Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Síða 17

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Síða 17
Sören Hermansen hefur verið líkt við gullmola sem Þróttur fékk í hendumar. Það er nokkuð til í því, Sören er einstaklega útsjónar- samur sóknarleikmaður, sem skorar mörg mörk. Þróttarar gera sér miklar væntingar um leik hans og félaga hans í sumar. Við heimsóttun Sören í síðustu viku, örfáir dagar voru þá í fyrsta úrvalsdeildar- leikinn gegn KR. Hann og Trine kona hans búa á sunnanverðu miðborgarsvæð- inu ásamt tveim börnum sínum, Noah eins árs ljóshærðum víkingi, og Mille sem er þriggja ára og var á leikskólanum þegar blaðamaður heimsótti fjölskylduna. Úr stórum stofuglugga í íbúðinni þeirra í reisulegu húsi við Bergstaðastræti er útsýni yfir Vatnsmýrina og Háskóla- svæðið þar sem Háskólavöllurinn var forðum, - og gamla Þróttarhverfið í Skerj- afirði og Grímsstaðaholti. Handan fjarð- arins sést til Bessastaða og lengst í suðri trónir eldfjallið Keilir.. Atvinnufélagið varð gjald- þrota Sören er ánægður með glæsilegt útsýnið, sem er þó allt annað en danskt. Og þau hjónin eru ánægð með allt á íslandi. Hingað komu þau til að upplifa ævintýri. Sören hefur verið atvinnumaður og hálfatvinnumaður í knattspyrnu í ára- tug. Hann kemur hingað frá Belgíu en þar lék hann tvö ár með Mechelen, en það félag varð gjaldþrota. Áður lék Sören með knattspymuliðum í sínum heimabæ, Árhus, AGF og FC Árhus. „Mér og konu minni þótt það spenn- andi þegar Ronnie Petersen sem lék með Fram sagði okkur frá Islandi og mælti með verunni hér á landi. Allt hefur gengið eftir sem hann sagði. Hér er og verður gott að vera,“ segir Sören. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sent hann kemur til Islands. Hann stoppaði einn dag á Islandi í nóvember 1994 þegar hann var á leið til New York og fór þá meðal annars í Bláa lónið. Feðgarnir Noah og Sören Hermansen með gott útsýni yfir Vatnsmýrina og gamla Þróttarhverfið. hefur verið líkt við gullmola, - og rétt er það hann skorar mikið Pabbinn var í landsliðinu Sören er innfæddur Árósabúi, og faðir hans, Werner Hermansen, var knatt- spyrnumaður í úrvalsdeildarliði AGF og var varamaður með danska landsliðinu á 7. áratugnum í leik gegn Islandi og var skipt inn á í leiknum. Faðirinn ætlar að rifja upp Islandsdagana í sumar þegar hann kemur til að sjá soninn í leik með Þrótti. Sören hefur ekki aflað sér sér- stakrar menntunar eftir stúdentspróf og hóf að starfa sem knattspymumaður, en hann hefur mikinn áhuga á að gerast knattspymuþjálfari. Fellur vel í hópinn hjá Þrótti „Mér hefur verið afar vel tekið í Þrótti, þetta er allt annað líf en að vera með belgíska liðinu, þar voru stór vandamál á ferðinni, en hjá Þrótti er allt svo afslappað og vingjamlegt. Gagnvart okkur fjöl- skyldunni er sama að segja, okkur hefur alls staðar verið vel tekið. Varðandi Þróttarliðið þá eru þarna ungir og efni- legir leikmenn og við reynum eins og við getum að spila góðan fótbolta sem er mik- ilvægt. Við munum fyrst og fremst spila Sören undrast kraftinn í íslenskum íþróttum. „Með tilliti til þess að á íslandi búa bara um 280 þúsund manns, álíka og í minni heimaborg og næsta nágrenni, þá er það alveg merkilegt að til skuli verða 10 liða úrvalsdeild í knattspyrnu, handbolta- lið á heimsmælikvarða og svo framvegis. Þetta tækist okkur seint að leika eftir í Árhus,“ sagði Sören. I leikjum í vetur hefur Sören skorað mikið. „Þetta hefur gengið prýðilega í æfingaleikjum undanfarnar vikur. En nú er alvara lífsins framundan, leikir í úrvals- deildinni og bikamum, þá má búast við meiri hörku og það verður erfiðara að skora. En ég get lofað því að ég mun gera mitt besta,“ segir Sören. Sören Hermansen er rúmlega þrítugur. Hann er fremur lágvaxinn, mjög grannur, en engu að síður sterkur leikmaður, hefur ágætan hraða og skothörku, prýðilega boltameðferð, og sérstaka tilfinningu fyrir staðsetningum. Oftar en ekki er Sören mættur fyrir framan markið þar sem markaskorari á að vera. Hann hefur fallið einstaklega vel inn í hópinn hjá Þrótti. Hann er léttur í lund eins og Danir em sagðir frægir fyrir. Hann talar mest ensku við félaga sína, einn og einn spreytir sig á skóladönskunni og það gengur bærilega. I sumar ætla þau Sören og Trine kona hans að ferðast um landið þegar tími gefst til. til að komast hjá því að fara niður í 1. deild. Eg held reyndar að við ættum að eiga möguleika á að verða í miðri deild,“ sagði Sören. EGMUN MIH BES £ Jón Birgir Pétursson 17

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.