Morgunblaðið - 27.03.2021, Page 18
Þ
essi breyting hefur verið í um-
ræðunni í svolítinn tíma svo
margir sumarhúsaeigendur hafa
haldið að sér höndum og verið að
bíða eftir því hvort þetta gengi í
gegn eða ekki. Og nú þegar þessi lagabreyt-
ing er orðin að veruleika er vissulega mun
söluvænna fyrir ákveðinn hóp að selja
sumarhúsið sitt en áður,“ segir Heimir Haf-
steinn Eðvarðsson, fasteignasali hjá fast-
eignasölunni Fasteignalandi. Í stuttu máli
felst breyting í því að sumarhúsaeigandi sem
ákveður að selja sumarhúsið sitt, ef hann
hefur átt það í sjö ár eða lengur og hefur
ekki haft tekjur af því á þeim tíma, þarf ekki
að greiða fjármagnstekjuskatt af hagn-
aðinum sem kann að hafa myndast. Gildir
þetta frá 1. janúar 2020 og á því við um allar
sumarhúsasölur á síðasta ári.
Mun hafa áhrif
„Þetta getur til dæmis haft gríðarlega
mikið að segja fyrir fólk á lífeyri því sölu-
hagnaðurinn er ekki lengur flokkaður sem
tekjur. Það kemur í veg fyrir að lífeyr-
isgreiðslur frá Tryggingastofnun skerðist,
eins og raunin hefur verið hingað til,“ segir
Heimir. Hann á von á því að þessi breyting
ýti við mörgum í þessum hópi og flýti fyrir
ákvarðanatöku varðandi sölu. „Við hér hjá
Fasteignalandi höfum verið að fá töluverðar
fyrirspurnir um þessa lagabreytingu svo það
eru margir sem eru að hugsa málið og velta
fyrir sér hvort nú sé ekki rétti tíminn til
þess að setja sumarhúsið á sölu.“ Heimir
segir að honum finnist ekki ólíklegt að það
verði töluverð hreyfing á sumarhúsamark-
aðinum með hækkandi sól.
Áframhaldandi góð sumarhúsasala
„Margir eldri sumarhúsaeigendur hafa
haldið sig innandyra vegna heimsfaraldurs-
ins en ég á von á því að með vorinu þá fari
hluti þeirra að huga að sölu, enda breytir
þessi lagabreyting mjög miklu fyrir mjög
stóran hóp.“ Hann segir að á síðasta ári hafi
reyndar verið mjög góð sala á sumarhúsum
á Íslandi þegar ferðalög erlendis minnkuðu
og landinn fór að hugsa meira um upplifanir
innanlands.
„Það hafði verið smá lægð í sölu sumar-
húsa þar á undan en jókst svo aftur með til-
komu Covid og ég á von á því að þessi ásókn
Íslendinga í sumarhús haldist óbreytt í ár.“
Meiri hvati
til að selja
sumarhúsið
Í lok síðasta árs var lögum um
tekjuskatt af söluhagnaði frí-
stundahúsa breytt. Breytingin
hefur töluverð áhrif á þá sem hafa
átt sumarhús í sjö ár eða lengur
því söluhagnaðurinn er ekki
lengur flokkaður sem tekjur og
skerðir því ekki lífeyrisgreiðslur.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Heimir Hafsteinn hjá Fasteignalandi segir að ný lagabreyting er tengist söluhagnaði frístunda-
húsa hafi mikið að segja fyrir stóran hóp sumarhúsaeiganda.
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/Ómar
Áttu sumarhús? Ný laga-
breyting getur gert það
söluvænna að selja núna.
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021