Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 24
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@ frettabladid.is Nú er Reykjavíkurmara- þonið á næsta leiti og stór hópur skráður til leiks. Fólk hleypur mismunandi vega- lengdir og mishratt, sumir í félagsskap og aðrir taka þátt sem einstaklingar. Það getur verið gríðarleg hvatning að hlaupa með eitthvað skemmti- legt í eyrunum og skiptir jafnvel sköpum fyrir marga hlaupara. Íþróttafræðingurinn Nanna Kaaber þekkir jafnt til hindrana og hvatningar hlauparans, en hún byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en 2010. „Mér fannst alltaf leiðinlegt að hlaupa og var alltaf að erfiða við það en var samt alltaf að reyna. Það var ekki fyrr en í fæðingarorlofi með annað barn og aftur eftir skurðaðgerð á kálfa árið 2016 að ég neyddist til að byrja hægt og rólega, mikið hægar en mig langaði til, og passa að fara ekki of geyst af stað. Þá allt í einu small eitthvað og ég fór að geta hlaupið meira og meira og virki- lega naut þess,“ segir Nanna sem er menntaður íþróttafræðingur. Hleypur alltaf úti „Í dag hleyp ég mikið. Mér finnst engin hreyfing jafn frelsandi og hlaupin. Það er eitthvað alveg sérstakt við það að geta reimað á sig skóna og hlaupið út og vera allt í einu komin í annað bæjarfélag eða upp á fjall og ferðast tiltölu- lega hratt yfir. Svo er svo þægi- Helst eitthvað sem ég get dillað mér við Íþróttafræðingurinn Nanna Kaaber birtir uppáhalds hlaupalagalistann fyrir maraþonhlauparana í september. Er uppáhalds hlaupalagið þitt á listanum hennar? MYND/AÐSEND Nanna nýtur þess að hlaupa úti í náttúrunni og hlusta á fuglasönginn. Þegar hún sprettir á malbikinu finnst henni best að hlusta á eitthvað hresst sem hún getur sönglað með. legt hvað það felst lítil fyrirhöfn í hlaupunum. Það er hægt að taka hlaupa skóna með hvert sem er. Ég hef fjórum sinnum hlaupið hálf- maraþon og svo hljóp ég Laugaveg- inn tvisvar í sumar, í hvort skiptið á tveimur dögum. Ég hleyp alltaf úti og finnst fátt betra en að fá súrefnið beint í æð. Ég hleyp hvort tveggja á malbikinu og í náttúrunni, bæði hægt og rólega en tek líka styttri sprettæf- ingar. Þegar ég er að hlaupa róleg löng hlaup finnst mér skemmti- legast að hlusta á hlaðvörp eða mjúka þægilega tónlist. Þá finnst mér mjög hvetjandi að hlusta á heilsutengd hlaðvörp og mæli sér- staklega með Hlaupalífi hlaðvarpi fyrir hlaupara. Svo hef ég gaman af viðtölum Snorra Björns hlaupara, hann er alltaf skemmtilegur. Í interval-hlaupunum, sérstak- lega þegar ég er að spretta, finnst mér gott að hafa einhverja hressa tónlist sem ýtir mér aðeins áfram, helst eitthvað sem ég get dillað mér við og sönglað með. Ég er alæta á tónlist og get hlustað á allt frá gömlum íslenskum dægurlögum og yfir í Spice Girls, Aron Can, Harry Styles og Eurovision, sem er enn mjög vinsælt á heimilinu, þremur mánuðum eftir að keppnin var haldin. Skrillex var til dæmis vinsælt hjá mér á tímabili í sprettinum. Þegar kemur að náttúru- hlaupunum er ekkert sem toppar Heiðmörkina og slóðana þar. Þar er hægt að finna fullt af fallegum leiðum, allt frá 3 km upp í uppá- halds ríkishringinn sem er 12,5 km. Maður fer aldrei í vondu skapi úr Heiðmörk. Þá vil ég þó helst ekki hlusta á neitt, heldur finna fyrir andardrættinum og hlusta á fuglasönginn. En þetta fer þó allt eftir því hvernig skapi ég er í þann daginn, stundum nenni ég alls ekki að hlusta á neitt og vil vera laus við áreiti en stundum finnst mér ég þurfa tónlistina.“ Skotheldur hlustunarlisti fyrir maraþonið Nanna setti saman hlustunarlista með uppáhalds hlaupalögunum fyrir þá sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og er hann að finna á Spotify undir nafninu Uppáhalds hlaupalögin. Á listanum er fjölbreytt lagaúrval eins og Can‘t feel my face með The Weekend, Stick‘Em Up með Quarashi, This One's For You með David Guetta, Holding Out for a Hero með Bonnie Tyler, Bootyl- icious með Destiny‘s Child, Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni, framlag Svía til Eurovision, Can‘t Go On með Robin Bengtsson, Cheap Thrills með Sia, Kickstart My Heart með Mötley Crüe, Proud Mary með Tinu Turner og margt fleira. Þjálfar hlaupara Nanna er íþróttafræðingur og hefur unnið sem þjálfari síðustu sjö ár. „Síðasta eina og hálfa árið hef ég aðallega unnið sem fjarþjálf- ari og hef haldið utan um samfélag kvenna sem stunda heimaþjálfun, hlaupa og fara í ræktina, undir nafninu Kaaber - Heilsa,“ segir Nanna. Nanna hefur þjálfað fólk í ýmsu formi og með alls konar getustig, meðal annars fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í hlaupum sem og langhlaupara. „Ég hef þjálfað fólk sem er að byrja að hlaupa og vill geta hlaupið 5-10 km og haft gaman af því. Ég hef líka þjálfað fólk sem vill auka hraðann sinn eða komast upp í hálfmaraþons vegalengdina. Ég hef þá boðið upp á hlaupaprógrömm fyrir byrjend- ur og lengra komna og verið með náttúruhlaupahóp sem gengur líka á fjöll hjá Ferðafélagi Íslands.“ Hefurðu einhver góð ráð fyrir fólk sem er til dæmis að hlaupa 10 km í fyrsta skipti í Reykjavíkur- maraþoninu? „Fyrir það fyrsta þá er það að byrja ekki of hratt. Það er ótrúlega freistandi að byrja og gefa allt í, en það er betra að byrja rólega og gefa svo hægt og rólega í og taka svo góðan endasprett ef maður á inni fyrir honum. Það er mikil- vægt að drekka nóg af vatni daginn fyrir hlaup og borða næringar- ríkan mat. Á keppnisdegi er það svo að borða það sem maður er vanur í morgunmat. Ef maður fer mikið að breyta út af vananum þá er hætt við því að maður fái í magann í miðju hlaupi sem er minna skemmtilegt. Svo er það bara að njóta hlaupsins og pæla minna í því á hvaða tíma maður er að hlaupa og meira í því hvað það er stórkostlegt að geta hlaupið svona.“ n Anti Leg Cramps Samanstendur af magnesíum ásamt B6 vítamíni sem eykur upptöku þess og E vítamíni sem hefur góð samverkandi áhrif með magnesíum. Anti Leg Cramps kemur þér á leiðarenda. Fæst í apótekum, Fjarðarkaup og Heimkaup.is HLAUPTU ALLA LEIÐ Í MARK! 12 kynningarblað 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGURMAR AÞON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.