Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Side 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Ég hef alltaf haft gaman af ferðalögum.Koma á nýja staði og kynnast fólki.Sjá eitthvað merkilegt og segja sjálf-
um mér að ég sé að bæta við mig og þrosk-
ast voðalega mikið. En ég hef í raun aldrei
haft gaman af ferðalaginu sjálfu. Til þess er
ég sennilega of hávaxinn. Sæti í flugvélum
voru ekki gerð fyrir fólk af minni stærð.
Það er ekkert til sem heitir skemmtilegur
flugvöllur. Ég hef aldrei rekist á flugvöll
með verðlagi sem virðist á nokkurn hátt
tengjast mannlegu hagkerfi.
Svo gerðist það í síðustu viku að ég hitti
mann í sundi. Sá er flugfreyja og sagði mér
að hann væri á leiðinni í flug til Kanarí.
Fyrst til Tenerife, svo í gamla skólann á
Gran Canaria. Þar væri gist í eina nótt og
svo farið aftur til Tenerife og heim.
Einhvern tímann hefði aldrei hvarflað að
mér að fara í svona ferðalag. Aldrei. Senni-
lega 14 tímar í flugvél og endalaus bið á
flugvöllum, sem er ekkert ósvipað og ég sé
fyrir mér helvíti. Og fá svo örugglega í bón-
us að bíða tímunum saman í loftlausri flug-
vél, sem er sérstök tegund af martröð. En
nú fann ég að ég dauðöfundaði hann. Gott
ef ég reyndi ekki bara að athuga hvort það
vantaði ekki mann í áhöfn.
Eftir á að hyggja var þetta ekki mín
stoltasta stund. Standandi berrassaður í
búningsklefanum að reyna að koma mér í
eitthvert furðulegt ferðalag – bara til að
komast augnablik til útlanda. Fá í smástund
að anda að sér útlensku lofti, fá morgunmat
á hóteli, reyna að gera sig skiljanlegan við
leigubílstjóra, sötra ódýran bjór og finna
sólina skína á sig.
Hversu mikil örvænting er þetta orðin?
Og óskiljanleg í ljósi þess að það er ekki
eins og maður sé að fara að njóta ferðalags-
ins eða fá þennan dýrmæta tíma til að slaka
á. Það er greinilega algjör óþarfi. Við erum
komin á eitthvert lokastig í ferðaþrá.
Ég held að þetta sé einhvers konar frels-
ismál. Eins og okkur langar alltaf mest í
það sem við getum ekki fengið. Það var
ekkert jafn spennandi og það sem var bann-
að. Reyndar er hægt að fara til útlanda
núna en það er eitthvað sem heldur í mann.
Líklega heimsfaraldurinn. Og mig langar til
útlanda. Það þarf ekki einu sinni að vera
sól.
Ég væri í alvöru til í að fara á norrænt
þing í Umeå eða Luleå með tilheyrandi
flugvélaskiptum og vesenisferðalagi. Ég
myndi ekki setja fyrir mig að sitja heilu
dagana á fund-
um og þykjast
reyna að skilja
fólk sem talar
alls konar út-
lensku. Ég
myndi meira að
segja gera mitt
besta til að
reyna að nota
þessa undarlegu skandinavísku sem ég nota
í neyð. Bara til að komast aðeins til út-
landa. Langar sögur á skánsku (sem enginn
skilur í heiminum) eru bara allt í einu
spennandi kostur. Bara ef þær koma í út-
löndum.
Staðan er meira að segja þannig að jarð-
skjálftar og mögulegt yfirvofandi eldgos eru
í raun ekkert stórmál. Bara ef það þarf ekki
að loka flugvellinum. Þá held ég að þessi
þrá verði enn dýpri og erfiðari við að eiga.
Það var að renna upp fyrir mér að það er
komið ár síðan ég komst síðast út fyrir ís-
lenska landhelgi. Ég held í alvöru að ég
ráði ekki við annað.
’Eftir á að hyggja var þettaekki mín stoltasta stund.Standandi berrassaður í bún-ingsklefanum að reyna að koma
mér í eitthvert furðulegt ferðalag
– bara til að komast augnablik til
útlanda.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Ferðaþrá
Hlaupum hraðar“ var yfir-skrift Iðnþings í vikunni.Það var sérstaklega viðeig-
andi, nú þegar aukin verðmæta-
sköpun er meira aðkallandi en á
flestum tímum.
Í ræðu minni á þinginu lagði ég
sérstaka áherslu á mikilvægi ný-
sköpunar og þá hugarfarsbyltingu
sem hefði orðið gagnvart nýsköpun í
íslensku samfélagi á undanförnum
árum. Þau tímamót hafa orðið að ný-
sköpun er ekki lengur litin hálfgerðu
hornauga sem krúttlegt gæluverk-
efni, eitthvað sem enginn getur
þannig séð verið á móti en þykir
samt ekki endilega skipta miklu
máli. Þeim fækkar sem betur fer
sem telja hana tískuorð, ímyndarmál
eða skraut. Hún er raunverulegt og
mikilvægt viðfangsefni sem við verð-
um að sinna, þrátt fyrir að hún sé óá-
þreifanleg og háð óvissu. Hún gerir
okkur í stakk búin til að takast á við
áskoranir framtíðarinnar.
