Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 19
Helgin 19LAUGARDAGUR 31. júlí 2021 FRÉTTABLAÐIÐ ákveðinna 12 spora samtaka sem hann gerði í mörg ár. Þegar hann var ekki þar þá held ég að hann hafi verið á þessum stað nánast á hverjum degi.“ Harmrænu trúðarnir Þessi mannlýsing á Gísla Rúnari rímar ágætlega við marga þekkta grínista og leikara, eins og til dæmis Robin Williams sem þjáðist undir galsafengnu yfirborðinu og endaði með að stytta sér aldur 2014. „Akkúrat. Jim Carrey líka og f leiri. Mér finnst þetta algjörlega vera tilfellið. Jim Carrey er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér lengi. Bara síðan ég var barn og ég man eftir viðtali sem ég las einhvern tímann. Þar sagði hann einmitt að hann hefði allt frá því hann var barn reynt að láta öðrum líða vel með því að skemmta þeim. Af því að honum leið sjálfum svo illa og hann vildi ekki að neinn annar þyrfti að finna fyrir sáraukanum sem hann upp- lifði. Mér finnst þetta passa betur við pabba en nokkuð annað sem ég veit um hann.“ Besti pabbi í heimi Lýsing sonarins á innsta kjarna föðurins er hins vegar ekki f lókin. „Pabbi var ótrúlega mikið góður Gat ekki meira Hversu oft sagðiru mér það, hversu ótrúlega mikið illa, þér liði og ekkert sem gat, leyft þér að lifa það af. „Ég veit hvað þarf að gera“. Auðvelt að segja það x2 Ég gat ekki meira og guð mátti vita það, ég var búinn að reyna, búinn að reyna, gat ekki meira, guð mátti vita það Ég var búinn að reyna, búinn að reyna, reyna. Endalausir dagar af angist og kvíða, bara fangi að bíða, eftir tímabundinni lausninni, engin reisn í augnabliks geðveikinni, trúa þau að ég hverfi ekki einn daginn, halda þau að ég þoli endalaust, það veit enginn hvað annar þolir og hversu lengi, en óttinn gefst hann upp, rifinn í sundur og saumaður saman, aftur og aftur og árin þau hlaðast, seiglan er lævís og leiðir til kvala. Fáir sem tengja á stóra skalanum. En ég þarf ekki að finna meira til. Ég vona að þau finni mig ekki. Þau skilja ef ég mæti ekki. Þau skilja. Ég gat ekki meira og guð mátti vita það, ég var búinn að reyna. Búinn að reyna. Gat ekki meira, guð mátti vita það. Ég var búinn að reyna, búinn að reyna, reyna. Róbert var í áfalli í marga mánuði eftir fráfall Gísla Rúnars. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er alveg áþreifanlegt en því er heldur ekki að neita að ég hef klár- lega líka fengið alls konar kvilla og erfiða hluti sem eru bara eins hjá okkur og koma fram í hegðun minni. Þegar ég ber okkur saman finn ég óneitanlega ýmsar hlið- stæður,“ segir Róbert. Angist bak við þagnarmúr „Því miður fékk ég þennan skilning á pabba og á því af hverju hann var eins og hann var rosalega seint. Vegna þess að hann var náttúr- lega bara yndislegur. Yndislegur og virkilega, ofboðslega góðhjartaður maður og vildi öllum of boðslega vel.“ Róbert bendir einnig á að Gísli Rúnar hafi lagt sig fram um að fela raunverulega líðan sína. „Hann faldi rosa mikið hvernig honum leið. Hann faldi þessa þungu, djúpu angist sem hann gekk með í sér held ég á hverjum einasta degi. Það er líka náttúrlega þannig að auðvitað sér fólk ekkert, nema í mesta lagi þeir nánustu, hvernig manneskjunni líður og það þarf ekkert endilega að sjá þetta. Pabbi faldi mjög lengi fyrir öllum hversu virkilega illa honum leið. Það er þessi veggur og engum er hleypt inn. Það að biðja í rauninni um hjálp er oft það stærsta og erf- iðasta í heimi fyrir svona snillinga og svona fólk sem er í rauninni alla sína ævi búið að skilyrða sig við: Mér líður hræðilega, ég á það skilið, ég á að skammast mín og það getur enginn hjálpað mér.“ Róbert segist trúa því að svona hafi pabba hans meira eða minna alltaf liðið „þegar hann var ekki heilbrigður, ekki sjálfur í bata og að vinna prógrammið innan  STREYMI NÁNAR Á TIX.IS HELGI VERSLUN ARMann A Í BEINNI F RÁ HÓTEL BORG Útsendingin hefst kl. 21 laugardaginn 31. JÚLÍ VERTU MEÐ OKKUR um verslunarmannahelgina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.