Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 16
Eyjafólk hefur ekki beinlínis
borið harm sinn í hljóði eftir
að Þjóðhátíð var blásin af en
þótt pirringur hafi nú vikið
fyrir sorg er auðheyrt á Eyja-
pæjunum Svövu Kristínu
Grétarsdóttur og Söru Sjöfn
Grettisdóttur að í Eyjum sé
einhugur um að gera sem best
úr grautfúlum aðstæðum.
thorarinn@frettabladid.is
svavamarin@frettabladid.is
Verslunarmannahelgin verður miklum mun viðburðasnauðari en vonir stóðu til og áætl-anir gerðu ráð fyrir.
Hertar samkomutakmarkanir hafa
gert út af við allar fyrirhugaðar
fjöldasamkomur og útihátíðir þar
sem Þjóðhátíð í Eyjum skilur vita-
skuld eftir sig stærsta skarðið annað
árið í röð.
Í fyrra var með öllu óhjákvæmi-
legt að slá hátíðina af en í ár var
útlitið miklu bjartara og allt var
tilbúið fyrir fyrirhugaða og mögu-
lega stærstu Þjóðhátíð sögunnar
2021 þegar Delta-afbrigðið laumaði
sér inn í landið og gerði út um allar
vonir og fögur fyrirheit.
Svava Kristín Grétarsdóttir,
íþróttafréttakona á Sýn, hefur ekki
farið leynt með vonbrigði sín á sam-
félagsmiðlum en var þó að komast í
vægt þjóðhátíðarskap þegar Frétta-
blaðið heyrði í henni hljóðið í gær.
„Þetta er alveg öðruvísi núna,“
segir hún þegar hún er spurð hvort
vonbrigðin í ár séu ekki enn meiri en
í fyrra. „Þegar við byrjuðum í fyrra
að ferðast innandyra, í mars-apríl,
þá bjóst maður samt ekki við því að
það yrði ekki Þjóðhátíð. Maður var
bara þvílíkt bjartsýnn.“
Pirringur víkur fyrir sorg
Raunin hafi þó orðið önnur og
ósköp lítið við því að segja. „En ég
hefði getað sett milljón á að það
yrði Þjóðhátíð í ár. Að þetta yrði
ekki ennþá í gangi ári seinna. Það
var alveg hræðilegt í fyrra að hugsa:
Guð minn góður! Það er bara ár í að
við fáum Þjóðhátíð.“
Nú stendur Eyjafólk hins vegar
frammi fyrir því að það verður
engin Þjóðhátíð tvö ár í röð og til-
finningarnar eru blendnar. „Í fyrra
var svona pirringur en núna er bara
rosalega mikill leiði einhvern veginn
á eyjunni. Það er rosa sorg bara,“
segir Svava Kristín og hlær nú samt.
„Það er eiginlega bara þannig. En
það er samt bara eins og í fyrra að
allir eru að reyna að gera sitt besta.
Við tæklum þetta bara eins og Þjóð-
hátíð. Við tölum eins og það sé Þjóð-
hátíð. Eini munurinn er sá að við
förum ekki inn í Dal.“
Hvítum tjöldum slegið upp
Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri
Þjóðhátíðarblaðs Vestmannaeyja
í ár, tekur í sama kassagítarstreng.
„Svona er þetta bara og þessu verður
ekki breytt. Auðvitað er þetta graut-
fúlt en maður skilur þetta alveg.
Vonbrigðin eru mikil hjá f lestum
en fólk er að reyna að gíra sig upp og
reyna að gera gott úr þessu,“ segir
Sara Sjöfn sem fær ekki betur séð en
að fólk reyni almennt að hafa gaman
með vinum og fjölskyldu.
„Já, já. Ég er búin að skreyta allan
garðinn hérna heima hjá mömmu
og pabba og það eru hvít tjöld í
mörgum görðum hérna. Hér og þar
er verið að plana alls konar garð- og
tjaldpartí alla helgina,“ segir Svava
Kristín og tekur undir að í raun megi
tala um lítil Þjóðhátíðarútibú víða
um bæinn.
„Það er fullt af hvítum tjöldum í
görðunum úti um allan bæ og fólk er
að halda í fjölskylduhefðirnar með
En ég hefði getað sett
milljón á að það yrði
Þjóðhátíð í ár.
Svava Kristín.
Mér heyrist
á öllum að
þeir ætli að
gera eitt-
hvað en
þetta
verður
ekki svona
þriggja
daga dæmi
eins og ef
þetta væri
inni í Dal.
Sara Sjöfn
Svava Kristín segir fólk gera það besta úr leiðinlegri stöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þjóðhátíð eins
og fólk þekkir
hana best en
Dalurinn verður
heldur tómlegur
annað árið í röð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
Sara Sjöfn segir fjölskyldurnar halda í hefðirnar óháð öllu öðru. MYND/AÐSEND
Sara Sjöfn segir
ekkert jafnast á
við stuðið inni í
Dal. MYND/AÐSEND
Þjóðhátíðarútibú úti um allar Eyjar
um það í Eyjum. Það munu eflaust
margir horfa eftir á. Á mánudeg-
inum, en á sunnudeginum reynum
við að gera eitthvað gott saman.
Eitthvað sem kæmi í staðinn fyrir
Þjóðhátíð. Ég veit það eru margir
sem eiga rauð blys og það verður
eitthvað gert.“
sínu fólki,“ heldur Sara Sjöfn áfram.
„Fjölskyldur halda í sínar hefðir og
eru þær margar eins og fólkið er
margt,“ segir Sara Sjöfn sem veit ekki
betur en að Dalnum verði lokað frá
og með deginum í dag.
„Mér heyrist á öllum að þeir ætli
að gera eitthvað en þetta verður ekki
svona þriggja daga dæmi eins og ef
þetta væri inni í Dal.“
Grátt ofan á svart
Svava Kristín segir að ekki hafi held-
ur bætt úr skák að ofan í 200 manna
samkomutakmörkunina, sem gerði
út af við Þjóðhátíðina, hafi börum og
skemmtistöðum verið gert að loka
klukkan 23.
„Það er búið að stoppa allt. Bærinn
var bara kjaftfullur á fimmtudags-
kvöld og verið að henda öllum út
klukkan ellefu. En það er bara eins
og það er og þá bara strunsa allir í
halarófu í næstu garða.“
Engin sófabrekka
Og þar eru kassagítararnir oftar en
ekki með í för og víða á lofti. „Já, já.
Nóg af kassagítörum. Það er bara
þannig og allir bara með drykki í
bakpoka. Það er bara eins og það
er og við reynum bara að gera sem
best út úr þessu,“ segir Svava Kristín
en heldur því vandlega til haga að
tilhugsunin um tveggja ára Þjóð-
hátíðarhlé sé erfið og ágeng.
Þrátt fyrir messufallið í Dalnum
verður Brekkusöngurinn sendur út
í beinu vefstreymi en Svava Kristín
segist aðspurð ekki sjá fyrir sér að
eyjarskeggjar muni ryðjast upp í
sófa til þess að syngja með.
„Nei, ég held það verði mjög lítið
Bætt upp fyrir geðveikina
Svava Kristín segir blóðið einnig
renna mannskapnum til skyldunnar
og að fólk megi ekki gleyma þeim
sem taka á sig þung efnahagslegt
högg annað árið í röð.
„Við verðum bara að vera dugleg
að ganga á milli og styðja við fyrir-
tækin sem voru búin að undirbúa sig
fyrir Þjóðhátíð og eru náttúrlega að
tapa gríðarlegum fjárhæðum.
Þetta er náttúrlega til dæmis rosa-
legt fyrir veitingastaðina sem voru
búnir að kaupa rosalega mikið inn
fyrir geðveikina sem Þjóðhátíð er.
Og þetta er sko bara hráefni sem
verið er að kasta. Þannig að mér
heyrist svona á f lestum að þeir
ætli allir að vera duglegir að sækja
staðina og reyna að styðja þá eins
og hægt er.“
Þegar Fréttablaðið ræddi við
Svövu Kristínu var hún enn að reyna
að átta sig á hversu þungur straumur
fólks lægi í Eyjar um helgina. „Ég tók
rosa mikið eftir því í fyrradag að
þetta væri fólk sem hefur tengingu
í Eyjar. Ég sá ekki andlit sem ég hef
ekki séð áður. Það var náttúrlega
bara fimmtudagskvöld þannig að
það verður fróðlegt að sjá hvernig
þetta verður og ég vona innilega að
aðkomufólk hafi ákveðið að taka
bara helgi í Eyjum þrátt fyrir að það
verði ekki Þjóðhátíð.“ n
HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR