Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 35

Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 _ Oddur Gretarsson landsliðsmaður í handknattleik átti stórleik í gær þegar lið hans Balingen lagði Mel- sungen, undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara, að velli, 25:24, á útivelli í háspennu- leik í Þýskalandi. Oddur skoraði níu mörk úr tólf skotum fyrir Balingen í leiknum, eitt þeirra úr vítakasti. Lið hans komst með sigrinum þremur stigum frá fallsæti deildarinnar en Balingen er í sextánda sæti af tutt- ugu liðum með 13 stig. Melsungen er í ellefta sæti með 21 stig. _ Birkir Már Sævarsson tók út leik- bann í gærkvöld þegar Ísland mætti Þýskalandi í undankeppni HM í knatt- spyrnu í Duisburg. Birkir fékk rauða spjaldið í síðasta leik Íslands, gegn Englandi, í Þjóðadeildinni í nóv- embermánuði. _ Litháíski körfuboltamaðurinn Adomas Drungilas sem leikur með Þór í Þorlákshöfn verið úrskurðaður í tveggja leikja keppnisbann af aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiks- sambands Íslands fyrir að veita and- stæðingi olnbogaskot í leik Þórs og Stjörnunnar í síðustu viku. Litháinn sveiflaði olnboganum í andlit Mirza Saralilja er Þórsarar unnu 92:83- sigur á heimavelli. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og gátu því ekkert dæmt á vellinum. Næstu tveir leikir Þórs, sem situr í öðru sæti, eiga að vera gegn Þór frá Akureyri og Hetti en keppni liggur nú niðri á Íslands- mótinu vegna fjórðu bylgju kór- ónuveirufaraldursins. _ Dominic Calvert-Lewin, sókn- armaður Everton, skoraði tvö marka Englendinga þegar þeir unnu auð- veldan sigur á San Marínó, 5:0, á Wembley í gærkvöld í undankeppni HM í fótbolta. James Ward-Prowse frá Southampton, Raheem Sterling frá Manchester City og Ollie Watkins frá Aston Villa skoruðu hin þrjú mörkin. _ Anders Dreyer skoraði sigurmark Danmerkur þegar liðið mætti Frakk- landi í C-riðli lokakeppni EM U21-árs landsliða karla í knattspyrnu í Györ í Ungverjalandi í gær en leiknum lauk með 1:0-sigri Dana. Næsti leikur Dana er gegn Íslandi hinn 28. mars í Györ en Danir og Rússar eru með þrjú stig í efstu sætum riðilsins á meðan Frakkland og Ísland eru án stiga. _ Bandaríski knattspyrnumaðurinn Dion Acoff er kominn til liðs við Grindvíkinga og hefur samið við þá til loka keppnistímabilsins. Acoff, sem er 29 ára gamall kantmaður, lék með Þrótti árin 2015 og 2016, í 1. deild og úrvalsdeild, og varð síðan Ís- landsmeistari með Val 2017 og 2018. Hann lék með SJK í finnsku úrvals- deildinni 2019 en með Þrótti á ný í 1. deildinni 2020. Acoff hefur leikið 81 deildaleik hér á landi, 52 þeirra í úrvalsdeildinni, og hefur skorað sextán mörk, átta í hvorri deild. Eitt ogannað HM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þjóðverjar voru aðeins sjö mínútur að gera út um fyrsta leikinn í undan- keppni heimsmeistaramótsins 2022. Að þeim tíma liðnum voru þeir komnir í 2:0 gegn Íslandi í Duisburg og með algjör undirtök í leiknum, sem þeir slepptu aldrei þrátt fyrir ágæta kafla íslenska liðsins þegar leið á leikinn. Í þessum báðum mörkum fengu markaskorararnir Goretzka og Hav- ertz ótrúlega mikið pláss til að at- hafna sig rétt innan íslenska víta- teigsins. Á svæði fyrir framan miðja vörnina sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði hefur um árabil séð um að loka. Hann sat eftir í báðum mörk- unum, var ekki nærri því að loka á markaskorarana og gat aðeins horft á eftir boltanum í netið. Hvort var það Aron eða leikaðferðin sem brást? En hverju sem um var að kenna var ís- lenska liðið algjörlega í hlutverki áhorfenda á þessum upphafsmín- útum. Það var hreinlega „ekki mætt til leiks“ eins og segir í máltækinu. Þegar staðan var orðin 2:0 eftir sjö mínútur stóð ég upp og kannaði hvernig staðan var eftir sama tíma í fjórtán-tvö-tapinu fræga gegn Dön- um árið 1967. Jú, hún var 2:0 eftir sex mínútur! Var hrikalegur skellur virkilega í kortunum? En sem betur fer var framhaldið ekki samkvæmt sama handriti. Kannski var það ekkert sérlega heppilegt að þurfa að mæta þessu þýska liði í næsta leik eftir að það hafði tapað 6:0 fyrir Spánverjum. Joachim Löw og hans menn höfðu beðið í fjóra langa mánuði eftir því að fá að sýna að sá skellur hafi verið ein- stakt slys. Þýskaland hefur eins og alltaf á að skipa einu af bestu liðum AFP Duisburg Alfons Sampsted lék sinn fyrsta mótsleik með landsliðinu, sem hægri bakvörður, og þurfti að glíma við kantmanninn öfluga Leroy Sané. heims og enginn reiknar með öðru en að liðið vinni þennan undanriðil af miklu öryggi. En eftir þessar vondu sjö mínútur skoruðu Þjóðverjar aðeins eitt mark til viðbótar á þeim 83 mínútum sem eftir voru. Þau hefðu getað verið fleiri, Þjóðverjar réðu lögum og lofum á vellinum lengst af, en sem betur fer átti íslenska liðið jákvæða kafla og skapaði sér nokkur færi. Rúnar Már Sigurjónsson fékk líklega það besta í fyrri hálfleik þegar boltinn virtist á leið í netið en fór af varnarmanni í horn. Liðið fékk ein þrjú þokkaleg færi í seinni hálfleiknum en vantaði herslumuninn til að komast á blað. Eldskírn hjá Arnari Arnar Þór Viðarsson fékk svo sannarlega eldskírn sem landsliðs- þjálfari, útileik gegn Þýskalandi þremur dögum eftir að hann hitti leikmennina í fyrsta skipti. Eftir þessa erfiðu byrjun á leiknum og á hans ferli í þessu starfi má segja að það hafi verið vel sloppið að tapa 3:0 fyrir Þýskalandi í Duisburg. Arnari tókst að stilla liðið betur af í seinni hálfleiknum og sú pressa sem ís- lenska liðið náði að setja á það þýska á köflum var að mörgu leyti áhuga- verð og sló Þjóðverjana út af laginu um tíma þótt sigri þeirra hefði aldrei verið ógnað. Tap er tap, sama gegn hverjum það er, en þessi leikur var þó sá leikur af þeim tíu í þessari undankeppni HM þar sem síst af öllu mátti búast við því að Ísland næði í stig. Gegn Þýskalandi á útivelli. Nú verður hinsvegar áhugavert að sjá hvernig næsta skref verður. Við tekur ferðalag austur til Jerevan í Armeníu og leikur þar gegn allt öðru- vísi andstæðingum á sunnudaginn. Arnar og þjálfarateymi hans hafa heil- mikið að hugsa um á þeirri löngu leið. Sjö mínútna martröð - Þjóðverjar gerðu út um leikinn gegn Íslandi með tveimur mörkum á upphafs- mínútunum í Duisburg og sigruðu 3:0 - Ágætir kaflar í seinni hálfleiknum Ianis Hagi reyndist hetja Rúmeníu þegar liðið tók á móti Norður- Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í knattspyrnu, riðli Ís- lands, í Búkarest í gær. Hagi skor- aði sigurmark Rúmena á 86. mín- útu en leiknum lauk með 3:2-sigri Rúmena sem komust í 2:0 í leiknum áður en Norður-Makedónar skor- uðu tvívegis, á 82. mínútu og 83. mínútu. Þá vann Armenía 1:0-sigur gegn Liechtenstein í Vaduz þar sem sjálfsmark Noah Frommelt réð úr- slitum. Þrjú mörk á lokamínútunum AFP Búkarest Valentin Mihaila fagnar marki ásamt liðsfélögum sínum. Keflvíkingar hafa fengið fyrrver- andi leikmann sinn, Ísak Óla Ólafs- son, lánaðan frá danska knatt- spyrnufélaginu SönderjyskE. Ísak, sem nú er með 21-árs landsliðinu í lokakeppni EM í Ungverjalandi, hafði þegar leikið 60 deildaleiki fyrir Keflavík, 22 þeirra í úrvals- deildinni, þegar hann fór til danska félagsins haustið 2019 og hafði það ár verið fyrirliði Keflvíkinga í B- deildinni, þá nítján ára gamall. Ísak hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum SönderjyskE í úr- valsdeildinni í vetur. Endurheimta fyrirliðann Morgunblaðið/Eggert Heimkoma Ísak Óli Ólafsson snýr aftur heim til Keflavíkur. ÞÝSKALAND – ÍSLAND 3:0 1:0 Leon Goretzka 2. 2:0 Kai Havertz 7. 3:0 Ilkay Gündogan 56. M Sverrir Ingi Ingason Jón Daði Böðvarsson Albert Guðmundsson Lið Íslands: (4-5-1) Hannes Þór Hall- dórsson – Alfons Sampsted, Sverrir Ingi Ingason, Kári Árnason, Hörður Björg- vin Magnússon – Arnór Ingvi Trausta- son (Arnór Sigurðsson 71), Guðlaugur Victor Pálsson (Ari Freyr Skúlason 88), Rúnar Már Sigurjónsson (Albert Guð- mundsson 40), Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason – Jón Daði Böðvars- son (Kolbeinn Sigþórsson 88). Lið Þýskalands: (4-3-3) Manuel Neuer – Lukas Klostermann, Antonio Rüdiger, Matthias Ginter, Emre Can – Ilkay Gündogan, Joshua Kimmich, Leon Go- retzka (Florian Neuhaus 71) – Leroy Sané (Timo Werner 78), Serge Gnabry (Amin Younes 86), Kai Havertz (Jamal Musiala 78). Gul spjöld: Havertz 48., Kári 56., Albert 65. Dómari: Srdjan Jovanovic, Serbíu. Áhorfendur: Engir. _ Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikjahæsti markvörðurinn í sögu ís- lenska karlalandsliðsins. Hann lék sinn 75. leik í gærkvöld og fór þar með fram úr Birki Kristinssyni sem varði mark landsliðsins í 74 leikjum. _ Alfons Sampsted lék sinn fyrsta mótsleik með A-landsliðinu en hann hafði áður spilað tvo vináttuleiki í árs- byrjun 2020. _ Ragnar Sigurðsson kom ekkert við sögu í leiknum og þar með er ljóst að hann nær ekki að spila 100. landsleikinn í þessari landsleikjatörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.