Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 3

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 3
ð fallegt I Laugardalnum, Þ ttar, sem er einskonar fé bygt fnt úti sem inni i félagshúsi gsheimili Þróttarhverfanna, akragans í kringum Dalinn. ^NW&ÁftÖST er orðið að hásumri Þróttur er að hefja sitt fjórða sumar í Laugardalnum og okkur þykir það öllum sjálfsagt. Húsið okkar er fullt af fólki frá morgni til kvölds. Iðkendafjöldi í yngri flokkunum hefur nærri tvöfaldast, reyndar hefur fjöldi stúlkna sem æfa með Þrótti þrefaldast, eftir að flutt var í Dalinn. í sumar teflir Þróttur fram liðum í efstu deild í fótbolta bæði karla og kvenna. Sólin skín í heiði og það er hásumar í Þrótti. Flutningamir úr Sæviðarsundinu gengu þó alls ekki þrautalaust fyrir sig. Mest öll starfsorka félagsins hafði að sjálfsögðu farið í flutningana og undir- búning þeirra um nokkra hríð, enda verk- efnið risavaxið í litlu félagi. Innra starfið bar þessa nokkur merki þegar komið var í Dalinn. Með harðfylgi hafði tekist að hasla félaginu nýjan völl, reyndar velli. Trúlega bestu aðstöðu sem nokkurt knatt- spyrnufélag hefur yfir að ráða utanhúss á íslandi. Ekki voru allir á eitt sáttir um að félagið myndi valda því verkefni að glæða þessi mannvirki því lífi sem ætlast var til. Hér tók við nýtt verkefni, það þurfti að efla Þrótt verulega, skipuleggja allt innra starf og fá fleira fólk til starfa. Þegar félagið flutti var allt starf unglingaráðs endurskipulagt. Stofnuð voru tlokksráð í öllum flokkum og nýtt unglingaráð tók til starfa. Ráðinn var yfirþjálfari alls starfs yngri flokkanna. Unglingaráðið fundaði reglulega og foreldraráðin sendu fulltrúa sína á fundi ráðsins. Með þessu móti tókst að virkja fjöldamarga foreldra til starfa og segja má að fjölgun iðkenda í yngri flokk- unum og knattspyrnuhátíðin Visa Rey Cup sé kórónan á því starfi til þessa. Langþráður draumur allra Þróttara náð- ist síðasta haust þegar meistaraflokkur karla vann sér keppnisrétt í efstu deild. Sá árangur er ekki „keyptur", hann er afrakstur vinnu félagsins um langa hríð. Uppistaðan í liðinu eru strákar sem ólust upp í Þrótti við Sæviðarsund. Það er markviss stefna Þróttar að tefla fram eins mörgum heimamönnum og kostur er. Keppni meðal hinna bestu krefst þess þó að utanaðkomandi leikmenn séu fengnir til að styrkja hópinn. Lið Þróttar er ungt og því er það fyrirsjáanlegt að með mark- vissu starfi í yngri flokkunum hér í Dalnum tekst okkur að endurnýja það inn- anfrá. Meistaraflokkur kvenna er, öfugt við strákana, nær allur aðfluttur. Iðjagrænir vellir Laugardalsins freistuðu stúlkna sem höfðu flestar leikið knattspyrnu með öðrum liðum en „voru í fríi frá keppni“ af ýmsum ástæðum. Þær óskuðu eftir því að fá að keppa undir merkjum Þróttar og æfa í Dalnum. Þessar hugmyndir féllu vel að stefnu Þróttar um uppbyggingu kvenna- boltans, því það er erfitt að byggja upp yngri flokka þegar enginn meistar- aflokkur er til að stefna að. Á þessum tíma hafði Þróttur þurft að horfa á eftir efni- legum stelpum til annarra félaga þar sem þeirra biðu meiri tækifæri í framtíðinni. Þótt vorið í Þrótti sé nú orðið að hás- umri er uppskerutíminn eftir. Leikmenn yngri flokka standa frammi fyrir mörgum krefjandi verkefnum í sumar. Önnur Visa Rey Cup hátíðin er framundan og keppni í efstu deild í meistaraflokkum karla og kvenna er hörð. Þróttur þarfnast allra verkfærra handa í heyskapinn. Við eigum enn eftir að koma uppskerunni í hús. En þannig er verk ræktunarmannsins, eilíf hringrás og aldrei má slaka á. í Þrótti ræktum við fólk og í því ræktunarstarfi er hver jurt mikilvæg. Laugardalurinn er í blóma og Þróttarar hafa sýnt fram á að þeim er vel trúandi fyrir Dalnum. Ágúst Tómasson stjórnarmaður í Þrótti Lifi Þróttur - félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar Ritnefnd: Jón Birgir Pétursson, ritstjóri, Jón Daníelsson, Agúst Tómasson, Helgi Þorvaldsson Fmmkvœmdastjórn: Guðmundur Vignir Óskarsson Prentun: Gutenberg 3

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.