Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
„ÉG FÉKK ÞÁ TIL AÐ DRAGA MANNDRÁPS-
ÁKÆRUNA TIL BAKA, EN ÞÚ ERT EKKI
SLOPPINN ENN. HEIL LAXAGANGA HEFUR
HAFIÐ HÓPLÖGSÓKN.“
„ÞÆR KOSTA TVÖÞÚSUND… EN EKKI
HAFA ÁHYGGJUR, ÉG SKAL GEYMA ÞÆR Í
ÖRYGGISSKÁP OG GANGA MEÐ EFTIRLÍKINGU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að láta ekki aðskilnað
verða endanlegan.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KETTIR LENDA ALLTAF Á
LÖPPUNUMOG HUNDAR…
JÆJA, ÞEIR LENDA
OFTAST Á HAUSNUM
HEYRÐU, HEPPNI EDDI!
VERTU VAKANDI!
MEINARÐU AÐ ÞETTA SÉ EKKI
MARTRÖÐ?
gæfu aðnjótandi að sameina áhuga-
mál og störf og verið umkringdur frá-
bæru samstarfsfólki. Vonandi og
áreiðanlega verður jafn gaman hér
eftir sem hingað til. Leiklistin hefur
verið allt um kring og mun líklega
verða það áfram, enda líkamlegt og
andlegt ástand í góðu lagi og mað-
urinn er gegnsýrður af reynslu,
þekkingu og kunnáttu sem á ein-
hvern hátt leitar útrásar. Nýr starfs-
vettvangur er í augsýn og ýmislegt í
bígerð, stórt og smátt sem hugsan-
lega mun líta dagsins ljós fyrr en
varir.“
Fjölskylda
Eiginkona Hafliða er Margrét
Jóhanna Pálmadóttir, söngkona,
skólastjóri og kórstjóri, f. 28.4. 1956 á
Húsavík. Foreldrar hennar voru Ólöf
Emma Kristjánsdóttir, f. 13.5. 1928,
d. 11.10. 2014, húsmóðir, og Pálmi
Héðinsson, f. 18.7. 1930, d. 4.5. 2014,
skipstjóri. Margrét ólst upp hjá Sig-
ríði Soffíu Pálsdóttur, f. 8.12. 1923, d.
17.9. 1985, húsmóður, og Maríusi
Héðinssyni, f. 21.10. 1923, d. 22.5.
2004, skipstjóra.
Börn Hafliða og Margrétar eru
Sigríður Soffía, f. 21.10. 1989, tónlist-
arkona og kórstjóri, Matthildur Guð-
rún f. 28.12. 1994, söngkona og arki-
tekt, Kristján Helgi, f. 29.8. 1997,
íþróttaþjálfari. Stjúpsynir Hafliða
eru Maríus Hermann, f. 15.11. 1973,
söngvari og leikari, og Hjalti Þór, f.
30.3. 1978, viðskiptafræðingur og
hótelstjóri. Margrét og Hafliði eiga
samanlagt sex barnabörn.
Systkini Hafliða eru Kristín, f. 5.6.
1953, myndlistarkona og mynd-
menntakennari í Reykjavík, og Snæ-
björn, f. 15.11. 1960, rithöfundur og
fv. bókaútgefandi, búsettur í Dan-
mörku.
Foreldrar Hafliða voru Guðrún
Sigríður Hafliðadóttir, f. 30.4. 1921 í
Hergilsey, d. 7.9. 2005, sjúkraliði og
húsmóðir, og séra Arngrímur Jóns-
son, dr. theol., f. 3.3. 1923 á Akureyri,
d. 25.2. 2014.
Hafliði Arngrímsson
Margrét Guðmundsdóttir
húsmóðir í Arnarnesi
Páll Jónsson
bóndi í Arnarnesi
í Arnarneshreppi, Eyjaf.
Jón Pálsson
trésmíðameistari á Akureyri
Kristín Eiriksína Ólafsdóttir
húsmóðir á Akureyri
Arngrímur Jónsson
prestur í Odda og
Háteigssókn í Reykjavík
Ólafur Þorkell Eiríksson
bóndi í Nefsstaðakoti
Björg Halldórsdóttir
húsmóðir í Nefsstaðakoti í Fljótum
Snæbjörn Kristjánsson
bóndi og hreppstjóri í Hergilsey
Guðrún Hafliðadóttir
húsmóðir í Hergilsey
Hafliði Þórður Snæbjörnsson
sjómaður og bóndi í Hergilsey
Matthildur Jónsdóttir
húsmóðir í Hergilsey
Sigríður Benediktsdóttir
húsmóðir á Kleifum
Jón Einarsson
bóndi á Kleifum í Steingrímsfirði
Úr frændgarði Hafliða Arngrímssonar
Guðrún Sigríður Hafliðadóttir
húsmóðir og sjúkraliði í Odda á
Rangárvöllum og Reykjavík
Helgi R. Einarsson sendi mérpóst og sagði: „Mér datt þetta
svona í hug, – Sjálfsskoðun“:
Ýmislegt ekki skil
í okkar streði,
þó held ég sé, hér um bil,
heill á geði.
Já, hér um bil held ég að
heilbrigður sé,
þó kannski má kalla það
hvorki né.
Þór Gils Helgason yrkir um eld-
gosið:
Nú er mikill darraðardans
drunur loftið fylla
þar sem andar andskotans
yfir eldum trylla.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson segir
á vefnum að það hafi rifjast upp
fyrir sér að einu sinni orti hann
ljóð, einhvers konar afbrigði af
fornyrðislagi. Það heitir: „Eldgos“:
Hún þjáist í hljóði –
uns eina nótt
hún æpir af kvölum
skelfur um stund
þagnar og fellir
fáein tár
kúgast með andköfum
kastar svo upp –
rauðu
rjúkandi blóði.
Sigurlín Hermannsdóttir orti á
Boðnarmiði:
Í eldgosinu óbreyttur er kraftur
út á hraun menn göslast til að sjá.
Að liðnu vori vetur kemur aftur
og veiran komin enn á ný á stjá.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
um „gosfíkla“:
Vítiselda vilja sjá,
vitglórunni tapa,
fáklæddir þeir fara’ á stjá
og fram af klettum hrapa.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
skrifaði 19. mars: „Nú er komin
suðvestan asahláka og gefur hér
vatn upp á glugga. En verra var
samt í hittihittifyrra. Þá heyrðist
ekki mannsins mál í húsinu. Þá var
ort“:
Um glasið held ég giska fast
á gluggann eitthvað rýkur.
Það er nú orðið þéttingshvasst
þegar hraunið fýkur.
Ókunnur höfundur:
Er hún Fífa undir mér
eins og drífi tundur;
hennar stífu hófarner
holtin rífa sundur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hugdetta og
hraunið fýkur