Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 13
7.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Knús og kossarKnús og kossar Það var svo um ári síðar að meinið var orðið það lítið að það var orðið skurðtækt, en El- ísabet ákvað í samráði við Dr. Hamid að bíða og sjá hvort lyfin myndu halda áfram að virka, enda var aðgerðin afar stór og flókin. „Svo fór krabbinn alveg og það var mikil gleði. Þetta var í nóvember 2019. Ég fór þá í fyrirbyggjandi meðferð en krassaði. Ónæmis- kerfið hrundi og nýrnahetturnar steiktust þannig að þær eru óstarfhæfar.“ Elísabet var lögð beint inn á gjörgæslu, enda með óráði og fárveik. Hún segist hafa vaknað eftir tvo daga öll marin og blá, enda hafði hún slegist við alla þegar leggja átti hana inn. „Ég man ekkert eftir þessu. Ég komst að því að nýrnahettur halda manni heilum á geði sem ég var alls ekki þarna! Hver er að tala um nýrnahettur? Það er allur fókus á heila, lungu og hjarta,“ segir Elísabet og segir læknana hafa sagt aðstandendum að það væri mögu- leiki á heilaskemmdum. „En ég vaknaði heil. Ef ég er með heila- skemmdir hefur enginn tekið eftir því,“ segir Elísabet sposk. „Það er búið að leggja ýmislegt á þennan líkama en ég stend enn! Mér líður bara vel í dag.“ Föst í Ástralíu Elísabetu var boðin vinna við að klippa Mar- vel-mynd sem hún þáði. „Myndin heitir Shang-Chi og var tekin upp í Ástralíu og við fórum þangað í janúar 2020. Svo skall Covid á og allt fór í óvissu og vesen,“ segir Elísabet sem átti upphaflega að vera í Ástralíu í um tvo mánuði. Það átti eftir að teygjast úr því. „Að hluta til vorum við lokuð inni en svo vissi heldur enginn hvað væri að fara að ger- ast. Það var ekki auðvelt að taka ákvarðanir á þessum tíma, en þetta er auðvitað mörg hundruð milljón dollara framleiðsla. Marvel segir okkur svo að þeir þurfi að setja okkur í frí en við mættum ekki fara úr landi. Á sama tíma fékk ég verkefni hjá Netflix sem ég ákvað að vinna við í fríinu og fékk samþykki hjá Mar- vel fyrir því. Netflix sendi mér myndina en það fór svo að Marvel sendi okkur svo aldrei í frí. Þannig að á endanum var ég að klippa tvær bíómyndir, Marvel-myndina á daginn og Net- flix-myndina, Kate, á kvöldin. Það var rosa gaman og brjálað að gera í Ástralíu!“ segir El- ísabet sem naut þess að búa í Sydney. „Það endaði með því að ég var eini gesturinn á þessu íbúðahóteli og fékk í verðlaun pent- house-íbúðina. Ég var þarna í miklum lúxus og hálfskammaðist mín,“ segir Elísabet og segist hafa verið afar þakklát að hafa yfirhöfuð haft vinnu á þessum skrítnu tímum. Elísabet var heldur ekki alveg ein í útlegðinni því Sindri sonur hennar var á heimsferðarlagi og rétt náði til Ástralíu áður en landamærin lokuðust. Hann varð svo hrifinn af landinu að hann er þar enn. Frá Ástralíu hélt hún til L.A. til að klára vinnuna við Marvel-myndina en á þessu ári bjuggu Birta og Logi, yngstu börnin, ein á Ís- landi. „Það var auðvitað aldrei planið en þau stóðu sig rosalega vel. En nú er ég komin heim og það er allt í góðu standi. Þau eru svo sem engin börn lengur. Við erum öll svo yndislega náin og svo á ég líka þrettán ára barnabarn, hann Ronald, sem er mikið með okkur.