Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Qupperneq 5
50
AVARP
Tryggva Geirssonar Formanns
við oppnun nyja Félagsheimilis þróttar
Það hefur verið löng leið frá bragganum á
Grímsstaðaholtinu þar sem Þróttur var
stofnaður fyrir 50 árum og hingað í Laugar-
dalinn. A fyrstu árum félagsins fóru menn
strax að huga að varanlegum stað fyrir félag-
ið. Á aðalfundi 1951 var stofhaður hús-
byggingarsjóður, þar sem menn töldu að
stutt yrði í úthlutun íþróttasvæðis, en á
þeim tíma var horft til svæðis við Njarðar-
götu. Reyndin varð þó sú að það svæði
fékkst aldrei úthlutað og enn á 10 ára af-
mæli félagsins 1959 var félagið aðstöðu-
laust. Þeir erfiðleikar sem félagið gekk þá í
gegnum voru eflaust þeir verstu í sögu fé-
lagsins. Við Þróttarar eigum þeim mikið að
þakka sem þá stóðu í forystu félagsins fyrir
þrautseigju og eljusemi að halda lífi í starf-
seminni. Haraldur Snorrason þáverandi
formaður félagsins sagði m.a. í viðtali í 10
ára afmælisblaðinu „Bygging félagsheimilis
og félagsvallar em jafnbrýn verkefni og
sjálft íþróttastarfið og félagslífið. Eins og þið
heyrið af þessum orðum Haraldar þá þótti
gott að fá einn völl til afnota.
Það var síðan uppúr 1960 sem hreyft var
þeirri hugmynd að félagið flyttist inn í
Kleppsholt. Var því tekið fagnandi af
Þróttumm því Ijóst var orðið, að félagið
fengi ekki aðstöðu í Vesturbænum. Það
gerði þennan kost og vænlegan að ekki var
fyrir neitt félag á því svæði. Á 15 ára af-
mæli félagsins 1964 fékk það úthlutað í-
þróttasvæðinu við Sæviðarsund og fljót-
lega upp úr því var farið að huga að flutn-
ingum, það var þó ekki fyrr en um vorið
1969 sem félagshúsið, sem var lítið jám-
klætt timburhús og malarvöllurinn vom
vígð. Þar með var lokið langri þrautar-
göngu aðstöðulauss félags. Þessi aðstaða við
Sæviðarsund var óbreytt næstu 13 árin eða
þangað til ráðist var í byggingu félagshúss
undir dugmikilli forystu Magnúsar Óskars-
sonar, þáverandi formanns. Á þeim tíma
töldum við Þróttarar að við færðumst nær
því að hafa boðlega aðstöðu.
Árið 1987 var farið í næsta áfanga upp-
byggingar á svæðinu með gerð grasvallar,
sem vígður var á 40 ára afmæli félagsins
1989 og í framhaldi af því ráðist í byggingu
þriggja tennisvalla sem teknir vom í notk-
un 1991. Samhliða þessu fengum við út-
Tryggvi Qeirsson formaður félagsins
tekur við lykli nýja félagsheimilisins
hlutað tímabundið æfingasvæði fyrir norð-
an hús TBR. Ekki var ráðist í það , að gera
þar nothæft æfingasvæði þar sem um var
að ræða tímabundna ráðstöfun. Á árinu
1992 var gerður samningur við Reykjavík-
urborg um byggingu gervigrasvallar á félags-
svæðinu, en á vordögum 1994 var samið
um breytingu á þeim samningi og ákveðin
bygging íþróttahúss við vesmrenda félags-
hússins. Þrátt fyrir þessa áfanga sem þá unn-
ust var okkur orðið ljóst, að mjög var
þrengt að starfseminni á svo litlu íþrótta-
svæði. Samt sem áður var unnið áfram að
þeim áformum að byggja íþróttahúsið og
voru tilskilin leyfi til þess komin í ársbyrjun
1995.
Það var síðan fljótlega á árinu 1995 sem
borgaryfirvöld hreyfa þeirri hugmynd að
flytja félagið í Laugardalinn og hætta við
frekari uppbyggingu við Sæviðarsund,
þ.á.m. að félagið félli frá íþróttahússbygg'
ingunni. Stjóm félagsins tók þessari hug-
mynd fagnandi og vildi láta reyna á það
hvort samkomulag gæti náðst. Við höfðum
átt í viðræðum við Iþrótta' og tómstunda'
ráð á árunum 1992 til þrjú um flutning á fé-
laginu í Laugardalinn en þær báru ekki ár-
angur. Það varð fljótt ljóst, að ákveðinn á-
setningur var í þessum nýju viðræðum um
flutning og ég held ég halli ekki á neinn
þegar ég segi, að þar kom til verulegur
stuðningur núverandi borgarstjóra Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur við hugmynd-
ina. Við tóku langar og strangar viðræður
sem enduðu með undirritun samnings um
flutninginn 12. desember 1996. Ég vil nota
þetta tækifæri og þakka samningamönnum
borgarinnar þeim Ómari Einarssyni og
Hjörleifi Kvaran fyrir samstarfið í þeirri
nefnd. Magnús heitinn Óskarsson fyrrver-
andi formaður Þróttar var stoð okkar í
samninganefnd Þróttar á þessum tíma eins
og oft endranær þegar samningar vom ann-
ars vegar. Félagið stendur í þakkarskuld við
hann á þessum tímamótum.
Aðalatriði þessa sanuiings voru:
Þróttur og Reykjavfkurborg gerðu með sér
makaskiptasamning á húsi, svæði félagsins
við Sæviðarsund og fyrirhugaðri íþróttahúss'
byggingu og í staðinn fékk Þróttur þrjú æf-
ingasvæði víðsvegar um Laugardalinn og fé-
lagshús þetta sem vígt er í dag. Byggðir verða
tennisvellir við suðurenda Valbjamarvallar í
stað þeirra valla sem enn em á svæðinu inn-
frá. Þá yfirtekur félagið rekstur Gervigras-
vallarins, Valbjamarvallar og fær veruleg af-
not af tímum í Laugardalshöllinni.
Við byggingu þessa húss þurfti þvt sam-
hliða að uppfylla þarfir félagsins að gera að-
stöðu til þess, að félagið gæti þjónað öðmm
félögum sem nota gervigrasvöllinn. Við
teljum, að vel hafi til tekist í þeim efnum.
Fyrsta skóflustungan að félagshúsinu var
tekin 13. september 1997 og húsið hefur
því verið í byggingu nú í tvö ár. Æfinga-
svæðin vom fullgerð sumarið 1998.
Eins og ég hef rakið hér á undan þá er
saga félagsins baráttusaga fyrir bættri í-
þróttaaðstöðu og nú höfúm við fengið
hana, en það er framtíðarinnar að skera úr
um það hvemig okkur tekst að vinna úr
henni. Sögu Þróttar í 50 ár verður gerð ít-
arleg skil í bók sem verið er að skrifa og
kemur út á haustdögum.
í árslok 1998 gerðu Þróttur og Ármann,
sem em nágrannafélög á þessu svæði með
sér samstarfssamning um samvinnu í
nokkmm íþróttagreinum og einnig um viss
afnot Ármanns í þessu húsi. Eg vil nota
þetta tækifæri og bjóða Ármenninga vel-
komna hingað í þetta samstarf. Þessi að-
5