Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Síða 20
HANDKNATTLEIKSDEILD ÁRMANNA - ÞRÓTTUR
Allt byggt á yngsta fólkinu
í tengslum við flutning Þróttar í Laugardalinn varð að sam-
komulagi milli Armanns og Þróttar að félögin rækju saman
handknattleiksdeild. I reynd var hún þó fyrst og fremst rekin af
einum áhugasömum þjálfara, Þórði Sigurðssyni, án verulegs
stuðnings félaganna og óvíst hvort félagið bæri ábyrgð á rekstri
deildarinnar.. Vorið 2002 var ljóst að þetta fyrirkomulag hafði
gengið sér til húðar og ef að félögin kæmu ekki að meiri krafti
að rekstrinum væri honum sjálfhætt.
A fundum forráðamanna félaganna sumarið 2002 var
ákveðið að reka handsnattsleiksdeildina áfram undir merkjum
beggja félaganna en á ábyrgð Þróttar. Astæðan er fyrst og fremst
að bjóða börnum/unglingum á félagssvæðunum tækifæri til
fjölbreyttara tómstundastarfs og koma þannig til móts við mis-
munandi þarfir og áhugamál þeirra.
Haustið 2002 setti deildin sér eftirfarandi markmið:
1. Byggja starf deildarinnar á þeim grunni sem fyrir var, þ.e.
byrja á yngstu flokkunum og leiða starfið síðan upp eftir
aldursstiganum.
2. Lögð áhersla á að báðum kynjum verði gert jafnhátt undir
höfði.
3. Allir iðkendur fái þjálfun og keppni við hæfi.
4. Ráða eingöngu þjálfara með uppeldisfræðimenntun og/eða
verulega reynslu af þjálfun barna/unglinga.
5. Reka öflugt foreldrastarf, þar sem foreldraráð hvers flokks
beri ábyrgð á innra starfi hans.
6. Öllum æfingum verði lokið innan þeirra tímamarka sem
reglum um útivistartíma kveða á um.
7. Deildin verði fjárhagslega sjálfbær innan 3 ára.
8. Öll aðstaða og aðföng verði eins og best verði á kosið.
9. Kynna íþróttina á félagssvæðunum.
10. Spyrða betur saman og auka samstarf milli þeirra hóp-
íþrótta sem eru reknar af Þrótti eða eru reknar í samstarfi
við Armann.
A nýliðnum vetri var boðið er uppá æfingar frá 7. flokki, til
Þrótturum
fjölgar og fjölgar
Það varð mikil breyting á högum Þróttar þegar félagið flutti í
Laugardalinn og ekki síst má sjá merki um þetta í tölum um
fjölda þeirra barna og unglinga sem æfa með félaginu. A
síðustu tveimur árum hefur fjöldi iðkenda í knattspyrnu
tvöfaldast. Á undanfömum árum hefur líka verið unnið
markvisst að því að auka jafnréttið og byggja upp
kvennaboltann og Þróttur hefur nú þegar náð allgóðum
árangri á þessu sviði. Fyrir tveimur árum æfðu ríflega 30
stelpur knattspyrnu hjá félaginu en nú er fjöldinn kominn yfir
100 og stelpurnar nálgast óðum að verða fjórðungur af
heildartölu iðkenda í yngri flokkunum.
Við hjá Þrótti reiknum hiklaust með því að þessi fjölgun
haldi áfram, enda er aðstaða til íþróttaiðkana í Laugardalnum
eins og best verður á kosið. Og það er full ástæða til að hvetja
foreldra í hverfinu okkar til að senda börn sín á æfingar hjá
Þrótti. Félagið leggur metnað sinn í að ráða hæfa þjálfara sem
hafa menntun bæði á sviði uppeldis og íþrótta, en auk þess má
Komu heim með bikar.
og með 5. flokki. Virkir iðkendur er 75 og fór fjöldi þeirra vax-
andi, sérstaklega í yngri flokkum drengja.
Þó mjög skammur tími væri til stefnu síðasta haust tókst að
ráða mjög góða og hæfa þjálfara og var gaman að sjá hversu
góður andi ríkti á æfingum í öllum flokkum og hversu mikið
þeim hefur farið fram í vetur.
Árangur flokkanna í mótum var góður og m.a. vann 5.
flokkur kvenna fyrsta bikar deildarinnar þegar þær unnu 3.
deildina í sínum flokki.
Næsta vetur er stefnt að því að hefja starfið í byrjun sept-
ember og bæta við 4. flokki karla.
Ágætt samstarf hefur tekist við knattspyrnudeildina, bæði
þjálfara hennar og unglingaráð. Hluti bamanna æfir báðar
greinarnar og ekki hægt að koma í veg fyrir einhverja skörun á
æfingum, engin vandamál hafa þó risið af því enda hefur þess
verið gætt að keppnir og æfingaleikir rekist ekki á..
segja að Þróttur ali upp þjálfara. Aðstoðarþjálfarar okkar og
sumir aðalþjálfarar eru upprunnir í okkar eigin röðum.
Foreldrastarf Þróttar er geysivel heppnað.
Hér eru nokkrir góðir grillarar á Bónusmótinu
sem haldið var á dögunum.
20