Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Undankeppni HM karla
J-RIÐILL:
Þýskaland – Ísland................................... 3:0
Liechtenstein – Armenía ......................... 0:1
Rúmenía – Norður-Makedónía ............... 3:2
Staðan:
Þýskaland 1 1 0 0 3:0 3
Rúmenía 1 1 0 0 3:2 3
Armenía 1 1 0 0 1:0 3
N-Makedónía 1 0 0 1 2:3 0
Liechtenstein 1 0 0 1 0:1 0
Ísland 1 0 0 1 0:3 0
B-RIÐILL:
Spánn – Grikkland ................................... 1:1
Svíþjóð – Georgía ..................................... 1:0
C-RIÐILL:
Búlgaría – Sviss ........................................ 1:3
Ítalía – Norður-Írland ............................. 2:0
F-RIÐILL:
Ísrael – Danmörk ..................................... 0:2
Moldóva – Færeyjar ................................ 1:1
Skotland – Austurríki .............................. 2:2
I-RIÐILL:
Andorra – Albanía .................................... 0:1
England – San Marínó ............................. 5:0
Ungverjaland – Pólland........................... 3:3
EM U21 karla
C-RIÐILL:
Rússland – Ísland..................................... 4:1
Frakkland – Danmörk ............................. 0:1
Staðan:
Rússland 1 1 0 0 4:1 3
Danmörk 1 1 0 0 1:0 3
Frakkland 1 0 0 1 0:1 0
Ísland 1 0 0 1 1:4 0
D-RIÐILL:
England – Sviss ........................................ 0:1
Portúgal – Króatía ................................... 1:0
4.$--3795.$
Þýskaland
Göppingen – Minden ........................... 33:29
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö mörk
fyrir Göppingen. Janus Daði Smárason er
frá vegna meiðsla.
Melsungen – Balingen ........................ 24:25
- Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með
Melsungen vegna meiðsla. Guðmundur Þ.
Guðmundsson er þjálfari liðsins.
- Oddur Gretarsson skoraði níu mörk fyr-
ir Balingen.
Svíþjóð
8-liða úrslit, annar leikur:
Guif – Sävehof............................. (frl.) 28:31
- Daníel Freyr Ágústsson varði 12 skot
(29 prósent) í marki Guif.
_ Staðan er 2:0 fyrir Sävehof.
%$.62)0-#
Evrópudeildin
Valencia – Bayern München .............. 83:76
- Martin Hermannsson lék ekki með Val-
encia vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Barcelona 22/8, CSKA Moskva 20/10, Ana-
dolu Efes 20/11, Olimpia Mílanó 19/11, Bay-
ern München 19/12, Fenerbahce 18/12,
Real Madrid 18/13, Valencia 17/14, Zenit
Pétursborg 16/13, Baskonia 16/14, , Zalg-
iris Kaunas 15/16.
NBA-deildin
Indiana – Detroit .............................. 116:111
Milwaukee – Boston ......................... 121:119
Toronto – Denver ............................. 135:111
Orlando – Phoenix ............................ 112:111
Chicago – Cleveland........................... 94:103
Houston – Charlotte........................... 97:122
Minnsota – Dallas............................. 108:128
Oklahoma City – Memphis .............. 107:116
San Antonio – LA Clippers.............. 101:134
Utah – Brooklyn ................................. 118:88
Sacramento – Atlanta ...................... 110:108
4"5'*2)0-#
Valsmenn hafa fengið til sín danska
knattspyrnumanninn Christian Kö-
hler frá Esbjerg og hann leikur
með þeim á komandi keppnis-
tímabili. Köhler er 24 ára miðju-
maður sem aðeins spilaði fjóra leiki
undir stjórn Ólafs H. Kristjáns-
sonar hjá Esbjerg í dönsku B-
deildinni í vetur. Hann hefur áður
leikið með Trelleborg í Svíþjóð og
dönsku liðunum Helsingör og
Nordsjælland. Valsmenn hafa þá
fengið Köhler og Almar Ormarsson
til að fylla skörð miðjumannanna
Lasse Petry og Einars Karls Ingv-
arssonar sem fóru frá þeim eftir
síðasta keppnistímabil.
Dani á miðj-
una hjá Val
Félögin tólf sem nú skipa úrvals-
deild karla í knattspyrnu hafa lýst
yfir samstöðu með tillögunni um
breytingu á keppnisfyrirkomulag-
inu sem starfshópur KSÍ lagði fyrir
ársþing sambandsins í febrúar. Til-
lagan var þá felld, fékk 54 prósenta
stuðning en þurfti 67 prósent til að
öðlast gildi. Þar er um að ræða að
eftir 22 umferðir verði deildinni
skipt í tvennt og leikin einföld um-
ferð, fimm leikir á lið, í efri og
neðri hlutanum. Í yfirlýsingu frá fé-
lögunum segir að stefnt sé á að
þetta taki gildi árið 2022.
Samstaða um
fyrirkomulag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
27 Leikjum í úrvalsdeild fjölgar úr
22 í 27 verði tillagan samþykkt.
Keppni í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu hefst 14. ágúst á næstu
leiktíð, tímabilið 2021-22. Þetta
staðfestu forráðamenn deild-
arinnar í gær en keppni á yfir-
standandi tímabili hófst um miðjan
september á síðasta ári, mánuði
seinna en vanalega, vegna kór-
ónuveirufaraldursins. Þá verður
spilað til 22. maí leiktíðina 2021-22
en í ár fer lokaumferðin fram 23.
maí. Lokakeppni EM fer fram í
sumar, dagana 11. júní til 11. júlí og
fá leikmenn margra landsliða því
ekki mjög langt sumarfrí.
AFP
England Nýtt tímabil ætti að hefjast
á hefðbundnum tíma í ágúst.
Úrvalsdeildin
byrjar 14. ágúst
RÚSSLAND – ÍSLAND 4:1
1:0 Fjodor Chalov 31.(v)
2:0 Najair Tiknizyan 42.
3:0 Arsen Zakharjan 45.
4:0 Denis Makarov 53.
4:1 Sveinn Aron Guðjohnsen 59.
M
Jón Dagur Þorsteinsson
Sveinn Aron Guðjohnsen
Willum Þór Willumsson
Lið Íslands: (4-5-1) Patrik Sigurður
Gunnarsson – Kolbeinn Þórðarson, Ari
Leifsson, Róbert Orri Þorkelsson, Hörð-
ur Ingi Gunnarsson – Ísak Bergmann Jó-
hannesson (Mikael Anderson 65), Willum
Þór Willumsson (Kolbeinn Finnsson 85),
Alex Þór Hauksson, Stefán Teitur Þórð-
arson, Jón Dagur Þorsteinsson (Valdi-
mar Þór Ingimundarson 85). – Sveinn
Aron Guðjohnsen (Brynjólfur Willums-
son 76).
Lið Rússlands: (4-5-1) Maksimenko –
Maslov (Grulev 61), Diveev, Evgeniev,
Tiknizjan – Glebov, Obljakov, Makarov
(Tjukavin 72), Zakharjan (Umjarov 72),
Lesovoj (Lomovitski 77) – Chalov (Golu-
bev 61).
Gul spjöld: Maslov 28., Obljakov 35.,
Golubov 71., Umjarov 90.
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Halil Umut Meler, Tyrklandi.
Áhorfendur: Engir.
_ Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði
mark Íslands og er kominn i annað til
þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn
21-árs landsliðsins frá upphafi með sjö
mörk. Hann er jafn Hannesi Þ. Sigurðs-
syni en Emil Atlason á markametið, átta
mörk.
_ Jón Dagur Þorsteinsson lék sinn 22.
landsleik í þessum aldursflokki og er orð-
inn fimmti leikjahæstur. Á undan eru
Alfons Sampsted (30), Hólmar Örn Eyj-
ólfsson (27), Bjarni Þór Viðarsson (26)
og Birkir Bjarnason (25).
_ Ísland mætir Danmörku á sunnudag-
inn klukkan 13 að íslenskum tíma og
sama dag mætast Frakkar og Rússar. Ís-
land og Frakkland mætast á miðvikudag.
EM U21 ÁRS
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Ísland fer ekki vel af stað í loka-
keppni EM U21-árs landsliða karla
í knattspyrnu sem fram fer í Ung-
verjalandi og Slóveníu og hófst í
gær.
Íslenska liðið tapaði illa fyrir
Rússum í fyrsta leik sínum í C-
riðli lokakeppninnar í Györ í Ung-
verjalandi en leiknum lauk með
4:1-sigri rússneska liðsins.
Fjodor Chalov kom Rússum yfir
á 31. mínútu með marki úr víta-
spyrnu. Vinstri bakvörðurinn
Najair Tiknizjan bætti við öðru
marki Rússa eftir frábæran sam-
leik frá aftasta manni á 42. mín-
útu.
Það var svo Arsen Zakharjan
sem skoraði þriðja mark Rússa á
lokamínútum fyrri hálfleiks þegar
hann labbaði í gegnum vörn ís-
lenska liðsins og skoraði með hnit-
miðuðu skoti úr teignum.
Denis Makarov kom Rússum svo
4:0 yfir í upphafi síðari hálfleiks
með föstu skoti úr teignum áður
en Sveinn Aron Guðjohnsen lagaði
stöðuna fyrir íslenska liðið með
fallegum skalla af stuttu færi eftir
laglegan undirbúning Willums
Þórs Willumssonar.
Annað markið drap leikinn
Spennustigið var hátt hjá báðum
liðum á fyrstu mínútum leiksins en
mikið jafnræði var með liðunum
eftir því sem leið á fyrri hálfleik-
inn.
Íslenska liðið braut klaufalega af
sér innan teigs eftir hálftíma leik
og Rússar komust þannig á bragð-
ið með marki úr vítaspyrnu.
Þrátt fyrir að íslenska liðið hefði
lent 1:0 undir hafði maður það
samt á tilfinningunni að liðið væri
ennþá inni í leiknum. Það breyttist
fljótt ellefu mínútum síðar þegar
ákveðið var að fara í hápressu,
þremur mínútum fyrir lok fyrri
hálfleiks, með þeim afleiðingum að
Rússar tættu vörn Íslands í sig en
pressan var slök, of langt á milli
manna, og Rússar refsuðu grimmi-
lega.
Eftir þriðja mark Rússa undir
lok síðari hálfleiks var leikurinn
svo gott sem búinn og vonleysið
sást í augum íslensku leikmann-
anna.
Þrátt fyrir 4:1-tap voru jákvæðir
punktar í íslenska liðinu og spil-
kaflarnir í fyrri hálfleik voru
margir hverjir mjög lofandi.
Jón Dagur Þorsteinsson átti
mjög góða spretti og með aðeins
meiri klókindum á síðasta þriðj-
ungi vallarins hefði íslenska liðið
hæglega getað valdið meiri usla.
Það vantaði hins vegar meira bit
í sóknarleikinn fram á við og
marktækifærin létu einfaldlega á
sér standa.
Þrátt fyrir stórt tap í fyrsta leik
er nóg eftir af riðlakeppninni og
liðið á mikilvægan leik fyrir hönd-
um gegn Danmörku í Györ á
sunnudaginn. Það er ljóst að ís-
lenska liðið þarf að spila mun bet-
ur og verjast betur ef það ætlar
sér að fá eitthvað úr þeim leik en
Danir unnu Frakka í gærkvöld.
Vonandi er skrekkurinn farinn
úr mönnum eftir fyrsta leik riðla-
keppninnar og liðið getur stimplað
sig rækilega inn gegn Dönum enda
var varnarleikurinn eitt af aðals-
merkjum liðsins í undankeppninni.
Ísland mætir svo Frakklandi í
lokaleik sínum hinn 31. mars í
Györ og þrátt fyrir tap gegn Rúss-
um eru möguleikar Íslands á að
fara áfram úr riðlinum ennþá fyrir
hendi en útsláttarkeppnin fer fram
dagana 31. maí til 3. júní í Ung-
verjalandi og Slóveníu.
Slokknaði á
mönnum í fimm-
tán mínútur
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Markaskorari Framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen stóð í ströngu í Györ í
gær en hér er hann í baráttunni við Danil Glebov, miðjumann Rússlands.
- Stórt tap gegn Rússum í fyrsta leik
- Of margir slæmir leikkaflar hjá liðinu
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik þarf að skáka annaðhvort
Svíum eða Serbum til að komast í
lokakeppni Evrópumótsins sem hald-
ið verður í Slóveníu, Norður-
Makedóníu og Svartfjallalandi í nóv-
ember 2022.
Dregið var í undanriðlana í gær og
þar er Ísland í riðli með Svíþjóð,
Serbíu og Tyrklandi en tvö efstu liðin
komast á EM. Undankeppnin verður
leikin næsta vetur, frá hausti til vors.
Bæði Svíar og Serbar stóðu sig vel
á síðasta heimsmeistaramóti, í Japan
í árslok 2019, en þar enduðu serb-
nesku konurnar í sjötta sæti og þær
sænsku í því sjöunda.
Á Evrópumótinu í Danmörku í des-
ember 2020 gekk ekki eins vel. Svíar
enduðu í ellefta sæti og unnu aðeins
einn leik af sex, lögðu Tékka í fyrsta
leik 27:23, gerðu síðan jafntefli við
Spánverja 23:23 og fóru í milliriðil en
töpuðu fyrir Rússum, Dönum, Svart-
fellingum og Frökkum með tveggja
til sex marka mun.
Serbar byrjuðu með látum, unnu
heimsmeistara Hollendinga 29:25 í
fyrsta leik en töpuðu síðan fyrir Ung-
verjum og Króötum og misstu afar
naumlega af því að komast í milliriðil.
Serbar enduðu í 13. sæti af 16 liðum.
Tyrkir eru fyrirfram með veikasta
liðið í riðlinum. Ísland og Tyrkland
áttu að mætast í undankeppni EM
2020 en hún var blásin af áður en kom
að leikjum þjóðanna síðasta vor. Þá
höfðu bæði lið tapað fyrir Frakklandi
og Króatíu. Ísland tapaði 8:29 fyrir
Króatíu úti og 17:23 fyrir Frakklandi
heima. Tyrkland tapaði 21:30 fyrir
Króatíu heima en 17:38 fyrir Frakk-
landi úti.
Tyrkir eru komnir í umspilið fyrir
HM 2021, eins og íslenska liðið, en
sluppu þangað án keppni þegar Finn-
ar drógu sig út úr þriggja liða und-
anriðli. Þar eiga Tyrkir að mæta öfl-
ugu liði Rússa í aprílmánuði.
Þurfa að sigrast á Svíum eða Serbum