Fréttablaðið - 27.08.2021, Side 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Fram-
haldið
mun velta
á stjórn-
málunum
núna þegar
styttist í
kosningar.
Reynslan
sýnir að nú
er kominn
tími til að
miðjan í
íslenskri
pólitík fái
raunveru-
leg áhrif
við ríkis-
stjórnar-
borðið.
Hörður
Ægisson
hordur
@frettabladid.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Við búum í kerfi samsteypustjórna. Síðustu fjögur ár
hafa jaðrarnir yst til hægri og vinstri verið þunginn
í ríkisstjórninni. Sjálf kalla þau þetta stöðugleika-
samstarf. Aðrir sjá í þessu samstarf um kyrrstöðu eða
stefnuleysi.
Reynslan sýnir að nú er kominn tími til að miðjan í
íslenskri pólitík fái raunveruleg áhrif við ríkisstjórnar-
borðið. Til þess að svo megi verða þurfa flokkarnir sem
standa næst miðjunni frá hægri og vinstri að fá fleiri
þingsæti en síðast. Annars heldur stjórn vinstri og
hægri jaðranna áfram. Og ekkert breytist.
Jaðrarnir í ríkisstjórninni sömdu aldrei um mála-
miðlun. Þeir leystu dæmið með því að gefa ráðherrum
hver annars frjálsar hendur til að fara sínu fram. Þess
vegna varð engin stjórnarstefna til. Sjálfstæðisflokkur-
inn fékk áfram að koma í veg fyrir að auðlindagjald
myndaðist á markaði í sjávarútvegi. VG fékk hins vegar
óhindrað að stýra heilbrigðiskerfinu með gömlum öfga
vinstri kreddum og klisjum.
Sýnilegustu undantekningarnar frá þessu voru að
Sjálfstæðisflokkurinn gat í krafti stærðar sinnar komið
í veg fyrir þær stjórnarskrárbreytingar sem þjóðin
kallar eftir, svo ekki sé talað um alvöru aðgerðir í lofts-
lagsmálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í fjögur ár setið
í ríkisstjórn undir forystu þess flokks sem er lengst til
vinstri á Alþingi. Hann segir nú að kosningarnar snúist
um að koma í veg fyrir vinstri stjórn. Látum duga að
brosa góðlátlega að því.
Skoðanakannanir benda hins vegar til þess að við
fáum nýjan flokk lengst til vinstri næsta kjörtímabil. Ég
get því tekið undir aðvaranir um hreina vinstri stjórn.
Þar munu hvorki hugsjónir um alþjóðasamvinnu né
frjálslyndi ráða för. En frá mínum bæjardyrum séð er
hrein íhalds hægristjórn heldur ekki svarið. Flokkarnir
næst miðjunni eiga hægar um vik að gera raunveruleg-
ar málamiðlanir og ná saman um stefnu í stað stjórnar-
flokkanna sem fara nú hver í sína áttina. Verkefni næsta
áratugar kallar á markvissan stjórnarsáttmála.
Við í Viðreisn útilokum ekki samstarf við flokka eins
og VG og Sjálfstæðisflokk. Við teljum bara að þunginn
í áhrifunum við ríkisstjórnarborðið þurfi að liggja sem
næst miðjunni. ■
Förum frá jöðrunum
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
formaður
Viðreisnar
arib@frettabladid.is
Smáa letrið
Ríkisstjórnin hefur loksins
komið sér saman um hvaða
sóttvarnareglur eiga að vera
í gildi hér á landi á næst-
unni. Lesningin er hressilega
nákvæm þegar rýnt er í smáa
letrið. Grímuskylda á íþrótta-
leikjum, sem talin var bráð-
nauðsynleg, fellur niður á
KR-leikjum. Þá er skýrt tekið
fram að fjarlægðartakmarkanir
eiga ekki við um hittinga með
æskuvinkonum á langþráðum
frídögum. Engar samkomutak-
markanir eru á listasýningum,
þeir sem kalla slíkt annað en
sölusýningu verða gerðir upp-
tækir. Þá mega sjálfstæðiskonur
með eftirnafn og eiginnafnið
Sigríður fara úr landi eins og
þeim sýnist.
Charlie Sheensson
Mannanafnanefnd er hægt og
rólega að lúta í lægri haldi fyrir
nýjum kynslóðum með nýjar
hugmyndir um hvað krakkinn
þeirra á að heita. Amarökin
halda ekki lengur því það er
mun líklegra að Jóni Sigurðs-
syni verði strítt á skólalóð
framtíðarinnar en nokkurn
tíma Dósótheyr Páska. Er nú
búið að opna dyrnar fyrir
Charlie og er aðeins tíma-
spursmál hvenær eftirnöfnin
f læða yfir landið og kaffæra
sonum og „dótturum“ þessa
lands. ■
Vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni í 1,25 prósent – önnur hækkunin á lið-lega þremur mánuðum – átti ekki að koma neinum á óvart. Þótt deila megi um hvort réttara hefði verið að bíða
með hana fram á haustið vegna óvissu um áhrifin
af Delta-afbrigðinu á ferðaþjónustuna, skuld-
setta atvinnugrein í aðþrengdri stöðu, þá telur
Seðlabankinn það vega þyngra að ný þjóðhagsspá
sýnir að hagkerfið virðist vera að rétta úr kútnum
með kraftmeiri hætti en bankinn hafði þorað að
vona. Hagvöxtur verður umtalsvert meiri í ár en
áður var spáð, atvinnuleysi fer hratt minnkandi –
það er komið á sama stað og fyrir faraldurinn – og
horfur fyrir krónuna hafa styrkst.
Góð tíðindi búa því að baki vaxtahækkuninni.
Skjótar og afgerandi aðgerðir sem gripið var til í
fyrra skiluðu árangri. Sögulegar stýrivaxtalækk-
anir, ásamt ráðstöfunum til að beina fjármunum
út í hagkerfið, eins og að loka fyrir bundin innlán í
Seðlabankanum, milduðu efnahagslega höggið af
völdum farsóttarinnar og juku ráðstöfunartekjur
meginþorra heimila. Afleiðingarnar birtast okkur
í miklum verðhækkunum á eignamörkuðum,
meðal annars á fasteigna- og hlutabréfamarkaði,
rétt eins og að var stefnt. Seðlabankinn horfir
hins vegar nú til þess að tempra kerfið, með því
að draga lítillega úr framboði á ódýru lánsfé, og
skilaboð seðlabankastjóra eru að við þurfum
kannski núna „minna kapp, en meiri forsjá“.
Fáum dylst að krónan hefur hjálpað okkur
verulega við þessar aðstæður. Þannig myndi
engum óbrjáluðum manni detta það í hug að
Íslendingum hefði farnast betur að eiga við efna-
hagslegar afleiðingar faraldursins með gengið fast
við evruna og engin úrræði til að beita vaxtatæk-
inu til að örva hagkerfið. Ólíkt mörgum öðrum
þjóðum, sem voru með vextina við núllið, gátum
við beitt peningastefnunni af fullum þunga og
áfallið fyrir ríkissjóð hefur því verið minna en
ella. Á grunni sterkrar stöðu þjóðarbúsins – mikill
gjaldeyrisforði, tiltölulega hagstætt gengi fyrir
útflutningsgreinarnar, lágir vextir og gríðar-
lega vel fjármagnað bankakerfi – er ástæða til
bjartsýni á efnahagshorfurnar og að fjárfesting í
atvinnulífinu muni taka við sér.
Framhaldið mun einkum velta á stjórnmál-
unum núna þegar styttist í kosningar. Með skyn-
samlegri hagstjórn, sem hvílir á Seðlabankanum,
ríkinu og aðilum vinnumarkaðarins, eru allar
forsendur fyrir því að vextir haldist lægri en áður
hefur þekkst í hagsögunni samtímis góðu jafn-
vægi í hagkerfinu. Kjósendur hljóta að hafa það í
huga þegar stjórnmálaflokkarnir byrja yfirboðin
á ófjármögnuðum kosningaloforðum sínum.
Reynslan sýnir nefnilega að það er hægur leikur
að glutra niður góðri stöðu á skömmum tíma. ■
Meiri forsjá
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR