Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021 KNATTSPYRNA Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Upplitið á hinu fornfræga fé-lagi Liverpool var ekkidjarft árið 1961. Þessir fimmföldu Englandsmeistarar höfðu þá setið fastir í 2. deild í sjö ár og þrátt fyrir góðan vilja ekki komist aftur upp í hóp þeirra bestu. En nýi knattspyrnustjórinn, Skotinn Bill Shankly, sem tók við liðinu í árslok 1959, hafði háleitari hugmyndir; breytti skóherberginu á Anfield sem frægt er í fundarherbergi fyrir her- ráðið og byrjaði að horfa til fram- tíðar. Kaupa þurfti nýja leikmenn og framherji og miðvörður voru efstir á óskalistanum. Hermt er að Shankly hafi viljað fá markakónginn mikla Brian Clough frá Middlesbrough en til að bíta höf- uðið af skömm Liverpool þá valdi hann Sunderland. Hver gerir svo- leiðis? Sunderland, hvaða land er það, spyr nú ungviðið? Það var þá sem Shankly rakst á klausu í dagblaði: Motherwell hafði sett framherja sin, Ian St John, á söluskrá. Hann var á góðum aldri, aðeins 23 ára, og hafði þegar skorað 80 mörk í 113 deildarleikjum fyrir Motherwell. Rétti maðurinn. Það var bara eitt vandamál – verðmiðinn, 37.500 sterlingspund. „Böns-o- monní“ á þeim tíma og hærra en Liverpool hafði nokkru sinni greitt fyrir leikmann. Enda stóð tekexið í stjórninni þegar Shankly knúði dyra með beiðnina. „Hvers vegna viltu eyða svo miklu fé í einn leikmann?“ spurðu menn gáttaðir. Ekki stóð á svari frá stjóranum frekar en endra- nær: „Við höfum ekki efni á að kaupa hann ekki!“ Bingó! Svo sannfærður var Shankly að hann fékk Rolls Royce-bifreið eins stjórnarmannanna lánaða áður en hann hélt í innkaupaleiðangurinn til Motherwell. Gekk frá kaupunum fyrir framan nefið á Newcastle Unit- ed. Það verður seint fyrirgefið. Svo við setjum St John í samhengi þá hafði hann þurft að hafa fyrir líf- inu. Fæddist í Motherwell 7. júní 1938 og hlaut nafnið John St John. Hvers vegna hann breytti skírnarnafninu í Ian liggur ekki fyrir. St John var að- eins sex ára þegar faðir hans féll frá og ólst eftir það upp hjá einstæðri móður ásamt systkinum sínum fimm. Hann vann til skamms tíma í stál- smiðju og lofaði góðu sem hnefaleik- ari. En knattspyrna skyldi það verða, heillin, og þar var St John sannarlega á heimavelli. Vann einu sinni það af- rek að skora þrennu á aðeins 150 sek- úndum fyrir Motherwell gegn Hibs. Shankly fékk líka miðvörðinn sinn þetta sumar. Annar Skoti, Ron Yeats, kom frá Dundee United fyrir um 20.000 sterlingspund. Hann var árinu eldri en St John og umsvifa- laust gerður að fyrirliða. „Maðurinn er fjall,“ sagði Shankly við blaða- menn, „farið bara inn í búningsklefa og gangið í kringum hann“. St John og Yeats léku báðir í ára- tug með Liverpool og seinna sagði Shankly að koma þeirra hefði mark- að þáttaskil í gengi Liverpool. Upp lá leiðin, upp, upp, eins og sálin og geðið á sinni tíð. Liverpool vann 2. deildina með yfirburðum veturinn 1961-62; hlaut átta stigum meira en Leyton Orient sem varð í öðru sæti, en á þeim tíma fengust ekki nema tvö stig fyrir sig- ur. St John var ekki lengi að renna sér inn að dýpstu hjartarótum stuðningsmanna Liverpool; setti þrennu strax í fyrsta leik gegn Ever- ton í Liverpoolbikarnum sem þá var og hét. Fyrstu deildarmörkin komu í 4:1 sigri á Sunderland. Félagi hans í