Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Page 16

Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Page 16
KnattspymufélaglðCA & thh Jœja, það er ein spurning sem ég verð að spyrja. Hvað er „Qaffer“ ? David skellihlær. Skrítið að þú skulir spyrja. Eg held að þetta sé sú spurning sem oftast er spurð eftir að ég kom hingað. Gaffer er notað af leikmönnum í ( Evrópu þegar þeir tala við aðalþjálfarann eða framkvæmdastjórann. Ég vildi að leik- mennirnir vissu að það þyrfti að vera gagnkvæm virðing á milli okkar. Þannig að ég bað þá um að kalla mig þessu nafni. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki venja hér á Islandi en þetta er nú engin venjuleg áætlun heldur. Leikmennirnir virðast sætta sig við þetta án vandræða. Segðu mér, hvernig gengur að eiga samskipti við leikmennina, þar sem þú talar ekki íslensku ? David brosir feimnislega. Ég er að læra. Leikmennirnir hjálpa mér og ég er mjög heppinn með aðstoðarmann, Axel Go- mes. Þetta er mér mikilvægt. Íslenskan er uppfull af hefðum og ég vil kunna á því skil. Ég vil geta talað íslensku og á næsta ári verða vonandi næstum því allar æfing- ar útskýrðar á íslensku. Þú haðst sérstaklega um Axel, er hann þér mikilvœgur ? Já, ég hitti Axel í sumar þegar ég var að meta aðstæður hér. Hann er mjög vel lið- inn bæði af leikmönnum og stjórn en fyrst og fremst vegna þess að hann er mjög áhugasamur og vill félaginu og leikmönn- um þess aðeins það besta. Hvað með fjölskyldu þína, hvernig líst þeim á að flytja til Islands ? David brosir breitt þegar talið berst að fjölskyldunni. Hvar á ég að byrja ? Kon- an mín, Marci er himinlifandi. Hún er bandarísk og hefur í raun aldrei búið ann- ars staðar en í Virginiu en hún er mikil persóna. Enda verður það að vera svo hún geti þolað mig ! Nei, í alvöru, hana hefur langað að flytja til Evrópu síðan við gift- um okkur þannig að hennar draumur er orðinn að veruleika. En hún er samt svo- lítið áhyggjufull, ekki segja henni að ég hafi sagt þetta, hún kvíður svolítið fyrir að hitta fólk og hvernig gangi að eignast vini. Þannig að ef þið lesendur gætuð gert mér þann greiða, að þegar þið hittið hana, að kasta á hana kveðju. Ég á einn son sem heitir Declan og er fjörugur í meira lagi og ég er mjög ánægður með að geta leyft honum að alast upp hér á íslandi. Að vísu vill Marci ekki leyfa mér að þjálfa hann, svo ef það eru einhverjir sjálfboðaliðar þarna úti þá endilega hafið samband. Ég á stóra fjölskyldu á Englandi. Tvo bræður og fjórar systur og þau eru ánægð með að ég er ekki langt frá heimalandinu. Reynd- ar á bróðir minn sem er fiðluleikari, von á því að koma hingað til lands og spila á tónleikum næsta sumar. Fiðluleikari, ertu að segja mér að lífið snúist ekki hara um knattspyrnu í þinni fjölskyldu ? David hlær. Mitt stærsta leyndarmál er reyndar það að ég er ljóðskáld og hef meira að segja birt ljóð opinberlega. Oll fjölskyldan er reyndar listhneigð, og þrjú systkini mín eru mjög góðir fiðluleikarar en ég er eini knattspyrnumaðurinn. Hvernig líst þér á veðrið á íslandi ? David kíkir út um gluggann og virðist ekki taka eftir rokinu. Það er ekkert að því. Þetta er svipað því sem ég vandist í Wales. Jæja, hér koma svo nokkrar spurningar fyrir stuðningsmenn Þróttar. Láttu vaða. Hvað ertu gamall ? Ég er ekki lengur tuttugu og eins ! OK, svona í alvöru þá er ég fæddur árið 1969. Og konan þín ? Hmmm.. látum okkur sjá. Hún drepur mig ef þú birtir þetta ! Hún er fædd árið 1970. Er það rétt, að þú luddir með Manches- ter United ? David grettir sig illilega. Já, einmitt ! Nei, það er aðeins eitt félag fyrir utan Þrótt og það er LIVERPOOL og hana nú. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í Reykjavík ? Það er bakaríið ofar í götunni hjá mér, Kaupmannahöfn. Þar fást frábærar heiL hveitkökur ! Síðasta spurning. Er eitthvað á döf- inni sem þú mátt segja okkur ? Já, við erum að skipuleggja mót fyrir U19 liðin næsta sumar og þar verða þekktir klúbbar á meðal þátttakenda. Ég vona bara að þau geti öll komið. Eitt af þeim er Wrexham sem er í 2. deildinni í Englandi og við vonum að þeir komi. Við erum reyndar að ganga til viðræðna við þá um samstarf. Þetta gæti haft í för með sér að hingað kæmu ungir leikmenn og einnig að héðan færu leikmenn til þeirra. Stærsta fréttin er vafalaust sú að Neville Southall, fyrrum markvörður Everton og landsliðs Wales, hefur samþykkt að koma hingað næsta sumar og sjá um markvarða- skóla í vikutíma. Við skýrum frá þessu nánar eins fljótt og auðið er. Það lítur út fyrir að það sé nóg að gerast. Við óskum þér góðs gengis og þökkum fyr- ir okkur. HÁRSNYRTISTOFA Langholtsvegi 128 • Sími: 568 5775 HÁRGREIÐSLU OG RAKARASTOFA 16

x

Þróttur. Knattspyrnudeild

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur. Knattspyrnudeild
https://timarit.is/publication/1575

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.