Nýsköpunarbylting
Covid hefur opnað augu margra fyr-
ir ávöxtum nýsköpunar. Fólk sá að
fyrirtæki á borð við Sidekick Health
gátu boðið lausnir sem nýttust í heil-
brigðiskerfinu.
Fólk sá að fyrir-
tæki á borð við
Controllant áttu í
fórum sínum
lausnir sem nýtt-
ust við að flytja
bóluefni á milli
landa. Fólk sá að
fyrirtæki á borð
við DeCode gátu
liðsinnt með sinni þekkingu og bún-
aði.
Á sama tíma staldrar fólk við þær
fréttir að íslensk nýsköpunar-
fyrirtæki sóttu sér í fyrra tæplega 30
milljarða króna í fjármögnun, og
meira en helming þeirrar fjárhæðar
frá útlöndum.
Í nýrri könnun Íslandsstofu kem-
ur fram að flest nýsköpunarfyrir-
tæki sjá fram á vöxt á næstu tólf
mánuðum. Nær öll fyrirtækin hyggj-
ast fjölga starfsmönnum á árinu.
Þrátt fyrir Covid stóðust áætlanir
meirihluta fyrirtækjanna. Við-
skiptavinum þeirra hefur almennt
ekki fækkað þrátt fyrir Covid. Að-
eins örlítill samdráttur varð í tekjum
þeirra á árinu 2020 samanborið við
árið á undan og starfsfólki þeirra
fjölgaði um 14%. Könnunin dregur
upp bjartari mynd af kraftinum í ís-
lensku nýsköpunarumhverfi en flest-
ir áttu von á við þessar aðstæður.
Þessu til viðbótar er jákvætt að
nokkrir vísisjóðir eru nú að leggja
drög að næstu hrinu fjárfestinga
sem skipta munu milljörðum og gefa
íslenskum frumkvöðlum aukin tæki-
færi.
Fyrirtæki á borð við Alvotech og
CarbFix eru að vinna að verkefnum
sem gætu skipt Ísland verulegu
máli. Orkufyrirtækin okkar sjá
spennandi tækifæri á mörgum svið-
um, meðal annars í vetnis- og raf-
eldsneytisframleiðslu og gagnaver-
um.
Allt þetta sýnir að áhersla á ný-
sköpun gerir okkur kleift að hlaupa
hraðar.
En hvaða verkefni er þá næst?
Næsta bylting
Fyrir um þrjátíu árum eða svo má
segja að bylting hafi hafist á Íslandi
sem leysti okkur úr mörgum göml-
um viðjum. Hún er oftast kennd við
frjálshyggju og gekk aðallega út á að
draga ríkisvaldið út af mörgum svið-
um þar sem það hafði verið allt-
umlykjandi og auka frelsi einka-
framtaksins til að eiga viðskipti og
skapa verðmæti.
Dómur framtíðarinnar verður
vonandi sá að á síðastliðnum árum
hafi orðið hér á landi nýsköp-
unarbylting. Við þurfum að halda
áfram að styðja við hana.
Næsta bylting sem ég myndi vilja
sjá eiga sér stað á Íslandi er einföld-
unarbylting. Við höfum því miður
komið okkur upp alltof flóknu reglu-
verki, sem er dálítið sérstakt með
hliðsjón af því hvað við erum lausna-
miðuð og viljum geta hreyft okkur
hratt.
Ferli og reglur eru vissulega
nauðsynleg, en á einhverjum tíma-
punkti hætta
þær einfaldlega
að bæta um-
hverfi okkar og
byrja að spilla
því.
Ferli og regl-
ur eiga að koma
í veg fyrir að við
hlaupum út í
skurð, en þær
mega ekki koma í veg fyrir að við
getum hlaupið, né að við getum yfir-
höfuð grafið skurði.
Tækifærin til úrbóta snúast ekki
um að gefa afslátt af eðlilegum kröf-
um heldur meðal annars að koma í
veg fyrir að verið sé að gera óþarfa
kröfur, jafnvel meta sömu hlutina
aftur og aftur á mörgum stöðum, og
að það mat taki óhóflega langan
tíma.
Við höfum tekið nokkur skref í
þessa átt. Fjöldi úreltra og óþarfa
laga og reglugerða voru felld brott í
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu. Frumvarp var lagt fram um
einföldun flóknustu raflínufram-
kvæmda. Regluverk ferðaþjónustu
og byggingariðnaðar var greint í
samstarfi við OECD og tækifæri til
einföldunar sett fram.
Síðast í þessari viku skrifaði ég
undir samstarfssamning við Íslands-
stofu um „Græna dregilinn“ sem er
ætlað að einfalda okkur að nýta
tækifærin til grænna nýfjárfestinga
um allt land.
Við þurfum að hlaupa hraðar og
um það þarf að nást víðtæk sam-
staða.
Einföldunar-
byltingin
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’Ferli og reglur eiga aðkoma í veg fyrir aðvið hlaupum út í skurð,en þær mega ekki koma í
veg fyrir að við getum
hlaupið, né að við getum
yfirhöfuð grafið skurði.
AtvinnaMatur