Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 8
Í kring um síðustu áramót festi Christine Gísla ljósmyndari kaup á skemmtilegri hundrað fermetra blokkaríbúð við Boða- grandann í Reykjavík sem hún segir sum- arbústaðinn í borginni en Christine býr einnig á Selfossi. „Þetta er ótrúlega skemmti- legt samfélag þarna á Boðagranda. Það virkar svolítið eins og lítið þorp. Fólk heilsast og þekkist og við fengum mjög góðar móttökur frá nýjum nágrönnum þegar við fluttum inn,“ segir Christine og bætir við að útsýnið frá íbúðinni sé yndislegt. „Það er dásamlegt útsýni hérna og þá er auðvitað alltaf eitthvað að gerast. Frá stofuglugganum get ég fylgst með leikjum og æfing- um hjá KR og mér finnst rosa- lega skemmtilegt að heyra lætin og fjörið í kringum það. Svo horfi ég á sjóinn út um eldhúsglugg- ann. Maður sér alls konar mis- munandi liti og ljós þegar horft er yfir að Esjunni og yfir hafið. Ég heillast svo af fegurðinni og náttúrunni og þessari kyrrð sem við höfum aðgang að hérna á Íslandi. Fólk þarf yfirleitt ekki að fara Christine Gísla ljósmyndari, segist hrífast af afslöppuðum stíl og hlutlausum tónum þegar kemur að fegrun heim- ilisins. Hún kýs þá heldur að skapa mynstur og fegurð með blómum, en Christine starfaði árum saman sem blómaskreytir áður en hún gaf sig að listljósmyndun. Margrét Hugrún margret.hugrun@gmail.com Christine Gísla á fallegt heimili. Hún notar íbúð sína við Boða- granda sem hálf- gerðan sumarbústað. „Dóttir mín bjó þennan hund til þegar hún var sirka átta ára á námskeiði í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hann sló í gegn og endaði á samsýningu í Listasafni Einars Jónssonar. Þetta er einn af mínum eftirlætismunum.“ „Umdaginn náði ég í litla grasþúfu og setti í pott“ Ljósmyndir/Christine Gísla Ljósmynd/Bára Kristjánsdóttir mjög langt til að vera bara eitt með sjálfu sér og náttúrunni. Það er okkar stóri auður, finnst mér,“ segir Christine. Notar blóm til að breyta um stemningu Eins og flestum finnst Christine gaman að blanda saman persónulegum og gömlum mun- um við nýrri hluti og húsgögn þegar kemur að því að gera heimilið notalegt. „Mér finnst skemmtilegt að nota blóm og teppi og þess háttar þegar ég vil breyta um stemningu. Bæði ný, afskorin blóm og líka pottablóm. Blóm gefa mér svo mikið og það er svo auðvelt að nálgast þau. Stundum klippi ég grein af tré þegar ég fer út að ganga og um daginn náði ég í litla grasþúfu og setti í pott. Það getur verið mjög fallegt. Svo finnur maður oft fallega steina og ýmislegt annað úr náttúrunni sem hægt er að nota til að skreyta heimilið,“ segir Christine sem einbeitir sér líka að gróðri og náttúru við listsköpun sína, en á mörgum ljósmynda henn- ar má sjá ýmsar gerðir af flóru landsins. Christine er ein af þeim sem leitar ekki langt 5 SJÁ SÍÐU 10 Bastborðið er frá Heimili og hugmyndum og baststóllinn úr versl- uninni Faco. Stóri vasinn á gólfinu og vasarnir í glugganum eru handgerðir af systur Christine, Katrínu Gísladóttur leirlistakonu. 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Sími 483 5800 | byr@byrfasteign.is | www.byrfasteign.is Elín Káradóttir Löggiltur fasteignasali MIKIL SALA VANTAR EIGNIR Á SKRÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.