutaeigu erlendra aðila fjárhags- legan ávinning. Ferlinu lauk síðan með því að íslenskir lífeyrissjóðir voru dregnir að borðinu. Ferli málsins Í stuttu og mjög einfaldari mynd má lýsa ferlinu á eftirfarandi hátt: Auðlindin tekin: Sótt um fjölda eldissvæða til að koma sér í ákveðna stöðu með möguleika á fjárhags- legum ávinningi. Sett í sölubúning: Útbúin við- skiptaáætlun, eld- issvæðin eru verðmæti og erlendir aðilar með fjármagn fengnir að borðinu. Sérhagsmunagæsla: Stjórnarmenn stærstu laxeldisfyrirtækjanna skipuðu sig í opinberan stefnumótunarhóp til að tryggja sína sér- hagsmuni. Sérhagsmunagæsla: Gefin út opinber stefnumótunarskýrsla sem gefur væntingar um fjárhagslegan ávinning. Stjórnsýslan: Í ráðuneytinu var skortur á faglegri rýni og tillögur stefnumótunarskýrslunnar skrifaðar því sem næst óbreyttar inn í fiskeld- isfrumvarpið. Stjórnsýslan: Alþingi Íslands stoppaði af ýmis áform en í gegn fóru þó margar tillögur sem tryggðu fjár- hagslegan ávinning. Stjórnsýslan: Gildistöku laganna frestað til að gefa laxeldisfyr- irtækjum í meirihlutaeigu erlendra tækifæri að skila gögnum til Skipu- lagsstofnunar. Auka ávinning: Hlutabréf sett á erlendan hlutabréfamarkað og náðst hefur verulegur fjárhagslegur ávinn- ingur, mest hjá þeim sem fyrst komu að borðinu. Viðhalda ávinningi: Lífeyrissjóð- irnir m.a. fengnir að borðinu þegar fyrstu fjárfestarnir eru búnir að taka út framtíðarhagnað af auðlindinni. Íslenska leiðin Grunnur að íslensku leiðinni var lagður með skýrslu starfshóps sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi með hag- stæðum tillögum fyrir laxeldisfyr- irtæki í meirihlutaeigu erlendra að- ila. Fjársterkir hagsmunaaðilar vösuðust þar með stefnumótun stjórnvalda og leikreglur voru mót- aðar til að þjóna eigin sérhags- munum. Það sem átti að vera stefnu- mótun stjórnvalda og greinarinnar varð að stefnumótun þröngs hóps fjársterkra hagsmunaaðila. Bent hefur verið á að sú leið sem hefur verið notuð við undirbúning og gerð laga um fiskeldi sé kölluð að fanga ríkisvaldið (e. state capture). Það er búið að taka út framtíðarhagnaðinn Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um verðmæti og hækkun hlutabréfa lax- eldisfyrirtækja. Eldissvæðin í skjól- góðum fjörðum á Íslandi eru verð- mætin og það hefur átt sér stað hækkun í hafi með því að skrá bréfin á erlendan hlutabréfamarkað. Lax- eldisfyrirtækin eru í meirihlutaeigu erlendra aðila og það eru fyrst og fremst þeir sem hafa tekið út hagn- aðinn af auðlindinni sem skattgreið- endur hefðu með réttu átt að njóta. Hefur enginn fjölmiðill á Íslandi áhuga á að láta reikna út og birta þann ávinning sem búið er að taka út? Hvers er að vænta? Ísland er á jaðarsvæði fyrir sjó- kvíaeldi á laxi með lægra sjáv- arhitastig en í samkeppnislöndum, sem leiðir til hægari vaxtar á fisk- inum, meiri áhættu og hærri fram- leiðslukostnaðar. Árangurinn og samkeppnishæfni greinarinnar mun ráðast mikið af því hvernig sjáv- arhitastig þróast á næstu áratugum. Afkoma í greininni á alþjóðavísu hef- ur verið ævintýri líkust en þannig verður það ekki til eilífðar. Með lækkandi markaðsverði munu þau lönd eða fyrirtæki sem eru með hæstan framleiðslukostnað fyrst lenda í rekstrarvanda. Þegar sú staða kemur upp munu þeir hlut- hafar sem síðastir komu að borðinu fyrst og fremst tapa fjármunum eins og t.d. lífeyrissjóðirnir. Þátttaka lífeyrissjóða Það er margt jákvætt við upp- byggingu laxeldis, ný störf, auknar útflutningstekjur o.s.frv. Eflaust hafa verið haldnir flottar glærukynn- ingar fyrir lífeyrissjóðina til að selja þeim hugmyndina, en Gildi og Stefn- ir eru m.a. þeir sjóðir sem hafa fjár- fest í laxeldisfyrirtækjum. Þegar bú- ið er að taka út framtíðarhagnaðinn koma íslenskir lífeyrissjóðir fyrst að borðinu. Það er full ástæða fyrir eig- endur sjóðanna að hafa áhyggjur hvernig staðið er að ávöxtun þeirra lífeyris. Engin opinber rannsókn Uppbygging laxeldis á Íslandi hef- ur einkennst af samtímahugsun með fljóttekinn hagnað að leiðarljósi en skortur hefur verið á langtíma- hugsun með það að markmiði að byggja upp samkeppnishæfa at- vinnugrein í sátt við samfélag og um- hverfi. Sumir dást eflaust að því hvernig þröngur sérhagsmunahópur hefur náð að fanga ríkisvaldið og náð fjárhagslegum ávinningi. Það verður að gefa ríkisvaldinu falleinkunn í sinni frammistöðu. Maður skilur það betur og betur af hverju það er ekki vilji fyrir því að fram fari opinber rannsókn á málinu. Lífeyrir almennings notaður til að fjármagna íslensku leiðina Eftir Valdimar Inga Gunnarsson »Uppbygging laxeldis á Íslandi hefur ein- kennst af samtíma- hugsun með fljóttekinn hagnað að leiðarljósi en skortur hefur verið á langtímahugsun. Valdimar Ingi Gunnarsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. valdimar@sjavarutvegur.is Eldri borgarar hafa margir hverjir þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun vegna Covid-19- faraldursins. Það hefur meðal annars haft þau áhrif að margir hafa ekki haft tök á að stunda reglubundna hreyfingu líkt og áður. Með hækkandi sól og fleiri bólusett- um landsmönnum horfum við sem betur fer fram á bjartari tíma. Því er afar mikilvægt að virkja þennan ald- urshóp aftur til hreyfingar, því fyrr, því betra. Öll erum við meðvituð um jákvæð áhrif skipulagðrar hreyfingar. Þau sem ná eftirlaunaaldri í dag eru mun líklegri til að njóta fleiri ára með góða hreyfigetu en sambærilegur einstaklingur gerði einungis fyrir nokkrum áratugum. Þessi staða býður upp á nýjar áskoranir en einnig upp á tækifæri sem við þurf- um að nýta okkur til fulls. Allar nýj- ar rannsóknir sýna okkur að hreyf- ing og styrktarþjálfun ásamt hollu mataræði getur bætt lífsgæði og seinkað öldrun allt upp í 5 ár eða meira. Eldri borgarar eru breiður hópur fólks með ólíkar þarfir og mark- miðið er að allir geti búið sem lengst heima við öryggi og verið sjálfstæðir í lífi og starfi. Síðustu ár hafa orðið nýjar áherslur sem taka mið af áskorunum eldra fólks og auðvelda því að halda áfram virkri þátttöku í samfélaginu. Þar má t.d. benda á heilsueflandi samfélög sem er heild- ræn nálgun sem embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. þar sem markvisst er unnið að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan íbúa. Félags- og barnamálaráðherra gerði nýverið samninga við Lands- samband eldri borgara og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um að aðstoða áhugasöm sveitarfélög um land allt við að innleiða með mark- vissum hætti heilsueflingu til fram- tíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi aldraðra m.t.t. hreyfingar, næringar og ann- arra þátta sem skipta sköpum fyrir heilsu þeirra og líðan. Lögð verði áhersla á námskeið, fræðslu og ann- an faglegan stuðning til þjálfara eft- ir því sem við á, og annarra sem koma að heilsueflingu aldraðra á hverjum stað. Áhersla verði lögð á samstarf hlutaðeigandi aðila á hverj- um stað, s.s. félög eldri borgara, íþróttafélög og líkamsrækt- arstöðvar. Markmiðið er að auka lífsgæði aldraðra með betri lík- amlegri og andlegri heilsu. Með þessu er verið að skapa enn frekari umgjörð fyrir þennan aldurshóp og fjölga tækifærum til hreyfingar og koma hreyfingu betur inn í daglegt líf þeirra. Aðstaða til heilsueflingar Aðstaða í sveitarfélögum til íþróttaiðkunar hefur tekið miklum framförum og hafa mörg sveit- arfélög unnið að því að bæta aðstöðu til fjölbreyttrar hreyfingar, innan dyra sem utan. Inniaðstaða í íþrótta- húsum, útiæfingatæki, upphitaðir göngustígar og bekkir til að hvílast á með reglulegu millibili á vinsælum gönguleiðum eru nokkur dæmi sem vert er að nefna. Félagsstarf er líka í boði með fjölbreyttri afþreyingu og virkni á vegum sveitarfélaga, félaga eldri borgara, íþróttafélaga og ann- arra félagasamtaka. Íþróttafélög um land allt bjóða mörg hver upp á skipulagðar æfingar fyrir þennan aldurshóp en íþróttahreyfingin á Ís- landi hefur allt sem þarf til að vel takist, menntaða þjálfara, faglegt starf og góða aðstöðu. Þörfin fyrir inniaðstöðu fer sífellt vaxandi með auknum fjölda þeirra sem vilja vera á hreyfingu að vetri til og því er mikilvægt að efla enn frekar mögu- leika á fjölbreyttri inniaðstöðu fyrir alla aldurshópa. Hver er ávinningurinn? Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar er heilsa líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og örorku. Heilsuefling er því mikilvægur liður í markvissu lýðheilsustarfi. Reglu- leg hreyfing hefur fjölþætt gildi fyr- ir heilsu og líðan á öllum æviskeið- um. Rannsóknir staðfesta mikilvægi hreyfingar fyrir aldraða, m.a. betri heilaheilsu, minni likur á föllum og almennt aukna getu til að sinna dag- legum athöfnum. Hreyfing stuðlar auk þess að betri andlegri og lík- amlegri heilsu og ýtir undir fé- lagsleg samskipti og virkni almennt. Þörfin fyrir styrkingu vöðvamassa vex með árunum sem mótvægi við því tapi sem á sér stað frá miðjum aldri, það er því til mikils að vinna. Margir átta sig ekki á hvað vöðva- styrkur er afgerandi þáttur í að komast leiðar sinnar og vera virk. Því má aldrei hætta í að styðja við þá styrktarþjálfun sem eflir vöðva- massann. Mikilvægi heilsueflingar til auk- inna lífsgæða verður seint ofmetið en umfram allt eykur regluleg hreyfing líkurnar á því að fólk lifi lengur, við betri heilsu og betri lífs- gæði en ella. Sú heilsuefling sem nú er stefnt að með þeim styrkjum og fræðslu sem verður í boði er ætlað að snúa vörn í sókn á öllum sviðum lýðheilsu. Því er mikilvægt að allir hjálpist að við það að virkja gönguhópa og hreyfihópa á sem fjölbreyttastan hátt og hvetja hvert annað í góðum lífsstíl. Eftir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Þórunni Svein- björnsdóttur »Mikilvægi heilsuefl- ingar til aukinna lífs- gæða verður seint of- metið en umfram allt eykur regluleg hreyfing líkurnar á því að fólk lifi lengur, við betri heilsu og betri lífsgæði. Ingibjörg er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður starfshóps um lífskjör og aðbúnað aldraðra. Þórunn er formað- ur Landssambands eldri borgara. Ingibjörg Ólöf Isaksen Heilsuefling eldri borgara – aftur af stað Þórunn Sveinbjörnsdóttir Þær töluðu nánast daglega í síma Jóna og Sigrún, dóttir