Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 25
Ert þú leiðtoginn sem við leitum að? Menntunar- og hæfniskröfur: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða tvo öfluga stjórnendur til að leiða nýjar einingar innan embættisins. Leitað er að einstaklingum sem hafa framtíðarsýn, frumkvæði, metnað og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd og fylgja þeim eftir. Nánari upplýsingar um störfin veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. • Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, milli- og ársuppgjörum og kostnaðareftirliti • Ábyrgð á gerð greininga, fjárhags- og rekstraráætlana ásamt upplýsingagjöf til sýslumanns • Stjórnun mannauðs og yfirsýn yfir verkefnastöðu teymis • Gerð og þróun verkferla • Stefnumótun verkþátta á sviði rekstrar og fjármála í samvinnu við sýslumann • Samstarf við fagsvið og ytri aðila Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins. • Háskólamenntun á sviði fjármála og reksturs sem nýtist í starfi • Haldbær starfsreynsla af fagsviði fjármála • Reynsla og þekking á áætlanagerð og uppgjörum • Frábær greiningarhæfni, framsetning og miðlun fjárhagsupplýsinga • Leiðtogahæfni, yfirsýn, árangursmiðað viðhorf • Góð samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði • Mjög gott vald á íslensku í mæltu og rituðu máli Fjármálastjóri Fjármálastjóri leiðir fjármál og rekstur embættisins og vinnur að umbótum í samstarfi við sýslumann og stjórnendur. Starf fjármálastjóra er umfangsmikið og krefjandi en helstu verkefni eru fjárhagslegur rekstur, áætlanagerð, samningagerð, húsnæðismál, innkaup, og öryggismál. Fjármálastjóri heyrir undir sýslumann og situr í framkvæmdastjórn embættisins. Þjónustu- og þróunarstjóri Þjónusta og þróun er ný eining innan embættisins. Undir eininguna heyra þjónustuver, almenn afgreiðsla og móttaka umsókna fyrir ökuskírteini og vegabréf. Hlutverk þjónustu- og þróunarstjóra er að leiða þjónustu- og umbótastarf innan embættisins með það að markmiði að einfalda verkferla og auðvelda aðgengi viðskiptavina að þjónustu og upplýsingum, m.a. með stafrænum lausnum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stjórnun mannauðs og ábyrgð á daglegri starfsemi einingarinnar • Skipulag mönnunar og áætlanagerð út frá þjónustuþörf • Þjálfun og miðlun þekkingar í þjónustuveri • Þróun og innleiðing þjónustustefnu og markmiða • Gæðastýring einingar og eftirfylgni með árangri • Umbótavinna og samstarf við fagsvið vegna þjónustu við viðskiptavini • Utanumhald um þróunarverkefni á vegum embættisins Helstu verkefni og ábyrgð: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Stjórnunarreynsla er kostur • Starfsreynsla sem nýtist í starfi, s.s. reynsla af þjónustustýringu, straumlínustjórnun og verkefnastjórnun • Brennandi áhugi á stafrænum lausnum • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund • Geta til að byggja upp öfluga liðsheild og leiða umbótastarf • Góð tölvufærni, skipulagshæfni og traust vinnubrögð • Mjög gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli Sýslumenn fara með framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði hvert í sínu umdæmi samkvæmt lögum nr. 50/2014. Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru rúmlega 235.000. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.