Fréttablaðið - 31.07.2021, Page 10
En það
verður
ekki á
þessa veiru
logið að
lævís er
hún og
lipur og
virðist ekki
kunna að
skammast
sín.
Illa gengur
að raða
samtím-
anum í
snyrtilega
atburðarás.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
Þær mega muna sinn fífil fegri verslunarmannahelgarnar. Árans veiran hefur svipt landsmenn þeirri hefð að safnast saman og fagna. Sumum er líklega sama en hátíðahöld víða um land á verslunarmannahelgi
hafa haft mikla þýðingu fyrir tekjuöflun hvort tveggja
fyrirtækja og félagasamtaka.
Líklega fara Vestmannaeyingar verst út úr messu
fallinu nú. Þar snýst allt sumarið um eins konar loka
punkt á sumarvertíðinni, Þjóðhátíð í Herjólfsdal.
En það verður ekki á þessa veiru logið að lævís er
hún og lipur og virðist ekki kunna að skammast sín og
hunskast brott þrátt fyrir allar bólusetningarnar.
Í viðtali hér í Fréttablaðinu á mánudag sagði Kári
Stefánsson að Íslendingar stæðu frammi fyrir skrýtnu
vandamáli.
„Ég held að næsta vika eða svo komi til með að
vera mjög þrungin af upp lýsingum fyrir okkur.
Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast
hafa verið bólu settir og við vitum raun veru lega ekki
hversu stór hundraðs hluti af þeim verður raun veru
lega lasinn.“
Og hann bætir við: „Ef sá hundraðs hluti er lítill
þá held ég að við verðum að breyta nálgun okkar
á þessari til raun til að lifa með þessari veiru. Til
dæmis með því að beita ekki sams konar sótt varna
að gerðum eins og við höfum gert. Leyfa fólki meira
frelsi. Leggja okkur fram við að verja elli heimili og
þá staði þar sem fólk með undir liggjandi sjúk dóma
er og svo framvegis. Því að það er ó mögu legt að
segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og
við megum ekki beita þeim að ferðum sem endan
lega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta
haldið á fram að lifa í þessu landi.“
Þetta er rétt athugað hjá Kára. Við getum ekki búið
við linnulitlar takmarkanir – hænuskref áfram og
hænuskref aftur á bak og ýmist sett allt í gang eða
slökkt á öllu. Nokkrir dagar eru nú liðnir frá því þessi
orð féllu og þrátt fyrir mikinn fjölda greindra smita
hefur sjúkrahúsinnlögnum í reynd fjölgað sáralítið.
Ekki skal þó gert lítið úr veikindum þeirra sem þar
liggja.
Baráttan við faraldurinn hefur breyst og þurft
hefur að taka hann breyttum tökum eftir því sem
baráttunni hefur undið fram. Það er magnað vís
indaafrek að hafa náð að koma bóluefnum í almenna
dreifingu á innan við þremur misserum. Það voru
vissulega sár vonbrigði að bólusetningin skyldi ekki
veita traustari vörn, en samt breyta þau gangi leiks
ins að mun.
Um það segir Kári í áðurnefndu viðtali að mark
miðið með bólu setningum hafi í raun verið þrí þætt.
„Þegar menn réðust í það að búa til bólu efni gegn
þessari veiru þá var ljóst að mark miðið væri að gera
annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til
það bólu efni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust,
bólu efni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða
hvort tveggja.“
Í annað árið í röð verður fámenni á tjaldsvæðum
landsins um verslunarmannahelgi. Látum þessa veiru
ekki eyðileggja fleiri verslunarmannahelgar. Þetta
verður í síðara og lokasinnið. n
Líf með veiru
Færri en vilja flatmaga nú á framandi sólar
strönd með skáldsögu í hendi eins og venja
er á þessum árstíma. En þótt margir verji
sumarfríinu nærri heimaslóðum vegna
heimsfaraldursins ætti vírusinn ekki að þurfa
að hafa af okkur sumarlesninguna.
En til hvers er skáldskapur? Við fyrstu
sýn kunna sögur að virðast lítið annað en
dægrastytting. Þær eru þó annað og meira en
stundarflótti undan raunveruleikanum.
„Lífið er tilgangslaust,“ söng hljómsveitin
Hatari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps
stöðva. Hvernig tekst okkur að fara fram úr
rúminu á morgnana, klæða okkur í föt og
stíga brosandi inn í daginn þegar við vitum
að „tómið heimtir alla“?
Manneskjan býr yfir þeirri einstöku vitn
eskju að á endanum munum við öll deyja,
allir sem við þekkjum og elskum munu
deyja og veröldin líða undir lok. Augljóst
fánýti mannlegrar tilveru leiðir þó ekki til
þess að slokkni á lífsþorstanum. Ástæða
þess að okkur tekst að leiða hjá okkur niður
drepandi sannleikann er sögur. Í huganum
semjum við sögur um eigin tilvist. Við
röðum hendingum lífs okkar saman í snyrti
lega atburðarás, vegferð með skýran tilgang:
Að komast yfir það sem okkur vantar eða
langar í. Okkur tekst að setja annan fótinn
fram fyrir hinn því við höfum verk að vinna,
hindranir til að sigrast á, sögu sem þarf að
leiða til lykta.
En það er ekki aðeins vegferðin sem við
færum í sögubúning. „Ég er dálítið misskilin
söngkona,“ sagði annar Evróvisjónfari
nýverið. „Fólk vill alltaf setja í mig krullur,
klæða mig í prinsessukjól og láta mig syngja
Is it True,“ sagði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á
tónleikunum Tónaflóði áður en hún flutti lag
rokkhljómsveitarinnar Jet Black Joe.
Í metsölubókinni Maðurinn sem hélt að
konan hans væri hattur lýsir taugafræðingur
inn Oliver Sacks lífi sjúklinga sem glíma við
sjaldgæf frávik í heilavirkni. Þar segir frá
William Thompson, manni með minnisleysi
sem veldur því að hann man ekkert lengur en
í örfáar sekúndur, þar með talið hver hann
er. En þrátt fyrir það lifir hann ekki í ótta
blandinni ringulreið eins og búast mætti
við. Thompson er gæddur þeim hæfileika
að skálda stöðugt upp æviatriði sem hann
leggur sjálfur fulla trú á. „Slíkur sjúklingur
býr sjálfan sig til hvert einasta andartak,“
segir Sacks.
Er Jóhanna Guðrún prinsessa eða rokkari?
Sacks heldur því fram að við séum ekki svo
ólík minnislausa manninum. Sjálfið er ekki
annað en frásögn sem við smíðum í hug
anum. „Þessi saga er við.“
Sú manneskja sem við teljum okkur vera
kann að vera jafnmikill skáldskapur og sú
manneskja sem öðrum finnst við vera.
Byrjun, miðja, endir
Sögur eru haldreipi okkar í lífsins ólgusjó.
Tilgangurinn. Sjálfið. Við röðum glundroða
tilverunnar í frásagnir í von um að skilja hið
merkingarlausa.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra
Breta, varaði við því á dögunum að láta
glepjast af sagnaforminu í baráttunni við
kórónaveiruna. „Eitt af því fáa sem við vitum
fyrir víst um Covid er þetta: Sú von sem við
bárum í brjósti í upphafi um að krísan kæmi
til með að markast af skýrri byrjun, miðju
og endalokum átti ekki við rök að styðjast.“
Hann sagði að þrátt fyrir bólusetningar og
loforð um sögulok væri raunveruleikinn
annar. „Ég skil vel hvers vegna allir vilja að
sóttvörnum sé aflétt en … það þarf ekki annað
en að líta á tölfræðina og við blasir að þetta er
ekki búið.“
Illa gengur að raða samtímanum í snyrti
lega atburðarás. En þótt framvinda farsóttar
innar lúti ekki lögum frásagnartækninnar
geta sögur samt orðið til bjargræðis. Sögur
gera okkur kleift að ferðast á tímum sem lítið
er um ferðalög – til annarra landa, annarra
heima, annarra tíma. Sumarreisuna má finna
í næstu bókabúð. n
Glundroði tilverunnar
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR