Fréttablaðið - 27.08.2021, Page 16
Hópur vísindamanna við
Háskóla Íslands hefur þróað
spálíkan til að spá fyrir um
álagið á Landspítalanum
vegna Covid-19 sjúklinga.
Spáin þjónar því hlutverki að
hjálpa spítalanum að átta sig
á þróun mála og búa sig undir
það sem fram undan er.
Í byrjun Covid-19 faraldursins bað
Landspítalinn Háskóla Íslands
um að búa til spálíkan sem myndi
spá fyrir um álagið á Landspítal-
anum vegna faraldursins. Líkanið
byggir á sögulegum gögnum um
sjúklinga spítalans og gefur Land-
spítalanum einhverja hugmynd
um hvernig málin þróast, ásamt
því að veita sameiginlegan grund-
völl í umræðum um hvað sé fram
undan.
Fyrir hönd Háskóla Íslands
komu að verkefninu Rögnvaldur
Jóhann Sæmundsson, prófessor í
iðnaðarverkfræði, Tómas Philip
Rúnarsson, prófessor í iðnaðar-
verkfræði og Birgir Hrafnkelsson,
prófessor í tölfræði, auk fjölda
annarra. Í upphafi gegndi Sölvi
Rögnvaldsson, starfsmaður hjá
Íslenskri erfðagreiningu, mikil-
vægu hlutverki en síðasta eina og
hálfa árið hafa þær Margrét Vala
Þórisdóttir, Valgerður Jónsdóttir
og Signý Kristín Sigurjónsdóttir
borið hitann og þungann af vinnu
við þróun og rekstur spálíkansins.
Margrét og Signý eru nýútskrifaðar
úr grunnnámi í hagnýtri stærð-
fræði og Valgerður í rafmagnsverk-
fræði.
Landspítalinn bað um hjálp
„Markmið verkefnisins var að spá
fyrir um álagið á Landspítalann
vegna Covid-19. Landspítalinn
bað okkur um að gera þetta strax
í mars 2020, en við höfðum áður
verið í hagnýtu rannsóknarverk-
efni með Landspítalanum sem
snerist um að raða skurð aðgerðum
á sem skilvirkastan hátt,“ segir
Rögnvaldur. „Í tengslum við það
verkefni var sprotafyrirtækið
Heilsugreind stofnað, en það er í
eigu nokkurra einstaklinga sem
stóðu að verkefninu, HÍ og Land-
spítala. Starfsmenn HÍ og Heilsu-
greindar hafa unnið að þróun og
rekstri Covid-19-líkansins.
Í mars 2020 var algjör óvissa
ráðandi. Fólk vissi bara að eitthvað
myndi skella á sem var eins og
sleggja í Wuhan og setti Ítalíu á
hliðina. Þá vildi starfsfólk Land-
spítala reyna að spá fyrir um við
hverju mætti búast,“ segir Rögn-
valdur. „Það var mikill samstarfs-
vilji hjá öllum og það komu alls
kyns aðilar að verkefninu og lögðu
í púkkið.“
Nota gögn frá Landspítalanum
„Snemma í faraldrinum hóf Land-
spítalinn að fylgja eftir öllum
sjúklingum sem smituðust og
starfrækja sérstaka göngudeild til
þess,“ segir Rögnvaldur. „Fyrsta
hugmyndin gekk út á að spá fyrir
um hversu margir myndu þurfa
pláss á legudeildum og gjörgæslu
miðað við núverandi stöðu á
spítalanum og spár um fjölda
nýrra smita. Til þess notum við
upplýsingar um Covid-19 sjúklinga
frá spítalanum sjálfum.
Það er mikilvægur munur á
okkar spálíkani og því sem Thor
Aspelund og samstarfsfólk hans
hefur unnið. Þar er verið að spá
fyrir um hve margir smitast af
Covid-19,“ segir Rögnvaldur. „En
vitaskuld hefur verið mikið sam-
starf milli þessara hópa, þeirra
sem spá fyrir um smit og þeirra
sem voru að reyna að sjá fyrir hvað
myndi gerast innan spítalans.“
Byrjar einfalt
og verður svo flóknara
„Framan af var unnið hratt. Við
reyndum að finna líkan sem
hentaði og byggðum á ákveðinni
tegund af líkönum sem Tómas
þekkti vel. Við byrjuðum á að hafa
þetta mjög einfalt og reyndum svo
að gera það flóknara eftir því sem
þörf var á,“ segir Rögnvaldur. „Það
leið bara vika þangað til við vorum
komin með eitthvað sem var hægt
að vinna með og svo fóru prófanir
og lagfæringar fram næstu vikur
og þetta hefur verið þróað lengra
síðan.
Í upphafi fór mjög mikil vinna,
bæði hjá okkur og Landspítal-
anum, í að koma gögnum áleiðis
reglulega og ganga úr skugga um
að þau væru rétt, svo það væri
hægt að spá daglega. Það var líka
mikilvægt að vernda þessi við-
kvæmu gögn,“ segir Rögnvaldur.
