Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
✝
Steinn Hansson
fæddist í Ólafs-
vík 21. júlí 1930.
Hann andaðist 19.
mars 2021 á dval-
arheimilinu Jaðri í
Ólafsvík. Móðir
hans var Kristrún
Birgitta Friðgeirs-
dóttir, f. 7.9. 1909,
d. 24.9. 1971.
Steinn ólst upp
hjá móður sinni, afa
og ömmu í Móabænum.
Steinn kynntist árið 1949
Rögnu Möller, sem síðar varð
eiginkona hans. Ragna andaðist
á Landspítalanum 7.3. 2008.
Foreldrar hennar voru Víg-
lundur Möller, f. 6.3. 1910, d
.8.5. 1978, og Fríður Bjarnadótt-
ir, f. 31.8. 1911, d. 19.3. 1978.
Ragna ólst upp í Arnarfirði hjá
fósturforeldrum sínum, Elíasi
unn, f. 22.12. 1954, gift Hreini
Magnússyni, f. 25.5. 1952. Börn
þeirra eru Ragna Björk, f. 21.5.
1977, og Kristrún Birgitta, f.
18.8. 1982. Barnabörn Elsu og
Hreins eru fjögur.
Steini var ungur að aldri þeg-
ar hann byrjaði til sjós með Jó-
hanni Kristjánssyni og síðar
með fóstursonum hans, þeim
bræðrum Guðmundi og Bárði
Jenssyni, og stundaði hann sjó-
mennsku ásamt öðrum tengdum
störfum allt til ársins 1978. Þá
flutti hann ásamt eiginkonu
sinni til Reykjavíkur og gegndi
ýmsum störfum en lengst af
starfaði hann hjá Pósti og síma
uppi á Jörfa, eða þar til hann
hætti störfum þá 70 ára að aldri.
Útförin fer fram frá Ólafsvík-
urkirkju í dag, 26. mars 2021,
klukkan 14.
Streymi verður á vefsíðunni:
https://streyma.is/.
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Júlíusi Eleseussyni,
f. á Borg í Auðkúlu-
hreppi 30.7. 1878,
d. 27.9. 1960, og
Hallfríði Steinunni
Jónsdóttur, f. 25.8.
1883 á Skógum, d.
22.6. 1976. Föð-
ursystir Rögnu er
María Möller. Fóst-
ursystkini hennar
eru Petrína Jóna
Elíasdóttir og
Markús Ó. Waage.
Börn Steina og Rögnu eru: 1)
Jóhann, f. í Ólafsvík 10.6. 1951,
kvæntur Erlu Hrönn Snorra-
dóttur, f. 16.2. 1954. Börn þeirra
eru Rúnar Már, f. 10.3. 1973, Íris
Ósk, f. 17.6. 1977, og Steinunn
Ragna, f. 2.8. 1988. Fyrir átti Jó-
hann soninn Stein, f. 25.9. 1968.
Barnabörn Jóhanns og Erlu eru
orðin þrettán. 2) Elísabet Stein-
Elsku pabbi minn, það er kom-
ið að kveðjustund með söknuði.
Ég veit að þú ert kominn til
mömmu í bústaðarsælureit og þið
unið ykkur vel saman. Margs er
að minnast og margs er að sakna
eins og að geta ekki farið upp í
bústað eins og við gerðum á
sumrin og fara á rúntinn og
heyra fuglasönginn. Þetta var
þitt líf og yndi að fá að vera þar
sem oftast og varst með hugann
við Móabæ þó svo að þú gætir
ekki verið þar heilsunnar vegna.
Við þökkum þér fyrir allar góðu
samverustundirnar sem við átt-
um. Okkur langar að kveðja þig í
hinsta sinn elsku pabbi minn með
þessu ljóði:
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá.“
Hamþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Þýð. ÁKÞ)
Við munum ætíð varðveita all-
ar minningarnar.
Þín dóttir,
Elísabet og Hreinn.
Okkur hjón langar að minnast
föður míns og félaga í örfáum
orðum. Steini í Móabæ eins og
hann var oftast nær kallaður í
daglegu tali var mjög kærleiks-
ríkur og góður faðir. Við áttum
margar ánægjulegar stundir
saman í leik og starfi og vil ég
nefna sjómennskuna. Hann var
góður í því að kenna manni réttu
handtökin við það sem maður var
að vinna við. Mér er minnisstætt
þegar hann fór að kenna mér að
aka bifreið, þá var oft gaman því
þá var hann á heimavelli á bílnum
sínum.
Hann var mjög bóngóður mað-
ur, oftar en ekki kom hann óum-
beðinn til að hjálpa okkur hjónum
við þær húsbyggingar og fleira
sem við vorum að sýsla við. Pabbi
var mjög barngóður maður og
fóru börnin mín ekki varhluta af
því.
Konan mín sagði oft: „Mikið er
ég heppin að eiga svona góðan
tengdapabba sem er alltaf boðinn
og búinn að rétta hjálparhönd,“
enda náðu þau mjög vel saman.
Hún var honum sem dóttir í einu
og öllu og kunni hann svo sann-
arlega að meta það. Pabbi var
mikil félagsvera enda átti hann
marga góða vini.
Að lokum viljum við hjónin
þakka því frábæra starfsfólki
sem starfar á Jaðri fyrir góða
umönnun föður míns.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hvíl í friði elsku pabbi og
tengdapabbi.
Þangað til næst,
Jóhann og Erla Hrönn.
Elsku afi. Í dag kveð ég þig
með ást og söknuði. Upp í hugann
koma svo margar minningar og
þær koma mér allar til að brosa.
Eins og þegar ég var lítil og sat
hjá þér og söng leikskólalögin
fyrir þig og þú hlustaðir brosandi
og sagðir að ég væri seig. Ég vissi
ekki hvað það þýddi þá en ég fann
að það var eitthvað gott.
Jólin og sumrin á Móabæ eru
ofarlega í huga og ég er svo þakk-
lát fyrir þessar stundir og geymi
þær alltaf hjá mér.
Það var mjög stutt í grínið og
góða skapið þrátt fyrir mikil veik-
indi hjá þér elsku afi og það er
sárt að þú sért farinn en ég veit
að þú sameinast hinum helmingn-
um þínum og verður heill á ný.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(SPÞ)
Kristrún Birgitta.
Elskulegur afi okkar, við vilj-
um kveðja þig með þessu ljóði:
Við eigum minningar um brosið
bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Blessuð sé minning þín.
Ragna Björk, Margrét Ösp,
Alexandra Ýrr, Þorbjörg
Hulda og Óðinn Rafnar.
Hann afi Steini er fallinn frá,
hann nafni er fallinn frá, en um-
fram allt er einstakur faðir, afi og
langafi fallinn frá og búinn að fá
hvíldina langþráðu. Afi Steini var
lífsglaður maður með ótrúlegt
jafnaðargeð og þrátt fyrir erfiða
glímu við alvarleg veikindi síð-
ustu árin, þ.e. sykursíki og fóta-
missi, þá hafði hann alltaf gleðina
í fyrirrúmi. Það var alltaf stutt í
húmorinn hjá afa og mér þótti
ekkert skemmtilegra en að ræða
við hann um kvótamál og stjórn-
mál en þar vorum við á öndverð-
um meiði. Afi var sjómaður
stærstan hluta ævinnar og þegar
ég var yngri og við hittumst þá
var alltaf tekinn rúntur niður á
bryggju, stoppað á bryggjunni og
rætt um aflabrögð og annað sem
tengdist sjómennskunni. Afi varð
að fylgjast með bátunum og
hvaða afli væri að koma í land.
Hann afi var vinmargur og þekkti
marga og fékk því tíðar heim-
sóknir á dvalar- og hjúkrunar-
heimilið Jaðar í Ólafsvík þar sem
hann bjó síðustu árin. Afi átti vini
af öllum kynslóðum og þeir voru
duglegir að koma í heimsókn og
ræða við hann þjóðmálin. Afi
fylgdist svo sannarlega vel með
því sem var efst á baugi í sam-
félaginu og var viðræðugóður.
Það var hans lán að fá pláss á
Jaðri þar sem hann fékk frábæra
umönnun og gat hitt sína nánustu
oftar. Honum leið þar eins og
heima hjá sér enda ræturnar í
Ólafsvík. Afi Steini var góður afi
og hann fylgdist vel með barna-
börnunum og spurði ætíð hvað
þau væru að gera, hvernig þeim
gengi í náminu og íþróttunum.
Hann var forvitinn um hagi
þeirra og hvernig þeim reiddi af í
lífinu.
Við kveðjum afa Steina í dag
og upp úr standa góðar minning-
ar um einstakan mann.
Steinn Jóhannsson.
Elsku hjartans afi minn.
Nú er komið að kveðjustund,
nú ertu farinn úr líkamanum þín-
um sem var orðinn svo veikur
undir lokin.
Ég er viss um að nú spilarðu
tondeleyó og dansar með bros á
vör með ömmu og fólkinu okkar
sem við eigum þarna hinum meg-
in. Mikið verður tómlegt án þín,
elsku stríðni gleðigjafinn okkar.
Þú varst svo hlýr, jákvæður,
brosmildur og góður. Við eigum
margar góðar minningar, ferð-
irnar á Arnarstapa á mínum
yngri árum í Móabæinn voru allt-
af skemmtilegar, þið amma alltaf
eitthvað að brasa, hún í garðinum
og þú að ditta að Móabænum.
Í seinni tíð eftir að ég fór að
búa eyddum við miklum tíma
saman. Þú varst svo mikill kóng-
ur, keyrðir um eins og herforingi,
svona oftast viðurkenni ég að ég
var stundum með hjartað í bux-
unum þegar minn maður brunaði
út Selhólinn.
Þú varst duglegur að kíkja í
heimsókn til okkar fjölskyldunn-
ar þegar þú varst í Móabænum
yfir sumartímann. Þú varst mikil
félagsvera, fannst gaman að fara
í gleðskap, hitta fjölskylduna og
vini, þá var minn maður í topp-
málum. Mikill áhugamaður um
alla bátana í Snæfellsbæ og fisk-
iríið. Það var mikil gleði þegar þú
fékkst svo pláss á Jaðri, að fá þig
nær okkur voru forréttindi. Á
Jaðri leið þér vel, gast fylgst með
bátunum út um gluggann og líf-
inu í Ólafsvíkinni.
Við áttum margar góðar
stundir þar. Það var alltaf nota-
legt að koma og sitja hjá þér,
spjalla og fíflast, þú varst alltaf til
í vitleysuna með okkur systrum,
það vantaði nefnilega ekki stuðið
í þig.
Strákarnir mínir eru svo lán-
samir að hafa átt langafa eins og
þig, þú brostir alltaf hringinn
þegar þeir komu til þín og gafst
þig svo vel að þeim.
Í þér elsku afi minn á ég góðan
afa. Þú tapaðir seint gleðinni og
barðist eins og hetja.
Starfsfólkinu á Jaðri mun ég
ætíð vera þakklát fyrir góða
umönnun og umhyggjusemi í
garð elsku afa míns á meðan
hann dvaldi þar og veit ég að
hann var mikið þakklátur.
Ég læt þetta gott heita, ég
varðveiti allar okkar minningar í
hjarta mínu að eilífu.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær,
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það
allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo
klár,
æ, hvað þessi söknuður er sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst,
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt,
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann,
í himnaríki fer hann nú,
þar verður hann glaður, það er mín
trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði en yljum okkur við minn-
ingar um þína einstöku um-
hyggju, ást og hvatningu sem þú
veittir okkur.
Þín,
Íris Ósk Jóhannsdóttir
og Alexander Friðþjófur
Kristinsson.
Nú hefur Steinn Hansson, vin-
ur minn, kvatt þessa jarðvist eftir
langa og farsæla ævi. Hvað er að
frétta af fiskiríinu? Þetta var iðu-
lega fyrsta spurningin sem ég
fékk frá Steina Hans þegar ég
heimsótti hann eða heyrði í hon-
um í síma og oft sagði hann mér
allt um fiskiríið hjá bátunum áður
en ég gat svarað honum.
Steini Hans var fæddur árið
1930 og uppalinn í Ólafsvík. Á
hans uppvaxtarárum réðst af-
koma fólks nánast alfarið af því
hvernig aflaðist. Steini fór ungur
til sjós og var hann annálaður
dugnaðarforkur og eftirsóttur í
skipsrúm, þar sem hann starfaði
lengst af sem kokkur.
Eftir að Steini og Ragna fluttu
suður dvínaði ekki áhugi hans á
fréttum af fiskiríinu, hugurinn
var ennþá fyrir vestan.
Oft þegar ég leit við í kaffi hjá
þeim sagði ég við hann að það
væri fullmikið stjanað við hann,
þá sagði Ragna við mig í léttum
tón að það væri alveg merkilegt
með hann Steina, að eftir öll þessi
ár sem kokkur, kynni hann ekki
lengur að sjóða vatn.
