Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Síða 8
KÖTTARAR ÞRÓTTAR - HVAÐAN KOMA ÞEIR? - HVERJIR ERU ÞEIR? - H
Köttarar Þróttar eru besti stuðingsmannahópur landsins, -
skapgóður, umtalsgóður, raddgóður og svo er hópurinn líka
Fríður hópur misfríðra
ungra manna
Það er misjafnt hvemig menn og konur
undirbúa sig fyrir leiki. Margir huga að
matarræðinu og passa upp á það að fá
nægan og góðan svefn. Til eru þeir sem að
fara alltaf í gegnum sömu „rútínuna“,
sokkurinn settur fyrst á hægri, klæða sig í
buxurnar síðast og svo framvegis. Ein-
hverjir leggja áherslu á útlitið, fara í klipp-
ingu og jafnvel stelast í ljósatíma þvert
ofan á tilmæli heilbrigðisstéttarinnar.
Dæmi eru um það að menn loki sig af og
hlusti á tónlist til að koma sér í gírinn og
ekki má gleyma þeim sem að geta ekki
hugsað sér leik án þess að koma við á
Ölver. Það eru ótal leiðir sem að Köttarar
nota til að koma sér í gírinn en allar bein-
ast þær að því að menn komist óhultir á
völlinn til að skemmta sér saman með
fólki með eitt sameiginlegt áhugamál,
Knattspymufélagið Þróttur.
Stuðningsmannahópur Þróttar, Kött-
arar, er oft nefndur í sömu andrá og talað
er um knattspyrnulið félagsins. Þessi ótrú-
lega litríki hópur á upphaf sitt að rekja til
ársins 1990 þegar að Þróttur lék í gömlu
3. deildinni (2. deildinni í dag) og öttu þar
kappi við lið eins og TBA og Reyni
Arskógsströnd. Var það fríður hópur mis-
fríðra ungra manna sem að mættu grimmt
á leiki og hófu að stilla raddböndin saman
með góðum árangri. Það er þama sem að
sagnfræðingar telja að hið kunna ákall
„Lifi Þróttur“ hafi fyrst verið notað með
skipulegum hætti. Hápunkturinn þetta ár
var svo þegar að þessir ungu menn þustu
inn á völlinn og báru fyrirliða Þróttar í
gullstól út af vellinum eftir að hann hafði
tekið við 3. deildarmeistaratitlinum. Þessi
fyrirliði Þróttar var þá enginn annar en
Köttari nr. 1 í dag, Haukur Magnússon.
Það var svo árið 1996 að formlegur
stofnfundur Köttara var haldinn á veit-
ingastaðnum Ölver að viðstöddu fjöl-
menni. Eftir það hafa Köttarar ekki litið til
baka enda sumir ekki vissir í hvaða átt það
er.
Árið 1998 stóðu Köttarar ásamt
fleirum, fyrir útgáfu geisladisksins
„Þróttamammi". Þessi diskur rann út eins
og heitt hafrakex með fitulausu viðbiti og
er nánast ófáanlegur í dag enda mikið
meistaraverk. Það er svo núna, réttum 5
árum seinna, sem að annar geisladiskur
kemur út. Ber hann nafnið „Orkan í
Þrótti“ og er fjallað um hann á öðrum stað
hér í blaðinu. Hitt er þó ljóst að þessi
diskur er einstakur og á örugglega eftir að
verða jafn vinsæll og forveri hans. Því er
vissara að tryggja sér eintak, helst fleiri en
eitt, í tíma.
í sumar eins og áður er skipulagi haldið
í lágmarki hvað Köttara varðar. Skipulag
á ekki vel við um hinn almenna köttara og
vilja þeir frekar ganga óbundnir til leiks.
Margar hugmyndir eiga eftir að skjóta upp
kollinum og verður hlustað þær allar og
einhverjar framkvæmdar. Hugmyndin
þarf ekki að vera góð svo fremi að hún sé
skemmtileg. Eins og kom fram í upphafi
hefur hver sinn hátt á því að gera sig
kláran fyrir völlinn. Mestu skiptir þó að
fólk komi á völlinn og komi með því hug-
arfari að láta gott af sér leiða á einn eða
annan hátt, helst með raddböndunum.
8