„Svo þurfti bara að sitja yfir þessu
og forrita.“
Ekki mjög nákvæm spá
„Líkanið nýtir sér sögulegar upp-
lýsingar um sjúklinga sem hafa
verið inni á Landspítala eða verið
í umsjón hans til að spá fyrir um
hvað verður um nýja sjúklinga sem
koma inn,“ segir Rögnvaldur. „Við
keyrum hermanir allt að þúsund
sinnum til að átta okkur á hversu
margir sjúklingar verði lagðir inn
eða lendi á gjörgæslu og svo fram-
vegis. Þannig fáum við meðaltal og
einhver öryggismörk.
Ef við sjáum til dæmis eftir 1000
hermanir að fjöldi sjúklinga á
gjörgæslu fer aldrei yfir eitthvað
X, þá getum við sagt að það séu
yfirgnæfandi líkur á að fjöldinn
fari ekki yfir X, sem gefur spítal-
anum einhverja hugmynd um
hvað er það versta sem getur gerst,“
útskýrir Rögnvaldur.
„Það er samt óhætt að segja að
spáin sé ekki mjög nákvæm. Bæði
eru öryggismörkin breið og svo er
líka mikil óvissa og erfitt að taka
tillit til allra þátta og hegðunar
fólks. Hún verður líka ónákvæmari
eftir því sem er spáð lengra fram
í tímann,“ segir Rögnvaldur. „Svo
gerast svona hlutir sem er ekki
hægt að spá fyrir um, eins og hóp-
smitið á Landakoti, sem skapar
mikla sveiflu. En einn kostur við
þessa spá, umfram spá sem byggir
ekki á gögnum spítalans, er að
það er hægt að miða við stöðuna
á spítalanum hverju sinni og upp-
færa spána í samræmi við hana.
Umfram allt hefur spáin þann
kost að gefa fólki sameiginlegan
grundvöll og hugmynd um hvernig
málin þróast. Þá er hægt að taka
ákvörðun út frá einhverjum upp-
lýsingum í stað engra. Þegar allir
eru að horfa á sömu sviðsmyndina
mótar það líka umræðuna,“ segir
Rögnvaldur. „Hún tryggir að allir
séu á sömu blaðsíðu og nýtir þær
upplýsingar sem við þó höfum.
Þetta hefur gagnast Landspítal-
anum við að sjá einhver möguleg
efri mörk og hjálpað starfsfólkinu
að ræða það sem er fram undan
og hvernig á að bregðast við, en
auðvitað er mesta þekkingin inni
á spítalanum sjálfum,“ segir Rögn-
valdur. „Þetta er bara innlegg í
umræðu þar sem þarf líka að taka
tillit til ýmissa annarra upplýsinga
og þetta skiptir mestu þegar óviss-
an er sem mest.“
Nýtist í öðrum farsóttum
„Síðasta sumar fór svo fram verk-
efni á vegum Nýsköpunarsjóðs
námsmanna þar sem Valgerður,
Signý og Margrét fínpússuðu líkan-
ið frá fyrstu bylgju. Þá var faraldur-
inn í lægð og við vorum að reyna
að finna leiðir til að endurbæta
líkanið og gera það aðgengilegra
og notendavænna fyrir spítalann,“
segir Rögnvaldur. „Svo hafa þær
líka gert breytingar á líkaninu til
að taka tillit til bólusetninga og
þróa það áfram til að það sé hægt
að nota það í þessari fjórðu bylgju,
þegar óvissan varð aftur ráðandi.
Núna er þetta spálíkan verkfæri
sem er hægt að nota innan spítal-
ans. Starfsfólkið þar getur gefið
sér forsendur um smit og valið sér
söguleg gögn sem þau vilja nota,“
segir Rögnvaldur. „Þannig geta þau
velt fyrir sér áhrifum mismunandi
sviðsmynda ef það kemur faraldur.
Þetta er ekki bara hugsað sem
verkfæri fyrir Covid-19, heldur líka
aðrar farsóttir í framtíðinni,“ segir
Rögnvaldur. „Þær eiga ýmislegt
sameiginlegt og eru líka ólíkar,
rétt eins og bylgjur Covid-19 núna.
Í upphafi, á meðan litlar upplýs-
ingar liggja fyrir, er betra að nota
sögulegar upplýsingar frá fyrri
bylgjum og faröldrum, byrja þar og
taka svo tillit til nýrra upplýsinga
þegar þær berast. Þá þarf ekki
að byrja alveg frá grunni í hvert
skipti.“ ■
Spá fyrir um álagið vegna Covid-19
Á myndinni eru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor í iðnaðarverkfræði, ásamt Margréti Völu Þórisdóttur, Valgerði Jónsdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, en þær hafa borið hitann
og þungann af vinnu við þróun og rekstur spálíkansins síðasta eina og hálfa árið. Á myndina vantar Tómas Philip Rúnarsson, prófessor í iðnaðarverkfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR
Umfram allt hefur
spáin þann kost að
gefa fólki sameiginlegan
grundvöll og hugmynd
um hvernig málin þró-
ast. Þá er hægt að taka
ákvörðun út frá ein-
hverjum upplýsingum í
stað engra. Þegar allir
eru að horfa á sömu
sviðsmyndina mótar
það líka umræðuna.
Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson
4 kynningarblað 27. ágúst 2021 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN Á ÍSLANDI