“ Er sátt í sjálfri mér Nýjasta verkefni Elísabetar er að klippa mynd- ina Bullet Train sem Sony framleiðir; hasar- spennumynd með Brad Pitt og Söndru Bullock. „Planið var svo að fara til Vancouver og klára myndina þar en vegna Covid gekk ekki að koma fólki þangað. Þeir báðu fólk að vinna heiman frá og ég benti þeim kurteislega á það að heiman frá þýddi Ísland fyrir mig. Og þeir bara samþykktu það!“ segir Elísabet sem bendir á að kvikmyndaverin vilji yfirleitt alls ekki senda efni sitt á milli landa af hræðslu við stuld. Þá kemur sér vel að vera við hlið lög- reglunnar í Reykjavík! „Ég sendi þeim mynd af löggustöðinni hérna beint á móti, til að róa þau,“ segir hún og hlær. „Þannig að ég leigði mér þessa skrifstofu og hef nóg að gera. Ég hef ekki verið heima hjá mér í mörg mörg ár!“ segir hún og er yfir sig glöð að fá að vera heima. Hún segist vonast eftir að vinnulag sé breytt til frambúðar vegna kórónuveirunnar því þá geti hún búið meira á Íslandi. „Það væri mikill munur fyrir mig að geta kannski verið heima hálft árið og unnið úti hinn helminginn.“ Elísabet segist ekki vita hvaða verkefni bíði hennar eftir Bullet Train en hefur engar áhyggjur. „Þá fer ég bara að skúra gólf ef ég þarf. Ég lærði snemma að bjarga mér og ég held því áfram.“ Er klipparastarfið einmanalegt starf? „Nei. En alveg örugglega fyrir suma. Mér líkar ekkert sérstaklega vel við fólk, svona al- mennt,“ segir hún og hlær. „Ég er alveg sátt við að loka bara hurðinni og vera ein. Það er gott að flýja hingað inn.“ Af hverju líkar þér ekki við fólk? „Nei, nei, ég er nú bara að grínast. Það væri ekki hægt að vinna þessa vinnu án þess að líka við fólk. En ég er sátt í sjálfri mér og mér hef- ur aldrei leiðst.“ Hef ekki endurskoðað líf mitt Við endum spjallið inni á krúttlegu kaffihúsi í nágrenninu. Elísabet býður upp á kaffibolla og það fer vel um okkur í mjúkum bleikum sófa. Talið berst aftur að veikindinum. Elísabet segist vera sama manneskja og hún var fyrir veikindin. Hún hafi ekkert breyst. „Þess er næstum því krafist að maður verði betri manneskja eða öðlist æðri tilgang í lífinu eftir lífsbjörg. Ég er afar þakklát fyr- ir að vera á lífi, en ég er ekkert betri mann- eskja og hef engar háleitar hugmyndir um göfugan tilgang. Ég hef ekki endurskoðað líf mitt eða hugleitt hvar ég væri stödd. Ég er bara sami kjáninn og alltaf. En kannski var ég barasta ekkert slæm manneskja fyrir og kannski er ég bara stödd á réttum stað í líf- inu.“ Elísabet á nóg inni og líklega bíða hennar fleiri ævintýri úti í hinum stóra heimi þótt nú líði henni vel á litlu skrifstofunni hjá löggu- stöðinni. Svo er aldrei að vita nema hún vendi kvæði sínu í kross og sýni á sér aðrar hliðar. Ætlar þú kannski að skrifa handrit? „Hver er ekki að skrifa handrit! Ég er alltaf með það í huganum, en svo er það vinnan og börnin. Allt hefur sinn tíma og þegar hægist á honum mun ég koma mér fyrir með tebolla og skrifa.“ Morgunblaðið/Ásdís Elísabet er hér ásamt David Leitch og Kelly McCormick, leikstjóra og framleiðanda Atomic Blonde. Þau borguðu sjúkraflug undir Elísabetu ásamt Ryan Reynolds þegar hún lá fárveik af krabbameini. Börnin Sindri, Birta, Logi og Máni hafa þvælst víða með mömmu sinni og oft hefur barnabarnið Ronald verið með í för.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.