Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 28
Starfsmaður óskast Fullt starf Ferðaþjónusta Starfsmaður óskast sem fyrst í fullt starf við ferðaþjónustu á Hala í Suðursveit. Sjá nánar á Job Sérfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf sérfræðings, til eins árs, á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu. Verksvið skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu er annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónusta auk eftirmeðferðar og endurhæfingar, þjónustu hjúkrunarheimila, dagdvalar aldraðra og sjúkraflutninga. Skipulag skrifstofunnar byggir á þjónustuflokkum og snýr auglýst starf að lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu innan sem utan stofnana. Helstu verkefni: • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð á sviði heilbrigðisþjónustu. • Eftirfylgni aðgerðaáætlana á sviði heilbrigðisþjónustu. • Samskipti við stofnanir heilbrigðisráðuneytis og þjónustuveitendur. • Svörun stjórnsýsluerinda. Hæfni- og menntunarkröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu og stefnumótunar er æskileg. • Þekking og reynsla af starfssviði endurhæfingar. • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð tölvukunnátta. • Metnaður og vilji til að ná árangri. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt hæfni í verkefnastjórnun. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku nauðsynleg og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli æskileg. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahags- ráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2021 og umsókn óskast fyllt út á www.starfatorg.is. Starfshlutfall er 100% Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri gudlaug.einarsdottir@hrn.is og í síma 545 8700. Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Verkefnastjóri TextílLabs Textílmiðstöð Íslands auglýsir eftir öflugum aðila í nýtt og spennandi starf við uppbyggingu TextílLabs á Blönduósi. Um er að ræða einstakt tækifæri til að móta og þróa nýtt starf þar sem fléttast saman aldagömul textílhefð okkar Íslendinga og fjórða iðnbyltingin. Helstu verkefni og ábyrgð • Tekur á móti einstaklingum og hópum og kynnir möguleika smiðjunnar • Leiðbeinir notendum og veitir tæknilega leiðsögn • Tekur virkan þátt í að aðstoða frumkvöðla og sprota- fyrirtæki í textíl nýsköpun • Heldur utan um og framfylgir viðhaldi og hreinlæti á tækjabúnaði • Heldur utan um skráningar, heimsóknir og önnur töluleg gögn • Annast kennslu á tækjabúnað og heldur reglulega námskeið • Tekur þátt í gerð og þróun námsefnis og námskeiða • Tekur þátt í öðrum tilfallandi verkefnum hjá Textíl- miðstöðinni. Hæfniskröfur • Brennandi áhugi á því að móta sitt starf með tilliti til fjórðu iðnbyltingar í tengslum við textíl • Iðn- eða háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur • Þekking á hönnunarforritum tengd stafrænni tækni kostur • 2D og 3D hönnunar forrit, myndvinnsla ofl. • Þekking á framleiðsluferlum textíls kostur • Reynsla af notkun FabLab kostur • Lipurð í samskiptum og þjónustulund • Starfið kemur til með að gera mikla kröfu á sjálfstæði og frumkvæði Frekari upplýsingar um starfið Textílmiðstöð Íslands sem staðsett er á Blönduósi hefur nýlega sett upp stafræna smiðju sem er sérhæfð í rannsók- num og framleiðslu á ýmiskonar textíl tengdum verkefnum. Uppbygging smiðjunnar hlaut styrk úr Innviðasjóði og verkefnið er unnið í samstarfi við Evrópuverkefnið Centrinno, samstarfsverkefni 9 evrópskra borga með það markmið að endurvekja textíliðnað í Evrópu. Jafnframt hlaut uppbygging TextílLabs og TextílKlasa nýverið styrk úr Lóu - Nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni. Mikil áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun til fullvinnslu á innlendu hráefni. Um er að ræða 50-100% stöðugildi. Verkefnisstjórinn mun halda utan um daglega starfsemi, svo sem opinn tíma fyrir almenning, viðhald og þrif á tæknibúnaði, umsjón með húsnæði, skipulag á námskeiðum og móttöku hópa og einstaklinga. Um mjög fjölbreytt starf er að ræða þar sem skipulag og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvæg, í bland við frjóa hugsun og útsjónarsemi við úrlausn verkefna. Umsóknarfrestur er til 10 ágúst. Nánari upplýsingar veitir Elsa Arnardóttir í síma 694 1881, netfang;elsa@textilmidstod.is Rekstrarstjóri á Spáni Nýr rekstraraðili íslendingastaðarins Smiðjan á Torreviejasvæðinu á Spáni óskar eftir að ráða rekstrarstjóra. Um er ræða áhugavert og fjölbreytt lifandi starf í nýju landi á suðrænum slóðum. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður einstaklingur, reglusamur, skipulagður og eiga auðvelt með að umgangast fólk ásamt því að vera snyrtilegur og heiðarlegur. Vera hugmyndaríkur í starfi og að vera reiðubúinn að vinna mikið á álagstímum. Enskukunnátta skilyrði og spænska kostur. Reynsla úr veitinga- eða skemmtistaðageiranum á Íslandi er kostur. www.facebook.com/smidjanskybar 4 ATVINNUBLAÐIÐ 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.