Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Síða 19
7.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 FERMINGARTILBOÐIN 2021 Í BETRA BAKI QOD STÓRI BJÖRN DÚNSÆNG 135 X 200 CM FULLT VERÐ: 19.900 KR. FERMINGARTILBOÐ: 15.920 KR. QOD STÓRI BJÖRN KODDI MEDIUM 50X70 CM FULLT VERÐ: 7.900 KR. FERMINGARTILBOÐ: 6.320 KR. DIMMA RÚMFÖT 140X200 CM MARGIR LITIR – TVÆR GERÐIR FULLT VERÐ FRÁ: 14.900 KR. FERMINGARTILBOÐ FRÁ: 11.920 KR. AFSLÁTTUR 20% STÓRI BJÖRN OG DIMMA ustu skot af öryggi og leikni, svo að undir tók í salnum, er áhorfendur lýstu hrifni sinni.“ Gunnlaugur segir sigurinn hafa komið þægi- lega á óvart. Menn hafi ekki átt von á því að vinna Sviss. Besti leikur Íslands í mótinu kom tvímæla- laust í milliriðlinum gegn einu besta hand- boltaliði heims, Tékkum, sem urðu í öðru sæti á HM bæði 1958 og 1961. Honum lauk með jafntefli 15:15 eftir að Ísland hafði verið undir 15:12. Með mikilli seiglu tókst liðinu að jafna og var Gunnlaugur þar að verki rétt fyrir leikslok. „En það var er síðari hálfleikur hófst, sem íslenzka liðið kom á óvart. Baráttuvilji þess, ákafi og keppnisskap heitt, sameinaði þá á ör- lagastund og smám saman gekk á forskotið sem Tékkarnir höfðu myndað sér og er flautað var af hafði Gunnlaugur Hjálmarsson jafnað 15:15 og Ísland hafði hlotið stig í lokakeppn- inni móti þeim sem sízt var vænzt að fá stig frá,“ sagði Morgunblaðið. Íslendingar þekktu ágætlega til leikmanna tékkneska liðsins enda höfðu þarlend lið leikið á Íslandi. „Þetta voru hálfgerðir kunningjar okkar og við fengum ekki fallegan svip frá þeim eftir jafnteflið,“ segir hann. Get enn ekki skilið … Úrslitin vöktu víða athygli, meðal annars í landi ríkjandi heimsmeistara, Svía. „Sænsku blöðin skrifa mjög vel um leik Íslendinga við Tékka og telja að jafnteflið við Tékka sé stærsti atburður og merkasti í íþróttasögu Ís- lands,“ sagði fréttaritari Morgunblaðsins í Sví- þjóð. „Blöðin segja að Ásbjörn Sigurjónsson aðalfararstjóri Íslendinga hafi verið umsetinn eftir leikinn og hylltur mjög. Sömu sögu var ekki að segja með tékkneska aðalfararstjór- ann. Hann gat aðeins sagt þetta að sögn sænsku blaðanna: „Ég get enn ekki skilið hvað hefur komið fyrir“.“ Svíar höfðu fengið sína aðvörun og héldu haus gegn íslenska liðinu, niðurstaðan varð öruggur sigur þeirra, 18:10. „Við áttum aldrei möguleika í þeim leik,“ segir Gunnlaugur. Svíagrýlan bjó snemma um sig og markverð- irnir reyndust leikmönnum íslenska liðsins erfiðir í leiknum. Þú segir ekki? Frakkar gengu næstir á hólm og urðu auð- veld bráð, Ísland vann 20:13. Þau úrslit kunna að líta vel út á prenti en Gunnlaugur setur mál- ið í samhengi. „Frakkar voru ekki háttskrif- aðir í handknattleik á þessum árum og enginn hefði viljað koma heim með tap fyrir þeim á bakinu. Leikurinn var tiltölulega léttur fyrir okkur. Sama máli gegndi um Spánverja á þessum tíma; enginn vildi tapa fyrir þeim. Í dag eru þetta stórveldi.“ Eini sigur Frakka á mótinu var gegn Hollendingum. Spánverjar tóku ekki þátt. Unnið sér álit í greininni Þetta þýddi að Ísland lék um fimmta sætið á HM í Vestur-Þýsklandi – gegn aldavinum sín- um Dönum. Liðið hafði vaxið við hverja raun og úr varð hörkuleikur sem Danir unnu á end- anum með einu marki, 14:13. „Það tap var mjög sárt, ekki síst sigurmarkið sem fór í stöng og þaðan í Hjalta, sem hafði varið mjög vel, og í markið. Lak inn,“ rifjar Gunnlaugur upp. Í umsögn Morgunblaðsins kom eftirfarandi fram: „Í skeyti þýzku fréttastofunnar er það tekið fram að sigur Dana hafi hlotnazt þeim fyrir mikla heppni. Leikur Dana var lélegur og án nokkurs sóknarþunga. Á köflum léku Ís- lendingar aftur á móti mjög vel og fjöl- breytilega. En hinn sænski dómari kom þeim mjög úr jafnvægi með dómum sínum. Flestir áhorfenda tók undir óánægju Íslendinga með ópum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vel var tekið á móti strákunum á Reykjavíkurflugvelli þegar þeir komu heim frá Vestur-Þýskalandi 1961. Aftari röð frá vinstri: Hallsteinn Hinriksson, þjálfari, Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSÍ, Karl Jóhannsson, Hannes Þ. Sigurðsson, formaður landsliðsnefndar, Magnús Jónsson, fararstjóri, Hjalti Ein- arsson, Pétur Antonsson, Örn Hallsteinsson, Hermann Samúelsson og Erlingur Lúðvíksson. Fremri röð: Kristján Stefánsson, Sólmundur Jónsson, Ragnar Jónsson, Gunnlaugur Hjálmarsson og Birgir Björnsson. Á myndina vantar tvo leikmenn; Karl G. Benediktsson og Einar Sigurðsson. Ragnar Jónsson í kunnuglegri stellingu; skorar gegn Sviss úr hraðaupphlaupi. Einkasafn/Sigmundur Ó. Steinarsson auðvitað ekki þennan evrópska handbolta. Danir voru allt annað en sáttir við okkur.“ Svo að undir tók í salnum Betur gekk í næsta leik, þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og vann Sviss, 14:12. „Leikur Svisslendinga og Íslendinga í gær- kvöldi var geysispennandi,“ stóð í Morg- unblaðinu. „Íslenzka liðið náði sér nú vel á strik og átti mun betri leik en þegar það mætti Dönum í fyrrakvöld. Hjalti Einarsson mark- vörður var hetja dagsins og varði hin ótrúleg-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.