Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Síða 18

Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Síða 18
Knattspyraufélaglð Cf) |, ÍflEXSEá Þróttur OUI Srfl Félaqsmerki Þróttar Fyrsta félagsmerki Þróttar var teiknað af Richard Felixsyni og var notað fyrstu fjög- ur árin og öllu lengur þó í búningum sumra Þróttara. Merki Richards var nost- ursamlega gert en þótti nokkuð flókið. Fyrstu kapplið félagsins báru þetta merki í barmi sínum og voru menn stoltir af þessu fallega og litskrúðuga merki. En það var knúð á um einfaldara merki fyrir félagið og í apríl 1952 var merkið boðið út, - 500 króna verðlaunum var heitið fyrir bestu útfærsluna. Félagi okkar, Gunnar Aðalsteinsson, gerði merki Þróttar 1953, stílhreint merki sem notað er enn þann dag í dag, að vísu eilítið fært í stílinn frá upphaflegu útgáf- unni. Farið var með hugmynd Gunnars til teiknarans og listmálarans góðkunna, Atla Más, og hann fenginn til að snyrta verkið. Aðrar tillögur í samkeppninni komu frá Birni Árnasyni, Haraldi Snorra- syni og Hjálmari Kjartanssyni. Gunnar Aðalsteinsson lék í stöðu ba- kvarðar f meistaraflokki á sjötta áratugn- um, og tók á í félagsmálunum, eftirminni- legur félagi fyrir hressileika sinn. Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Richard er í dag 73 ára gamall, bílstjóri hjá BSR. Móðir hans og Jósefína, kona Halldórs Sigurðssonar, voru hálfsystur. „Ég var að fikta við þetta við eldhúsborð- ið og sýndi Halldóri," sagði Richard þegar hann var spurður um tilurð merkisins. Sjálfur segir hann að hann hafi síðan ver- ið talsverður Þróttari, en sem strákur lék hann með liðum KR. Þórarinn Oskarsson, þá tengdasonur Halh dórs formanns, lagði mikla vinnu í að handmála fyrstu Þróttarmerkin á léreft eða silki, sem síðan var saumað í barm keppnisbúninga hinna ungu Þróttara. Var það að vonum mikil og vandasöm vinna, en vel gerð eins og vænta mátti hjá Þór- arni sem var og er mikill Þróttari.

x

Þróttur. Knattspyrnudeild

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur. Knattspyrnudeild
https://timarit.is/publication/1575

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.