Morgunblaðið - 26.03.2021, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
A
llir geta fundið leið til að njóta sín í náttúrunni ef
marka má Arnar Má Ólafsson sem segir það eina sem
fólk þurfi að gera sé að taka fyrsta skrefið í átt að úti-
vistardraumnum.
Tónninn í röddinni breytist þegar hann telur upp
alla þá staði sem hann elskar að heimsækja í náttúru Íslands.
„Ég hugsa að áhuga minn og ástríðu á útivist megi rekja til
æskunnar. Ég var mikið í íþróttum, var í skátunum og í hesta-
mennsku með foreldrum mínum.
Ungur maður fór ég síðan í nám til Frakklands í ferðamála-
fræði og samhliða námi á sumrin fór ég að leiðsegja frönskum
ferðamönnum um hálendi Íslands.“
Arnar Már var í Vichy, Clermont- Ferrand og Chambéry í
Frakklandi. Hann dvaldi þar í fimm ár og fór síðan til Þýska-
lands, Hollands og Bretlands.
„Ég ætlaði aldrei að flytja heim aftur en svo tóku örlögin í
taumana og eitt leiddi af öðru þar til ég fór ekki út aftur heldur
festi mig í sessi hér.“
Hann dvaldi í samtals sjö ár erlendis og er sammála því að
Frakkland sé land fagurkera og að landslagið í landinu og menn-
ingin sé heillandi.
„Ég er samt á því að Ísland sé ekki síðra þegar kemur að nátt-
úrufegurð og útivist þótt samanburður sé erfiður en það var
gífurleg saga á þeim slóðum sem ég dvaldi á í Frakklandi.
Ég verð þó að nefna að kuldinn þar á veturna var öðruvísi en
hér heima, þar sem manni varð kalt inn að beini úti vegna rak-
ans.“
Ef þú getur gengið upp stigana heima getur þú upplifað náttúruna
Hvað er það við Ísland sem gerir landið svona einstakt fyrir út-
lendinga?
„Við erum í ekki svo mikilli fjarlægð frá okkar helstu mörk-
uðum en þegar fólk kemur hingað þá fær það strax þessa tilfinn-
ingu að það sé komið á mjög svo framandi slóðir.
Hér eru til dæmis jöklar, grænir dalir, eldfjöll, hraunbreiður,
mikil auðn, fagrir fossar og fleira. Það er hægt að fara á ólíka
margbrotna staði á stuttum tíma. Þannig að Ísland er mjög
áhrifamikið ferðamannaland.“
Arnar Már hvetur alla Íslendinga til að nýta sér þjónustu Ís-
lenskra fjallaleiðsögumanna í landinu. Slík þjónusta geri gæfu-
muninn fyrir þá sem vilja upplifa landið með fólki sem er með
ástríðu fyrir útiveru og hefur þekkingu á þeim svæðum sem farið
er um.
„Það er fjölbreytt afþreying í boði fyrir einstaklinga, fjöl-
skyldur og fyrirtæki í landinu og í raun og veru svo mikið í boði
að allir ættu að finna eitthvað fyrir sinn smekk.
Það er eins mikill fróðleikur í boði fyrir unga fólkið okkar sem
langar að kynnast af eigin raun mótun landsins, jöklanna og stór-
brotinnar náttúrunnar. Það er allt öðruvísi að fara um landið í
raun en að lesa um landið í gegnum bók.“
Geta allir farið í skipulagðar ferðir eða þarf maður að vera
hress og hraustur til þess?
„Í raun má segja að ef þú getur gengið upp stigann heima hjá þér
þá getur þú fundið leið til að upplifa náttúruna í ferð með okkur.“
Vægt til orða tekið að segja að hann hjóli mikið
Hvað ætlar þú að gera um páskana?
„Ég verð úti að hjóla um páskana. Ég er mikill ástríðuhjólari
og er það á mörkum áráttu og ástríðu. Það má alla vega segja að
ég hjóli mikið. Ég verð einnig
með eiginkonu minni, Stein-
unni Hildi Hauksdóttur, í hestamennsku og svo ætla ég á skíði
með yngstu dóttur minni, Boel Sigurlaugu Arnarsdóttur sem er
þrettán ára og er byrjuð á bretti. Hún beit á agnið með útivist og
er að elska hana í gegnum skíðin.
Svo stefnum við á að skella okkur í fjórhjólaferð á Sólheima-
sandi og jafnvel ísgöngu á Sólheimajökli. Ástæðan fyrir því er sú
að ísinn er fallegastur að mínu mati á þessum tíma árs.“
Arnar Már og Steinunn eiga þrjár dætur og segir hann eldri
tvær dæturnar, þær Andreu og Ylfu, duglegar að hreyfa sig þótt
hann myndi ekki segja þær með ástríðu fyrir útivist.
„Þær eru mjög mikið á hreyfingu og að gera alls konar spenn-
andi hluti sem hentar þeim í augnblikinu.“
Hvað viltu segja við þá sem hafa ekki fengið sama uppeldi og
þú en langar að finna neistann úti í náttúrunni?
„Ég mæli til dæmis með náttúrunni í kringum borgina eða bæ-
inn sem þú býrð í. Það eru mörg falleg svæði að uppgötva stein-
snar frá byggð.
Sem dæmi get ég nefnt Helgafell. Það er mjög einfaldur og
léttur gangur sem flestir geta farið.
Búrfellsgjá er einnig þar við hliðina á þar sem engin teljanleg
hækkun er í þeirri gönguleið.
Svo er hægt að ganga hringinn í kringum Hvaleyrarvatn. Það
er stutt ganga sem notalegt er að fara með nesti og upplifa nátt-
úruna með þeim sem manni þykir vænt um.“
Gott að tengja í ferð með öðrum
Í dag er mikið talað um einmanaleika og hvernig kór-
ónuveiran hefur leitt til enn þá meiri einveru sem hefur
slæm áhrif á líðan fólks. Gætu skipulagðar gönguferðir ver-
ið leið til að tengja við annað fólk í samfélaginu?
„Já, ekki spurning. Stóra skrefið er alltaf bara að bóka
einfalda góða ferð og svo bara að koma sér á staðinn. Eft-
irleikurinn er auðveldur og margir verða mjög hissa á því
hvað góður leiðsögumaður getur gefið úti í náttúrunni.“
Er þetta svipað og að fara með listunnanda á tónleika?
„Já, ekki spurning. Stundum þarf maður að ala sig sjálfan upp
að þessu leyti og fá aðstoð til þess að læra að elska það sem er
svona gott og hollt fyrir okkur.“
Arnar Már segir góðan göngutúr gleðja líkama og sál. Að fá
súrefni í lungun og finna fyrir góðri líkamlegri þreytu er gott
fyrir alla sem vinna daglangt inni hjá sér.
Ekki síst á veturna.
„Íslendingar hafa verið að ferðast meira innanlands og upp-
götva allar perlur náttúrunnar sem ferðamenn koma til landsins
að sjá. Ég á margar uppáhaldsnáttúruperlur sem ég sæki í á
landinu sem hafa sterk áhrif á mig. Maður þarf ekki endilega að
fara langar leiðir til að sjá eitthvað fallegt hér. Hálendið kallar þó
alltaf sérstaklega sterkt til mín og þá staðir sem eru ekki endi-
lega aðgengilegir almenningi á þessum tíma árs.“
Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson
Það er góð hugmynd
að fara á fjórhjól á
Sólheimasandi.
„Ámörkum áráttu og ástríðu“
Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna og Arcanum-ævintýraferða, kann ótal
góð ráð til að upplifa náttúru Íslands um páskana. Þótt hann sé sjálfur fyrir erfiðar gönguleiðir á hálendinu
segir hann marga einfalda möguleika í boði til að fá súrefni og orku í líkamann á páskunum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson
Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson
Arnar Már og félagar með
Eyjafjallajökul í baksýn.
Arnar Már
Ólafsson
mælir með
útiveru um
páskana.
Þessi mynd er tekin í feg-
urðinni á Sólheimajökli.
Stracta Hótel býður upp
á frábær tilboð með
allskonar afþreyingu
www.stracta.is
ÚRVAL TILBOÐA