Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2021, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 27.08.2021, Qupperneq 19
Skilningur fer vaxandi á því að það er aðeins í sjálfs- blekkingarveröld mann- skepnunnar sem í boði er að henda hlutum. Sigurður Ingólfsson ÝMIR technologies og Sorpa bs. eru að hefja samstarf um rannsóknir á endurvinnslu- möguleikum lífrænna úrgangsstrauma í Álfsnesi þar sem settur verður upp „bleyjubani“. ÝMIR technologies og SORPA hafa um langt skeið átt samstarf um að þróa sjálfbærar ráðstöfunar- leiðir fyrir lífrænan úrgang og er skemmst að minnast samkomu- lags aðilanna um að nýta tækni ÝMIS til að vinna lífdísil úr allt að 10 þúsund tonnum af sláturúr- gangi árlega, sem undirritað var í júní síðastliðnum. „Nú er komið að því að hleypa af stokkunum næsta samstarfs- verkefni ÝMIS og SORPU,“ segir Sigurður Ingólfsson, forstjóri ÝMIS. Undirbúningur þess hófst þegar árið 2018 innan Tækniþróunar- sjóðsverkefnisins „Frá urðun til auðlindar“, sem ÝMIR vann í samstarfi við SORPU og Háskóla Íslands. Laut verkefnið meðal ann- ars að forvinnslu á margvíslegum lífrænum úrgangi með svokallaðri gufusprengiaðferð (e. Pre-treat- ment by Steam Explosion, PSE). „Sumar tegundir lífræns úrgangs eru svo tormeltar og lítt aðgengi- legar fyrir þær örverur sem geta breytt honum í verðmætar afurðir með náttúrulegum hætti, að ferlið tekur óralangan tíma, jafnvel mörg ár. Hugmyndin að PSE-einingunni var að þróa tæknibúnað til að stytta þennan tíma verulega. Með því að brjóta úrganginn niður og dauðhreinsa hann í leiðinni, svo óheppilegar örverur séu ekki að trufla niðurbrotsferlið, mætti hugsanlega skapa verðmæti úr vandmeðförnum úrgangi sem engin haldbær lífræn úrræði eru til fyrir í dag,“ útskýrir Sigurður. „Þannig gætu náttúruleg endurvinnsluúrræði fyrir lífrænan úrgang orðið efnahagslega sam- keppnishæf við skaðlegar ráð- stöfunarleiðir á borð við urðun og brennslu. Skilningur fer vaxandi á því að það er aðeins í sjálfsblekk- ingarveröld mannskepnunnar sem í boði er að henda hlutum. Í náttúrunni verður allt sem lifir matur, áburður, eldsneyti og efniviður í nýtt líf þegar það deyr. Þessu verðum við að ná valdi á, því samanborið við slík ferli fela urðun og brennsla í sér óásættan- lega sóun.“ Hann tekur sem dæmi þann umfangsmikla lífræna úrgangs- flokk sem einnota, rakadrægar hreinlætisvörur eru (öðru nafni notaðar pappírsbleyjur) en til SORPU berast um 9.000 tonn af þeim á ári hverju. „Bleyjurnar innihalda mikið plast, en einnig sellulósa, sem er lífrænt efni og er spennandi hráefni til dæmis í iðnaðaralkóhól, metaneldsneyti eða metanól, að því tilskildu að það takist að brjóta sellulósann niður í smærri kolvetni, til dæmis sterkjur Sjálfsblekking að henda í ruslið Sigurður við Bleyjubanann á verkstæði Ýmis. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR GEIRSSON Frumgerð bleyjubana ÝMIS á lokastigi. MYNDIR/AÐSENDAR eða sykrur. Auk þess verkefnis að brjóta niður sellulósann þarf að takast á við það að bleyjurnar eru óhjákvæmilega sýktar af örverum sem alltaf hljóta að trufla náttúru- lega umbreytingu hans í verð- mæti,“ segir Sigurður. „PSE-eining okkar vinnur í aðal- atriðum þannig að heit gufa er látin þrengja sér djúpt inn í efnið um ákveðinn tíma við gríðarlegan þrýsting, sem síðan er skyndilega aflétt. Við það velur vatnsgufan stystu leið út úr efninu og rífur það í sundur í smáagnir í leið- inni. Þannig er þessum búnaði ætlað að vinna á tormeltustu þáttum lífræna úrgangsins og brjóta hann niður í einfaldari sam- eindir, sem eru aðgengilegri fyrir örverur endurvinnsluferlisins. Loks hefur þessi harkalega með- ferð í för með sér dauðhreinsun úrgangsins, svo nýjum og gagn- legum örverum reynist auðvelt að nema þar land og hefja endurnýj- unarferlið. Að lokum er spennandi að sjá hvaða áhrif forvinnslan hefur á aðskotaefni í lífræna úrganginum, einkum plast. Víst er að PSE-tilraunaverkefnið mun stórauka þekkingu okkar á þeim tækifærum sem í boði eru í nátt- úrulegri endurvinnslu vandmeð- farinna tegunda lífræns úrgangs.“ Bleyjubaninn gæti markað þáttaskil „Það er spennandi áfangi að setja nú loks upp frumgerðina á athafnasvæði SORPU í Álfs- nesi og hefja skipulegar tilraunir með valdar úrgangstegundir. Þá kemur óhjákvæmilega í ljós hvort búnaðurinn getur staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar eru til hans og kristallast í gælunafninu „Bleyjubaninn“ sem starfsmenn völdu þessu tæki strax í upphafi þróunarferlisins,“ segir Sigurður kankvís á svip. Hann bætir við að ef spár bjart- sýnustu manna gangi eftir, gæti þessi búnaður markað þáttaskil á heimsvísu í meðferð ákveðinna strauma lífræns úrgangs, sem hingað til hefur skort úrræði til að meðhöndla með lífrænum hætti og endurvinna. „Endurvinnslustöðvar fyrir líf- rænan úrgang, svokallaðar MBT stöðvar (e. Mechanical Biological Treatment), er að finna víða um heim og þær verða sífellt f leiri eftir því sem vitund manna vex um þá staðreynd að urðun líf- ræns úrgangs og brennsla hans með stórkostlegu orkutapi eru óásættanlegar ráðstöfunarleiðir,“ segir hann. Sigurður segir „Bleyjubanann“ rökrétt og spennandi skref í vöruþróun hjá ÝMI techno logies. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 2008 til að framleiða sjálf- bært lífeldsneyti úr innlendu hráefni. Snemma var ráðist í verkefnið „Íslenskur lífdísill“ með stuðningi Tækniþróunarsjóðs. „Innan þess verkefnis tókst að framleiða hágæða lífdísileldsneyti úr nokkrum tegundum af inn- lendu hráefni. „Við tók margra ára þróun tæknibúnaðar og aðferða til framleiðslu hágæða eldsneytis úr úrgangshráefni, meðal annars innan Tækniþróunarsjóðsverkefn- anna „Lífrænn úrgangur til orku- skipta“ og „Frá urðun til auðlindar“, sem bæði voru unnin af ÝMI í sam- starfi við Sorpu og Háskóla Íslands á árunum 2013 til 2020. Verkefnin skiluðu auk Bleyjubanans þremur öðrum einkaleyfum, sem eru langt komin í alþjóðlegu ferli, og lúta þau öll að því með einum eða öðrum hætti að skapa verðmæti úr líf- rænum úrgangi.“ n Raka- drægar hreinlætisvörur vekja spurningar í tengslum við lífræna endur- vinnslu. Oddur Ingólfsson hjá Ými kynnir frumgerðina fyrir starfsfólki Sorpu. kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2021 NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.