Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 32

Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Úlpufyrirtæki auglýsti í vikunni að það væri að koma vetur. Ég veit að jólaauglýsingar fara að koma, strax og skólaupphafs-, námskeiða- og hreyfingarauglýsingum lýkur. En þarna vantar samt heila árstíð inn á milli. Haustið er ekki byrjað. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að líta upp úr vinnu að undanförnu. En ég veit að haustið er ekki komið, því ég er ekki farin að taka upp kartöflur. Ég er ekki einu sinni búin að fara í berjamó. Rifsberin mín eru rétt að byrja að roðna. Það er ekki gulnað laufblað að sjá. Og það hafa borist fréttir af rétt tæplega 30°C á Norður- og Austurlandi. Fréttir af vetri eru því stórlega ýktar og ætti úlpufyrirtækið að skammast sín fyrir flumbrugang- inn. Ég býst við heilsíðuauglýsingu með afsökunarbeiðni til þjóðar- innar strax eftir helgi. Ég rekst ótrúlega oft á fólk sem trúir ekki á íslenskt vor eða haust. Heldur því fram fullum fetum að á Íslandi séu bara tvær árstíðir. Að halda annað sé að lifa í blekkingu. Á móti segi ég að þetta er eins og að trúa ekki á frumefni, atóm eða súr- efni. Vor og haust koma. Hvort sem fólk trúir á þessar árstíðir eða ekki. Haustið verður litfagurt og tært. Með smá rigningu og roki inn á milli. Vorið kemur svo og dreifir grænum lit yfir óhreinindi sem safnast saman undir snjó vetrarins. Eftir „síðvetrar/snemmvorið“ þegar allt er ljótt. Hvort um sig eru haustið og vorið ekki langar árs- tíðir. En við reynum að vera opin og fordómalaus gagnvart þeim sem minni eru. Og leyfum öllum að vera með. Líka litlu árstíðunum. n Flumbrugangur og fordómar FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is NÝTT FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM SERTA OCEAN SPLENDID – STILLANLEGT Fimm stjörnu Hótel-rúmalínan frá Serta er fáanleg í verslunum Betra Baks í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. SERTA OCEAN SPLENDID stillanlegt heilsurúm nú á kynningarverði með 20% afslætti. SERTA ER OPINBER BIRGIR Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er fimm svæða skipt pokagorma dýna þar sem hreyfingar þínar trufla ekki rekkjunaut þinn. Góður stuðningur er við bakið en mýkra gormakerfi er við axlir og mjaðmasvæðið. Þannig liggur þú alltaf með beina hryggsúlu og nærð hámarks hvíld. Hægt er að sérsníða rúmið að þínum þörfum, velja um 3 mismunandi stífleika sem og fjórar mismunandi topp dýnur. Áklæðið utan um dýnuna er mjúkt og slitsterkt áklæði, ofnæmisfrítt og andar vel. Kynningarverð 519.920 kr.Verðdæmi: Serta Ocean Splendid 2 x 80 x 200 cm. Fullt verð: 649.900 kr. Náttborð ekki inni- falið í verði en selt sér. Serta Ocean Splendid eru fáanleg í tveimur áklæðisgerðum gráu sléttflaueli og gráu áklæði. Þau fást í fjórum stærðum; 160/180/200 x 200 cm og 180 x 210 cm K Y N N I N G A R A F S L ÁT T U R 20% S E R TA O C E A N S P L E N D I D NÝTT S E R TA O C E A N S P L E N D I D FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.