Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021 HANDBOLTI Hristum þetta af okkur L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s 2m Höldumbilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi Í uppgjöri Morgunblaðsins vegna mótsins í sama tölublaði sagði meðal annars: „Þessi úr- slit eru fyrir Íslendinga mesti sigur sem ís- lenzkt flokkalið hefur hlotið. Og það sem meira er um vert, Ísland hefur nú unnið sér það álit í þessari grein, að enginn efast um að það eigi þetta sæti skilið og allir skoða íslenzka liðið fyllilega í flokki með beztu liðum heims í þess- ari grein.“ Gunnlaugur var sem fyrr segir valinn í heimsliðið eftir mótið. Spurður hvort það hafi ekki verið mikill heiður svarar hann: „Til að byrja með gerði ég mér enga grein fyrir mínum árangri. Við vorum lið og ég hafði engar persónulegar ambisjónir á þessu móti. Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég áttaði mig á því að þetta hefði verið eitthvað merki- legt. En auðvitað er maður stoltur af því að hafa verið valinn í heimsliðið. Það segir sig sjálft.“ Til stóð að heimsliðið mætti Frökkum eftir mótið en af þeim leik varð ekki, að því er Gunnlaug minnir fyrir þær sakir að menn gátu ekki komið sér saman um skiptingu hagnaðar- ins. „Það kitlaði mig svo sem ekki þá en seinna fór ég að velta fyrir mér að gaman hefði verið að spila með þessu liði.“ Ég er Gunnlaugur Hjálmarsson! Tekið var á móti liðinu með blómum við kom- una heim klukkan 1.30 að nóttu en lent var í Reykjavík vegna slæms veðurs í Keflavík. „Síðan fórum við bara beinustu leið heim og vorum mættir í vinnu daginn eftir,“ segir Gunnlaugur. Kvöldið eftir var mikið hóf fyrir landsliðið í Tjarnarkaffi, þar sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og Geir Hall- grímsson borgarstjóri ávörpuðu landsliðshóp- inn. Að öðru leyti minnist Gunnlaugur þess ekki að mikið veður hafi verið gert. „Ég held að fólk hafi almennt litið svo á að þetta væru bara strákar að leika sér. Alla vega sagði pabbi við mig: „Þú átt að vera að vinna drengur en ekki í þessum leikaraskap.““ Skömmu eftir heimkomuna varð þó skemmtileg uppákoma. „Ég var í miðbænum á leið til ömmu minnar og þegar ég gekk framhjá leikskólanum Barónsborg á Njálsgöt- unni voru nokkrir strákar, á að giska átta eða níu ára, að leika sér í handbolta. Og einn þeirra hrópaði: „Ég er Gunnlaugur Hjálmarsson!“ Þetta gladdi mig mikið og er mesta hrósið sem ég fékk á löngum ferli í handboltanum.“ Gunnlaugur lék sinn fyrsta meist- araflokksleik fimmtán ára og stundaði hand- bolta fram undir fertugt, lengst af með ÍR en einnig Fram, en að ferlinum loknum sneri hann sér að þjálfun og dómgæslu. Dæmdi til sextugs. „Ég átti að hætta fimmtugur en fékk að halda áfram enda stóðst ég öll próf,“ segir Gunnlaugur en margir muna eflaust líka eftir honum úr knattspyrnunni, þar sem hann varð Íslandsmeistari með Val 1967. Leysti þá Sigurð Dagsson af hólmi í markinu í einum leik. Áður hafði hann leikið sem mið- herji. Sama ár varð hann Íslandsmeistari í handbolta með Fram. „Það var mjög algengt að menn væru í handbolta á veturna og fót- bolta á sumrin. Tóku sér með öðrum orðum ekkert frí. Núna er þetta orðið mun sérhæfð- ara og engin leið að leggja stund á báðar greinar.“ Meira gaman af kvennaboltanum Hann fylgist ennþá með en hefur meira gaman af kvenna- en karlahandbolta enda sé léttleik- inn meiri hjá þeim og tæknin. „Konan mín seg- ir að vísu að þetta hafi ekkert með handbolta að gera og ég hvorki játa því né neita,“ segir hann hlæjandi. Hann hefur sérstaklega gaman af stelp- unum hans Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu enda „þjálfaði ég Þóri í nokkur ár á Selfossi og kenndi honum allt sem hann kann“. Hann hlær. Hjá körlunum gengur leikurinn alltof mikið út á hreystimennsku og slagsmál, að dómi Gunnlaugs, enda raði flest lið sex mönnum sem vega á annað hundrað kíló á línuna í vörn- inni og alltof mikið sé leyft. „Síðan er VAR al- veg búið að eyðileggja þennan leik; það er ennþá verra í handbolta en fótbolta.“ Gunnlaugur verður 83 ára í sumar en er hvergi nærri hættur að hreyfa sig. Hann mæt- ir í sund á hverjum einasta morgni klukkan 6.30 og fer í ræktina þrisvar í viku. Þá fer hann í gönguferð þrisvar á dag, í þrjú korter til klukkutíma í senn. „Hvað getur haldið manni inni í svona veðri,“ segir hann og horfir á marsblíðuna út um gluggann. „Ég hef aldrei getað verið kyrr og er alltaf á einhverju flandri.“ Þetta kann að hljóma mikið, jafnvel fyrir helmingi yngri mann, en galdurinn er að of- gera sér ekki. „Ég hef aldrei verið talinn hófs- maður á neinu sviði en kann mér hóf í þessu,“ bætir hann við sposkur. „Auk þess sem ganga er allra meina bót!“ Við þegjum svo vel saman! Þau Guðný hafa verið gift í 62 ár, gengu í það heilaga á tvítugsafmæli hans. Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, spurði Gunnlaug víst einu sinni í hverju galdurinn væri fólginn. Ekki stóð á svari: „Við þegjum svo vel saman!“ Hann hlær. Hann segir áhugamálin einnig lykil að far- sælu hjónabandi, meðan hann hreyfi sig þá stundi Guðný sína listmálun af kappi en stofan er full af fallegum verkum eftir húsfreyjuna. Annars hætti Gunnlaugur að vinna sextugur og einhenti sér þá í að sinna fjölskyldunni og vinna upp gamlar syndir, eins og hann orðar það. Þau Guðný hafa ferðast mikið saman síð- an en dóttir þeirra býr í Noregi og sonurinn er nýbúinn að festa kaup á sumarhúsi á Spáni. Sjálfur fékk Gunnlaugur fyrri covid-sprautuna að morgni viðtalsins og getur ekki beðið eftir að komast aftur út í heim. „Þetta er orðið eitt og hálft ár án ferðalaga og fer að verða gott.“ Mæltu manna heilastur, lagsi! Látum það líka vera lokaorðin enda þarf ég að fara að tygja mig – svo Gunnlaugur komist af stað í síðdegisgönguna. Það er gott að ganga í Kópa- vogi, sagði maðurinn. Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSÍ, og Hannes Þ. Sigurðsson, formaður lands- liðsnefndar, sögðu fyrir leikinn gegn Sviss, að þeir myndu láta burstaklippa sig ef strákarnir myndu vinna Sviss og tryggja Íslandi sæti í milliriðli. Eftir sigurleikinn gegn Sviss var farið með þá á rakarastofu. Tommustokkur var tekinn með, til að mæla að ekkert hár yrði lengra en tveir sentímetrar. Hér á myndinni bregður Gunnlaugur Hjálmarsson tommustokknum að hári Ásbjörns. Fyrir aftan er Hannes nýklipptur, þýsk hárgreiðslustúlka og Karl Jóhannsson. Strákarnir okkar fagna jafnteflinu gegn Tékkóslóvakíu, 15:15. Ragnar Jónsson, Einar Sigurðsson, Hjalti Einarsson, Kristján Stef- ánsson (12), Karl Jóhannsson, Pétur Antonsson, Gunnlaugur Hjálmarsson (4) og Örn Hallsteinsson. Einkasafn/Sigmundur Ó. Steinarsson Einkasafn/Sigmundur Ó. Steinarsson ’Hjá körlunum gengur leikurinn alltof mikið út áhreystimennsku og slagsmál, að dómi Gunnlaugs,enda raði flest lið sex mönnum sem vega á annaðhundrað kíló á línuna í vörninni og alltof mikið sé leyft. Morgunblaðið tók tvo landsliðs- menn Íslands, þá Ragnar Jóns- son og Einar Sigurðsson, tali þegar þeir voru komnir heim eftir mótið. Fram kom að þeir voru hrifnastir af Tékkunum af þeim liðum er í keppninni voru. „Þeir spila hraðast allra liða ef svo vill verkast og stöðuskipt- ingar þeirra á vellinum og mannaskiptingar inn og út af vellinum voru framkvæmdar af mjög miklu öryggi. Þetta kom skýrast fram í úrslitaleiknum við Rúmena. Þá reyndu báðir aðilar að „neutralisera“ beztu menn hinna. Tékkarnir fóru þannig að því að þegar tékk- neska liðið var í sókn settu þeir miðherja inn á völlinn. Þegar Rúmenar komust í sókn var skipt um mann eins og skot og inn á kom varnarmaður til að gæta miðvarðar Rúmena. Skiptingarnar voru óhemjulega öruggar,“ sögðu þeir en Rúm- enar unnu úrslitaleikinn 9:8 og tryggðu sér titilinn. Ragnar og Einar voru á því að leikurinn um fimmta sætið við Dani hefði verið besti leikur ís- lenska liðsins. „Við náðum öruggu spili og baráttuviljinn var í bezta lagi.Við náðum und- irtökunum á löngum köflum og það svo að Dönum tókst ekki að sýna það sem þeir alltaf fram að þessu hafa getað gert á móti okkur. Nú varð engin harka í leiknum – en tvö jafn- sterk lið áttust við.“ Efnt var til samsætis með far- arstjórum allra landa að móti loknu og lenti Ragnar í því að skera hákarlinn sem með var í för. „Þeir fengu harðfisk, hákarl og br … Þeim fannst það allt saman gott, nema hákarlinn. En ég lyktaði af honum lengi á eftir. Þeir komu 20 í „partyið“ og voru mjög ánægðir,“ sagði Ragnar. Tékkarnir bestir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.