Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Síða 23

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Síða 23
Strákar með Þróttarhúfur sem vöktu athygli á Akureyri.. Sagan af svörtu húfunum Fyrir þremur árum fengu tveir ungir Þróttarar, bræður, jólagjöf frá frænku sinni á Sauðárkróki. Þetta voru flís- húfur, svartar flíshúfur. Húfubolurinn sjálfur var ósköp venjulegur, en upp úr húfunum stóðu angar í allar áttir. Húfumar vöktu kátínu hjá drengjunum og voru mikið not- aðar. En húfurnar voru ekki allar þar sem þær voru séðar, það bjó eitthvað innra með þeim. Eitthvað sem vildi brjótast út. Eftir að húfurnar voru búnar að fara á höfði strákanna á margar Þróttaræfingar og vera á höfðum þeirra í Þróttara- hverfinu uppgötvaði mamma bræðranna hvað það var sem bjó innra með húfunum. Hún þekkti þetta svo vel sjálf, uppalin í Vesturbænum þar sem veröldin er svolítið svört og hvít. Það bjuggu litir innra með þessum húfum, litir eins og hún hafði uppgötvað í sjálfri sér þegar hún fór að fara með strákunum sínum á æfingar í Þrótti. Rauður og hvítur. Eftir þessa uppgötvun var hringt í frænkuna sem hafði saumað húfumar, var hægt að sauma alveg eins húfur, bara í lit, rauðum og hvítum? Skömmu síðar höfðu húfurnar náð að sína sitt innsta eðli, rauðar og hvítar voru þær, skræp- óttar og skemmtilegar. Sannir Þróttarar, ef ekki bara örlitlir Köttarar líka. Næsta sumar sat frænkan á Króknum löngum stundum og saumaði Þróttarahúfur sem nú sjást um allt Þróttarahverfið og þótt víðar væri leitað. Þetta var sagan af svörtu húfunum sem uppgötvuðu Þróttarann í sér, hefur þú uppgötvað hann líka? Agúst Tómasson TIL ATHUGUNAR: Að fá laun sín greidd í gleði Ert þú eldri borgari, kannski nýlega hætt(ur) að stunda reglu- bundna vinnu, en þó ennþá í fullu fjöri? Finnst þér kannski líka stundum hálf tómlegt að „þurfa“ ekki lengur að mæta í vinnuna? Ef svo er, gætir þú kannski átt samleið með Þrótti og ungu kynslóðinni í hverfinu okkar allra. Það þurfa margir að leggja hönd á plóginn til að halda heilu íþróttafélagi starfandi. Það kann að koma mörgum á óvart hve stór hluti allra þeirra vinnustunda sem halda Þrótti gangandi, er unninn af sjálfboðaliðum. Þetta gildir t.d. um fjölmarga foreldra þeirra barna sem æfa með félaginu og leggja í mörgum tilvikum á sig mikla vinnu í þágu bæði sinna barna og annarra og um leið í þágu félagsins í heild. Það er þó fjöldamargt sem okkur hjá Þrótti tekst ekki að koma í verk eða ekki er unnt að sinna jafn vel og við vildum. Sums staðar erlendis tíðkast að fólk sem komið er á eftir- launaaldur, taki að sér sjálfboðaliðastörf, oftast aðeins fáeinar stundir á viku. Með slíku sjálfboðastarfi öðlast margt fólk á vissan hátt nýjan tilgang með lífinu. Það finnur sig enn geta orðið til nokkurs gagns í þessum heimi og nýtur jafnframt ánægjunnar af því að vera samvistum við samstarfsfólk sitt á vinnustaðum. Þannig má segja að sjálfboðaliðamir fái laun sín greidd í aukinni lífsgleði og meiri lífsfyllingu. Okkur hjá Þrótti hefur flogið í hug að það væri ómaksins vert að athuga hvort hér í hverfinu okkar kunni að leynast fólk sem telji sig geta haft gott af að koma í Félagshús Þróttar til dæmis 2 - 4 tíma í senn einu sinni eða tvisvar í viku og sinna þar léttu starfi við sitt hæfi. Við höfum úr ýmsum störfum að spila og verkin fara einfaldlega eftir áhuga, kunnáttu og getu hvers og eins. Sem dæmi má nefna að við vildum gjarna geta mannað afgreiðslu í kaffistofunni og haldið þar úti fastri þjón- ustu. Símavörslu og upplýsingagjöf má líka nefna, jafnvel ýmis konar skipulags- og pappírsvinnu og margt fleira sem við gætum svo sannarlega þegið aðstoð við að sinna. Ef þú hefur áhuga á að hjálpa okkur í Þrótti og getur hugsað þér að taka launin þín út í þeirri gleði sem fylgir því að hafa eitthvað fyrir stafni og gera gagn, hafðu þá samband við okkur í síma 580 5900 eða komdu í Félagshús Þróttar í Laugardalnum og hafðu tal af Guðmundi Vigni eða Þóreyju. Og ef þú notar tölvu og hefur aðgang að netinu er ekkert auð- veldara en að senda framkvæmdastjóranum tölvupóst á net- fangið gvo@trottur.is. Við hlökkum til að kynnast þér. Jón Daníelsson OJtM* '/V thf Hallvardur S. Oskarsson N/lálsrameisCart Sími 898-4801 Sigurdur H. Hallvardsson IVtólarameiscari Sími 898-4803 Langholtavagi 103 104 Reykjavík Sími: 568-6653 JOHAN RÖNNING HF 23

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.