Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Qupperneq 13
deildinni í sumar
Fjölmiðlar spá Þróttarliðinu ýmsu í sumar.
Þeim er spáð falli, eða sæti rétt undir
miðju. DV spáir Þrótti 6. sætinu sem
okkur hugnast ekki illa. Það er staðreynd
að um margt hefur Þróttarliðið verið að
gera vel í leikjum vetrarins, sem menn líta
á sem upphitun 0£ undirbúning fyrir stóru
mótin í sumar, Urvalsdeildina og Bikar-
keppnina.
DV gengur svo langt að tala um Þrótt
sem „Hugsanlegt spúttniklið", enda þótt
íþróttablaðamenn fari varlega þegar þeir
gefa félaginu einkunnir. En auðvitað felst
í þessu viss sannleikur, nefnilega sá að
enginn veit hvað býr í raun í þessu liði
okkar í Þrótti. Það verður bara að koma í
ljós.
Trúlega munu önnur lið í deildinni eiga
í vandræðum með Þrótt, vonandi veru-
legum vandræðum. Liðið spilar áferðar-
fallega knattspyrnu og kann að láta bolt-
ann ganga. Liðið hefur verið að skora
mikið, en fengið mörg mörk á sig. Auð-
vitað verður erfiðara að sýna fínleikann í
roki og rigningu í sumar, en við sjáum
bara til.
Hópurinn okkar í Þrótti er tilbúinn til
atlögu. Þetta eru ákveðnir strákar og við
trúum því að þeir eigi eftir að blómstra í
sumar í keppninni við bestu lið landsins.
En skoðum á þessari síðu og næstu hverjir
okkar menn á vellinum eru.
Erlingur Þór Guðmundsson Björgólfur Hideaki Takefusa
Vignir Þór Sverrisson
Halldór Hilmisson
Sören Hermansen
Daníel Karlsson
13