Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 29

Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 móta. Það má segja að aldrei hafir þú hætt að mennta þig. Sí- fellt að lesa þér til gagns og gamans og hafðir svo mikinn áhuga á öllu sem fjölskyldu- meðlimir voru að gera. Enda var það svo undir hið síðasta að þegar við ræddum langlífi þitt nefndir þú oft að þú hafir átt góða fjölskyldu og yndislega eiginkonu. Ást ykkar Guðrúnar var aðdáunarverð. Mér fannst þið alltaf eins og ungt kærustu- par, sem Guðrún kallaði ykkur líka oft. Það er kannski skrýtið að syrgja þig kominn á þennan aldur en ástin dvín ekki með ár- unum heldur styrkist hvern dag. Þótt ég syrgi í dag, þakka ég líka fyrir okkar einlægu vin- áttu og fagna því hversu inni- haldsríkt líf þú áttir. Minningin um þig er einn af hápunktum lífs mín og ég mun reyna að fara eftir öllu því góða sem ég lærði af þér. Að eilífu, þinn trúnaðarvinur og nafni. Guðmundur Rafnkell Gíslason Stefán Þorleifsson átti ekki aðeins langa heldur einstaklega farsæla æfi þegar litið er til fer- ils hans og fjölskyldunnar á Þiljuvöllum 21 í Neskaupstað. Hann var léttur í lund og hvers manns hugljúfi, skýr í hugsun og náði að sameina fólk til góðra verka. Hann ólst upp í stórum systkinahópi við afar kröpp kjör, fór á kreppuárun- um á vertíðir í Sandgerði og Hornafirði. „Þrjár vertíðir í röð kom ég heim allslaus,“ sagði hann í viðtali löngu síðar. Það var lán Stefáns og byggðarlags- ins að hann lauk íþróttakenn- aranámi á Laugarvatni 1940. Ég minnist Stefáns fyrst á fundi Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands (UÍA) um miðja síðustu öld, að ég held á Eskifirði sumarið 1949, þar sem hann var staddur með öðr- um forystumönnum þeirra dug- miklu samtaka, m.a. skólastjór- unum Gunnari Ólafssyni og Skúla Þorsteinssyni svo og Ár- manni Halldórssyni þá kennara á Eiðum. Stefán hafði þá starf- að í áratug sem íþróttakennari í Neskaupstað, byrjaði þar kennslu við frumstæðar að- stæður, m.a. í Gömlu sundlaug, óupphitaðri torflaug neðan við Vatnshól. Brátt var þó úr því bætt með óvenjuglæsilegum hætti með nýrri útisundlaug 1943 sem stækkuð ber nú nafn kennarans Stefáns. – Fram- kvæmdir við annað stórvirki, byggingu sjúkrahúss, hófust 1948 og stóðu hátt í áratug uns Fjórðungssjúkrahúsið var tekið í notkun í ársbyrjun 1957. Einnig að því verki kom Stefán sem fulltrúi í byggingarnefnd og var síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins áður en það tók til starfa. Það var mikið heillaspor og þar stóð Stefán í stafni oft við erfiðar að- stæður í þrjá áratugi. Þraut- seigja hans og lagni við að tryggja rekstur þessarar stofn- unar var einstök, sem og fram- sýni um þróun spítalans. – Til- viljun réð því að við Kristín komum til starfa á Norðfirði haustið 1963 eftir óvænt símtal frá Stefáni sem leiddi til þess að kona mín starfaði þar sem læknir í yfir 40 ár. En Stefán kom víðar við sögu, m.a. sem formaður í skólanefnd Neskaupstaðar þar sem við áttum farsælt samstarf um árabil. Á þeim árum reis myndarlegt íþróttahús, tekið í notkun um 1970. Margir undr- ast hvernig það gat gerst að róttækur meirihluti hélt velli samfellt í hálfa öld í Neskaup- stað. Dugmiklir bæjarfulltrúar skiptu þar vissulega máli, en ekki síður ósérhlífnir hæfileika- menn eins og Stefán Þorleifs- son sem ræktu sínar daglegu skyldur í þágu samfélagsins. Hjörleifur Guttormsson. Í minningu kærs læriföður, Stefáns Þorleifssonar. Það var í byrjun þessa mán- aðar að í huga minn komu óvenju sterkar minningar um Stefán Þorleifsson. Ákvað ég því að senda hon- um bréf til að þakka honum fyr- ir allt það sem hann gerði fyrir okkur fjölskylduna, segja hon- um hversu þakklátur ég væri fyrir að hafa kynnst honum. Vildi senda það áður en það yrði um seinan. En bréf mitt barst honum nokkrum sólarhringum fyrir andlát hans og því er ekki ljóst hvort hann náði að lesa það áð- ur en yfir lauk. Ég vona þó að svo hafi verið. Í þessu bréfi til Stefáns sem ég sendi vildi ég segja honum hve þakklátur ég væri fyrir að hafa kynnst honum og fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur systkinin og foreldra okkar. Ekki er ætlunin að rekja hér farsælt lífshlaup Stefáns, það mun væntanlega verða gert af öðrum á skilmerkilegan hátt. Ég ætla þess í stað að segja í stuttu máli frá kynni mínum af honum. Þegar ég fluttist níu ára til Neskaupstaðar var Stefán einn af þeim fyrstu sem ég kynntist og reyndist hann mér vel frá fyrstu stundu. Þegar faðir minn fluttist til Neskaupstaðar á undan okkur hinum í fjölskyldunni og fékkst við kennslu í gagnfræðiskólan- um vildi hann fá að hitta okkur sem oftast. Áhöld voru um það ein jólin hvort veita ætti föður okkar leyfi til að njóta jóla og áramóta í faðmi fjölskyldunnar í Reykja- vík. Ferðir á milli landshluta voru strjálar á þessum árstíma og því ekki víst að pabbi minn yrði kominn til baka tímanlega. Þegar Stefán heyrði af þessu fór hann strax í málið, sagði ekki annað koma til greina en að föður mínum yrði leyft að fara til fjölskyldu sinnar yfir jól og áramót. Síðan fluttum við fjölskyldan austur og bjuggum við öll í einu herbergi hjá þeirri ágætu konu, Ólöfu í Holti. Síðar fluttum við svo að Melagötu 2. Strax eftir að við fluttum austur leyfði Stefán mér að vinna á síldarplani sem hann átti og rak, þótt ungur ég væri og líklega ekki verður launa minna. Þetta var miklu meira greiðvikni af Stefáns hálfu. Síðar varð Stefán bæði íþrótta- og sundkennari minn. Stefán hefur haft mikil og góð áhrif á mig. Þau góðu áhrif hafa nýst mér vel, t.d. í þeirri íþrótt sem ég hef stundað um áratuga skeið sem er rallíkappakstur. Þegar ég hitti Stefán fyrir nokkrum árum sagðist hann fylgjast vel með mér í þeirri íþrótt og var vel kunnugt um gengi mitt þar. Tjáði ég honum að þetta væri hluti af öllum af- rakstri þeim sem ég hefði af því að hafa haft hann sem íþrótta- kennara. Tók hann því vel. En þótt áhrif Stefáns og hans fortölur á líf mitt væru mikil þá hafa þau ekki alveg dugað til. Algjöra reglusemi þá er Stef- án boðaði hefur mér reynst all- erfitt að fylgja. En þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að Stefán hætti að reyna að innræta mér algjöra reglusemi, þá er það samt sem áður svo að í hvert sinn sem ég stelst til opna bjórdós þá lít ég ávallt til beggja hliða, bara til að vera alveg öruggur um að Stefán sé ekki að horfa. Og líklega verður svo áfram þar til yfir lýkur. Ég votta aðstandendum Stefáns mína innilegustu sam- úð. Sigurður Bragi Guðmundsson. Stórvinur minn, héraðshöfð- inginn og heiðursmaðurinn Stef- án Þorleifsson í Neskaupstað, er látinn á 105. aldursári. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að kynnast Stefáni strax í fyrstu ferðum mínum til Neskaupstaðar og frá fyrstu kynnum tókst með okkur mikill vinskapur. Það má með sanni segja að eitt það ánægjulegasta við starf alþingismanns er að kynnast fjölda fólks. Mín lukka var að kynnast Stefáni og eiga hann að sem vin. Það var alltaf eins og að fara í pólitíska endurhæfingu að koma á fundi í Neskaupstað. Heimsóknunum lauk venju- lega með fundi í Egilsbúð og alltaf var Stefán mættur tíman- lega til að ræða málin fyrir fund og settist svo á fremsta bekk og fylgdist vel með og, það sem var mikilvægast, tók þátt í fundun- um með innskotum, ræðum og ekki síst hvatningu. Þegar ég hugsa til baka og les yfir minnispunkta fundanna þá er skemmtilegt að rifja upp að strax á fyrsta fundi okkar ræddi Stefán við mig, og útskýrði mál sitt vel, um nauðsyn þess að gera ný Norðfjarðargöng. Enn þá skemmtilegra er að rifja upp samtöl okkar eftir að ég var skipaður samgönguráðherra vorið 2007. „Nú hefur þú tæki- færi kæri vinur til að hrinda þessari mikilvægu framkvæmd í gang,“ sagði hann, og nuddaði hendur mínar vel og lengi og horfði beint í augu mín. Eða þá hið stórkostlega augnablik á „Kommablótinu“ þegar heima- menn buðu samgönguráðherr- anum á blótið, og Stefán spurði mig um kvöldið hvort ráð- herrann, eins og hann orðaði það, gæti lofað sér því að geta keyrt í gegnum ný Norðfjarð- argöng á 100 ára afmæli sínu! Eftir smá umhugsun og útreikn- ing á aldri Stefáns handsöluðum við það. Það var því stórkostleg stund þegar við Stefán fengum að aka í gegnum hálfkláruð göngin á 100 ára afmæli hans. Loforðið var efnt og gleðin skein úr and- litum okkar beggja. Stefán bauð mér svo í garð- veislu fjölskyldunnar um kvöld- ið, en fyrr um daginn spiluðum við einn golfhring saman, sem var ekki á áætlun áður en ég flaug austur, og ég því í spari- fötunum en ekki með golffatnað. Eftir á að hyggja var það mjög táknrænt og tilheyrilegt að ég spilaði í sparifötunum golf með honum. Í lok afmælisveislunnar um nóttina, kvaddi Stefán mig með þeim orðum að við skyldum setja okkur nýtt markmið, það að keyra saman á vígsludegi hinna nýju Norðfjarðarganga. Það tókst okkur og gott bet- ur, því þáverandi samgönguráð- herra bað mig um að óska eftir því við Stefán að hann keyrði ráðherrabílinn vígsluferðina sjálfa. Ég hringdi í Stefán og bar upp erindið. Það þarf ekkert að orðlengja það neitt því Stefán sagði einfaldlega: „Já það er al- veg sjálfsagt að gera þetta fyrir ráðherrann.“ Táknræn athöfn, og gleðin skein úr andliti Stefáns. Margra ára, eða áratuga, draumur hans um alvörugöng, eins og hann kallaði þau, var orðinn að veru- leika. Nú er Stefán vinur minn genginn eftir langa og farsæla ævi. Ég sendi öllum ættingjum Stefáns mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og þakka þann vin- skap og stuðning sem hann sýndi mér alla tíð frá okkar fyrstu kynnum. Minn var heiðurinn að fá að kynnast honum. Hvíl í friði kæri vinur, Kristján L. Möller. Stefán Þorleifsson hitti ég síðast fyrir rúmum mánuði. Þótt nokkuð væri af honum dregið þekkti hann mig samt, brosið var breitt og handartakið þétt og hlýtt eins og vanalega. Okkar fyrstu kynni voru þegar við átt- umst við í badminton árið 1997 eftir að ég tók við starfi á fjórð- ungssjúkrahúsinu. Ekki þarf svo að orðlengja að frá þeirri viðureign reið ég ekki feitum hesti þrátt fyrir að Stefán væri þá á níræðisaldri. Síðan átti ég eftir að fylgjast með þessum mikla íþróttamanni renna sér í svigi eins og fjallageit frá efstu brúnum í Oddsskarðinu fram á tíræðisaldur auk þess að kenna eldri borgurum leikfimi, stunda sund og spila golf. Eitt sinn hitti ég hann svo fyrir tilviljun fram- an við Verkmenntaskólann þar sem hann, flottur í tauinu eins og vanalega, var á leið í spænskukennslu hjá dóttur minni. Þegar ég spurði hann svo hvort það tæki því að læra nýtt tungumál á tíræðisaldri svaraði Stefán að mestu máli skipti að einblína ekki á líkamlega þjálf- un heldur þyrfti að efla bæði hugsun og heila. Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað (FSN) var svo starfs- vettvangur Stefáns sem var þar forstöðumaður frá stofnun eða um 30 ára skeið. Ljóst er þegar bók Stefáns um heilbrigðisþjón- ustu á Norðfirði er lesin að bygging sjúkrahússins og rekst- ur kostuðu blóð, svita og tár auk þess sem Stefáni fannst sem skilningi og þekkingu sumra valdamikilla embættismanna væri á köflum ábótavant. „Stjórnun úr fjarlægð verður alltaf ómarkviss“ eins og Stefán segir í bók sinni. Þannig var bygging sundlaugar í sjúkra- húsinu Stefáni mikið hjartans mál en féll ekki í kramið hjá yf- irvöldum syðra. Þar hafði hann þó sigur 1978 „þegar allir ker- fiskallarnir létu undan og sund- laugin var tekin í sátt“. Já, Stef- án var þarna framsýnn, enda lagði hann mikla áherslu á end- urhæfingu og þjálfun á FSN sem vonandi verður áfram einn af máttarstólpum starfsins þar. Eftir að Stefán lét af störfum gekk hann svo í Hollvinasamtök FSN og barðist þar áfram fyrir fjárstuðningi til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið. Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar við Stefán og Sig- urður Rúnar sóknarprestur fór- um á fund Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Síldar- vinnslunnar, til að safna fé til kaupa á fyrsta sneiðmyndatæki spítalans, hins fyrsta utan sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri. Stefán hafði um málið skörulega forsögu og bað svo um fimm milljóna króna styrk. Eftir að hafa hlustað á Stefán kvaðst Björgólfur ekki ráða þessu einn og sjálfur, heldur þyrfti að ræða málið við aðra sem komu að stjórn Síldar- vinnslunnar. Stefán stóð þá þeg- ar upp og greip brosandi í hönd Björgólfs og þakkaði honum kærlega höfðingsskapinn, enda hafði hann ekki heyrt neitt af því sem Björgólfur sagði þar sem heyrnardeyfa var hans eina ellimerki. Að sjálfsögðu bráðn- aði Björgólfur við þessi orð Stef- áns og fjárveitingin var í höfn. Já, þannig var Stefán, hug- sjónamaðurinn, baráttumaður- inn og eldhuginn en fyrst og fremst þó góð fyrirmynd allra sem hann þekktu. Við Anna Veiga vottum börn- um hans og fjölskyldunni allri samúð okkar. Björn Magnússon. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát okkar elskulega KRISTMANNS KRISTMANNSSONAR frá Ísafirði. Hólmfríður Sigurðardóttir Hulda Kristmannsdóttir Stefán Þór Ragnarsson Arna Kristmannsdóttir Ingvaldur L. Gústafsson Linda Kristmannsdóttir Geir Þorsteinsson Kristmann Kristmannsson Ásgerður H. Ingibergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til ykkar sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNFRÍÐAR SNORRADÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Miklatorgs á Hrafnistu, Laugarási fyrir einstaka aðhlynningu og alúð í hennar garð. Elda Faurelien Oddný Þórisdóttir Ragnar Karlsson Snorri Þórisson Erla Friðriksdóttir Soffía J. Þórisdóttir Baldur Dagbjartsson Ragna B. Þórisdóttir Gylfi G. Kristinsson barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför kærrar eiginkonu, móður, ömmu og langömmu, BIRNU S. GUÐJÓNSDÓTTUR, Öldustíg 4, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks HSN Sauðárkróki fyrir frábæra og hlýja umönnun. Björn Björnsson Ólína Inga, Arna Dröfn, Emma Sif og afkomendur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, STEINUNNAR GUÐBJARGAR VALDIMARSDÓTTUR ljósmóður, Boðaþingi 3, Kópavogi. Steingrímur Dagbjartsson Þórhallur Steingrímsson Rosa María Steingrímsson Kristín Steingrímsdóttir Elvar Daði Eiríksson Hallgrímur Jón, Steingrímur Karl, Kristinn Þór Auðunn Orri, Steinunn Silja og Andri Hrannar Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samúð og hlýju við andlát okkar elskulega SIGURÐAR HAFSTEIN HRAFNSSONAR. Minningarathöfn hefur farið fram í kyrrþey. Andri Már Sigurðsson Guðrún Hannesdóttir Hrafn Hafstein Sigurðsson Kristjana Hrafnsdóttir Hannes Ottósson Sigrún Hannesdóttir Lísa Björk Hannesdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI SÓLVIN SIGURÞÓRSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gautaborg laugardaginn 20. mars. Jarðarförin verður haldin í kyrrþey. Jódís Konráðsdóttir Dissý Hrefna Gísladóttir Magnús Gylfason Alvin Orri Gíslason Henný Rut Kristinsdóttir G. Birna Muller Gunnar B. Sigurðsson Brynjar Gíslason og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.