Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 24

Fréttablaðið - 31.07.2021, Síða 24
Flatey á Breiðafirði er mikil náttúruperla og menningar- staður. Gjöful fiskimið liggja allt í kringum eyjuna og má með sanni segja að Flatey sé gjöful matarkista og ljúft er að njóta fersks sjávarfangs úr firðinum. sjofn@frettabladid.is Hótel Flatey er staðsett í miðju gamla þorpsins í Flatey og útsýnið frá hótelinu er eins og lifandi málverk af náttúruparadís sem á sér enga líka. Húsin í gömlu miðstöðinni eru timburvirki frá velmegunartímum eyjunnar og f lest þeirra hafa verið endurreist í sínum upprunalega stíl. Á hótel- inu er að finna marga leyndar- dóma eyjunnar, matarástríðuna, frumlegu kokteilana og mannlífið sem þar hefur blómstrað í áranna rás. Í Saltkjallaranum eru hins vegar leyndardómar drykkjanna og orkunnar sem eyjan gefur frá sér. Pétur Oddgeir Heimisson er einn af þeim sem hafa staðið vaktina á hótelinu og nýtur þess að töfra fram kokteil fyrir gesti sem ber nafnið Flahito. „Þessi kokteill á sér sögu. Í honum er að finna jurtir úr matjurtagarðinum sem fá súrefni og krydd frá sjónum og töfrum Flateyjar,“ segir hann. Pétur var fenginn til að svipta hulunni af leyndardómnum að baki kokteilnum og uppskriftinni í þættinum Matur og heimili á Hringbraut sem sýndur var á dög- unum og Flatey var heimsótt. „Þessi drykkur var fundinn upp af einum þjóna Hótels Flateyjar þegar gestur á barnum bað um Mojito. Þjónninn á vaktinni, Lísa Kristjánsdóttir, var snögg með svör og sagði að þau væri ekki með Mojitos í Saltkjallaranum en ef gesturinn vildi hinkra augnablik þá gæti hún útbúið Flahito sem væri jafn góður ef ekki betri drykk- ur. Gesturinn vildi að sjálfsögðu bíða og njóta þess. Svo Lísa hentist út í matjurtagarðinn og sótti rabar- bara og skessujurt og bætti hinu og þessu í mortélið sem var við hendina og út kom þessi frábæri og ofurvinsæli drykkur, Flahito. Uppskriftin hefur aðeins þróast en er í grunninn eins,“ segir Pétur og bætir við að þetta sé vinsælasti fordrykkur hótelsins í Flatey. Flahito Fyrir sextán til tuttugu Mortél Hvítt romm (eftir smekk) Rabarbari Skessujurt Límóna Engiferöl (eftir smekk) Hrásykur Takið gott mortél og um 4 stilka af niðurskornum rabarbara, hnefa- fylli af skessujurt, 6 límónubáta og um eina matskeið af hrásykri. Kremjið allt saman í mortélinu. Það myndast safi sem deilt er í fjögur glös ásamt 2 matskeiðum af hratinu í hvert glas. Romminu er hellt út í ásamt engiferölinu. Ísmolar, límónusneiðar og skessu- jurt eru einnig sett í glösin og puntað með rabarbarastönglum ef vill. n Leyndardómsfulli kokteillinn á Hótel Flatey Pétur Oddgeir Heimisson töfrar fram kokteilinn Flahito fyrir gesti. Flahito lítur svo sannarlega vel út. Þessi drykkur var fundinn upp af einum þjóna Hótels Flateyjar þegar gestur á barnum bað um Moji- tos. Salat með rækjum er bæði sumarlegt og gott. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Stundum langar mann í eitthvað létt og gott þegar veðrið leikur við mann, hvíla sig á grillsteikinni. Þetta sumarsalat er einfalt að gera og er sannkallaður veislumatur á góðum sumardegi. Sumarsalat fyrir 4 400 g risarækjur 1 rauður chilli-pipar 3 msk. ólífuolía 3 msk. chilli-sósa 200 g þurrskinka 1 búnt ferskur aspars 1 pakki jarðarber 1 poki blandað salat 0,5 dl jómfrúarolía 0,5 tsk. nýmalaður pipar 0,5 tsk. sykur Dressing 2 msk. ólífuolía 2 tsk. balsamedik 0,5 tsk. dijon-sinnep 0,5 tsk. pipar 0,5 tsk. sykur Hreinsið rækjurnar. Setjið þær í skál ásamt chilli-pipar, chillisósu, olíu, salti og pipar. Látið standa í að minnsta kosti 30 mínútur. Skerið neðsta hlutann af asparsnum, þann harða. Sjóðið í söltuðu vatni í 3 mínútur og setjið síðan í ísvatn. Skolið jarðarberin og skerið í tvennt. Hitið pönnu með olíu og steikið rækjurnar í um það bil 30 sekúndur eða þar til þær hafa tekið lit. Setjið salatblöndu á stórt fat og raðið ofan á rækjum, aspars, skinku og jarðarberjum. Þeytið allt sem á að fara í dressinguna og dreifið yfir salatið, saltið og piprið. Berið strax fram með góðu brauði. Það má sleppa einhverju í þessari upptalningu og setja annað í staðinn, til dæmis vatns- melónu eða lárperu í staðinn fyrir jarðarber eða sleppa rækjunum og vera bara með skinkuna eða öfugt. Það er líka mjög gott að hafa egg í salatinu. Ef skinkan er valin er gott að dreifa parmesan osti yfir og bæta við ferskum mozzarella eða brie. n Frábært sumarsalat LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar haustvörur streyma inn ZHENZI Peysujakki Fæst í fleiri litum Stærðir 42-56 Verð kr. 7.990 ZHENZI tunika Fæst í fleiri litum Stærðir 42-56 Verð kr. 9.990 LASESSOR Shirley ponsjó/slá Fæst líka í svörtu Verð kr. 15.990 ZE-ZE Golla/peysa Fæst í fleiri litum Stærðir 38-48 Verð kr. 7.990 4 kynningarblað A L LT 31. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.