Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Side 9

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Side 9
/ERS VEGNA LÁTA ÞEIR SVONA? - HVAÐ VERÐUR ÚR SVONA MÖNNUM? „Nú verða ein- hverjir aðrir að fara úr að ofan...“ „Það er innbyggt í skipulagið að skipuleggja ekkert, það hefur aldrei verið gert hjá Kötturum, þetta hefur alltaf verið svona, einhvern veginn komið af sjálfu sér,“ segir Haukur Magnússon Köttari númer eitt. Hann átti ásamt félögum sínum hvað stærstan þátt í að stemmningin sum- arið 1998 var mögnuð, sú besta sem sést hefur til íslenskra stuðningsmanna. Köttarar urðu landsfrægir fyrir fjörug og kátleg hróp og köll, lúðraþyt og bumbuslátt, en þeir voru líka menn- ingarlegir og elskulegir og þekktu vel sín mörk. Gagnstætt knattspyrnubullum vorum þeir knatt- spymuenglar. Margir fóru á völlinn til að skoða Köttarara, aðsóknin var þvílík að Þróttur kom næst stóra vesturbæjarliðinu í aðsókn það sumar. „Nú er að koma ný kynslóð Þróttara, við þessir eldri getum ekki endalaust verið að fara úr að ofan, nú verða aðrir að þjálfa sig í því, það er lykilatriðið,“ sagði Haukur sem starfar sem markaðsráðgjafi og mun áreiðanlega ekkert spara sig við hvatninguna í sumar frekar en aðrir Þróttarar. En nú vantar forkólfa í Köttarasveit- ina sem ævinlega er á við 12. manninn í liði Þróttar. Haukur ieyfir sér ekkert of mikla bjartsýni á árangur Þróttar í sumar. „Ég er pínulítið hræddur við þetta sumar, finnst að félagið hefði þurft að styrkja sig aðeins betur, það er ekki vantraust á þessa ungu stráka sem hafa verið að standa sig vel. Mér líst líka illa á þjóðarvöllinn, við höfum brennt okkur á honum, þar höfum við steinlegið, þetta hefur ekki verið okkar heima- völlur nema að nafninu til,“ sagði Haukur Magnússon og bætti við að vonandi tækist að leysa verkefnin vel í sumar. 9

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.