Steini var ótrúlega minnugur,
hann fylgdist mjög vel með af-
komendum og vinum sínum og
sagði af þeim fréttir. Hann var
mikill húmoristi og alltaf til í fífla-
gang. Þegar ég fór í kaffi á Jaðri
og spurt var hvað væri að frétta
og lítið var um tíðindi kom fyrir
að ég sagði missannar fréttir. Ef
fólkið við borðið hafði uppi efa-
semdir um sannleiksgildi
fréttanna var hann alltaf fljótur
að taka undir og þóttist ekkert
skilja í fólki að efast um sann-
leiksgildi þeirra, þetta væri altal-
að í plássinu.
Síðustu ár hafa ekki verið auð-
veld hjá Steina, þrálát sykursýki
var búin að skemma æðarnar í
fótunum á honum. Hann fékk sár
á tærnar sem greru ekki sem
leiddi til þess að það varð að taka
þær flestar af og að lokum þurfti
að taka af fótinn. Jákvæðnin og
ákveðnin og hversu hraustur
hann var hjálpaði honum í gegn-
um þá raun enda lét hann það
ekki hefta sig að neinu ráði.
Hann byrjaði að tala um að
hann yrði að fá gervifót áður en
hann fór í aðgerðina, ekki gæti
hann bara legið í rúminu.
Þegar það lá fyrir að ekki yrði
komist hjá því að taka hinn fótinn
líka var beygur í Steina.
Hann gerði sér grein fyrir
þeim skertu lífsgæðum sem
fylgdu aðgerðinni. Steini ætlaði
sér nú samt ekki að leggja árar í
bát og fékk sér rafmagnshjóla-
stól til þess að komast ferða sinna
innanbæjar.
Hann stefndi líka í gríni að því
að kíkja jafnvel á Arnarstapa á
gripnum og hlakkaði til að sjá
svipinn á körlunum þegar hann
kæmi akandi á höfnina á Stapa.
Eftir aðgerðina fann ég þó að
hann var saddur lífdaga enda
fannst honum alveg ómögulegt
að láta hafa svo mikið fyrir sér og
sagði að aldrei hefði honum dott-
ið í hug að hann myndi ná svona
háum aldri.
Steini bar mikla virðingu fyrir
og þótti afar vænt um starfsfólkið
á Dvalarheimilinu Jaðri þar sem
hann dvaldi síðustu ár og hafði
gjarnan orð á því við mig með
miklum þakklætistón að þær
væru nú alveg sérstakar.
Við fjölskyldan geymum kær-
ar minningar um traustan og ein-
stakan vin. Við erum þakklát fyr-
ir allar samverustundirnar,
hlýjuna og gleðina sem þær
veittu okkur.
Ástvinum sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Ásbjörn Óttarsson
og fjölskylda.
Steinn Hansson svo við getum sofið vært og rótt,hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima,
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth Þ.)
Skilaðu kveðju til Rögnu
ömmu, Mundu ömmu, Snorra afa
og Matta okkar.
Sofðu rótt, elsku afi minn, ég
elska þig alltaf.
Þín nafna,
Steinunn Ragna.
Elsku gamli afi.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman, við
geymum þær í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Góða nótt, elsku gamli afi.
Þínir langafadrengir,
Birgir Natan, Matthías,
Heimir, Jóhann Ás, Kristján
Steinn, Friðþjófur Snær og
Ísak Brimir.
Afi minn, mín helsta fyrirmynd
í lífinu, hefur nú kvatt þennan
heim. Orð fá því varla lýst hversu
vænt mér þykir um Steina afa og
hversu mikil áhrif hann hefur
haft á mig. Hann bjó yfir mikilli
útgeislun og krafti, sem hann
náði á undraverðan hátt að laða
svo fram í öðru fólki.
Hann afi var mikill gæfumaður
í sínu lífi, fyrir margra hluta sak-
ir.
En mestu gæfuna hygg ég þó
að hann hafi fundið í því að
gleyma sjálfum sér við að gleðja
þá, sem hann átti samleið með og
leggja þeim lið. Afi hafði þá eig-
inleika að ná til allra sem urðu svo
lánsamir að verða á vegi hans.
Jákvæðni, gleði og hans him-
neska bros var alveg einstakt
enda mikil tilfinningavera. Brosið
hans afa gat lagað erfiðan dag eða
bætt brotið hjarta. Við afi deild-
um lífsýn og mun ég gera mitt
besta til að halda því áfram í
minningu hans.
Elsku hjartans afi minn, takk
fyrir að temja drekann þinn
svona vel.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það
allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo
klár
æ, hvað þessi söknuður er sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann,
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín
trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt,
hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima,
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth Þ.)
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar