Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 27

Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 af hans kynslóð þar sem fjárhagur og aðrar aðstæður hömluðu. En menntun Gunnars var fólgin í uppeldi hans í foreldrahúsum þar sem sönn íslenzk sveitamenning ríkti. Það var hans malur sem nýttist vel. Við hjónin sendum Sigrúnu og fjölskyldunni allri innilegustu hluttekningarkveðjur. Jón G. Guðbjörnsson. Ljúk auga þínu upp fyrir bliki öldunnar sem ferðast um hafið veg allra vega. (EJ) Við urðum vinir, við Tómas Gunnar, fyrir svona góðum ára- tug. Þessi önnum kafni maður gaf mér stundir af dýrmætum tíma sínum og þegar hann flutti til Sel- foss varð stutt á milli heimila okk- ar, Bókakaffið við Austurveg varð góður staður fyrir stefnumót – tveir norðanmenn – með kaffibolla og sögur. Og hlýju. Og það er gott rúm fyrir meiri hlýju í heiminum. Líka í fámenninu hér á Fróni. Þú stendur í fjöru og horfir yfir hafið – veg allra vega. (EJ) Gunnar í Hrútatungu átti fleiri erindi í Bókakaffið en að hitta vini sína. Hann fann þar útgefanda að bókinni sinni í Bjarna Harðar bók- sala/Bókaútgáfunni Sæmundi. Sú bók átti sannarlega erindi fyrir al- menningssjónir. Tómas Gunnar kom mörgu áleiðis á ævidögum sínum, ólst upp og bjó við þjóðveg eitt, varð ármaður heiðarinnar, mætti þar með snjóruðningstæki vetur eftir vetur, vílaði ekki fyrir sér vega- lengdir, leysti vanda okkar sögu- félagsmanna nyrðra þegar hann kom á fund okkar norður á Blönduósi með örskömmum fyr- irvara, hljóp í skarðið, fræddi og gladdi með sögum af heiðinni. Holtavörðuheiðin og vegfarendur þar á illviðratímum fengu margar stundir af ævi vélamannsins og bóndans í Hrútatungu. Gunnar var mikill eljumaður, íhugull, snjall skipuleggjandi og sýndi stéttarbræðrum sínum og fé- lögum að miklu fær einyrkinn áorkað þegar fleiri leggjast í ól- arnar og góð ráð sitja í fyrirrúmi. Sá sem elst upp við þjóðveg geymir nið umferðarinnar í blóði sínu. (EJ) Uppáhaldsbrot mitt úr sagna- sjóði hans var af Magnúsi kaup- manni og bílstjóra á Stað í Hrúta- firði, sem stóð í heyflutningum suður, varð seinn fyrir í borginni og fór á Hótel Sögu, sitt eigið bændahótel, til gistingar. Hann spyr eftir afslætti. Jú, bændur fengu afslátt, en hafði hann bréf upp á það. Magnús hugsaði sig ekki lengi um en fór ofan í vasa sinn – og kom upp með hey- mylsnu. Hún dugði. Í dögun vorið ’39 stefnir rútan norður yfir heiðar og fjöll með hvítum sköflum við brúnir í átt til eyðilegra stranda þar sem grænn himinn og grænt haf loka sjónhring. (EJ) Mér þótti til um Tómasarnafn- ið, hann var alnafni Fjölnismanns- ins á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sem miklu áorkaði þótt annarra nöfn séu kunnari úr þeim hópi. Tómas Gunnar átti líka ritsnjallan nágranna og bókmenntafræðing sem orti ljóð um sveitina þeirra í Hrútafirði: Órímuð ljóð um föður sinn, organistann á Geithóli, sól- stöður yfir Staðarkirkjugarði og norðurrútuna ’39. Þessi hét Er- lendur Jónsson, ljósmóðursonur og bónda, bjó og starfaði í borg- inni en kom norður hvert sumar og fór sína árlegu göngu áleiðis upp á hálsinn hjá Geithóli. Tómas Gunnar var kunnugur verkum þessa sveitunga síns, sagði mér af kynnum þeirra, tók þátt í fundi með okkur í Húnabúð í Skeifunni þar sem ljóð Erlendar voru lesin. Átthagatryggð Erlend- ar og ást á heimasveit þeirra tók Gunnar undir. Ljóðin hér í minn- ingargreininni eru frá Erlendi frá Geithóli, úr ljóðabókum hans. Ingi Heiðmar Jónsson. Á kveðjustund viljum við með virðingu og vinarhug minnast Gunnars í Hrútatungu með nokkrum orðum. Hinn 9. júlí 1982 fluttum við fjölskyldan að Bálkastöðum í Hrútafirði. Þar eignuðumst við nágranna og góða vini, þau Gunn- ar og Sigrúnu í Hrútatungu. Þessi vinskapur hefur haldist alla tíð síðan og nágrennið einnig, því skömmu eftir að Gunnar og Sig- rún brugðu búi og fóru á Selfoss settumst við einnig að á Selfossi. Gunnar var með eindæmum vinnusamur maður og telja mætti að hann hafi sofið mjög hratt til að komast sem fyrst að verki aftur. Hann var heyskaparmaður mikill og veðurglöggur. Smíðar, hvort sem unnið var með tré eða járn, áttu vel við hann og kom Gunnar að mörgum byggingum í Hrúta- firði. Veiðiskapur var einnig hans líf og yndi, skotveiði, stangveiði, netaveiði, og var hann vel að sér í þessu öllu. Eftirminnileg er ferð sem meðal annarra Árni Jón og Valey Sara fóru með honum að vetri til þar sem farið var og veitt gegnum ís. Gunnar var einnig greiðvikinn og hjálpsamur, en hafði ekki mikið í sér að biðja þess sama af öðrum. Eitt dæmi af mörgum um greið- viknina var þegar við fórum og vorum viðstödd brúðkaup Valeyj- ar Söru í Ástralíu, þótti það nú ekki tiltökumál af Gunnars og Sig- rúnar hálfu að taka til sín nokkrar ær sem áttu eftir að bera. Bókasafn átti hann mikið og las firn af bókum og mundi vel. Hann gat líka auðveldlega komið með ábendingar að bókum fyrir yngri kynslóðina. Ýmis óhöpp hentu hann um æv- ina svo nærri lá lífi, en forsjónin fylgdi honum. Félagsmót voru honum hug- kær, hvort heldur í Húnaþingi vestra eða á landsvísu. Við hjónin á Bálkastöðum áttum í mikilli samvinnu við Gunnar vegna Veiði- félags Hrútafjarðar og Síkár. Þar lagði hann sig í líma til að auka hagsæld þess. Var hann líka af- skaplega góður yfirmaður þegar Sigurlaug vann undir stjórn hans við veiðihúsið. Gunnar var skemmtilega fróð- ur um Húnaþing vestra og raunar landið allt, bæði um sögu og jarð- fræði. Mikið var leitað til Gunnars vegna þjóðlendumála, þá nutu þekking og hæfileikar hans á landafræði og landamerkjum sín vel enda fljótur að vinna úr gögn- um um viðkomandi svæði. Það var fátt sem Gunnar lét sig ekki varða innan héraðs sem utan. Driftugur eins og ávallt með öll sín verk. Gunnar var mjög barngóður, gleymdi aldrei að tala við börnin, leyfa þeim að vera með og taka þátt í verkefnum. Það var alltaf sjálfsagt að við systurnar kæmum í Hrútatungu og þegar við eign- uðumst okkar börn var þeim alltaf jafn innilega tekið. Eitt af sameiginlegum áhuga- málum voru ferðalög. Meðal ann- ars var farið ásamt fleiri fjölskyld- um til Vestmannaeyja, í Veiðivötn, menningarferðir til Reykjavíkur, að ótöldum dagsferðum og bíltúr- um og ýmsum veiðiferðum. Það er margs að minnast eftir áralanga vináttu en okkur er efst í huga þakklæti fyrir einstök kynni, fyrir samvinnu og fyrir vinskap- inn. Elsku Sigrún, Sigurjón, Gerða og fjölskylda, Dísa og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrrverandi fjölskyldan Bálka- stöðum 1, Sigurlaug, Árni Jón, Þórey Arna, Sóley Lára, Valey Sara og fjölskyldur. ✝ Baldvin Þor- geir Gunn- arsson fæddist á Búðarhóli á Kleif- um við Ólafsfjörð 11. ágúst 1938. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Siglufirði 11. mars 2021. For- eldrar Þorgeirs voru Gunnar Jó- hann Baldvinsson útvegsbóndi og netagerðarmaður og Sig- urbjörg Sigurðardóttir síðari eiginkona hans frá Vermunda- stöðum. Hálfbræður Þorgeirs eru: Valdimar Sigurður Gunn- arsson, f. 1931, d. 2020, og Sig- þór Ólason, f. 1935. Alsystkini Baldvin Þorgeir eignaðist dótturina Aðalbjörgu Kristínu, f. 1960, með Önnu Björnsdóttur. Aðalbjörg var ættleidd af Snorra Snorrasyni. Hennar maki er Ingvi Óskarsson. Þeirra synir: Óskar Helgi, f. 1999, og Birgir, f. 2002. Áður átti Aðal- björg synina Ingvar, f. 1979, og Benedikt, f. 1989. Þorgeir var til sjós með stutt- um hléum í 40 ár eða frá 1954 til 1994, lengst af vélstjóri hjá út- gerð Magnúsar Gamalíelssonar í Ólafsfirði. Síðast yfirvélstjóri á skuttogaranum Sigurbjörgu ÓF 1. Frá árinu 1994 vann Þorgeir sem hafnarvörður bæði við Ólafsfjarðarhöfn og við hafn- irnar í Dalvíkvíkurbyggð. Útför Þorgeirs fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 26. mars 2021, klukkan 14. Streymi frá útför: https://youtu.be/vK1xnvrCI5s Virkan hlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Þorgeirs eru Björgvin Óli, f. 1943, og Jóhanna Ósk, f. 1948. Maki Þorgeirs var Helga Magn- úsdóttir, f. 1942, d. 2000. Þeirra börn: Sigríður, f. 1961 d. 1977. Gunnar, f. 1968. Magnús, f. 1972, hans maki er María Bjarney Leifsdóttir. Börn þeirra eru Helga Dís, f. 2000, Hrannar Snær, f. 2001, og Gréta Mjöll, f. 2012. Gunnar eignaðist soninn Þorgeir með Guðrúnu Árna- dóttur árið 1991. Þorgeir yngri lést árið 2015. „Við sjáumst svo með vorinu,“ sagðir þú þegar ég kvaddi þig fyrir hálfum mánuði og andlitið ljómaði af þessari hlýju og vænt- umþykju sem varð sífellt meira áberandi hjá þér eftir því sem á ævina leið. Fyrir lítinn snáða að eiga að vini mann eins og þig var mikils virði. Vélstjórann á farsælum skipum Magnúsar frænda: Ein- ari Þveræing, Guðbjörgu og síð- ar Sigurbjörgu. Og þú hafðir gaman af bauki og dellum stráksins og áttir það til að gefa gjafir sem ekki voru á hverju strái. Ein dýmætasta gjöfin þín var fuglabókin sem ég fékk á átta ára afmælisdaginn minn, en áhugi minn á þessum fljúgandi undrum, öllu þeirra athæfi, hreiðurgerð, söng og eggjum var svo mikill að ég lærði að lesa á þessa bók. Og Ægisgatan, heimilið ykkar Helgu systur minnar, varð mitt annað heimili. Þar fékk ég að setja á fót smíða- verkstæðið og stofnaði borð- tennisklúbbinn í kjallaranum. Þú varst fyrirmynd mín. Kenndir mér að hjóla, veiða og hnýta flugur og líka hvað það er að vera laginn og hugsa fyrir verki. Þetta gekk meira að segja svo langt að ég reyndi eins og ég gat að verða útskeifur eins og þú. Æfði göngulagið af svo mik- illi einurð og einbeitingu að glöggir menn greina það hjá mér enn í dag. Rétt 21 ár er nú liðið síðan Helga systir mín kvaddi okkur. Eftir það varð vinátta okkar enn dýpri og heimsóknirnar í Ólafs- fjörð, hinar svokölluðu hvíldar- innlagnir, verða ógleymanlegar. Veisluhöld með frábærri mat- reiðslu og rúnti út á Kleifar hvern dag og koníakstári á kvöldin, þar sem farið var yfir eilífðarmálin. Það var mikil gæfa að þú kynntist henni Margréti, sem auðgaði líf þitt með þjóðdans- agleði og kvæðalögum og varð þinn góði félagi, ekki síst þegar halla tók undan fæti. Kæri vinur, við söknum þín sárt hérna megin og þessir fá- tæklegu punktar frá mér segja svo ósköp lítið af því mikla safni sem minningarnar geyma. Enn liggur hún hér á stofu- borðinu við hliðina á kíkinum, Fuglabók Íslands og Evrópu. Kápan orðin nokkuð máð og spjöldin laus, en í hana er gluggað nær hvern dag, þar sem fjaran blasir við úr stofuglugg- anum okkar hér í Sörlaskjóli. Senn líður að vori og fuglarnir snúa brátt heim yfir hafið í varplöndin. „Við sjáumst með vorinu,“ sagðir þú. Örn Magnússon. Okkur systkinum er brugðið við fráfall Þorgeirs Gunnarsson- ar því með honum er tryggur og góður æskuvinur pabba okkar fallinn frá. Þorgeir hefur verið partur af fjölskyldu okkar alla tíð og við höfum alltaf litið á þá Gunna og Magga sem frændur okkar og þótt gott að koma á Ægisgötuna. Öðlingurinn og kletturinn Þorgeir var sá sem hringt var í þegar sinna þurfti einhverju að- steðjandi máli á Syðri-Á, smíða nýtt baðherbergi eða lagfæra eitthvað sem hafði bilað. Þá var Þorgeir kominn skömmu síðar, með brosið sitt og sína rólegu nærveru og traustið sem fylgdi honum og bar með sér fullvissu þess að allt myndi vel fara. Við minnumst líka ferðalaganna með þeim Helgu og Þorgeiri sem voru fastir liðir í mörg ár. Eitt af skemmtilegri verkefn- um þeirra pabba og Þorgeirs var endursmíði á hjallinum góða niðri á bakka. Hjallinn smíðuðu feður þeirra upphaflega á upp- gangstímum Kleifanna. Það voru svo þeir félagar sem end- ursmíðuðu hann fyrir nokkrum árum – með dyggri aðstoð góðra Kleifamanna. Hún mun ætíð lifa í huga okkar minningin um pabba og Þorgeir á göngu niður túnið við Syðri-Á, á fallegum sumarkvöldum, á leið í hjallinn. Þar áttu þeir gæðastundir – skáru sér væna flís af hákarls- beitu og rifjuðu upp gamlar sög- ur af uppvexti sínum og prakk- arastrikum. Minningin um Þorgeir Gunnarsson, sannan ljúfling og góðan dreng, mun lifa með okkur og fólkinu okkar. Við vottum Gunna, Magga og Mæju og barnabörnunum samúð okk- ar. Helgi Þór, Signý, Árni Sigurður og fjölskyldur. Leiðir okkar Þorgeirs lágu fyrst saman á Kleifum. Mamma hafði fengið herbergi í Hofi hjá Guðmundi og Guðrúnu og var með okkur systkinin í sumardvöl á meðan pabbi var í síldarvinnu á Raufarhöfn. Foreldrar Þor- geirs bjuggu þá á Búðarhól, þar sem hann ólst upp. Við vorum þá sjö ára og með okkur þróað- ist vinátta sem varað hefur til þessa dags. Þáttaskil urðu þegar Þorgeir og Helga systir mín tóku saman árið 1960 og Þorgeir varð hluti af Garðshornsfjölskyldunni. Þau byggðu sér fljótlega hús við Æg- isgötu, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þegar ég kom heim frá námi í Þýskalandi sumarið 1965 end- urnýjuðum við vinskapinn og nú snerist hann mikið um samveru okkar Helgu konu minnar og þeirra hjóna, Þorgeirs og Diddu. Við byrjuðum snemma að fara saman í útilegur og eftirminni- legar eru veiðiferðir í Laxá í Mývatnssveit, þar sem gist var í tjöldum og veiddur urriði. Þegar börnin voru vaxin úr grasi fór- um við að ferðast meira um há- lendið og einnig að fara í lengri gönguferðir. Fyrsta gönguferðin var frá Dettifossi niður í Ás- byrgi. Þrátt fyrir að sú leið sé bæði fjölfarin og vel merkt, tókst okkur að lengja hana um- talsvert, þannig að farið var að bíða eftir okkur. Allt fór þó vel. Eftir að við hjónin fluttum aust- ur í Egilsstaði komu Þorgeir og Didda í árlegar haustferðir þar sem tínd voru ber og sveppir og rennt fyrir fisk. Gestirnir héldu heimleiðis með bílinn lestaðan og allar kirnur fullar. Þorgeir var hamhleypa í berjavinnslunni og tók fullan þátt í að sulta og ganga frá þegar að heim var komið. Eftir að Helga féll frá hélt Þorgeir áfram að koma til okkar á haustin. Við félagarnir dvöldum þá oft tveir í sumarhús- inu okkar, Skógarkoti, fórum í veiði og gerðum vel við okkur. Þorgeir var einstakur félagi. Við vorum samrýndir og héldum góðu sambandi alla tíð. Stang- veiði var sameiginlegt áhugamál okkar og um það snerist sam- vera okkar mikið. Venjulega þegar við fórum í veiði, deildum við stöng, og sátum þá og fylgd- umst hvor með öðrum veiða. Þorgeir var stundum ekki orð- margur en hafði einstaklega þægilega nærveru og stutt var í brosið. Hann var mjög fiskinn, en eins og sannur veiðimaður tók hann það ekki nærri sér þó að lítið fengist. Við kunnum þó báðir að meta það þegar vel gekk og á ég sérstaklega bjarta og fallega minningu þar sem við sitjum á pallinum sunnan við Skógarkot eftir að hafa landað tylft laxa í góðri veiðiferð í Bjarglandsá. Þá varð Þorgeiri að orði: „Það gerist nú ekki betra en þetta“. Þorgeir var vélstjóri á sjó stærstan hluta starfsævinnar. Hann var verklaginn og það var gaman að koma um borð og fá að heimsækja hann í vélarrúmið. Þar var einstaklega snyrtilegt, öllu haganlega fyrir komið og hver hlutur átti þar sinn stað. Samvera við Þorgeir og Helgu systur hefur verið stór þáttur í lífi okkar hjóna og nú er þeim yndislega kafla lokið. Við Helga kveðjum kæran vin, nú þegar sól hækkar á lofti, og vottum fjölskyldunni og öðrum aðstandendum samúð okkar. Magnús Magnússon og Helga Ruth Alfreðsdóttir. Leiðir okkar Þorgeirs lágu fyrst saman á Kleifum. Mamma hafði fengið herbergi í Hofi hjá Guðmundi og Guðrúnu og var með okkur systkinin í sumardvöl á meðan pabbi var í síldarvinnu á Raufarhöfn. Foreldrar Þor- geirs bjuggu þá á Búðarhól, þar sem hann ólst upp. Við vorum þá sjö ára og með okkur þróað- ist vinátta sem varað hefur til þessa dags. Þáttaskil urðu þegar Þorgeir og Helga systir mín tóku saman árið 1960 og Þorgeir varð hluti af Garðshornsfjölskyldunni. Þau byggðu sér fljótlega hús við Æg- isgötu, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þegar ég kom heim frá námi í Þýskalandi sumarið 1965 end- urnýjuðum við vinskapinn og nú snerist hann mikið um samveru okkar Helgu konu minnar og þeirra hjóna, Þorgeirs og Diddu. Við byrjuðum snemma að fara saman í útilegur og eftirminni- legar eru veiðiferðir í Laxá í Mývatnssveit, þar sem gist var í tjöldum og veiddur urriði. Þegar börnin voru vaxin úr grasi fór- um við að ferðast meira um há- lendið og einnig að fara í lengri gönguferðir. Fyrsta gönguferðin var frá Dettifossi niður í Ás- byrgi. Þrátt fyrir að sú leið sé bæði fjölfarin og vel merkt, tókst okkur að lengja hana um- talsvert, þannig að farið var að bíða eftir okkur. Allt fór þó vel. Eftir að við hjónin fluttum aust- ur í Egilsstaði komu Þorgeir og Didda í árlegar haustferðir þar sem tínd voru ber og sveppir og rennt fyrir fisk. Gestirnir héldu heimleiðis með bílinn lestaðan og allar kirnur fullar. Þorgeir var hamhleypa í berjavinnslunni og tók fullan þátt í að sulta og ganga frá þegar að heim var komið. Eftir að Helga féll frá hélt Þorgeir áfram að koma til okkar á haustin. Við félagarnir dvöldum þá oft tveir í sumarhús- inu okkar, Skógarkoti, fórum í veiði og gerðum vel við okkur. Þorgeir var einstakur félagi. Við vorum samrýndir og héldum góðu sambandi alla tíð. Stang- veiði var sameiginlegt áhugamál okkar og um það snerist sam- vera okkar mikið. Venjulega þegar við fórum í veiði, deildum við stöng, og sát- um þá og fylgdumst hvor með öðrum veiða. Þorgeir var stund- um ekki orðmargur en hafði ein- staklega þægilega nærveru og stutt var í brosið. Hann var mjög fiskinn, en eins og sannur veiðimaður tók hann það ekki nærri sér þó að lítið fengist. Við kunnum þó báðir að meta það þegar vel gekk og á ég sér- staklega bjarta og fallega minn- ingu þar sem við sitjum á pall- inum sunnan við Skógarkot eftir að hafa landað tylft laxa í góðri veiðiferð í Bjarglandsá. Þá varð Þorgeiri að orði: „Það gerist nú ekki betra en þetta“. Þorgeir var vélstjóri á sjó stærstan hluta starfsævinnar. Hann var verklaginn og það var gaman að koma um borð og fá að heimsækja hann í vélarrúmið. Þar var einstaklega snyrtilegt, öllu haganlega fyrir komið og hver hlutur átti þar sinn stað. Samvera við Þorgeir og Helgu systur hefur verið stór þáttur í lífi okkar hjóna og nú er þeim yndislega kafla lokið. Við Helga kveðjum kæran vin, nú þegar sól hækkar á lofti, og vottum fjölskyldunni og öðrum aðstandendum samúð okkar. Magnús Magnússon Helga Ruth Alfreðsdóttir Þorgeir Gunnarsson Breyting á fyrirkomulagi útfarar móður minnar, HEBU ÁRNADÓTTUR THERIAULT, í dag, föstudaginn 26. mars, klukkan 13. Vegna hertra sóttvarnarreglna verður því miður að takmarka fjölda gesta í kirkju og aflýsa erfidrykkju, en útförinni verður streymt á www.streyma.is. Með þakklæti fyrir samhug og samstöðu. Belinda Theriault

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.