framlínunni, Roger Hunt, var með hin tvö. Alls gerði St John átján mörk þennan fyrsta vetur og missti aðeins af tveimur leikjum. Rauði herinn marseraði áfram; liðið varð í áttunda sæti fyrsta vet- urinn í 1. deildinni og vorið 1964 stóð það uppi sem Englandsmeistari. St John lá ekki á liði sínu þann vetur, gerði 21 mark sem var hans besti ár- angur á ferlinum. Samvinna þeirra Hunts var rómuð í framlínunni; þeir bættu hvor annan vel upp. Liverpool þreytti frumraun sína í Evrópukeppni meistaraliða um haustið – á Laugardalsvellinum gegn KR. St John kom ekki við sögu í þeim leik, sem lauk með 5:0-sigri Liverpool, en í seinni leiknum á An- field var hann á sínum stað og skor- aði tvö mörk í 6:1-sigri. Þegar Liverpool vann enska bik- arinn vorið 1965 var St John hetj- an; skoraði sigurmarkið gegn Leeds United með skalla í fram- lengingu. Annar meistaratitill fylgdi 1966. Hunt skrapp svo til Lundúna það sumar til að verða heimsmeistari með enska landslið- inu. St John lék að sjálfsögðu með því skoska, samtals 21 leik og skor- aði níu mörk. Vinsæll sjónvarpsmaður Er árin færðust yfir smokraði St John sér aftar á völlinn og að því kom að hann var ekki lengur lykil- maður í liði Shanklys. Hermt er að hann hafi áttað sig á því ein jólin þegar kalkúnninn sem hann fékk frá félaginu var í rýrari kantinum. Þeir bústnu voru fyrir leikmenn aðalliðs- ins. Seinasta veturinn á Anfield, 1970-71, lék St John með varaliðinu. Liverpool átti auðvitað enn þá betra gengi að fagna á áttunda og ní- unda áratugnum en ekkert af því hefði gerst hefði ekki verið fyrir byltinguna á Bítlaárunum. Og Ian St John stóð þar í brjósti fylkingar. Hann lék með tveimur liðum í Suð- ur-Afríku eftir að hann yfirgaf Liverpool en einnig til skamms tíma með Coventry City og Tranmere Rovers, þar sem ferlinum lauk árið 1973. St John var þá orðinn 35 ára sem þótti hundgamalt á þeim tíma og til marks um það hvað kappinn var slitgóður. Hann spreytti sig á knattspyrnustjórn, bæði hjá sínu gamla félagi Motherwell og Portsmouth, en gerðist að því loknu sparkskýrandi í fjölmiðlum. Fræg- astur er hann fyrir sjónvarpsþáttinn Saint and Greavsie á árunum 1985 til 1992, þar sem annar kunnur mark- varðahrellir, Jimmy Greaves, var honum við hlið. Greaves var einmitt einn þeirra fjölmörgu sem minntust St Johns með mikilli hlýju eftir andlát hans í vikunni eftir langvarandi veikindi. Það gerðu einnig Liverpoolgoð- sagnir á borð við Jamie Carragher og Steven Gerrard og núverandi leikmenn eins og Andy Robertson, en St John hélt alltaf góðu sambandi við Liverpool og var einstaklega vel liðinn, svo sem Jürgen Klopp knatt- spyrnustjóri kom inn á í kveðju sinni: „Það er mikill heiður að hafa fengið að hitta Ian St John.“ Saint mun snilli hans gleymast Leikmenn Liverpool og Chelsea minnast St Johns fyrir leik liðanna á Anfield á fimmtudaginn var. AFP Ian St John lék með Liverpool í ára- tug, frá 1961 til 1971. Wikimedia Ian St John prýddi að sjálfsögðu for- síðu leikskrár Liverpool fyrir leikinn gegn Chelsea í vikunni. Ian St John, ein mesta goðsögnin í sparksögu Liverpool, féll frá í vik- unni, 82 ára að aldri. Hans er minnst fyrir snilligáfu á velli, ósér- hlífni og mikla hlýju. St John skoraði í tvígang gegn KR haustið 1964. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.