Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021
HANDBOLTI
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
SERTA SINFONIA
HEILSURÚM
Í stærðunum 120 & 140 x 200 cm.
MEÐ COMFORT BOTNI OG FÓTUM
STÆRÐ FULLT VERÐ FERM.TILBOÐ
120x200 cm 169.040 kr. 135.232 kr.
140x200 cm 195.620 kr. 156.469 kr.
CHIRO UNIVERSE
HEILSURÚM
Í stærðunum 120 & 140 x 200 cm.
MEÐ COMFORT BOTNI OG FÓTUM
STÆRÐ FULLT VERÐ FERM.TILBOÐ
120x200 cm 156.620 kr. 125.296 kr.
140x200 cm 171.620 kr. 137.296 kr.
AFSLÁTTUR
20%
SINFONIA OG CHIRO UNIVERSE
Þ
að er gott að búa í Kópavogi, sagði
maðurinn. Gunnlaugur Hjálm-
arsson tekur heilshugar undir það
enda hefur hann verið búsettur í
bænum frá árinu 1962, á fimm
ólíkum stöðum. Íbúðin sem hann býr í núna,
ásamt eiginkonu sinni, Guðnýju Andrésdóttur,
var áður í eigu foreldra hans. „Þetta er enda-
stöðin,“ segir hann sposkur á svip. Til að full-
komna húsakapalinn þá býr Andrés, sonur
Gunnlaugs og Guðnýjar, núna í húsinu sem
þau voru í áður. Þessar upplýsingar koma
fram meðan Gunnlaugur sækir handa mér
ropvatn. „Ertu þá alinn hérna upp?“ spyr ég í
hálfkæringi. „Alinn upp?“ spyr Gunnlaugur og
undrunar gætir í röddinni. „Nei, ég var alls
ekki alinn upp. Það var vissulega reynt en
tókst ekki betur en raun ber vitni!“
Hann glottir.
Þessu trúir maðurinn mér fyrir þegar ekki
eru liðnar fimm mínútur frá því að við hitt-
umst. Hér hlýtur áhugavert samtal að vera í
uppsiglingu!
Tilefni heimsóknar minnar er merkilegt en
um þessar mundir eru sextíu ár liðin frá því að
Ísland hafnaði í sjötta sæti á heimsmeist-
aramótinu í handbolta í Vestur-Þýskalandi sem
var besti árangur okkar til þess tíma. Hann var
raunar ekki jafnaður fyrr en 25 árum síðar og
ekki bættur fyrr en 37 árum síðar, þegar Ísland
náði fimmta sæti á HM í Japan 1998. Gunn-
laugur var máttarstólpi í liðinu 1961, ásamt
mönnum á borð við Hjalta Einarsson, Ragnar
Jónsson, Birgi Björnsson og Karl Jóhannsson.
Hann gerði samtals 22 mörk á mótinu í fimm
leikjum sem skilaði honum í þriðja til fjórða
sæti yfir markahæstu menn; tveir leikmenn
skoruðu 24 mörk. Að móti loknu var Gunn-
laugur valinn í heimsliðið, fyrstur Íslendinga.
Aðstaðan ekki upp á marga fiska
Ísland tók fyrst þátt í HM í handbolta árið
1958 og var Gunnlaugur í liðinu þá, á tutt-
ugasta aldursári. Viðunandi árangur náðist á
mótinu, tíunda sæti af 16 liðum, og menn stað-
ráðnir í að byggja á því.
Aðstaðan var þó ekki upp á marga fiska og
Gunnlaugur minnist æfinga í KR-heimilinu,
þar sem leikið var þvert á eitt mark. Það þætti
líklega ekki boðlegt í dag. Árið 1960 hljóp hins
vegar á snærið hjá landsliðinu þegar því
bauðst að æfa í íþróttahúsi varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli sem bjó að handboltavelli í
fullri stærð. Gunnlaugur segir það hafa verið
fyrir milligöngu eins landsliðsmannanna,
Karls Benediktssonar, sem vann hjá verktaka
á Vellinum. „Það var til mikilla bóta enda húsið
virkilega flott,“ segir Gunnlaugur en það gera
sér líklega ekki allir grein fyrir þætti Banda-
ríkjamanna, þeirrar miklu handboltaþjóðar,
eða þannig, í árangrinum á HM 1961.
Þess má geta að Laugardalshöllin var ekki
vígð fyrr en í desember 1965. „Hún breytti
öllu,“ segir Gunnlaugur, „og óhætt að tala um
byggingu Laugardalshallarinnar sem mesta
afrekið í sögu íslensks handknattleiks. Hún
var búin að standa fokheld í nokkur ár þegar
við tókum nokkrir af skarið; ég, Karl Bene-
diktsson, Birgir Björnsson FH-ingur og Sig-
urður Jónsson, formaður HSÍ. Hefðum við
ekki gert það stæði hún líklega ennþá fok-
held.“
Hann glottir.
Menn lögðu mikið á sig til að sækja æfing-
arnar á Vellinum. „Rútan fór frá BSÍ klukkan
korter yfir sjö að kvöldi og maður mátti hafa
sig allan við til að ná henni enda var ég ekki
búinn að vinna fyrr en korter í sjö,“ rifjar
Gunnlaugur upp en hann starfaði alla tíð sem
trésmiður. „Við vorum yfirleitt ekki komnir til
baka fyrr en um miðnætti og þá átti ég eftir að
ganga heim í Laugarneshverfið. Síðan þurfti
maður að vakna eldsnemma um morguninn í
vinnu.“
– Það hefur ekki verið tími fyrir margt ann-
að á þessum árum?
„Ekki aldeilis. Ég er stundum spurður hvers
vegna ég eignaðist bara tvö börn. Svarið er
augljóst: Ég hafði ekki tíma til þess!“
Hann hlær.
Menn lögðu hart að sér
Einnig var mikið um þrekæfingar hjá Bene-
dikt Jakobssyni í íþróttahúsi háskólans enda
þótt tæki og tól væru af skornum skammti á
þeim tíma. „Við vorum í mjög góðu formi og
menn lögðu hart að sér,“ segir Gunnlaugur.
„Sérstaklega með tilliti til þess að allir vorum
við í vinnu og margir að stofna heimili. Hand-
boltinn var meira hobbí en alvara.“
Lítið var um landsleiki á þessum árum;
Gunnlaugur var fastamaður í liðinu um tíu ára
skeið og lék hvern einasta landsleik. Þeir urðu
þó ekki nema 46 talsins. Menn eru ekki lengi
að ná þeim fjölda í dag. Stundum komu fé-
lagslið hingað til keppni og einhver íslensk lið
fóru utan í æfingaferðir, eins og ÍR, lið Gunn-
laugs, gerði árið 1957.
Ekki vó það þó þungt þegar á hólminn var
komið í Vestur-Þýskalandi í mars 1961. „Við
vorum eins og sveitamenn; renndum svo að
segja blint í sjóinn. En eftirvæntingin var mik-
il,“ segir Gunnlaugur.
Sveit manna fylgir íslenska landsliðinu á
stórmót í dag en 1961 voru það aðeins leik-
mennirnir þrettán, Hallsteinn Hinriksson
landsliðsþjálfari og Ásbjörn Sigurjónsson, for-
maður HSÍ, sem fóru utan. „Sjúkrakassinn var
eins og við þekkjum úr bílum,“ segir Gunn-
laugur.
– Gerðuð þið ykkur einhverjar vonir um ár-
angur?
„Nei, alls ekki. Þetta voru meira og minna
hermenn í hinum liðunum, mjög vel á sig
komnir. Atvinnumenn þess tíma.“
Eðalmaður og mannþekkjari
Gunnlaugur ber Hallsteini landsliðsþjálfara
vel söguna. „Hann er náttúrlega faðir hand-
boltans á Íslandi. Mikill eðalmaður og mann-
þekkjari. Hallsteinn var alltaf jákvæður og
hvetjandi; hallaði aldrei orði á nokkurn leik-
mann.“
Sonur Hallsteins, Örn, var í landsliðinu
1961 og síðar átti annar sonur hans, Geir, eftir
að gera garðinn frægan með liðinu. Eins og
flestir vita er hann faðir Loga sem var í
silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking
2008.
Sálfræðistríðið hófst strax við komuna til
Vestur-Þýskalands. „Við vorum samferða
Dönum, sem við áttum að mæta í fyrsta leik, í
rútunni á hótelið sem liðin voru saman á. Dan-
irnir gerðu stanslaust grín að okkur á leiðinni
en ég svaraði því til að við myndum sjá þá aft-
ur – ef þeir kæmust áfram.“
Ísland steinlá í fyrsta leik gegn Dönum,
24:13. „Við skíttöpuðum, áttum aldrei mögu-
leika,“ rifjar Gunnlaugur upp.
Danir kveinkuðu sér undan grófum leik Ís-
lendinga. Berlingske Tidende sagði leikinn
hafa minnt mest á slagsmál. Ennfremur sagði
(í endursögn Morgunblaðsins): „Við urðum
fyrir vonbrigðum með íslenzka liðið, sér-
staklega með tilliti til framkomu þess á leik-
velli, þeir urðu fljótt reiðir og um leið óvinsælir
meðal áhorfenda, sérstaklega var þetta áber-
andi hjá einum sóknarleikmanni Íslendinga –
og ef hann hefði slegið jafn oft og hann steytti
hnefana, hefðu Danirnir sjálfsagt allir legið í
valnum að leikslokum.“
Gunnlaugur staðfestir að leikurinn hafi ver-
ið harður. „Já, já, við tókum vel á þeim. Við
vorum með allt annan stíl en Danir; spiluðum
„Mesti sigur sem íslenzkt
flokkalið hefur hlotið“
Það vakti óskipta athygli í handboltaheiminum þegar litla Ísland gerði sér lítið fyrir og
hafnaði í sjötta sæti á HM í Vestur-Þýskalandi 1961. Árangur sem strákarnir okkar bættu ekki
fyrr en 37 árum síðar. Gunnlaugur Hjálmarsson var máttarstólpi í þessu liði; varð þriðji
markahæstur á mótinu og var valinn í heimsliðið, fyrstur Íslendinga.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’Við vorum yfirleitt ekkikomnir til baka fyrr en ummiðnætti og þá átti ég eftir aðganga heim í Laugarneshverfið.
Síðan þurfti maður að vakna eld-
snemma um morguninn í vinnu.
Gunnlaugur Hjálmarsson er
orðinn 82 ára en hreyfir sig
ennþá mörgum sinnum á dag
og kann hvergi betur við sig
en undir berum himni.