Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Blaðsíða 8

Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Blaðsíða 8
Knattspyraufélafllð CAI gfe IMZ3H ÞipM£oflr 3U W Ur söqu Þróttar Dyggir stuðningsmenn Þróttar (forverar köttaranna) 1956: Má ég fara í kaffi? Það var leikur í 4. flokki á gamla Grímsstaðarholtsvellinum. Dómarinn hafðí flautað til hálfleiks, þegar einn leik- maður Þróttar, Jón Gunnarsson oftast kallaður Bassi, kemur til hans og spyr hvað klukkan sé. “Hún er þrjú,” svarar dómarinn. 'Er í lagi að ég hlaupi heim í kaffi, ég er nefnilega 10 ára í dag og á heima hérna í næsta húsi. “Allt í lagi,” sagði dómarinn. Og hléið sem átti að vera .5 mínútur varð 15 í raun.... 1957: Ekki í bað með þessum drengjum! KRnngar komu heim frá Danmörku sem einskonar Norðurlandameistarar og var mikið veður gert af þessu í fjölmiðlum. Þetta var liðið sem vann Islandsbikarinn forðum! Nú lenti þetta fræga lið á móti ágætu Þróttarliði í íslandsmótinu. Þrót- tarar vissu greinilega ekki um meis- taratignina, gerðu grín að nágrönnum sínum úr Vesturbænum og unnu þá. Liðsstjóri KR'inga brást hinn versti við, smalaði liði sínu í sendiferðabíl og ók þeim vestur í KR'heimili. “Þeir fara ekki í bað með þessum drengjum,” tautaði liðsstjórinn dreirrauður þegar hann hvarf af vettvangi. 1961: Qunni bróðir Hjalla Á árunum um og eftir 1961 var oft fámennt í 2. Flokk félagsins og í tvö ár sá Hjálmar Baldursson, Hjalli, um að boða í leiki og oft skrifaði hann leikskýrsluna fyrir leiki auk þess að vera leikmaður. Rétt fyrir einn leikinn kom dómarinn inn í klefa til Þróttaranna með skýrslubókina og spyr hver þessi Gunni bróðir sé. “Gunnar bróðir Hjálmars,” var sagt í liðinu og var Gunni eftir þetta alltaf kallaður Gunni bróðir af félögum sínum. Trönur og t jaldsúlur Meistaraflokkur var eitt sinn á ferð úti á landi á þeim tíma þegar flest allar ferðir voru farnar landveginn. Menn greiddu sjálfir ferðir sínar og nánast alltaf var gist á lengri ferðum. I þessari ferð var ákveðið að tjalda en þegar á tjaldstæðið kom, kom í ljós að eina tjaldsúluna vantaði hjá einum tjaldeigandanum. Þar var stutt í leikinn og því ekkert hægt að gera í málinu. Eftir leikinn og dansleik sem venjulega fylgdi var stefnan tekin út fyrir bæinn. Þar fundu strákarnir trönur, 5 til 7 metra á lengd, tóku eina traus- tataki og örkuðu aftur inn til bæjarins. Þeir komust þó aldrei á tjaldstæðið því lögreglumönnum bæjarins bárust njósnir af ferðalagi þeirra og þótt laganna verðir hefðu lúmskt gaman af þessu háttalagi voru okkar menn látnir skila trönunni á sinn stað. 1964: Vallarmetið fór með sendibílnum Þriðji flokkur var að leika gegn Val á Valsvelli og staðan orðin ískyggileg í hálfleik. Þjálfari Þróttar dó ekki ráðalaus, heldur læddist í símann og pantaði sen- diferðabíl af stöð í nágrenninu, smalaði saman liði sínu inn í bílinn og yfirgaf svæðið. Ekki fer sögum af svipnum á Valsmönnum, sem voru farnir að tala um vallarmet á Valsvellinum... 1970: Ofmikil ábyrgð Meistaraflokkur hélt til Þýskalands til að endurgjalda heimsókn félagsins Speldorf til Þróttar sama ár. Einum fararstjóranum varð ábyrgðin svo um megn að hann sagði af sér, þegar liðið var komið til Keflavíkur og beið brottfarar. Eftir að hafa létt af sér ábyrgðinni stjórnaði hann ferðinni eins og herforingi! 1963: Stjórnaði eins og herforingi Þegar breska knattspyrnuliðið Middlesex Wanderers kom hingað til lands 1963 var allt gert til að taka sem best á móti liðinu. Mikið var lagt upp úr kurteisisheim- sóknum af þessu taginu. Mikil og vel mönnuð móttökunefnd tók á móti hinum háu herrum frá Englandi. Formaður nefn- darinnar átti eftir að öðlast mikla frægð á landi hér, en það var félagi okkar, Hörður Sigurgestsson, úr Litla Skerjafirði, einn af frumherjunum. Þarna lagði hann stórt lóð á vogarskálarnar og skilaði hlutverki sínu með prýði. Síðar stjórnaði hann aðalfundi Þróttar á Hótel Sögu og gerði það eins og sannkallaður herforingi. 8

x

Þróttur. Knattspyrnudeild

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur. Knattspyrnudeild
https://timarit.is/publication/1575

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.