hennar. Sig- rún býr á Selfossi, vinnur skrif- stofustörf á fasteignasölu og þar eru líka lögfræðingar með aðsetur. Í spjalli á kaffistofunni minntist Sigrún á uppgötvun mömmu sinnar á misréttinu sem hún sætti með ellilaunin. Að ellilaunaskjólstæð- ingar Vinnumálastofnunar, þeir sem fá greidd eftirlaun frá fyr- irtækjum eða stofn- unum og þeir sem væru í vinnu, hefðu 100 þúsund króna frí- tekjumark atvinnu- tekna hjá Trygg- ingastofnun, en að eftirlaunagreiðslur líf- eyrissjóða mynduðu 45 þúsund króna skerð- ingu á ellilaunum af sömu upphæð. Bubbi, einn lögfræðinganna, sagði strax að þetta gæti ekki staðist. Þetta væri hreint og klárt brot á jafnræð- isreglu stjórn- sýslulaga. Skömmu seinna kom Bubbi með miða til Sigrúnar og benti henni á að láta mömmu sína fletta upp í lögunum um almannatryggingar og stjórnsýslulögum. Á miðann var skrifað „47. gr. Almannatrygg- ingalög og 11. gr. Stjórnsýslulög“. Hann hafði flett þessu upp og í hans huga er þetta borðleggjandi. „Eftirlauna- og lífeyrisþegar, það er enginn lagalegur munur á milli þeirra“. Svo bætti hann við. „At- vinnuleysisbætur eru auðvitað launatekjur, en gagnstæð skýring atvinnutekna. Orðið segi það sjálft“. Jóna bað Sigrúnu, þegar hún hafði sagt henni frá viðbrögðum Bubba, að senda sér þessar tölur eða leiðbeiningar í SMS. Hún þyrfti að hafa þetta skrifað fyrir framan sig áður en hún gúglaði. SMS-ið kom. Hún fór og gúglaði, almannatryggingalög. Hún skrun- aði músinni niður að 47. gr. stjórn- sýslulaga. Þar stóð svart á hvítu: „Þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum gilda stjórnsýslulög nema umsækjanda eða greiðslu- þega sé veittur betri réttur sam- kvæmt þessum lögum eða öðrum lögum sem við eiga. Gæta skal samræmis við ákvörðun sambæri- legra mála“. Jaaá … ætli sé einhvers staðar í þessum lögum eða öðrum minnst sérstaklega á að réttur þeirra sem fá eftirlaun eða atvinnuleysisbætur sé meiri en annarra gamlingja. Ég þarf að skoða það betur hugsaði Jóna, en ef enginn meiri réttur er skráð- ur í lög þá gilda stjórnsýslulög. Þetta er athyglisvert. Best að athuga hvort eitt- hvað sé minnst sér- staklega á eftirlaun eða atvinnuleys- isbætur. Hvað ætli sé með þessa jafnræð- isreglu? Jóna gúglaði stjórn- sýslulög. Hún skrun- aði niður eins og áður, að 11. gr. stjórn- sýslulaga þar sem seg- ir um jafnræðisreglu: „Jafnræðisreglan. Við úrlausn mála skulu stjórn- völd gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjón- armiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóð- erni, trúarbrögðum, stjórnmála- skoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæð- um“. Hún staldraði við orðið þjóð- félagsstöðu. Það að vera elli- launaþegi er þjóðfélagsstaða. Ef ég skil þetta rétt þá skal stjórnvald gæta samræmis og jafnræðis, og má ekki mismuna aðilum við úr- lausn mála á grundvelli sjón- armiða. Jónu datt í hug orðið „geð- þótti“ í stað „sjónarmiðs“, en það er líklega of sterkt til að prenta í lög. Sjónarmið er í raun besta orð- ið. Hún var augljóslega eitt af fórnarlömbum ósamræmis og ójafnræðis í lagalegu tilliti. Ég þarf að muna eftir að biðja Sigrúnu að þakka Bubba fyrir ábendinguna og leita eftir skýringu á þessu ójafn- ræði hjá Tryggingastofnun. Tómas Láruson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Tryggingastofnun og jafnræðisreglan Tómas Láruson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.