Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 7
Sflli
mm
V k 'Í...Ý* 'srr. :
|tíH§|ɧp
® kkUiLÍLl
'j^k, v
,w<«iw«332 ..^US
(TO^ii'
P« iii-
’ T-í -f V
„Láta þig detta,
öskra svolrtið...“
varð fyrir miklum vonbrigðum þegar
Magnús áminnti hann fyrir að vera með
„skuespil".
Dómara vantar í Þrótt
Þar til fyrir nokkrum árum þótti það
trygging fyrir því að dómari og línuverðir
mættu til leiks ef Þróttur átti að útvega þá.
Síðustu árin hefur þessu verið öfugt farið
og hafa margir leikir verið illa mannaðir
eða ómannaðir og hreinlega fallið niður.
Þorsteinn Þórsteinsson barðist hetjulegri
báráttu, oft einn, og hefur hreinlega gefist
upp.
Tvö síðustu árin hefur fjölgað mikið í
dómarahópnum eftir að hópur pilta úr 2.
og 3. flokki hafa tekið dómarapróf, auk
nokkurra eldri félaga og einnar stúlku. í
fyrrasumar var undirritaður fenginn til að
taka að sér umsjón dómaramálanna og
fékk með sér þá Eystein B. Guðmunds-
son, Gunnar R. Ingvarsson, Hjálmar
Baldursson og Stefán Jón Sigurðsson sem
allir voru hættir að dæma fyrir KSÍ. Með
þeirra hjálp og annarra góðra manna tókst
að manna allflesta leiki með tríóum, þar
sem það þurfti, og enginn leikur féll niður
vegna vöntunar á dómara frá Þrótti.
Betur má þó ef duga skal. Stór hluti
þeirra sem eru að dæma fyrir félagið eru
leikmenn í 2. flokki og þurfa að leggja sig
fram af fullum krafti þar til að ná árangri.
Það er því ekki sanngjarnt að þeir séu
jafnvel rifnir frá æfingum til að dæma.
Nauðsynlegt er því að fjölga þeim, sem
hættir eru að æfa og keppa, í dómgæsl- _
unni og hafa hina til að grípa í þegar
þarf.
A komandi leiktíð verður
mikið að gera hjá dómurum og
ber þar hæst Visa-Rey Cup sem
haldið verður í annað sinn,
dagana 23.-27. júlí, og er ,
stefna stjómenda mótsins að i
tvöfalda þátttökufjölda liða
frá sl. ári. Það mun því
verða leitað til leikmanna
meistaraflokkanna og 2.
og 3. flokks að taka að sér
dómarastörf til að dæmið
gangi upp. Það er því
gott að leggja þessar
dagsetningar á minnið
og fara ekki í frí um
þessa helgi.
ífSsÖíi
Magnús Pétursson, sá litríki dómari ásamt tveim góðum, Baldri Þórðarsyni sem
gekk á sínum tíma til liðs við Þrótt þar sem það var skemmtilegasta félagið (sem
er rétt), og Þorvarður Björnsson.
Eysteinn
Guðmundsson,
milliríkjadómari.
Gunnar Ingvason,
duglegur dómari og
fínn Þróttari.
Óli P. Olsen, -
milliríkjadómari.
HJÁLMAR BALDURSSON,
- varla er á nokkurn hallað þótt fullyrt
sé að Hjálmar er duglegasti dómari
Þróttar, líka einhver sá sanngjarnasti.
Hér er Hjálmar i fullum skrúða, hann er
hættur, en dæmir engu að síður meira
en nokkru sinni að sagt er.
Ungur Þróttardómari 2002
Á haustdögum var Halldór Halldórs-
son leikmaður í 3. flokki útnefndur
Þróttardómari árið 2002, en þann titil
hlýtur sá dómari sem starfar mest og best
fyrir félagið. Halldór var alltaf boðinn og
búinn að grípa til flautunnar þegar hann
var ekki að æfa eða keppa sjálfur eða þá
að þjálfa, en hann var aðstoðarþjálfari í
yngstu flokkunum og að auki starfsmaður
sumarskólans. Halldóri, svo og öllum
öðrum sem komu að dómgæslu hjá Þrótti
í sumar er hér með þakkað þeirra framlag
með ósk um að þeir verði jafn viljugir á
því næsta.
Helgi Þorvaldsson,
umsjónarmaður dómaramála.
7