Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
✝
Jónas Þór
Jakobsson
fæddist 29. janúar
1942 í Reykjavík.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 16.
febrúar 2021. Jón-
as Þór er sonur
hjónanna Jakobs
Jónassonar rithöf-
undar, f. 26.12.
1896, d. 27.3.
1981, og Maríu Guðbjargar
Jónsdóttur húsfreyju, f. 14.9.
1901, d. 26.6. 1980.
Systkini Jónasar Þórs:
1) Jón Jörunds Jakobsson, f.
26.9. 1929, d. 7.9. 2000, kvænt-
ur Kristínu Þórarinsdóttur, f.
4.4. 1927, d. 13.3. 1992.
2) Kristín Jenný Jak-
obsdóttir, f. 14.4. 1931, d. 7.3.
1988, kvænt Gunnari Ágústi
Ingvarssyni, f. 3.2. 1927, d.
12.4. 2012.
3) Haraldur Gunnar Jak-
obsson, f. 9.6. 1934, d. 15.8.
1975, sambýliskona Jónína Sísí
Bender, f. 15.7. 1935, d. 29.4.
2010.
4) Helga Þóra Jakobsdóttir,
starfaði sem skipstjóri megnið
af starfsævi sinni fyrir utan
síðustu starfsárin. Eftir að
hann fór í land vann hann
m.a. sem vaktmaður á Hrafn-
istu þar sem hann hætti vegna
aldurs þá sjötugur.
Jónas og Snjólaug hófu bú-
skap sinn í Keflavík árið 1967,
vegna vinnu Jónasar flytur
fjölskyldan nokkrum sinnum
búferlum áður en þau setjast
endanlega að á Suðurnesjum.
Ásamt því að stunda sjó-
mennsku lét Jónas sig varða
um réttindi sjómanna og
gegndi meðal annars starfi
formanns Félags smábátaeig-
enda á Suðurnesjum. Árið
1986 kynntist Jónas AA-
samtökunum sem hjálpuðu
honum að stunda sína edrú-
mennsku, einnig nutu AA-
samtökin krafta hans, m.a. þar
sem hann ásamt fleirum stofn-
aði deild fyrir samtökin í Ytri-
Njarðvíkurkirkju.
Útför Jónasar Þórs fer fram
í Ytri-Njarðvíkurkirkju 26.
mars 2021 kl. 13.
Streymt verður frá útför,
stytt slóð:
https://tinyurl.com/r5f33eux
Virkur hlekkur á:
https://www.mbl.is/andlat
Vegna samkomutakmark-
ana verða aðeins aðstand-
endur og boðsgestir við-
staddir.
f. 6.2. 1938, d. 6.9.
2011, gift Böðvari
Guðmundssyni, f.
22.2. 1932.
Jónas Þór
kvæntist Snjó-
laugu Petrínu
Sveinsdóttur 26.
desember 1969.
Börn þeirra
eru:
1) Jakob Jón-
asson, f. 1.7. 1966,
kvæntur Þóru Birgittu Bíbíar-
dóttur, f. 8.5. 1969.
2) Helga Þóra Jónasdóttir,
f. 23.7. 1967, gift Svani jak-
obssyni, f. 15.3. 1964.
3) Hafdís Rósa Jónasdóttir,
f. 8.11. 1968, gift Trausta Ís-
leifssyni, f. 25.6. 1966.
4) Magnús Már Jónasson, f.
24.6. 1971, kvæntur Rósu Júl-
íu Steinþórsdóttur, f. 16.2.
1976.
5) Sveinn Gunnar Jónasson,
f. 8.1. 1976, sambýliskona
Linda Borg Arnardóttir, f.
25.2. 1981.
Jónas Þór útskrifaðist úr
Sjómannaskólanum með skip-
stjórnarréttindi árið 1966 og
Eftir erfið veikindi og hetju-
lega baráttu hefur pabbi minn
kvatt okkur. Þakklæti er mér
efst í huga þegar ég minnist
pabba enda var hann mín fyrir-
mynd í mörgu þar sem hann
hafði ávallt að leiðarljósi heiðar-
leika, dugnað og réttlæti. Það
sem mér finnst helst einkenna
pabba var að hann mátti hvergi
neitt aumt sjá og illt umtal átti
ekki upp á pallborðið hjá honum.
Í æsku var pabbi mikið fjarver-
andi vegna vinnu sinnar sem
skipstjóri en samverustundir
okkar urðu fleiri þegar leið á og
þá sérstaklega þegar pabbi hætti
sem skipstjóri á togskipum og
gerðist trillusjómaður. Áhuginn á
sjónum kviknaði snemma hjá
mér og var stefnan mjög fljótlega
sett á það að verða sjómaður eins
og pabbi og Kobbi bróðir enda
fannst manni á þessum tíma eng-
inn vera maður með mönnum ef
þeir hefðu ekki mígið í saltan sjó.
Ég var mjög stoltur að því að fá
að róa með pabba og kynnast
honum enn betur og þvílík for-
réttindi að geta róið með þessari
aflakló sem að hann var. Ég átti
með honum nokkur góð ár á sjó
og eru mér sérstaklega minnis-
stæð sumrin þar sem við fórum
vestur og gerðum út frá Patreks-
firði þar sem við pabbi nutum
okkar vel og í minningunni okkar
allra besti tími saman á sjó. Hann
ýtti þó við mér að fara í skóla sem
ég gerði og skráði mig í Sjó-
mannaskólann og kláraði vél-
fræðinginn. Mér þótti alltaf gott
að komast með pabba einn og
einn túr eftir að maður var farinn
að róa á stærri skipum og nýtti
ég því stundum fríin mín í það að
taka túr með gamla þegar færi
gafst til. Í einni slíkri ferð kom
upp bilun út á sjó, og þá kom í
ljós þessi skemmtilegi rígur á
milli vélstjóra og skipstjóra, allt í
einu virkaði ekkert, þ.e. trillan
fór hvorki aftur á bak né áfram,
pabbi sagði þá við mig með smá
glotti: „Jæja drengur, sýndu mér
nú hvað þú ert búinn að læra.“
Ég stekk niður í vélarrúmið og
kem svo upp aftur eftir smá tíma
og segi honum að allt virki niðri
en ég haldi að skrúfan sé dottin
af. Honum fannst þetta náttúru-
lega mjög vitlaus ályktun en
þennan dag vorum við dregnir í
land og hafði ég mjög gaman af
því að sjá svipinn á pabba þegar í
ljós kom að þetta var rétt nið-
urstaða hjá mér. Pabbi naut sín
hvað best í kringum sína nánustu
og var mikill fjölskyldumaður og
voru hann og mamma dugleg að
fá stórfjölskylduna í heimsókn
þar sem þau fóru á kostum í eld-
húsinu. Þetta voru bestu stundir
pabba enda var honum afar kært
að geta umgengist barnabörnin
sem mest og lét hann velferð
þeirra sig varða. Þrátt fyrir veik-
indi pabba síðustu ár var hann
enn að hnoða í kökur ef það
skyldi nú einhver mæta óvænt í
heimsókn og breytti því engu
hversu slappur hann var orðinn.
Eftir sitja minningar um
skemmtilegan, umhyggjusaman
og orðheppinn mann. Heimurinn
mun verða tómlegri án þín elsku
pabbi þar sem maður nýtti sér
óspart að leita ráða hjá þér ef
eitthvað bjátaði á enda varst þú
ráðagóður með eindæmum og
með trausta dómgreind. Kveð ég
þig með sorg í hjarta en er um
leið þakklátur fyrir þær stundir
sem við fjölskyldan áttum með
þér.
Þinn sonur og vinur,
Magnús Már.
Minn ástkæri faðir Jónas Þór
Jakobsson er farinn frá okkur í
svefninn langa og til þeirra sem
fóru á undan honum, söknuður-
inn er mikill hjá okkur í fjölskyld-
unni.
Það verður erfitt að geta ekki
fengið spjöllin okkar góðu um líf-
ið og tilveruna, þær stundir voru
margar og þú bjóst yfir mikilli
visku og réttsýni á lífið. Þú varst
aldrei ráðalaus, lést þig alla
varða og réttsýnin réð alltaf í þín-
um ráðleggingum, mörgum
fannst gott að eiga spjall við þig.
Ég undantekningalaust þáði ráð
þín og verð þér ævinlega þakk-
látur fyrir það sem þú kenndir
mér í lífinu af mikill ást og um-
hyggju.
Það var ekki aftur snúið eftir
að ég fékk að fara með þér á sjó-
inn sem þú stundaðir allan þinn
farsæla vinnuferil, yfirleitt fisk-
aðir þú mjög vel og varst góður
skipstjóri. Ég lagði sjómennsku
fyrir mig eftir að þú kenndir mér
sjómannstökin og margar góðar
minningar á ég með þér um
ókomna tíð elsku faðir minn. Ég
fékk að ferðast með þér og
mömmu bæði hérlendis og er-
lendis, við fórum líka stórfjöl-
skyldan í a.m.k. tvær ferðir utan
sem voru skemmtilegar og mjög
eftirminnilegar. Ég vil þakka þér
fyrir að vera mér góður faðir,
tengdafaðir og afi með miklum
söknuði í mínu hjarta. Þinn sonur
Jakob Jónasson.
Elsku pabbi minn, nú kveð ég
þig í bili, þó verður þú hjá mér í
huga og hjarta.
Ótal lýsingarorð koma í hug-
ann þegar ég hugsa til þín, eins
og góðhjartaður, réttsýnn, örlát-
ur, þolinmóður, mikill húmoristi,
afar greindur, pólitískur og trú-
aður, eru þetta bara nokkur
þeirra sem mér finnst lýsandi
fyrir þig.
Svo er það allar góðu minning-
arnar sem koma upp í hugann.
Þegar við Linda flytjum til Nor-
egs 2010 og kaupum okkur óklár-
aðan bústaðinn sem þið mamma
gerðuð mikið fyrir og sáuð um
fyrir okkur sem hann væri ykkar
eigin, þetta var okkur afar dýr-
mætur tími og voru samskipti
okkar mikil á þessum tíma. Þú og
við vorum með mörg plön sem
voru mikið rædd fram og til baka.
Til dæmis var mikið reynt að
rækta runna í kringum lóðina
með litlum árangri og í kringum
öll þessi plön voru ætíð send til
okkar tölvuskeyti eins og þú kall-
aðir það alltaf, með nákvæmri
kostnaðaráætlun og upplýsing-
um til okkar.
Svo á ég afar dýrmætar minn-
ingar frá ferðalögum okkar til
Landmannalauga þegar ég var
yngri og er sá staður einmitt
minn uppáhaldsstaður en þann
dag í dag.
Ég mun sakna þín mikið, það
var alltaf svo gott að ræða við þig
um alla hluti, sama hvað það var,
þú hafðir mikla þolinmæði enda
vorum við ekki alltaf sammála
um allt en þú sýndir manni ávallt
virðingu fyrir skoðunum manns
og dæmdir ekki.
Þín verður sárt saknað, sér-
staklega af Elvu, Daníel og Kar-
ítas enda dýrkuðu þau þig eins og
öll hin barnabörnin þín, enda
ekki til betri afi enn þú.
Mikið þykir mér það leitt að
hafa ekki náð að kveðja þig og
vera með þér í lokin. En mikið
var ég glaður að við náðum loks-
ins að koma heim og fylgja þér til
grafar á þessum skrítnu tímum
sem við erum að upplifa.
Ég elska þig, þinn sonur
Svenni.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð,
sú þraut var hörð
en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú.
( Jóhannes úr Kötlum)
Sveinn Gunnar Jónasson.
Elsku Jónas.
Það er sárt að hugsa til þess að
við fengum ekki að kveðja þig al-
mennilega, en ég veit að þú skilur
það manna best þar sem við kom-
umst ekki heim í tæka tíð.
Það sem situr efst í huga mér
nú þegar ég hugsa til baka til
allra þeirra góðu minninga sem
við eigum um þig er hvað þú átt
stóran stað í hjarta okkar fjöl-
skyldunnar og munum við alltaf
minnast þín sem óeigingjarns,
gjafmilds og góðs tengdapabba
og afa.
Þú varst alltaf skilningsríkur
og otaðir aldrei þínum skoðunum
eða meiningum að okkur, þótt þú
deildir þeim gjarnan með okkur.
Ég gleymi því aldrei þegar við
Svenni vorum að fara að skíra
frumburðinn okkar og þú vildir
að ég vissi að þú yrði ekki leiður
eða sár ef við myndum skíra í
höfuðið á pabba mínum. Það væri
enginn sem bæri nafnið hans, en
heldur ekki þitt, en skildir þú það
ósköp vel ef við myndum skíra
hann eftir þeim sem okkur lang-
aði og ætlaðist ekki til að við
myndum skíra í höfuðið á þér og
sagðir þú það margoft að við ætt-
um að gera það sem okkur lang-
aði án þess að nokkur annar
myndi láta okkur fá samviskubit
yfir okkar nafnavali.
Þú varst alltaf svo stoltur af
okkur og lést okkur líða eins og
við værum að gera það rétta fyrir
okkur, þótt við byggjum og ætt-
um okkar heimili og líf í öðru
landi og langt í burtu frá allri
fjölskyldunni okkar.
Þótt þú værir svakalega flug-
hræddur léstu þig hafa það að
fljúga til okkar og þú Snjólaug og
Elva komuð að hitta prinsinn
okkar þegar hann var nýfæddur.
Það var fallega gert af þér að
leggja flugferðina á þig og lýs-
andi fyrir þig að gera það sem
gerir aðra glaða. Þótt þú þyrftir
að leggja mikið á þig til að fara í
þessa flugferð gerðir þú það og
fyrir það erum við ævinlega
þakklát.
Þótt þú kæmist ekki í heim-
sókn til okkar eftir það kom Snjó-
laug alltaf til okkar og þú hafðir
ekki mikið fyrir því að fara á net-
ið og kaupa gjafabréf, út að borða
á Norges beste veitingastaði fyr-
ir okkur.
Þú fannst alltaf leið til að
gleðja.
Við hringdumst alltaf á og
sáum og töluðum við afa Jónas á
Messenger.
Þú kvartaðir aldrei þótt þú
væri orðinn veikur, en þú sagðir
bara ekki alltaf allt fínt þegar við
spurðum: Hvað segirðu?
En það var ekki talað neitt
mikið meira um það endilega,
kannski kvartaðir þú aldrei við
okkur svo okkur liði ekki illa.
En ég vill að þú vitir að þú hef-
ur skilið eftir góð gildi hjá okkur
öllum sem höfum verið í lífi þínu
og erum við stolt af því að halda
þeim gildum við.
Það sem stendur einna helst
upp úr er að vera til staðar fyrir
þá sem eru í lífi manns og að
koma vel fram við alla, hverjir
sem það eru.
Takk fyrir tímann sem við átt-
um með þér hann var okkur dýr-
mætur.
Við söknum þín og það er
skrítið að koma heim þegar þú
ert ekki heima lengur.
Hafðu þökk.
Hjartalag,
Þín gullnu spor
yfir ævina alla
hafa markað
langa leið.
Skilið eftir
ótal brosin,
bjartar minningar
sem lýsa munu
um ókomna tíð
(Hulda Ólafsdóttir)
Þín tengdadóttir,
Linda.
Elsku afi. Við vildum óska
þess að þú hefðir ekki orðið veik-
ur og værir ennþá hérna hjá okk-
ur. Þú varst kúl og ég vildi óska
þess að þú hefðir ekki orðið gam-
all. Við elskum þig mjög mikið og
söknum þín mikið.
Þú varst mjög góður og við
vildum að við hefðum þig ennþá
hérna hjá okkur, þú varst eini afi
sem við áttum og það er leiðin-
legt að missa þig. Sem betur fer
eigum við ömmu ennþá.
Elsku afi, þú hafðir hjarta úr
gulli og við vorum heppin að eiga
afa eins og þig.
Kær kveðja,
Daniel og Karitas.
Elsku afi, mig langaði að rifja
upp nokkra hluti áður en ég kveð
þig. Mig langaði að þakka þér
fyrir að vera alltaf svo hlýr og in-
dæll við mig og fyrir að vera ynd-
islegur maður. Þú og amma hafið
alltaf verið dugleg að vera til
staðar og bjóða mér með í fjöl-
skyldusamkomur og gistingar
þegar ég var lítil og ég er mjög
þakklát fyrir hvernig þið hafið
alltaf látið mig finnast ég vera
velkomin. Þú varst einstök
manngerð og hafa sögurnar þín-
ar alltaf fylgt mér, sérstaklega
sögurnar sem gerðust á sjó. Það
var ein saga sem þú sagðir mér
frá af því þegar þú lentir í sjóslysi
og þurftir að róa burt á árabát.
Ég veit ekki enn hversu sönn
sagan er en mér fannst þetta
vera það merkilegasta sem ég
hafði nokkurn tíma heyrt og
sagði hverjum einasta vini sem
ég átti þessa sögu. Síðan munu
alltaf allar góðu minningarnar
frá tímunum sem við eyddum
saman í að gróðursetja tré og
spila saman í bústaðnum fylgja
mér. Þú áttir það til að kalla mig
og frænkurnar alltaf litlu prins-
essurnar þínar og þú komst svo
sannarlega þannig fram við okk-
ur þangað til á síðasta degi enda
var það síðasta sem þú gerðir að
heimta að amma myndi splæsa í
bensíntankinn minn þegar ég
kæmi að heimsækja þig á spít-
alann. Það er rosalega sárt að
þurfa að kveðja og ég mun alltaf
kunna að meta tímann sem við
áttum saman.
Góða nótt elsku afi, ég elska
þig.
Þín
Elva.
Fallinn er frá Jónas, bróðir
hans pabba sáluga. Ég er alveg
viss um að pabbi tekur glaður á
móti þér og segir: „Jæja, loksins
kominn hingað“, því pabbi dó að-
eins 39 ára gamall. Jónas var
yngstur af systkinum sínum og
nú eru þau öll farin í nýju heim-
kynnin. Margar eru sögurnar
sem þú sagðir mér um þig og
pabba og þið hafið verið einstak-
lega miklir vinir svo mikið er víst.
Ég man þegar ég var 12 ára göm-
ul og var að passa í Keflavík heil
tvö sumur þá komst þú með
pabba í heimsókn, en á þeim ár-
um var ég í mótþróa og neitaði að
taka á móti og tala við pabba og
þú, sem varst svo mikill húmor-
isti, hlóst og hlóst inni í þér en
vissir að þú mættir ekki hlæja
upphátt því þá yrði pabbi brjál-
aður.
Eins sagðir þú mér að þegar
pabbi lá banaleguna þá fórst þú
eitt skipti í heimsókn og hann var
sofandi og vaknaði síðan og tók
þig svoleiðis í gegn. „Hvernig
dettur þér í hug að vera að koma
hingað gagngert til að vekja
mig,“ sagði pabbi og við hlógum
svo mikið saman að svona enda-
lausum sögum sem þú sagðir
mér. Eins gast þú varla fyrir
hlátri sagt mér söguna af því
þegar þú varst fenginn til að ná
mér niður af þakinu á Guðrúna-
götunni, ég þá 5-6 ára, og ég
sagði: „Heyrðu, ef þú lætur mig
ekki í friði þá segi ég ömmu og
afa hvað þið Snjólaug eruð að
gera á kvöldin.“
Þú sagðir alltaf svo skemmti-
lega frá öllu og settir það í búning
sem var svo skemmtilegur, enda
var faðir þinn rithöfundur og þú
sagðir við mig að þú hefðir verið
mest hissa þegar þú heimsóttir
afa í vinnuna, komst óvænt og
þar var hann að segja frá og allir
í kringum hann skellihlæjandi og
þú hugsaðir: „Er þetta pabbi
minn?“, því hann var alvörugef-
inn heima fyrir. Svo ekki var
langt að sækja húmorinn.
Mesta ríkidæmi sem hver
manneskja getur átt er góður
lífsförunautur og barnalán og þú
fékkst það svo sannarlega, Jónas
minn, dásamlega konu, hana
Snjólaugu, og þín yndislegu börn
og svo barnabörn og þú sagðir
mér stoltur sögur af þeim. Við
töluðum lengi saman í síma í jan-
úar og þú varst að hvetja mig
áfram í því að hætta að reykja og
sagðir: „María mín, aðalatriðið
þótt þú fallir er að halda áfram að
reyna að hætta, en ekki gefast
upp þótt þú fallir“, og daginn eft-
ir hætti ég aftur og þér til heiðurs
skal það standa núna.
Þú vissir að engin manneskja
getur flogið fyrir aðra manneskju
því þá fær hún ekki sína eigin
vængi til að fljúga, þannig fannst
mér þitt lífsmottó vera.
Ég á eftir að sakna þín.
María Haraldsdóttir Bender.
Jónas föðurbróðir minn og vin-
ur er allur. Þessi fengsæli skip-
stjóri og kærleiksríki fjölskyldu-
faðir hefur nú útskrifast úr skóla
lífsins með ágætiseinkunn. Að-
alsmerki hans voru ást á fjöl-
skyldunni, ræktarsemi við vini,
sterk réttlætiskennd og traust
dómgreind, ásamt góðu geðslagi,
smitandi kímni og leiftrandi frá-
sagnargáfu. Jónas bar ekki kala
til nokkurs manns en þoldi illa
mannvonsku og þótti miður væri
talað illa um landið hans. Jónas
var hugsuður af guðs náð. Hann
hafði yndi af því að komast að
sínum eigin niðurstöðum og þor
til að fylgja hugsuninni eftir á
óvænta áfangastaði. Líkingamál
og dæmisögur skreyttu jafnan
málflutning hans. Og oft dró
hann æði langa nót að efninu,
stundum svo að óljóst var í svip-
Jónas Þór
Jakobsson
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát