Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 40

Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 40
FER M IN G A R TILB O Ð ÍFU LLU M G A N G I R 10.000 kr. AFSLÁTTUR AF HEILSURÚMUM 25% AFSLÁTTUR AF MJÚKVÖRU VIÐ DÝNUKAUP Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Sýning Gunnhildar Þórðardóttur, „Slæður“, verður opn- uð í sal Íslenskrar grafíkur, hafnarmegin í Hafnarhús- inu, í dag, föstudag, kl. 17-19 með boðsgestum og lif- andi streymi á facebooksíðu listakonunnar. Mun sýningin standa yfir í þrjár helgar. Á henni eru grafík- verk og teikningar í víðum skilningi, og innsetningar gerðar úr gömlum gardínum. Allur efniviður á sýning- unni er notaður enda er endurvinnsla, hringrásar- hagkerfið og sjálfbærni listamanninum hugleikin. Gunnhildur hefur sýnt víða á undanförnum árum. „Slæður“ Gunnhildar Þórðardóttur sýndar í sal Íslenskrar grafíkur FÖSTUDAGUR 26. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hóf undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á 3:0-ósigri gegn öflugu liði Þjóðverja í Duisburg, þar sem úrslitin voru nánast ráðin eftir sjö mínútna leik. Þá mátti 21-árs landsliðið líka þola þriggja marka ósigur í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins þegar það tapaði 4:1 fyrir Rússum í Ungverjalandi. »34-35 Byrjuðu á þriggja marka tapi ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Óvenjuleg listsýning, „Fuglar hug- ans“, var opnuð í Kringlunni í fyrra- dag, þar sem mismunandi listform mynda eina heild. Gestir fá heyrnar- tól og geta hlustað á tólf lög eftir Bjarna Hafþór Helgason. Ingvar Þór Gylfason málaði málverk við hvert lag og er hægt að fylgjast með sköpuninni frá stroku til stroku á myndbandi eftir Kristján Krist- jánsson, samfara því að horfa á sér- hannaðan dans Kötu Vignis við hvert lag. „Samspilið er óvenjulegt og gaman er að sjá hvað það virkar vel,“ segir Bjarni Hafþór Helgason, upphafsmaður sýningarinnar og borgunarmaður alls kostnaðar. Hugmyndin að listforminu varð til í samtali Bjarna Hafþórs og Krist- jáns Kristjánssonar kvikmynda- gerðarmanns og þróaðist út frá sam- tali um að gera myndband við lag úr safni 75 verka þess fyrrnefnda, „Fuglum hugans“, sem hann gaf út 2018. Samvinnuverkefni „Mér fannst ég eiga eftir að gera eitthvað meira með útgáfuna, því ég hafði ekki haldið útgáfutónleika eða staðið í sérstakri kynningu,“ segir Bjarni Hafþór. Í kjölfar spjallsins við Kristján hafi hann hitt Ingvar Þór Gylfason í fyrsta sinn og hann hafi ekki aðeins verið tilbúinn að mála málverk í takt við lögin heldur gefa Parkinsonsamtökunum vinn- una og söluandvirði verkanna, sem öll eru seld. „Vinsældir málverka hans eru ótrúleg og allt selst áður en hann er búinn að ljúka við verkið,“ segir Bjarni Hafþór. Kata Vignis hafi síðan samið tólf mismunandi dansa og dansi þá við myndböndin. „Kringlan leggur til húsnæðið og Nova sér um tæknilegu hliðina.“ Bjarni Hafþór er himinlifandi með árangurinn. Hann segir að þeir Kristján hafi valið lögin í samein- ingu og tilfinning hafi ráðið þar mestu en þau hafi hentað vel fyrir Ingvar Þór til að mála eftir. „Ég samdi til dæmis lagið „Dalurinn minn“ við afar fallegan texta, sem Hákon Aðalsteinsson, móðurbróðir minn, samdi um æskuslóðirnar á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal fyrir austan, og Ingvar Þór málaði stórt andlitsverk af Gísla á Uppsölum við verkið. Gísli bjó í Selárdal á Vest- fjörðum og listamaðurinn segir að hann hafi komið strax í huga sinn þegar hann hafi hlustað á lagið og textann. Mér finnst gaman að upp- lifa þessa tengingu.“ Sýningin er opin á verslunartíma í Kringlunni. Tíu manns mega vera í einu inni í rýminu, þar er grímu- skylda og sprittnotkun áskilin, en að öðru leyti trufla samkomutakmark- anir ekki sýninguna. Parkinson- samtökin sjá um vörslu verkanna og veita upplýsingar um sjúkdóminn og starfsemi samtakanna. Gestir geta styrkt þau með frjálsu framlagi í sýningarsalnum, en Bjarni Hafþór greindist með parkinson í apríl 2019. „Ég hef verið að tengjast samtök- unum og styð við þeirra baráttu,“ segir hann. Áformað er að síðasti sýningardagur verði 11. apríl, á afmælisdegi James Parkinsons, sem fæddist 1755. Óvenjuleg listsýning - Tónlist, dans, málverk og kvikmyndagerð í einni heild í Kringlunni til styrktar Parkinsonsamtökunum Morgunblaðið/Eggert Menning Bjarni Hafþór Helgason nýtur listsýningarinnar í Kringlunni. Lykilfólk Vilborg Jónsdótttir, formaður Parkinsonsamtakanna, Bjarni Hafþór Helgason, Ingvar Þór Gylfason, Erna Guðmundsdóttir, verkefna- stjóri Parkinsonsamtakanna, og Kristján Kristjánsson á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.