Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 ✝ Tómas Gunnar Sæmundsson fæddist í Hrúta- tungu í Hrútafirði 30. mars 1945. Hann lést á lyf- lækningadeild Heil- brigðisstofnunar Suðurlands á Sel- fossi 18. mars 2021. Foreldrar hans voru Sæmundur Björnsson, f. 29. janúar 1911, d. 11. mars 2002, og Þorgerður Steinunn Tóm- asdóttir, f. 5. júní 1906, d. 17. júní 1974. Systkini Gunnars voru Sólveig Sigurbjörg, f. 6. maí 1933, d. 8. maí 1985, og Tómas Gunnar, f. 5. apríl 1942, d. 1. janúar 1943. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Sigrún Erna Sigurjónsdóttir, f. 1. apríl landsvísu. Hann tók þátt í starfi ungmennafélaganna í héraði og vann mikið fyrir Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár. Hann lét til sín taka í málefnum bænda, m.a. var hann búnaðar- þingsfulltrúi frá 1986 til 2007 og sat í stjórn Bændasamtaka Ís- lands frá 1998 til 2007. Einnig vann hann um áratuga skeið við vegaeftirlit og snjómokstur á Holtavörðuheiði, fyrst sem lausamaður, svo sem fastráðinn starfsmaður Vegagerðarinnar og að lokum sem verktaki. Hann var handlaginn og tók að sér margvísleg smíðaverkefni fyrir nágranna og sveitunga. Í frí- stundum hafði hann gaman af ferðalögum og veiðiskap með fjölskyldu og vinum. Sumarið 2016 fluttu Gunnar og Sigrún búferlum á Selfoss. Útför Gunn- ars fer fram frá Selfosskirkju í dag, 26. mars 2021, klukkan 11. Streymi frá útför má finna á: https://www.selfosskirkja.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is 1943. Börn þeirra eru 1) Sigurjón, f. 18. ágúst 1975, 2) Þorgerður, f. 7. október 1978, maki Guðmundur E. Jó- hannesson. Synir þeirra eru Gunnar Þór, Haukur Ingi og Ellert Helgi. 3) Arndís, f. 3. sept- ember 1981, maki Frímann B. Bald- ursson. Börn þeirra eru Tómas Birgir og Erna Bjarklind. Gunnar ólst upp og bjó lengst af í Hrútatungu. Hann og Sig- rún eiginkona hans tóku þar við búi foreldra Gunnars og ráku sauðfjárbú. Samhliða því var hann virkur í félagsmálum og nefndarstörfum af fjölbreyttum toga bæði í heimahéraði og á Elsku pabbi var duglegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var alltaf að. Einu skiptin sem hann leyfði sér að eiga rólegan dag var á jóladag og páskadag. Pabbi fæddist og ólst upp í Hrúta- tungu. Jörðin var stolt hans og yndi. Hann byggði hana upp ásamt mömmu þegar hann tók við búinu af foreldrum sínum. Lagði hann allan sinn metnað í að allt væri sem best á kosið í húsakosti, vélum, snyrtimennsku og mynd- ugleika. Hann vann alla sína tíð samhliða búskapnum, þar af 39 ár við snjómokstur á Holtavörðu- heiði. Pabbi fór á heiðina löngu áð- ur en nokkur annar vaknaði og var sá sem síðastur lagði höfuð á kodda á kvöldin. Einnig tók hann að sér hin ýmsu verkefni, að byggja hús, vinna í félagsmálum sem fólust í miklum fundarhöld- um heima í héraði, í Reykjavík og um landið allt. Oftast var það tengt búnaðarmálum. Pabbi var góður faðir á allan hátt en á sama tíma með skýr skilaboð þegar þess þurfti. Hann var með mikinn húmor, gat verið stríðinn og glett- inn. Hann var ævintýragjarn og fannst fátt skemmtilegra en veiði, hvort sem það var lax eða silung- ur, á stöng eða í net og stundum í gegnum ís. Honum tókst að smita okkur systurnar af veiðidellunni. Hann keypti sér bát og á honum voru farnar margar veiðiferðir. Hann naut þess að ferðast. Þegar fjölskyldan var orðin of stór til að jeppinn dygði fyrir alla fjölskyld- una og útbúnað, smíðaði pabbi kerru undir dótið. Pabbi elskaði að kynnast landinu, komast í tæri við náttúruna og ferðast inn á há- lendið. Í seinni tíð breyttust ferða- lögin í dagsbíltúra. Líklega hefur pabbi komið á flestalla staði á Ís- landi þar sem hægt er að komast á bíl. Honum var umhugað að fjöl- skyldan æki um á góðum bílum og lagði mikið upp úr því þegar við krakkarnir fengum bílpróf að við eignuðumst bíl. Það var því kannski engin tilviljun að pabbi hafi látist daginn áður en ökuskír- teinið rann út. Pabbi hafði ein- stakan áhuga á öllu sem viðkemur kröftum landsins, veðurfari, jarð- hræringum og eldgosum. Þegar gaus á Fimmvörðuhálsi varð pabbi viðþolslaus að fá að berja það eldgos augum. Hann ákvað því að bjóða okkur systrunum í þyrluferð yfir gosstöðvarnar. Þarna lét hann þann draum ræt- ast að komast í návígi við spúandi eldfjall. Það var stórt skref sem pabbi og mamma tóku haustið 2015 þegar þau seldu jörðina eftir að pabbi greindist aftur með krabbamein. Þau fluttu á Selfoss í byrjun júní 2016 og settust að í ná- grenni við okkur, það var ómet- anlegt. Vorið 2018 fór pabbi að veikjast illa af Parkinsonsveiki. Sjúkdómurinn þróaðist hratt og lagðist helst á talfærin. Það var mikið högg fyrir mann sem hefur alltaf haft mikið að segja, talað hátt og skýrt. Það hlutverk sem pabba fór einna best var afahlut- verkið. Hann sá ekki sólina fyrir barnabörnunum og dekraði við þau. Ég hugsa að það sem hann syrgði mest varðandi sín veikindi var að geta ekki fengið lengri tíma til að njóta með barnabörnunum. Árið 2018 ákvað hann að gefa út ævisögu sína sem hann hafði dundað við að skrifa. Þessi bók er ómetanlegur arfur fyrir okkur. Ég kveð pabba sem stolt og þakk- lát dóttir hans. Arndís. Í dag kveð ég pabba minn Tóm- as Gunnar Sæmundsson eða Gunnar eins og flestir þekktu hann. Pabbi var margt, en fyrst og fremst var hann einn besti og um- hyggjusamasti einstaklingur sem ég veit um. Að alast upp í Hrútatungu ásamt pabba, mömmu, afa og systrum mínum tel ég til forrétt- inda sem ég mun varðveita í hjarta mínu alla ævi. Pabbi lagði alla tíð upp með að búa fyrirmynd- arbúi og skein það í gegn á öllum sviðum. Alltaf reyndi hann að halda hreinu og snyrtilegu í kring- um sig og var gamalt dót og drasl þyrnir í hans augum. Á þeim tíma sem hann og mamma bjuggu í Hrútatungu var aldrei auð stund hjá honum. Byggði hann upp allan húsakost þar frá grunni. Einnig lagði hann mikla vinnu í að rækta upp túnin og byggja upp bústofn- inn með styrkri hjálp mömmu. Einnig vann hann alla þá vinnu sem bauðst í nágrenninu og jafn- vel víðar. Í fjölda ára sinnti hann eftirliti og mokstri á Holtavörðu- heiði ásamt mörgu öðru. Einnig var hans ástríða fé- lagsmál og sérstaklega seinni ár í þágu bænda með störfum fyrir Bændasamtök Íslands. Ferðaðist hann t.d. víða um landið til að kynna fyrir bændum þau verkefni sem voru honum hugleikin. Að alast upp með honum þýddi að oft var hann ekki heima en þá steig mamma inn og fyllti í skarðið og sinnti þeim verkum sem þurfti að sinna af æðruleysi og atorku. Þegar ég komst á unglingsár fékk ég oft að fylgja honum til Reykjavíkur þegar hann átti er- indi og brást það ekki að þegar ég þurfti að nálgast bíllyklana til að geta beðið eftir honum að þá fann ég hann oft í hrókasamræðum við einhvern á skrifstofum Bænda- samtakanna. Pabbi hafði alltaf un- un af því að spjalla og rökræða við fólk um hin ýmsu málefni. Síminn var hans helsta tæki til þess og man ég hvað hann tók miklu ást- fóstri við GSM-símann þegar hann fékk hann. Aldrei var hann upptekinn þegar einhver hringdi og var það jafnvel til vandræða þegar einhver var í heimsókn og hringt var í hann á sama tíma. Oft settist hann við símann og spjall- aði við þann sem hringdi meðan gesturinn beið. Pabbi var mjög hreinskilinn maður og sagði sína skoðun á mönnum og málefnum. Margir virtu hann mikils fyrir það en sumir áttu erfitt með að þola þessa hreinskilni hans. Pabbi sá ekki sólina fyrir barnabörnum sínum. Töluverðu áður en fyrsta barnabarnið kom viðurkenndi hann fyrir mér hvað hann þráði að þau færu að koma og þegar það fyrsta fæddist var hann í skýjunum. Eftir það bætt- ust fjögur barnabörn við. Þetta voru augasteinarnir hans. Hann tók þau t.d. með sér í veiði ásamt ýmsu fleiru. Eins og barnabörnin var pabbi gotterísgoggur og brást það ekki að t.d. um páska fór hann á stúf- ana og fann það stærsta páskaegg sem hann gat fundið og deildi því svo með krökkunum. Við munum sakna þín óenda- lega mikið og á ég erfitt með að hugsa mér framtíðina án þín. Þú stríddir við erfið veikindi þessi síð- ustu ár sem að lokum bundu enda á þessa lífsferð þína og vona ég að þú hafir fundið friðinn í faðmi ömmu og afa ásamt öllum ættingj- um og vinum þínum. Við munum gera okkar besta til að passa upp á mömmu. Þinn sonur, Sigurjón Tómasson. Meira á www.mbl.is/andlat Ég man ekki eftir mér nema Gunnar frændi væri nærri til að styðja mann og gefa góð ráð. Við frændur vorum ekki alltaf sam- mála um hlutina og hann lá ekki á skoðun sinni ef hann var ósam- mála manni. Ég var ekki gamall þegar ég fór að elta Gunnar um allt en hann var alltaf tilbúinn að hafa mig með sér. Hann var traustur félagi, barngóður, hand- laginn, vinnusamur og fylginn sér í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur og einnig var hann mikill fé- lagsmálamaður. Hann var góður bóndi og vélamaður og ég var ekki gamall þegar hann kenndi mér á dráttarvélarnar. Hann hafði gam- an af því að veiða og naut ég góðs af því þar sem hann kenndi mér að veiða. Við fórum margar góðar veiðiferðir í Holtavörðuvatn og þegar ég var 13 ára fórum við ríð- andi í Kvíslarvötn. Einnig veidd- um við nokkrum sinnum í Hrúta- fjarðará og Síká. Frændi var alltaf með góða hesta og við fórum sam- an í margar smalamennskur og útreiðartúra. Hann þekkti hverja þúfu með nafni og fannst ég oft vitlaus að muna ekki öll þessi ör- nefni. Svona mætti lengi telja en minningarnar eru óteljandi og ekki hægt að gera þeim öllum skil hér. Í öllum fríum var ég svo lán- samur að fá að vera í Hrútatungu hjá Gunnari og Sigrúnu. Börnin mín hafa talað um að þar hafi þau átt auka afa og ömmu þegar þau tala um Gunnar og Sigrúnu. Ég er þakklátur fyrir samverustundirn- ar sem við frændur áttum. Guð veri með ykkur, Sigrún, Sigurjón, Gerða, Dísa og fjöl- skyldur. Sæmundur Jónsson. Elsku pabbi er kominn í ró. Hugurinn hvarflar aftur heim á æskuslóðirnar í gamlar góðar minningar. Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld þar sem pabbi kennir mér mannganginn og svo er teflt og spilað. Svo þegar við systkinin ærslumst í löggu og bófa á ganginum, hlaupandi á snúruna úr skífusímanum því pabbi húkir á kolli inni í þvottahúsi í símanum. Hann átti mörg símtölin við góða félaga um félagsmálin, pólitíkina, færðina á heiðinni og margt fleira. Það var svo sannarlega alltaf nóg að gera hjá pabba. Hann sagði að sem ungur maður hefði hann gjarnan viljað ganga menntaveg- inn og starfa við eitthvað annað en búskap. Örlögin höguðu því þó þannig að þau mamma tóku við búinu og byggðu það upp af myndugleik. Með dugnaði, þraut- seigju og framtakssemi nýtti hann samt hvert tækifæri sem gafst til að sinna verkefnum á öðrum vett- vangi og það voru ófáar stjórnir og nefndir sem hann sat í og fundir sem hann sótti. Pabbi var jafn- framt einstaklega handlaginn, hann smíðaði mikið og verkin hans má sjá víða. Verkaskiptingin var skýr á heimilinu á mínum uppvaxtarár- um. Pabbi og afi unnu útistörfin og mamma sá um matseld, sauma- skap og barnauppeldi. Eitt sinn þegar mamma fór á kóræfingu þurftum við systurnar neyðarað- stoð frá pabba sem var í miðju símtali, því Dísa var búin að festa rúlluhárbursta svo rækilega í hárinu á mér að ég var orðin hrædd um að enda hálfsköllótt. Pabbi lenti í smá vandræðum með þetta en gerði sitt besta til að greiða úr flækjunni þótt þetta væri ekki alveg hans sterkasta hlið. Pabbi var oft á rúntinum og helst á nýjum bíl. Það þótti ekki stórmál að keyra til Reykjavíkur þótt erindið væri lítið. Að skjótast eftir varahlut í dráttarvél eða hey- vinnslutæki var minnsta mál, en góður fundur, bíóferð eða matar- veisla voru líka afbragðstilefni til að bregða sér af bæ. Hann hafði gaman af því að ferðast og var fróðleiksfús. Pabbi las mikið bæði sér til fróðleiks og skemmtunar. Við deildum áhuga á glæpasögum og skiptumst á skoðunum á þeim. Dýrmætustu stundir mínar með pabba voru í veiðiferðum. Fyrst sem lítil hnáta töltandi með honum og systkinum mínum niður að Holtavörðuvatni, þar sem áhuginn kviknaði. Á hverju sumri var farið að veiða, stundum bara við tvö en oft einhverjir fleiri með í för. Að sjálfsögðu náði hann að kveikja áhugann hjá barnabörn- unum líka og þótt hann sæti meiri- hluta ferðarinnar við að þræða maðka á öngulinn fyrir alla stroll- una þá taldi hann það ekki eftir sér enda var gleðin í augum hans ólýsanleg þegar fiskur beit á. Afabörnin áttu hvert sinn sér- staka stað í hjarta pabba. Ég held að ég hafi sjaldan séð hann eins hrærðan og þegar við Gummi til- kynntum að við ættum von á okk- ar fyrsta barni. Hann naut þess að dekra við barnabörnin eins og mest hann mátti. Pabbi, þú varst mér fyrirmynd á svo margan hátt og lagðir mér margar góðar lífsreglur sem ég fylgi um ókomna tíð. Núna sé ég þig fyrir mér sitja með veiðistöng- ina í hendinni við lognkyrrt heið- arvatn að kallast á við himbrim- ann. Takk fyrir allt elsku pabbi minn, við sjáustum. Þorgerður. Elsku afi. Ég vildi að þú værir til. Þú varst mjög skemmtilegur afi og besti afi í heimi. Þakka þér fyrir elsku afi hvað þú varst alltaf góður við mig, t.d. þegar þú smíð- aðir kofa handa mér, gafst mér fyrstu veiðistöngina, hamarinn og skrúfuvélina því þú vildir að ég gæti smíðað. Takk fyrir góðu stundirnar sem við áttum þegar þið amma voruð að passa mig og lásuð fyrir mig. Líka þegar þú þurftir stundum að sækja mig í leikskólann og þegar þú skutlaðir mér í leikskólann þegar Erna systir var að fæðast. Svo var líka gaman þegar við fórum saman í veiðiferðir og þú varst að kenna mér að veiða. Ég veit að amma saknar þín mikið. Það var svo leitt þegar þú lést, takk fyrir allt elsku afi, við Erna söknum þín mikið og þeirra gæðastunda að horfa á Hrútinn Hrein með þér í tölvunni. Vonandi líður þér vel og að þú og Tumi tvíburabróðir minn séuð að skemmta ykkur saman og passa hvor annan. Tómas Birgir og Erna Bjarklind afabörn. Kær vinur, félagi og samstarfs- maður er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg í samskiptum okkar Gunnars í Hrútatungu. Að leiðarlokum er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir ára- langa vináttu og heilladrjúgt sam- starf og samskipti. Gunnar var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum og vi- nafastur, sannur Íslendingur. Hann kom til dyranna nákvæm- lega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Kjarkur og orka geislaði af honum hvar sem hann fór og hann var höfðingi í sínu héraði. Í mínum huga var hann einn af sönnum bændahöfðingjum landsins. Gunnar var góður fjárbóndi og gat þess oft við mig að hann hefði aldrei getað sinnt svo mörgum ábyrgðarstörfum eins og raun bar vitni, ef Sigrún hans hefði ekki líka verið mikil fjárræktarkona og verið til staðar að annast bústörfin í Hrútatungu, auk annarra heim- ilisstarfa. Líf og störf Gunnars tengdust með afgerandi hætti landbúnaði og félagsmálum bún- aðarmála. Hann sat í stjórn Bún- aðarfélags Íslands og síðar Bændasamtakanna, formaður Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu auk fjölda trúnaðar- starfa á vegum bænda í héraði og á landsvísu. Gunnar var hafsjór af fróðleik um sögu héraðsins, land- búnaðarmála og var stálminnug- ur. Sjálfsævisaga hans, Genginn ævivegur, er fagur vitnisburður um afar viðburðaríka ævi og óvenju yfirgripsmikil og fjölbreytt störf í þágu samgangna, landbún- aðar og almannaheilla. Gunnar var ritfær og skrifaði fallegt ís- lenskt mál, stuttorður og gagn- orður. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og sagði skoðanir sínar umbúðalaust, í ræðu og riti, en stundum sveið mönnum undan skorinorðum skoðunum hans. Ég kynntist honum fyrst þegar hann var í nefnd um stefnumótun í landgræðslu fyrir nokkrum ára- tugum síðan og við fundum strax að við áttum skap saman. Síðar áttum við oft tal saman og honum var afar annt um landið og gróður þess og ímynd bændastéttarinn- ar. Hann hafði skömm á ofbeittum heimahögum og slæmri meðferð á búfé og landi. Eftir að við fluttum báðir á Selfoss hittumst við æði oft, en ekki nógu oft, bæði á heim- ilum okkar og á verkstæðinu hans. Hann var einstaklega hagur á tré og járn, sérstaklega varðandi al- hliða járnsmíðar. Gunnar var einn minnisstæð- asti persónuleiki sem ég hef kynnst og það var mér heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og vildi hvers manns vanda leysa eins og þær þúsundir vegfarenda fengu að reyna er lentu í ógöngum á Holta- vörðuheiðinni. Það voru forrétt- indi að