Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 6
Persía mottur
Parki býður upp á sérvaldar handhnýttar mottur
og vandaðar vélofnar mottur úr hæsta gæðaflokki.
Yfir 300 mottur til á lager og sérpantanir í boði.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook!facebook.com/Parki.interiors
thorgrimur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Úrskurðarnefnd
velferðarmála hefur ógilt ákvörðun
Tryggingastofnunar ríkisins um að
synja manni um örorkulífeyri vegna
þunglyndis og kvíða.
Kærandinn í málinu hafði sótt
um örorkulífeyri í nóvember árið
2020 en var synjað og hann aðeins
talinn uppfylla skilyrði fyrir veit-
ingu örorkustyrks.
Samkvæmt læknisvottorði hafði
maðurinn þjáðst af kvíða og þung-
lyndi frá barnæsku sem hafði ágerst
á síðari árum. Kvíði og félagsfælni
mannsins hafði skert vinnufærni
hans og læknir hafði úrskurðað
hann óvinnufæran í ágúst 2020.
Maðurinn hafði farið í sál-
fræðitíma og sótt endurhæfingar-
námskeið hjá Virk en undir lok
námskeiðsins var talið að starfs-
endurhæfing væri fullreynd og enn
ekki raunhæft fyrir hann að fara
aftur á almennan vinnumarkað.
Eftir viðtal og skoðun hjá skoðun-
arlækni hafnaði Tryggingastofnun
umsókn mannsins um örorkulífeyri
á þeim grundvelli að hann uppfyllti
ekki skilyrði staðals um lífeyrinn,
sem er að jafnaði aðeins veittur fólki
með 75 prósent örorku.
Til þess að teljast 75 prósent
öryrki hefði maðurinn þurft að fá
minnst tíu stig í örorkustaðli sem
lýtur að andlegri færni en alls var
andleg færnisskerðing hans metin
til níu stiga.
Úrskurðarnefndin ógilti ákvörð-
un Tryggingastofnunar því hún
taldi ósamræmi í mati skoðunar-
læknis.
Skoðunarlæknir hafði tekið fram
að maðurinn væri snyrtilegur til
fara í viðtalstíma og væri annt um
útlit sitt. Hins vegar hafði komið
fram í greinargerð að versnandi
líðan mannsins hefði haft áhrif á
umhirðu hans, meðal annars þann-
ig að hann hætti að sinna hreyfingu
og heimilisverkum.
Þetta taldi úrskurðarnefnd benda
til þess að manninum væri ekki
annt um útlit sitt eða aðbúnað, sem
gat skilað honum einu stigi í örorku-
staðlinum um andlega færni.
Úrskurðarnefnd vísaði málinu
því aftur til nýrrar meðferðar hjá
Tryggingastofnun. ■
Umhirða umsækjanda hafði úrslitaáhrif vegna örorkulífeyris
Tryggingastofnun hafði synjað
beiðni um örorkulífeyri þar sem skil-
yrði örorkumats þóttu ekki uppfyllt.
Aukinn fjöldi leitar lyfjameð-
ferðar á Vogi vegna ópíóíða-
fíknar. Dauðsföllum hefur
ekki fjölgað vegna lyfjaeitr-
unar þrátt fyrir aukna neyslu.
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Aukning var í inn-
lögnum einstaklinga með greinda
ópíóíðafíkn á Vog á síðasta ári
miðað við árin á undan. Árið 2020
var hlutfall sjúklinga á Vogi sem
notuðu ópíóíða 25,1 prósent miðað
við rétt rúm tíu prósent árið 2010 og
17,6 prósent árið 2015.
Hlutfall sjúklinga á Vogi í fyrra
með greinda ópíóíðafíkn var tæp-
lega 16 prósent sem er 2,5 prósenta
aukning miðað við 2019 og sex pró-
senta aukning miðað við árið 2010.
Valgerður Rúnarsdóttir, yfir-
læknir á Vogi, segir ópíóíðafíkn afar
hættulega, ofskammtar af slíkum
efnum geti valdið dauðsföllum.
„Það eru miklu meiri líkur á að
þú deyir af ofskammti af þessum
lyfjum heldur en nokkrum öðrum
lyfjum,“ segir Valgerður.
Ópíóíðalyf eru til dæmis morfín-
lyf, oxykontín og parkódín. Segir
Valgerður þau hættulegust séu þau
reykt eða sprautað í æð. Mest aukn-
ing hafi verið á neyslu þeirra í æð.
Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum
vegna of stórra lyfjaskammta um 30
prósent í Bandaríkjunum og um sex
prósent í Skotlandi. Þrátt fyrir aukna
neyslu ópíóíðalyfja hérlendis virðist
dauðsföllum af völdum þeirra ekki
hafa fjölgað samkvæmt upplýsing-
um af vef Embættis landlæknis.
Á síðasta ári létust 37 einstakling-
ar vegna lyfjaeitrunar hér á landi.
Meðalfjöldi einstaklinga sem látast
af þeim orsökum árlega síðustu
fimm ár er 32,2 einstaklingar. Árið
2019 voru þeir 30 talsins og árið 2018
voru þeir 39.
Valgerður segir góðar fréttir að
dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar
hafi ekki fjölgað hér ört líkt og gerst
hafi í öðrum löndum, þessar tölur
telji þó með allar lyfjaeitranir, ekki
einungis af völdum ópíóíða.
Valgerður segir gott aðgengi að
meðferðum og velferðarkerfinu
hér á landi geta verið skýringu á að
dauðsföllin séu ekki f leiri en raun
beri vitni.
„Staðreyndin er sú að meðferð-
irnar geta bjargað lífum og það hefur
orðið aukning á því, það hefur orðið
mikil fjölgun í lyfjameðferðinni við
ópíóíðafíkn hjá SÁÁ,“ segir hún.
Meðferðir sem veittar eru við
ópíóíðafíkn á Vogi eru viðhaldsmeð-
ferðir. Þar fá sjúklingar lyfjameð-
ferð við fíkninni. Notuð eru lyfin
Suboxone, Buvidal og Methadon
sem draga úr fíkn og hættulegum
afleiðingum af neyslu ópíóíða.
„Lyfin eru notuð til að meðhöndla
fíknina en koma ekki í staðinn fyrir
vímuefni,“ útskýrir Valgerður.
„Þessi lyf hafa verið með okkur í
áratugi og eru einnig notuð í öðrum
löndum svo það er komin löng
reynsla á þau,“ bætir Valgerður við.
„Það eru ekki til svona lyf við ann-
arri fíkn eins og til dæmis amfeta-
míni, en fólk fær þessi lyf reglulega
og við höldum utan um meðferðina
hjá okkur,“ segir Valgerður Rúnars-
dóttir. ■
Dauðsföllum hefur ekki fjölgað í takt
við aukna neyslu ópíóíða hérlendis
Árið 2020 var hlutfall sjúklinga á Vogi sem notuðu ópíóíða 25,1 prósent miðað við rétt rúm tíu prósent árið 2010 og
17,6 prósent árið 2015. Yfirlæknir á Vogi segir ópíóíðafíkn afar hættulega. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Það eru miklu meiri
líkur á að þú deyir af
ofskammti af þessum
lyfjum heldur en nokkr-
um öðrum lyfjum.
Valgerður
Rúnarsdóttir,
yfirlæknir á Vogi.
hjorvaro@frettabladid.is
SPÁNN Kólumbíska söngkonan
Shakira hefur verið til rannsóknar
hjá spænskum skattyfirvöldum
síðustu þrjú árin en talið er að hún
hafi vantalið fram 14,5 milljónir
evra í skattframtölum sínum.
Shakira gæti átt yfir höfði sér
fangelsisdóm verði hún dæmd sek
um ásakanir skattyfirvalda.
Þessi vinsæla söngkona hefur
verið í samningaviðræðum við
skattyfirvöld á Spáni og gæti náð
að semja sig frá réttarhöldum sam-
kvæmt frétt El País um málið.
Kæra skattyfirvalda er komin inn
á borð saksóknara sem ákveður á
næstu dögum hvort málið fari fyrir
spænska dómstóla. Saksóknara-
embættið telur að nægar sannanir
séu fyrir hendi til þess að sýna fram
á að Shakira hafi falið tekjur sínar
í gegnum flókinn vef fyrirtækja í
skattaparadísum.
Þannig hafi Shakira hætt að borga
skatta á Spáni á árunum 2012 til
2014 þrátt fyrir að henni hafi borið
skylda til þess þar sem hún var með
lögheimili á spænskri grundu.
Shakira heldur því fram að á
fyrrgreindu tímabili hafi hún verið
búsett á Bahamaeyjum og af þeim
sökum hafi hún ekki átt að borga
skatta í spænskan ríkissjóð. ■
Mál Shakiru gæti
farið fyrir dóm
Söngkonan Shakira.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
6 Fréttir 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