Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Rauðalækur 69, Reykjavík, fnr. 201-6420 , þingl. eig. Haraldur
Valdimarsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 30.
mars nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
25 mars 2021
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Zumba Gold
kl. 10.30 – Dansfimi með Auði Hörpu kl. 13.30, komdu og dansaðu þig
inn í helgina með okkur, kostar ekkert. Kaffi kl. 14.30-15.20. Það er
grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með
eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma
411.2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl.
10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl.
16.30-17.15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig
í viðburði eða hópa: 411 2600.
Boðinn Línudans kl. 15, munið sóttvarnir. Sundlaugin er opin frá kl.
13.30-16.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Dansleikfimi í Sjálandsskóla kl. 16. Vatnsleikfimi, Sjál. kl. 15.30,
16.10 og 16.50. Munið sóttvarnir og grímuskyldu.
Gjábakki Kl. 8.30-10.30 er handavinnustofan opin. Munið að tilkynna
komu ykkar daginn áður. Kl. 8.45-10.45 postulínsmálun (fullbókað).
Kl. 13-15.30 tréskurður. Enn gildir 2ja metra reglan og grímuskylda
þegar gengið er um húsið og þar sem ekki er hægt að tryggja 2ja
metra bil.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa-
vinna - opin vinnustofa kl. 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Bíósýning
,,Letters to Juliet" kl. 13.15.
Korpúlfar Vegna hertra sóttvarnaaðgerða eru miklar breytingar á
félagsstarfinu þar sem hámark er 10 í hóp. Leshópurinn fellur niður í
dag og einnig skákhópurinn. Gott að kynna sér upplýsingar um heim-
sendan mat. Nánari upplýsingar sendar síðar og gott að fylgjast með
nýjustu fréttum í fjölmiðlum. Góðar óskir.
Seltjarnarnes Vegna breyttra aðstæðna og hertra sóttvarnarreglna
fellur öll dagskrá félags og tómstundastarfsins niður fram yfir páska.
Þó margir hafi fengið báðar sprauturnar þá eru samt þó nokkrir sem
hafa fengið fyrri sprautuna og enn aðrir sem enn eru ósprautaðir.
Þess vegna verðurm við að hlýða settum reglum og fara varlega þar
til yfir lýkur. Dagskrá og tilkynningar verða settar hér inn og á
facebook.
með
morgun-
!$#"nu
Vantar þig
hjólbarða?
FINNA.is
* samkvæmt Gallup jan.-mars 2019
Sölufulltrúi Berglind Guðrún Bergmann,
berglindb@mbl.is, 569 1246
Ertu að leita að
%"!#F%$
FÓLKI?
75 til 90 þúsund
manns, 18 ára og
eldri, lesa blöð
Morgunblaðsins með
atvinnuauglýsingum
í hverri viku*
Þrjár birtingar á verði einnar
Birt í atvinnublaði
Morgunblaðsins í
aldrei"ngu ! "mmtudögum
Birt í atvinnublaði
Morgunblaðsins ! laugardegi.
Birt !mbl.is
✝
Davíð Að-
alsteinn fædd-
ist á Akureyri þann
24. september
1956. Hann lést 25.
febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Sverrir
Sigurður Mark-
ússon dýralæknir,
f. 16.8. 1923, d.
28.11. 2009, og Þór-
halla Davíðsdóttir
kennari, f 18.3. 1929, d. 16.6.
2018. Systkini Davíðs eru þrjú.
Sigríður María, f. 28.6. 1958,
Sverrir Þórarinn, f. 14.5. 1959
og Torfi Ólafur, f. 15.4. 1961.
Sonur Davíðs Aðalsteins og
barnsmóður hans, Guðrúnar
Soffíu Karlsdóttur, f. 20.7. 1957,
er Karl Kristján, f. 11.5. 1977.
Sonur Karls og Dagbjartar Ís-
feld Guðmunds-
dóttur, f. 7.9. 1978,
er Tristan, f. 6.1.
1998. Sonur Karls
og eiginkonu hans,
Kolbrúnar Guð-
mundsdóttur, f.
17.3. 1980, er Kol-
beinn Friður, f.
20.6. 2004. Dóttir
Kolbrúnar er Salka
Snæbrá Hrann-
arsdóttir, f. 15.1.
2003.
Davíð fæddist á Akureyri en
ólst upp til unglingsára á
Blönduósi, bjó síðar í Borg-
arnesi, Hveragerði og Reykja-
vík. Hann útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
stundaði svo nám í sagnfræði
við Háskóla Íslands.
Útför hefur farið fram.
Elsku pabbi minn, ég hef svo
margs að minnast um okkar fal-
legu og ljúfu stundir. Mér er
minnisstæð fína ferðin okkar sem
við fórum saman í. Þar var ým-
islegt skoðað og spjallað um.
Eins og svo oft vill verða með þér,
elsku pabbi, vill tíminn hverfa og
ekkert er eins merkilegt og
stundin sem við erum að upplifa
saman. Við eigum svo margt
sameiginlegt og áttum okkar eig-
ið tungumál sem gott var að hafa.
Við pabbi áttum margar góðar
stundir saman og þegar hann bjó
á Ási kom ég oft í heimsókn með
ömmu Helgu, Baldri og Tristani
og áttum við góða bíltúra saman.
Það var skemmtilegt að taka rút-
una til þín og eyða þar góðum
hluta af deginum við spjall og
kaffidrykkju. Þegar hann var á
spítala í Reykjavík og við nýbúin
að eignast son okkar Kolbein, var
drjúgur tími notaður til þess að
heimsækja hann og eftir það á
Mörk, þar sem honum leið vel og
er ég afar þakklátur að hafa feng-
ið þennan tíma með honum. Við
komum yfirleitt í hverjum mán-
uði, tvisvar, jafnvel þrisvar eða
fjórum sinnum. Þetta var góður
tími og við höfðum t.d. gaman af
því að spjalla meira um ýmislegt,
t.d. fjölskylduna og það helsta
sem var að gerast í það og það
skiptið.
Oft lásum við saman sálm eða
ljóð úr seinustu messuskrá og
einnig var gaman að fá að skoða
heimilispóstinn eða hlustað var á
tónlist og skrafað um tónlistar-
menn og menningu, horft á
myndir, þætti og þess háttar.
Kolla hafði einnig einstakt sam-
band við Davíð pabba minn og
gátu þau spjallað um allt milli
himins og jarðar.
Pabbi hugsaði mjög fallega um
okkur og bað alltaf að heilsa fólk-
inu okkar og vonaði að allir hefðu
það sem best. Síðustu mánuðirnir
voru erfiðir fyrir hann og var
hann ekki eins hress og áður. Svo
snemma á þessu ári virtist hann
finna á sér að hann ætti ekki
langt eftir og tjáði mér það og
sagði mér að ég tæki við. Amma
og afi í báðum ættum voru alltaf
með í spjalli okkar og er ég viss
um að hann hafi saknað þeirra
mikið.
Ég óska núna honum pabba
mínum að hvíla í friði og er ég
viss um að hann sendir okkur öll-
um ætíð góða strauma frá eilífum
vistarverum sínum í paradís. Þar
er hann sæll og sáttur og hann
kvaddi okkur á afar fallegan og
friðsælan hátt handan við þennan
heim. Ég elska þig pabbi og mun
ávallt varðveita þína fallegu og
björtu minningu.
Bæn frá Kolbeini Friði, yngsta
barnabarninu:
Ljós ljóssins,
skín í hjarta mínu.
Dimma dimman,
tekur yfir.
Vektu mig,
á sólbjörtum degi
þar sem öllum líður vel,
hjá Guði er ég öruggur.
Þinn sonur
Karl (Kalli) og fjölskylda.
Davíð Aðalsteinn
Sverrisson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát