Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 18
Leggur áherslu á að klæða sig fallega Hvað með fatnað og klæðaburð á páskunum? „Ég held að allir séu orðnir leiðir á kósígöllunum og vilji draga fram betri fötin. Það hafa fá tækifæri gefist til að klæða sig upp á, enda nánast engar samkomur verið í heilt ár. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar fólk skreytir sig með einhverjum litum þótt auðvitað sé svart alltaf klassískt. Um páskana ætla ég blanda saman einhverju sem er í fölbleikum lit og kamel. Annars er aðalatriðið að fötin séu úr góðum efnum og þægileg.“ Ferðu í páskadekur? „Já, ég mun örugglega dekra vel við mig um páskana. Það er alveg hægt að dekra vel við sig heima og það þarf ekki annað en góða bók og eplasíder í fallegu glasi. Maski á andlitið og gott ilmvatn gerir líka heilmikið fyrir mann. En ef ég vil gera sérstaklega vel við mig þá er mitt besta dekur að komast í nudd og heitan pott. Kannski kemst ég í svoleiðis trít um páskana.“ Hefur ferðast með páskaegg víða Ef þú ættir eina ósk, hver væri hún á páskunum? „Eiga ekki allir þá einu ósk að kórónuveiran hverfi með öllu úr lífi okkar þannig að við getum aftur ferðast um heiminn og faðmað vini og vandamenn án ótta um smit. Það gefur líka meiri möguleika á að rekast á einhvern skemmtilegan.“ Áttu skemmtilega minningu af þér á páskunum? „Þegar ég hef farið í ferðalög um páskana hef ég alltaf passað upp á að taka með súkkulaðipáskaegg sem ég pakka vandlega í ferðatöskuna og alveg ótrúlegt hvað hefur tekist vel að koma þeim óbrotnum á milli landa, meira að segja alla leið til Kína. Það er bara ekkert sem toppar íslenska súkkulaðið sem maður er alinn upp við og ég hef fengið um hverja einustu páska frá því ég man eft- ir mér.“ Eames Lounge-stólinn er falleg- ur með listaverkum sem Mar- grét hefur safnað í gegnum árin. Stytta Davíðs eftir Michel- angelo er falleg í stofunni. Morgunblaðið/Hari Litlar páskaliljur í fallegum bleik- um pottum. Listaverkið Ghost in Ze Bottle eftir lista- konuna Helenu Mar- gréti Jónsdóttur setur svip sinn á stofuna. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 PÁ fy 110 PÁ AT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.