Fréttablaðið - 31.07.2021, Qupperneq 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@
frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
„CEP sokkarnir hafa verið vin-
sælir fyrir íþrótta- og gönguiðkun,
einnig hafa golfarar verið að koma
sterkir inn, en svo eru líka sífellt
fleiri farnir að nota þrýstingssokk-
ana daglega í stað hefðbundinna
sokka,“ segir Ragnheiður Ásta
Einarsdóttir, sjúkraþjálfari hjá
Stoð, sem hefur unnið að göngu-
greiningum um langt skeið.
Þrýstingurinn bætir blóðflæði
og vinnur gegn bólgum
„Stoð býður upp á hágæða
þrýstingssokka frá þýska fyrir-
tækinu CEP, sem er dótturfyrirtæki
MEDI, en það er þekkt fyrirtæki í
þrýstingsfatnaði sem býr yfir 70
ára reynslu. Fyrirtækið byrjaði að
framleiða föt í læknisfræðilegum
tilgangi og nýtir nú þá þekkingu
og reynslu í að framleiða einnig
íþróttaföt og sokka,“ segir Ragn-
heiður. „Það sem er sérstakt við
sokkana frá CEP er að það er
þrepaþrýstingur í þeim, sem þýðir
að þrýstingurinn er mestur um
ökklann og minnkar svo eftir því
sem ofar dregur og varnar þá því að
blóðflæði fari í ranga átt.
Þrýstingurinn sem sokkarnir
veita örvar blóðflæði og súrefnis-
upptöku og vinnur gegn þreytu,“
útskýrir Ragnheiður. „Fyrir vikið
finna margir fyrir því að þeir eru
léttari á sér í hlaupum og þreytast
síður, auk þess að endurheimt
verður hraðari. Þrýstingurinn sem
sokkarnir veita auka líka stöðug-
leika og örva liðskin, sem minnkar
þreytu í fótunum.
Einstök framleiðsluaðferð og efni
sokkanna hjálpar til við að halda
hámarkshita og á sama tíma raka-
stjórn og þeir falla vel að fætinum,“
segir Ragnheiður. „Þeir eru líka
þykkari við táberg og hæla, sem
gefur aukna dempun, sem hentar
mjög vel við ákveðnar íþróttir.“
Recovery sokkar
„Allir geta notað CEP sokkana,
hvort sem það er fyrir íþróttirnar,
gönguna, í flugi, við vinnu eða í
daglegu lífi. Yfirleitt þegar fólk
hefur kynnst þessum sokkum
fer það ekki í aðra sokka,“ segir
Ragnheiður. „CEP sokkarnir fást í
mörgum stærðum og gerðum, lágir,
rétt upp fyrir ökkla, kálfahlífar og
hnéháir sokkar, en einnig er hægt
að fá þrýstingsermar. Sokkarnir
koma líka í mismunandi þykkt, allt
frá ultra light yfir í hefðbundna og
svo göngusokka með merino ullar-
þræði, sem eru hlýrri.
Við erum einnig nýkomin með
sokka sem eru hannaðir sérstak-
lega fyrir endurheimt, svokallaða
recovery sokka, sem tryggja að þú
náir endurheimt hraðar en nokkru
sinnum fyrr. Ásamt þrýstingseigin-
leikum sokkanna er innrauður
þráður í þeim sem örvar líkamann
til að nýta eigin hita til að hraða
endurheimt. Sameiginlega vinna
þessir tveir eiginleikar að því að
auka blóðflæði og skila súrefni
til vöðva. Sokkana er mjög gott
að nota til dæmis eftir strangar
æfingar, langar göngur eða í flugið,“
segir Ragnheiður.
Fyrirtækið Stoð
Stoð er fyrirtæki á heilbrigðissviði
og þar starfar fjöldi sérfræðinga.
Fyrirtækið er í nánu samstarfi við
fagfólk á heilbrigðissviði og rekur
tvær verslanir. Fyrirtækið selur,
þjónustar og framleiðir stoðtæki
eins og spelkur, gervilimi, sérsmíð-
aða skó, ásamt því að þjónusta og
selja hjálpartæki eins og hjólastóla,
sjúkrarúm, göngugrindur og aðrar
stoðvörur. Stoð selur líka hlífar,
innlegg, spelkur og íþróttavörur
ásamt göngugreiningum og ferða-
kæfisvefnsvélum.
Verslun á Bíldshöfða í Reykjavík
og í Trönuhrauni í Hafnarfirði
„Hlutverk okkar er að bæta lífsgæði
fólks og viðskiptavinahópurinn
er breiður,“ segir Bryndís Ragna
Hákonardóttir, deildarstjóri hjá
Stoð.
„Við veitum lausnir bæði fyrir
fólk sem er á fullu í hreyfingu og
fólk sem þarf á hjálpar- eða stoð-
tækjum að halda vegna öldrunar,
fötlunar eða annarra orsaka, með
það að markmiði að bæta lífsgæði
þess.
Stoð er með tvær verslanir á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir Bryn-
dís. „Annars vegar í Trönuhrauni
8 í Hafnarfirði, þar sem er meðal
annars boðið upp á sérhæfða
hjálpar- og stoðtækjaþjónustu, og
hins vegar á Bíldshöfða 9 í Reykja-
vík, þar sem göngugreiningar fara
að mestu fram og hægt er að fá
sérfræðiaðstoð frá sjúkraþjálfurum
og íþróttafræðingum við val á
vörum.“ n
Stoð býður alla velkomna í versl-
anir sínar á Bíldshöfðann eða í
Trönuhraunið, þar sem hægt er að
fá ráðgjöf við val á CEP sokkum
eða öðrum vörum og býður Stoð
20% afslátt af CEP sokkunum út
ágústmánuð. Tilvalið tækifæri
fyrir alla þá sem eru að hlaupa, í
göngum eða spila golf til að prófa
þessa einstöku sokka.
Ragnheiður
Ásta Einars-
dóttir, sjúkra-
þjálfari hjá Stoð,
Bryndís Ragna
Hákonardóttir
deildarstjóri og
Snorri Bergþórs-
son íþrótta-
fræðingur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
CEP sokkarnir fást í alls kyns stærðum og gerðum og þeir koma líka í mis-
munandi þykkt, allt frá ultra light yfir í hefðbundna og svo göngusokka með
merino ullarþræði, sem eru hlýrri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Margir finna fyrir
því að þeir eru
léttari á sér á hlaupum
og þreytast síður, auk
þess að endurheimt
verður hraðari.
20%
afsláttur
í ágúst
2 kynningarblað A L LT 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR