Fréttablaðið - 13.08.2021, Qupperneq 18
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@
frettabladid.is
Samtök Hjartaheilla hafa
unnið samfleytt að bættri
fræðslu um hjartaheilsu frá
árinu 1983. „Okkar helsta
áherslumál í dag er hjarta-
stoppið og hvað er hægt að
gera til að lágmarka skaða af
völdum þess,“ segir Sveinn
Guðmundsson, formaður
Hjartaheilla.
Hjartastopp er alvarlegt mál sem
snertir stóran hóp fólks og marga
aldurshópa. „Hérlendis fara um
tvö hundruð manns í hjartastopp
á hverju ári og mikill meirihluti
fólks er utan spítala og því ekki í
návígi við sérfræðinga. Skýrasta
dæmið um hversu skyndilega og
óvænt hjartastopp getur orðið, var
þegar fótboltakappinn Christian
Eriksen fór í hjartastopp á vell-
inum á meðan leik Dana og Finna
stóð á Evrópumeistaramótinu
2020,“ segir Sveinn.
Hársbreidd á milli lífs og dauða
Stór hluti af starfi Hjartaheilla er
að miðla upplýsingum og fræðslu
um málefni hjartasjúklinga.
„Okkar markmið með komandi
hausti er að halda áfram með
kynningar á endurlífgunum sem
og hamra á mikilvægi og notkun
hjartastuðtækja. Það er gríðarlega
áríðandi að kenna fyrstu handtök-
in ef einhver í nærumhverfinu fer
í hjartastopp til að tryggja öllum
öryggi í leik og starfi. Það tekur
ekki nema 3-5 mínútur að viðkom-
andi verði fyrir skaða af völdum
hjartastopps og því skipta fyrstu
mínúturnar sköpum. Hjartastuð-
tæki í dag eru einföld í notkun og
það ættu allir að geta lært á þau til
að bjarga mannslífum.“
Þegar hjartastopp verður er
sjaldnast sérfræðingur á staðnum
og oftar en ekki eru nokkrar
mínútur í að sjúkrabíll geti
mætt á svæðið. „Það að almenn-
ingur kunni handtökin og kunni
á hjartastuðtæki getur bjargað
mannslífum. En það skiptir líka
máli að þeir sem eru viðstaddir
þegar hjartastopp á sér stað hafi
aðgang að upplýsingum og við-
eigandi búnaði. Því er gríðarlega
mikilvægt að til sé miðlægur
gagnagrunnur um það hvar næstu
hjartastuðtæki eru staðsett. Það
eru nú þegar komin upp hjarta-
stuðtæki á ýmsum stöðum, í sundi,
líkamsræktarstöðvum og víðar.
Það er áríðandi að þessi tæki séu
öllum sýnileg þannig að allir geti
notað þau ef þörf krefur.
Í Danmörku er þessu hagað svo
að í þéttbýli eru hjartastuðtæki
á hverju 100 metra millibili. Ef
neyðarlínunni berst tilkynning
um að einhver fari í hjartastopp
er haft samband við fimm til sex
aðila í nærumhverfi sem allir
mæta á staðinn með hjartastuð-
tæki. Við sjáum fyrir okkur að
svona net og miðlægur gagna-
grunnur gæti bjargað mörgum
mannslífum. Sérstaklega eru
erfiðar aðstæður hérlendis til
snöggra viðbragða til endurlífg-
unar, vegna dreifingar á byggð,
jafnvel innan sveitarfélaga. Það
mun kalla á auknar aðgerðir.
Enn sem komið er, þá er ekki
til neinn gagnagrunnur um þessi
tæki á Íslandi. En við erum komin
í samstarf við aðila sem getur lagt
til tæknibúnað sem má nota til að
kortleggja staðsetningu hjarta-
stuðtækja.“
Að almenningur skilji neyðina
Hjartaheill hefur rekið áróður fyrir
lausnum af völdum hjartastopps
undanfarin ár og hafa ýmis stór
skref verið tekin á þessum tíma.
„Hjartastopp er eitt af fjölmörgum
brýnum verkefnum sem við hjá
Hjartaheill vinnum markvisst að.
Þetta er nú þriðja árið í röð sem við
rekum þennan áróður og í dag er
áherslan sérstaklega á fræðslu og
samstarf með fyrirtækjum, stofn-
unum, félögum og einstaklingum
sem og samvinnu með Neyðar-
línunni.
Nú síðast lögðum við, ásamt
fleiri félögum, til fjármuni svo að
hægt væri að kaupa endurlífgunar-
brúður í alla skóla landsins. Þannig
er hægt að kenna öllum grunn-
skólabörnum að bjarga mannslífi
með endurlífgunaraðferðum.
Við viljum að almenningur skilji
neyðina á bak við þetta málefni,
því án undankominnar fræðslu
gerir það enginn nema það brenni
á eigin skinni.“
Dýrmætt söfnunarfé
Undanfarin ár hefur fjöldi fólks
hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu
Hjartaheillum til stuðnings og
gefið dýrmætt söfnunarfé. „Við
fögnum því að fólk taki þátt í
hlaupinu og styðji við bakið á
okkur í leiðinni. Þarna er líka
samankominn hópur af fólki sem
ætti að vita af því hvað átakið
Hjartastopp er þýðingarmikið í
dag og hversu mikið þjóðþrifa-
mál það er að klára það og koma í
farveg,“ segir Sveinn. n
Hjartastopp – ég eða þú?
Sveinn Guðmundsson er formaður Hjartaheilla. Hann segir lykilatriði að hjartastuðtæki séu aðgengileg. Hjartastopp
sé mál sem snertir stóran og ólíkan hóp fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON
6 kynningarblað 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGURMAR AÞON
Til að ná árangri í íþróttum
er mikilvægt að hafa and-
legu hliðina í lagi. Lang-
hlaup eins og maraþon
krefjast þrautseigju og
mikilvægt er að geta tekist á
við hindranir af yfirvegun.
Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasál-
fræðingur segir að þessa dagana sé
mikið rætt um mental toughness í
íþróttaheiminum sem mætti þýða
sem andlega seiglu. Hún segir and-
lega seiglu vera mikilvæga til að ná
góðum árangri í íþróttum.
„Skilgreiningin á henni er í raun
geta einstaklinga að ná persónu-
legum markmiðum sínum þrátt
fyrir hindranir og streituvaldandi
aðstæður,“ útskýrir hún.
Hafrún segir að í grunninn
samanstandi andleg seigla af
fjórum þáttum. Áhuga, getu til að
takast á við streitu, sjálfstrausti og
einbeitingu.
„Maður verður að hafa áhuga
til að ná markmiðum sínum. Það
dugir ekki bara að skrifa þau niður.
Maður verður að hafa vilja til að ná
þeim og gera það sem þarf til þess,“
segir hún.
„Í þeim efnum hjálpar að búa til
skammtímamarkmið að langtíma-
markmiðunum. Það hjálpar líka
að sjá fyrir sér að maður sé að ná
markmiðum sínum og árangri.“
Hún segir einnig mikilvægt að
geta tekist á við streituvaldandi
aðstæður í maraþonhlaupi til að
ná að þrauka í gegnum erfiðu og
leiðinlegu partana af hlaupinu.
„Því stundum verður þetta hel-
víti erfitt. Það þarf líka að byggja
upp sjálfstraust en það eru til
margar leiðir til þess,“ segir hún.
„Svo er það fjórði þátturinn sem
er að vera með einbeitinguna á
réttum stað. Það er mikilvægt að
láta ekki utanaðkomandi þætti
sem skipta ekki máli fyrir frammi-
stöðuna trufla sig. Það þarf að
fókusa á það sem maður hefur
stjórn á og láta það sem maður
hefur ekki stjórn á lönd og leið.“
Gott að skipta hlaupinu í kafla
Hafrún segir að í raun eigi þetta
við um allt sem maður vill ná
árangri í, en að andleg seigla sé
sérstaklega mikilvæg fyrir mara-
þonhlaupara sem þurfa að halda
út lengi.
„Það er gott fyrir maraþonhlaup-
ara að vera tilbúnir með sjálfstal.
Að vera búnir að ákveða fyrirfram
hvað þeir ætla að segja við sjálfa sig
þegar erfiðleikarnir koma. Eins og
ef þeir finna fyrir verkjum í fótum,
eru þreyttir eða þegar erfið brekka
er fram undan og þeir þurfa að
peppa sig áfram,“ segir hún.
„Það er gott að ákveða fyrirfram
hvernig tækla á aðstæður sem
koma upp þar sem þig langar helst
að stoppa. Það er líka gott að skipta
hlaupinu í huganum í litla kafla.
Þetta er eins og að borða fíl. Það
þarf að gera það í litlum bitum.“
Hafrún segir líka að gott sé
að loka augunum og sjá sig fyrir
sér sigrast á ákveðnum köflum
hlaupsins.
„Þetta er sniðugt ef þú veist fyrir-
fram hvaða kaflar eru erfiðir. Ef
þú sérð þig fyrir þér sigrast á þeim
köflum þá ertu tilbúnari andlega
til að koma inn í þá kafla,“ segir
hún.
„Kári Steinn Karlsson hefur sagt
frá því að þegar hann var að keppa
í London og þegar hann náði
Ólympíulágmarkinu, þá hafi hann
verið búinn að skrifa skilaboð til
sín á vatnsbrúsana. Það eru allir
með sína vatnsbrúsa og hann sendi
sjálfum sér hvetjandi skilaboð sem
hann skrifaði á þá. Þegar hann
kom á hverja stöð þá sá hann skila-
boðin. Ég man að hann sagði að
þegar hann náði ólympíulágmark-
inu fyrir London þá voru skila-
boðin á síðasta brúsanum: London
2012. Þessi skilaboð hvöttu hann
áfram síðustu metrana.“ n
Gott að loka augunum og sjá fyrir sér árangur
Hafrún Krist-
jánsdóttir
íþróttasál-
fræðingur segir
andlega seiglu
mikilvæga
fyrir mara-
þonhlaupara.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIG-
TRYGGUR ARI
Að skrifa hvetj-
andi skilaboð á
vatnsflöskur er
gott ráð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY