Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
E
lín og fyrrverandi maki hennar
keyptu hús við Gljúfrasel fyrir sjö
árum. Þegar þau skildu á síðasta
ári tók Elín við húsinu og hóf að
endurskipuleggja það, breyta og
bæta
„Ég vildi eiga húsið áfram en vildi jafn-
framt skapa mér og dætrunum traustari
fjárhag og sá fljótt að við fjórar þyrftum
ekki alla þessa fermetra,“ segir Elín en
húsið er á þremur hæðum, alls 240 fm að
stærð. Hugmyndin var að búa til litla stúd-
íóíbúð á fyrstu hæðinni en til þess að svo
gæti orðið var nauðsynlegt að klípa af stof-
unni og byggja þar upp nýtt herbergi fyrir
elstu dótturina. Þá var þvottahúsið fært inn
í fataherbergi, annar bílskúrinn varð hluti
af stúdíóíbúðinni og hinn bílskúrinn fékk
nýtt hlutverk sem líkamsræktarstöð og
fleiri rými hússins fengu andlitslyftingu.
Fann verkamanninn í sjálfri sér
Framkvæmdirnar stóðu meira og minna
yfir í sjö mánuði en þrátt fyrir álagið sem
fylgir stöðugum framkvæmdum þá segir
Elín að ferlið hafi í raun verið mjög
ánægjulegt.
„Já, það kom mér eiginlega á óvart hvað
ég hafði gaman af þessu. Ég fann í raun
verkamanninn í sjálfri mér,“ segir Elín og
hlær, enda kemur í ljós að hún hefur sjálf
unnið meira og minna að breytingunum.
Hún segist í upphafi hafa verið með smið en
þegar hann slasaðist og allt varð stopp þá
varð hún að taka til sinna ráða. „Eftir að
hafa fengið leiðbeiningar frá fagfólki, gekk
ég bara í það að ganga frá veggjunum sjálf,
ulla þá og gifsa. Ég treysti mér reyndar
ekki í það að saga út fyrir klósettstútnum
og fleiru, og fékk hjálp við það, en ég get
sagt með stolti að ég gekk frá sex gifs-
veggjum alveg sjálf,“ segir Elín ánægð með
útkomuna. Elín segist lengi hafa haft áhuga
á arkitektúr og innanhússhönnun og fékk
hún heldur betur útrás fyrir þennan áhuga
sinn í þessu verkefni. Þá fór hún sums stað-
ar óhefðbundnar leiðir og valdi til dæmis
matt litað sparsl á vegg í stofunni, sem gef-
ur rýminu skemmtilega hráan karakter sem
er í mótsögn við glasandi svart veggfóður
„Ég vildi fá sem besta nýtingu út úr fasteign-
inni,“ segir Elín Ólafsdóttir sem staðið hefur
í ströngu undanfarna mánuði við endurskipu-
lagningu á heimili sínu í Seljahverfi. Hún segir
verkefnið hafa verið hina bestu núvitundar-
æfingu og það hafi komið henni á óvart
hversu mikill verkamaður leyndist í henni.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Elín er fagurkeri og hefur gaman af því að blanda saman gömlum og nýjum hlutum, en þegar hún bjó í Svíþjóð keypti hún marga skemmtilega muni á sænskum flóamörkuðum sem prýða íbúðina.
Tók til sinna
ráða þegar
smiðurinn
slasaðist
Elín mælir með því fyrir
uppteknar konur í leit að
líkamsrækt og slökun að
taka heimilið í gegn. Hún
segir að það að sparsla og
mála sé góð núvitundaræf-
ing. Þá hafi hún aldrei verið
í betra formi en nú eftir
heimilisframkvæmdir
síðustu mánuðina.
Skenkinn í stofunni fékk Elín á
nytjamarkaði og gaf honum and-
litslyftingu með svartri málningu.
Morgunblaðið/Eggert