Fréttablaðið - 13.08.2021, Page 16

Fréttablaðið - 13.08.2021, Page 16
Ástríður Jóhannesdóttir greindist með brjóstakrabba- mein sumarið 2019 og hóf að sækja námskeið hjá Ljósinu um haustið. Hún hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþon- inu í september til styrktar Ljósinu en samtökin hafa verið ómetanleg í bataferli hennar. „Ég var ein af þessum heppnu sem greindist við reglubundna skimun og í kjölfarið fór ég í brjóstnám og lyfjameðferð,“ segir Ástríður. Hún segist sorgmædd yfir umræðunni síðustu mánuði varðandi skim- anir. „Það skiptir gríðarlegu máli að krabbamein greinist snemma og að vel sé haldið utan um þessi mál. Það skiptir öllu að heilbrigðis- stéttin hlusti þegar fólk finnur fyrir einhverju. Því fyrr sem fólk greinist, því meiri líkur eru á að fólk hafi þetta af. Þá þarf oft styttri lyfjameðferð en ella eða jafnvel enga.“ Ógnvekjandi að útskrifast Ástríður byrjaði á námskeiði hjá Ljósinu fyrir nýgreindar konur haustið 2019. „Það gerði mér gott að taka þátt í dagskránni hjá Ljósinu. Í boði eru fjölbreytt námskeið og mikill stuðningur sem hentar hverjum og einum. Þú kynnist mörgu nýju fólki í svipaðri stöðu og maður sjálfur og fylgist að. Ég hef alltaf verið félagslega virk og mér fannst ómetanlegt að komast út af heimilinu, eiga stað til að fara á og hafa tilgang, frekar en að hanga heima og berjast við svona leiðindamál eins og krabbamein nú er,“ segir Ástríður og kímir. Ástríður hefur nú verið í Ljósinu í tvö ár og útskrifaðist í sumar 50 ára gömul. „Fyrra árið mitt hjá Ljósinu einkenndist af því að efla andann og halda mér virkri. Síðara árið var Covid-19 í algleymingi. Þá beindist athyglin að líkamsræktinni sem er ásamt útivist mjög mikilvæg í bataferlinu. Þá var mjög gott að hafa jákvæðnina, hvatninguna, stuðninginn og trygga leiðsögn hjá Ljósinu. Það er því pínu ógnvekj- andi að vera útskrifuð og þurfa að finna hvatninguna annars staðar. Þá hefur verið ómetanlegt að hitta og fylgjast með öðru fólki í sömu stöðu og bera saman bækur sínar, jafnvel eftir útskrift,“ segir Ástríður. Dagur sem er liðinn kemur aldrei aftur Greiningin hafði heilmikil áhrif á líf og fjölskyldu Ástríðar. „Lífið tekur stakkaskiptum og maður fer í gegnum alls konar tilfinningar. Erfiðast var að læra að lífið verður aldrei eins og það var áður. Ég verð líklega aldrei í jafngóðu formi og fyrir greiningu. Þó var ég bara miðaldra kona í Vesturbænum í meðalformi með þrjú börn og mann og hreyfði mig reglulega. Í dag veit ég að ef ég reyni verulega á getur það tekið tvo til þrjá daga að jafna mig. Ég fer ekki lengur á erfiða æfingu, vinn fullan vinnu- dag, fer á kóræfingu og svo í matar- boð eftir á. Ég þarf að tempra álagið og haga seglum eftir vindi. Það er eðlilegt að hlutirnir breyt- ist. Dagur sem er liðinn kemur aldrei aftur. Maður fattar það ekki hvað maður er heppinn að eiga líf fyrr en svona áfall á sér stað. Þegar ég er úti að hlaupa og púla hugsa ég í þakklæti. Það er allt í nýjum gír og ég finn að sumir hlutir sem mér fannst mikilvægir áður eru það ekki Hleypur í minningu þeirra sem töpuðu Ástríður Jó- hannesdóttir ætlar að hlaupa 10 km í Reykja- víkurmara- þoninu fyrir Ljósið og alla þá sem voru ekki jafn heppnir og hún að sigrast á krabbameini. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR lengur. Þá hef ég hægt aðeins á lífsgæðakapphlaupinu. Áhrifin eru samt ekkert endilega öll komin í ljós enn þá. Kannski næ ég meiri bata. Kannski ekki.“ Ástríður er í dag í hlutastarfi sem lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Það tók mig um ár að sigrast á krabbameininu. Eftir bata er manni ráðlagt að fara hægt af stað og fara ekki endilega strax á vinnu- markaðinn. Ég fór í háskólanám sem mig hafði lengi langað í, og gat þar haft meiri áhrif á dagsskipulag og álag en í fyrri vinnu. Bataferlið tekur mislangan tíma, sumir taka styttri tíma og aðrir lengri. En þetta fer líka eftir því hvaða réttindi maður hefur.“ Hleypur til styrktar Ljósinu Ástríður ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu laugar- daginn 18. september til styrktar Ljósinu. „Ég er mjög spennt að hlaupa. Ég var skráð í fyrra, en þar sem hlaupið var ekki haldið með hefðbundnum hætti, fékk ég að halda sama númeri í ár. Ég hljóp samt sjálf 10 km í fyrra, en ég hafði aldrei áður hlaupið slíka vegalengd í einum rykk. Í Ljósinu höfum við mjög góða líkamsræktaraðstöðu og frá því í vetur hef ég markvisst æft mig. Svo fór ég á nýliðanámskeið í vor með KR skokki. Ég dreg þetta ekkert upp úr hattinum. Þetta er alveg áreynsla fyrir mig. Ég hleyp til styrktar Ljósinu því þar fer fram svo góð og mikilvæg starfsemi. Ég er heppin að búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég get auðveldlega nýtt mér þessa þjónustu. Á landsbyggðinni er þetta ekki eins auðvelt. En ég veit að markmiðið er núna að veita betri þjónustu fyrir fólkið úti á landi.“ Fyrir alla sem voru ekki jafn heppnir „Ljósið hefur gefið mér ótrúlega mikið. Ég hef kynnst þar fólki sem var ekki jafn heppið og ég. Að kynnast einhverjum, æfa við hliðina á þeim og hitta margoft og sjá svo dánartilkynninguna í blaðinu. Ég eiginlega á ekkert orð yfir það. Það er bara ömurlegt. Ég vil því líka hlaupa í minningu allra þeirra sem ég kynntist á minni vegferð í Ljósinu sem höfðu ekki betur í sinni baráttu við krabba- meinið. Auðvitað blundar alltaf í manni óttinn við að maður getur alltaf greinst aftur. Hver dagur sem maður lifir er því þeim mun mikil- vægari. Það eru svo ótrúlega margir sem hafa þessa baráttu ekki af og ég vil minnast þeirra.“ n Starf sjálfboðaliða í mara- þonhlaupum er bæði skemmtilegt og gefandi. Margrét Valdimarsdóttir var níu ára gömul þegar hún byrjaði að hjálpa til. Fjöldi sjálfboðaliða sinnir fjöl- mörgum verkefnum kringum maraþonhlaup og styttri hlaup hér á landi. Verkefnin eru ansi fjölbreytt en meðal verkefna sem þeir sinna er að manna drykkjar- stöðvar, sinna brautarvörslu og passa að hlauparar fari rétta leið á brautinni. Sjálfboðaliðar taka einnig þátt í skráningarhátíðum, afhenda gögn og eru á vaktinni í búningsklefum og í töskugeymslu svo nokkur dæmi séu tekin. Margrét Valdimarsdóttir byrjaði snemma að sinna sjálfboðaliða- starfi en hún var níu ára gömul þegar hún, ásamt fjölskyldu sinni, tók að sér að sjá um drykkjarstöð við Víkingsheimilið í Reykjavíkur- maraþoninu. „Þá forfallaðist hópur frá íþróttafélagi með stuttum fyrirvara og við vorum beðin um að taka þetta að okkur. Á þeim tíma höfðum við ekki hugmynd um að þetta yrði árlegur dagskrár- liður í fjölskyldunni.“ Heppileg fjáröflun Sem unglingur starfaði hún sem sumarstarfsmaður hjá Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og kynntist þar enn frekar öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem tengjast hlaupunum og skipulagi þeirra. „Ég spila handbolta með ÍR og liðið mitt hefur líka starfað sem sjálfboðaliðar í Reykjavíkurmara- þoni og Miðnæturhlaupinu til þess að afla fjár fyrir ferðalögum og öðrum kostnaði síðastliðin níu ár. Auk þess hef ég setið í stjórn Alveg sérstök gleði á þessum degi Margrét Valdi- marsdóttir var níu ára gömul þegar hún byrjaði að sinna sjálfboðaliða- starfi í mara- þonhlaupi. MYNDIR/AÐSENDAR Undanfarin ár hefur Margrét helst séð um drykkjarstöðina í markinu í Reykjavíkur- maraþoninu ásamt félögum sínum í ÍR. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is ÍBR síðastliðin tvö ár.“ Utan þess að spila handbolta er Margrét nýbökuð móðir og vinnur sem upplýsingaöryggisstjóri hjá Credit- info. Sérstök gleði Undanfarin ár hefur Margrét helst séð um drykkjarstöðina í markinu í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt félögum sínum í ÍR. „Þá erum við yfirleitt átta saman og erum vel merktar í tilheyrandi vestum. Við setjum upp borðin og fyllum þau af glösum með vatni og Gatorade. Þegar borðin eru orðin full byrjar fólkið að streyma inn. Þá þurfum við að hafa hraðar hendur og fylla á því keppendurnir eru svo ótrú- lega margir og allir þyrstir. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna því hlaupararnir eru svo glaðir og þakklátir. Það er einhver sérstök gleði á þessum degi í kringum þennan viðburð.“ Góðar minningar Hún á margar góðar minningar frá síðustu árum. „Ég man sérstaklega eftir einu skemmtilegu atviki í fyrsta hlaupinu sem ég starfaði við. Þá var ég níu ára og systur mínar voru sjö og þriggja ára. Yngsta systir mín var með snuð og í allt of stóru vesti að rétta hlaupurunum glös. Það vakti mikla lukku hjá erlendum keppendum að hitta heila fjölskyldu á drykkjarstöð, þá sérstaklega þennan yngsta sjálf- boðaliða. Að loknu hlaupi fengu skipuleggjendur póst frá erlendum hlaupahópi með þökkum fyrir frábært hlaup. Hópurinn minntist sérstaklega á litlu fjölskylduna við Víkingsheimilið og sendi með mynd af okkur.“ Margt smátt gerir eitt stórt Starf sjálfboðaliðans er mjög gefandi og skemmtilegt að sögn Margrétar og mælir hún hiklaust með því að fólk prófi það. „Við höfum öll gott af því að gefa tíma okkar og láta gott af okkur leiða. Svo er þetta bara svo skemmtilegt enda mikil gleði hjá hlaupurunum og bara tónlist og fjör út um allt.“ Hún hvetur sem flesta til að taka að sér sjálf boðaliðastarf hjá íþróttafélaginu sínu, sveitarfélag- inu eða einhverjum af fjölmörgu góðgerðarfélögunum sem starfa hér á landi. „Margt smátt gerir eitt stórt og svo eru íþróttafélögin okkar og góðgerðarfélögin byggð upp á sjálf boðaliðastarfi. Okkur munar ekki um einn eftirmiðdag eða einn morgun en sjálf boða- liðar skipta sköpum í þessari starfsemi.“ n 4 kynningarblað 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGURMAR AÞON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.