kynnast honum og minn- ingin um góðan dreng lifir. Sigrún, börn og fjölskyldur, aðrir ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi al- mættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina kæri vinur. Sveinn Runólfsson. Í mínum huga var Gunnar í Hrútatungu ímynd hins bezta sem prýðir íslenzka bóndann í fasi og framgöngu og sínu lífsverki. Bú- skapur þeirra hjóna, Sigrúnar og Gunnars, var til fyrirmyndar sem umgengni og umhirða bar glöggt vitni um, þrátt fyrir margháttaðar afbæjarannir og félagsmálastúss. Það er líka mikilvægt hverjum bónda að kunna fleira fyrir sér en að gefa á garðann eða stinga út. Gunnari var flest lagið sem til þurfti að taka í einyrkjabúskap þar sem miklu skiptir að vera sjálfum sér nægur, að vera sjálf- bjarga, að geta smíðað og lagfært það sem úrskeiðis fer með vélar og fleira. Þá er eins gott að standa ekki ráðalaus. Um sína daga var hann þátttakandi í umbyltingu bú- skaparhátta frá staðnaðri fortíð til nýrra tíma. Annar þáttur í ævistarfi Gunn- ars tengdist Holtavörðuheiðinni. Í nær fjóra áratugi hafði hann þann starfa að halda leiðinni yfir heið- ina opinni á vetrum. Það er ólíku saman að jafna hvernig var fyrir sextíu árum að ryðja snjónum með hæggengum og óþægilegum tækjum af vegi sem lá lágt í land- inu og sjaldnast um heppilega staði með tilliti til snjósöfnunar, eða nú þar sem vegurinn er upp- byggður með bundnu slitlagi. Eins og í búskapnum upplifði Gunnar gríðarlega miklar breyt- ingar á veginum og þróun verk- lags með sífellt betri tækjabúnaði við snjómoksturinn þá áratugi sem hann sinnti þessu verki. Að endast í þessu jafn lengi sem raun ber vitni segir mest um það úr hverju maðurinn var gerður. En snautlegur þótti honum viðskiln- aður Vegagerðarinnar við sig eftir fjögurra áratuga starf. Þriðji stóri þátturinn í ævistarfi Gunnars voru félagsmálin. Í fyrstu kannski sem dægradvöl eins og hjá flestum sem dvelja við slíkt. En Gunnar hafði til að bera eðlislægan myndugleika þótt hann sízt af öllum hafi séð sjálfan sig í því ljósi. Einmitt þess vegna hefur hann snemma valizt til trún- aðarstarfa í félögum og félaga- samtökum í héraði. Svo leiddi eitt af öðru unz hann var kominn í framlínu hagsmuna- og fagsam- taka bænda; stjórn Bændasam- taka Íslands. Gunnar var einarður í framgöngu, skýr í hugsun og góður ræðumaður, oft gagnrýninn og ódeigur að tjá skoðanir sínar, stundum hvass, en málefnalegur og virti sjónarmið annarra. Þann- ig ávann hann sér traust og virð- ingu samferðamanna sinna. Þótt við Gunnar höfum þekkt til hvor annars frá því við vorum ungir menn, þá var ekki um eig- inleg kynni að ræða fyrr enn hann var skipaður í stjórn Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins. Þar eins og alls staðar var hann kominn til að verða til gagns og sannarlega kom hann með verðmæta þekkingu og reynslu í farteskinu úr öðrum störfum sínum í þágu bænda. Með okkur skapaðist trúnaður og vin- átta sem er mér kær í minning- unni. Hann skartaði ekki prófgráð- um en var vel lesinn á mörgum sviðum. Það var hlutskipti margra Tómas Gunnar Sæmundsson HINSTA KVEÐJA Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Elsku Sigrún og fjöl- skylda. Ykkar Jón Þórðarson (Nonni).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.